Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 52
'52 FÖSTUDAGUR 16. JÚLÍ 1999_ KIRKJUSTARF I DAG MORGUNBLAÐIÐ Safnaðarstarf Hafnarljarðarkirkja. Opið hús í * Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðar- stund. Hofskirkja. Kirlguskóli kl. 13.30. Sjöunda dags aðventistar á Islandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu- fræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Ræðumaðm- Sigríður Krist> jánsdóttir. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Guðsþjónusta kl. 10.15. Biblíufræðsla eftir guðsþjón- ustu. Ræðumaður Einar Valgeir Ara- son. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Finn F. Eckhoff. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Ræðumaður Eric Guðmundsson. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnar- firði: Guðsþjónusta og biblíufræðsla kl. 11. BRIÐS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Norðurlandamót yngri spilara að heljast MÓTIÐ verður haldið að þessu sinni á íslandi og verður spilað í húsnæði Bridssambands Islands, Þönglabakka 1, dagana 19.-24.júlí. Þátttakendur eru 48 frá fimm þjóð- um, en Færeyingar gátu því miður ekki verið með í ár. Spilað verður í tveimur flokkum, 25 ára og yngri og 20 ára og yngri. I eldri flokknum spila fyrir Is- lands hönd þeir Sigurbjöm Har- aldsson, Guðmundur Halldórsson, ^ Frímann Stefánsson, Páll Þórsson, Guðmundur Gunnarsson og Ómar Olgeirsson. í eldri flokkunum verða spilaðar 10 umferðir en 9 í yngri flokknum. I jmgri flokknm spila að- eins fjórir spilarar en þeir eru. Ari Már Arason, Ingvar Jónsson, As- bjöm Bjömsson og Sigurður Jón Björgvinsson. Spilaðir em 28 spila leikir, sömu spil í báðum flokkum. Keppnisstjóri er Sveinn Rúnar Eiríksson og mótsstjóri Stefanía Skarphéðinsdóttir. Síðasta Norður- landamót yngri spilara fór fram í Færeyjum 1997, en þá urðu Islend- ingar Norðurlandameistarar í eldri flokki. Góður árangur íslensku par- anna á Heimsmeistaramótinu í Tékklandi á dögunum hlýtur að gefa ástæðu til bjartsýni um árang- ur Islands á Norðurlandamótinu. Það er athyglisvert að af 10 spil- urum í íslensku liðunum em 3 frá Akureyri, 3 frá Siglufirði, 2 frá Húsavík, 1 frá Selfossi og 1 úr Rangárvallasýslu en fyrirliðinn er frá Reykjavík. Ahorfendur em hvattir til að fjölmenna í Þöngla- bakkann. Allar upplýsingar um mótið og úrslit leikja verða uppfærð jafnóðum á heimasíðu BSÍ og á bls. 326 í textavarpinu. Vakin er athygli á því að sumarbrids verður með hefðbundnum hætti á meðan á mót- inu stendur. Mótið verður sett mánudaginn 19. júlí ld. 17.30 en síðan verða spil- aðar tvær til þrjár umferðir á dag til 24. júlí en síðasta umferðin verð- ur spiluð kl. 12.15-17 en þá verða mótslok og verðlaunaafhending. Bikarkeppnin Nokkur úrslit hafa borist úr annarri umferð í bikarnum en síðasti spila- dagurinn er 18. júlí. HreinnBjöms,Akran.-BjömTheodórs,Rvk 73-96 Grandihf.Rvk-HjördísSigmjónsd,Rvk 46-65 Jón Hjals. Rvk - KHstján ð. Krisljáns. Keflv.108-81 Roche,Rvk-Almennaverkfræðistofan, Rvk 91-85 Ba!durBjartmars.Rvk-AriMár Arason 96-98 Þórólfur Jóas., S-Þing. - Rmmalaufið, Borgaf.. 90-76 GunnarP. Halldórs, Homafí. - Notabene, Rvk 62-105 Fyrirliðar sigursveita era beðnir að tilkynna úrslit til skrifstofunnar. Dregið verður í 3. umferð nk. mánu- dag. Félag eldri borgara í Reykjavík SPILAÐUR var tvímenningur 3. júli sl. í Asgarði, Glæsibæ. 22 pör mættu og úrslit vora þessi: N.S. AuðunnGuðmundsson-AlbertÞorkelson 271 Eysteinn Einarsson - Magnús Halldórsson 251 Bergljót Ragnarsd. - Soffía Theodórsdóttir 234 A.V. Þórólfur Meyvants. - Eyjólfur Halldórs. 255 Alfreð Kristjánsson - Sæmundur Bjömsson 250 Ásta Erlingsdóttir - Sigurður Pálsson 239 ÚTSALA 10-70% afsláttur Dæmi áður nú Vattjakkar 9-900 1.900 Síðar kápur 32-900 5-900 Opið á laugardögum frá kl. 10-16 Nö^HIÁSIÐ Mörkinni 6 Sími 588 5518 Mikið úrval af fallegum rúmfatnaii Skólavördusiíg 21, Keykjavík, sími 551 4050 TIL SÖLU EDA LEIGl\ öðruvísi brúðarkjóiar. ’ mömmudragtir, hattar og kjólar. Allt lyrir herra. Fataleíga Garðabæjar, sími 565 6680. Opið virka daga kl. 9.00-18.00, kl. 10.00-14.00. VELMKANDI Svarað í súna 569 1100 frá 10-13 frá mánudegi til föstudags Þakklæti FYRIR hönd allrar fjöl- skyldunnar vil ég þakka öllum þeim sem studdu okkur er við misstum heimili okkar á Reyðarfirði í eldsvoða íyrir stuttu. Sér- stakar þakkir til Rauða kross Islands, bæjarbúa Reyðarfjarðar, heildsölu Ágústs Armann og BÞH hefldverslunar. Aðstoð ykkar var ómet- anleg á erfiðum tíma. Kærar þakkir fyrir okkur. Bíbí Ólafsdóttir. Opnaður hefur verið áheitareikningur OPNAÐUR hefur verið áheitareikningur vegna Hafdísar og Birkis, Sæ- mundargötu 15, Sauðár- króki, vegna lifrarskipta Hafdísar. Þeir sem vilja styrkja þetta málefni geta lagt inn á reikning í Landsbankanum á Sauðár- króki. Númerið á reikn- ingnum er 0161-05-71500. Svar til offitusjúklings SEM svar við bréfi offitu- sjúklings sem birtist í Vel- vakanda 14. júlí sl. langar mig að koma á framfæri að Herbalife er alheimsfyrir- tæki. Hægt er að kaupa vörur þess 144 löndum. Áð sjálfsögðu ríkja mismun- andi reglur í hverju landi og misjafnt hvaða vöru- flokkar eru leyfðir. Allar þær vörur sem fást hér á landi eiga að vera samþykktar og stimplaðar af lyfjaeftirlit- inu. Ef einhver er að selja ósamþykkta vöru hefur henni verið smyglað inn í landið. íslenska Herbalife vöruhúsið kaupir inn vörur frá Svíþjóð og Bretlandi. Samkvæmt reglum fyr- irtækisins er hverjum dreifingaraðfla ætlað að veita gott aðhald til að fólk nái sem bestum árangri. I því felst að hringja í við- komandi, sfyðja hann og leysa úr öllum þeim spum- ingum og málum er upp koma. Hér koma nokkrar stað- reyndir sem útskýra vin- sældir og árangur Herbali- fe: 1. Fjöldi lækna þróar vöruna en aðaluppistaðan er jurtir. 2. Fólk fær góðan stuðn- ing og aðhald til að ná markmiðum sínum. 3. 35 mflljónir manns nota þessa vöru að stað- aldri. 4. Árangurssögumar segja sitt. 5. 30 daga skdlafrestur er á vörunni. 6. Fyrirtækið hefur 20 ára reynslu. Heiða Lind og Bjarni, sími 695 2166. Léleg þjónusta ÉG stunda vinnu í Hafnar- firði, var bíllaus um tíma, og þurfd að nota Almenn- ingsvagna. Var ég að vinna á kvöldin til hálftólf en síð- asti Almenningsvagninn kom klukkan 11.45 og náði ég honum ekki. Finnst mér þeir veita lélega þjón- ustu og rándýra. Finnst mér munur að taka strætó í Reykjavík eða Almenn- ingsvagna. Það er eðlilegt að far- þegafjöldinn minnki þegar allir kaupa sér bíla. Og hvar á að taka peninga til að reka strætó þegar allir em komnir á einkabíla? 280244-2959. Tapað/fundið Lyklar í óskilum LYKLAR fundust við Brautarholt 16 9. júh' kl. 22.40. Upplýsingar í síma 552 8035. Úr í óskilum ÚR fannst á homi Sölv- hólsgötu og Suðurgötu í Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 565 1348. Hrói er týndur HRÓI er gulbröndóttur fress með hvíta bringu. Hann týndist frá Seltjarn- amesi 5. júlí. Hann var með gráa sjálflýsandi ól þegar hann hvarf. Þeir sem vita um hann eða af- drif hans hafi samband í síma 551 2164 eða 897 5435. SKÁK Umsjón Margcir Pétursson STAÐAN kom upp á stór- móti sem nú stendur yfir í Frankfurt í Þýskalandi. Michael Adams (2.715), Englandi, hafði hvítt og átti leik, en Jan Timrnan (2.670), Hollandi, var með svart. Timman lék gróf- lega af sér er hann skákaði með ridd- ara í síðasta leik fyrir tímamörkin og lék 40. _ Rd7_f6+?? í jafn- teflislegri stöðu. 41. Hxf6+! _ Kxf6 42. Kd5 _ Bf4 43. Kxc6 _ Bxd2 44. Rxc5 _ Ke5 45. b4! og svartur gafst upp, því 45. _ Bxb4 er auðvitað svarað með riddaragafflinum 46. Rd3+. Staðan eftir þijár um- ferðir á mótinu: 1. Leko 2V4 v., 2. 3. Karpov og Anand 2 v., 4.5. Kramnik og Adams IV2 v., 6._7. Ivan Sokolov og Topa- lov 1 v., 8. Timman !4 v HVÍTUR leikur og vinnur. HOGNI HREKKVISI r/ ]//£ éö/cam hQrui>ju Víkverji skrifar... BÓKASÖFN í höfuðborginni hvekktu Víkverja dagsins í vik- unni. Hann fór í leit að tiltekinni bók á Borgarbókasafnið, og af því að Víkverji er íslendingur sem bjargar sér sjálfur en fer ekki að biðja um aðstoð eins og einhver kveif, vatt hann sér auðvitað að tölvunum sem eiga að leiðbeina gestum bókasafnsins um völundar- hús þess. En það var ekki auðhlaup- ið að því að að skilja hvemig spjald- skrárforrit safnsins virkar, og gafst á endanum hinn mjök sjálfbjarga Víkveiji upp og fór harla aumur að biðja safnverði ásjár. Starfsfólk safnsins reyndist mun þægilegra viðskiptis en tölvuforrit þess og lóðsaði Víkveija að bókinni tilteknu. Það var einkum tvennt við forrit safnsins sem Víkverja þótti að- finnsluvert. Það var erfitt að kom- ast að því hvar á safninu, það er að segja hvar í hillu, bókin var og einnig var torsótt að fá forritið til að tjá sig um það hvort bókin væri í hillunni eða í útláni. Þurfti að feta sig nokkra leið inn í forritið til að komast að þessum upplýsingum, sem þó hljóta að teljast grandvall- arapplýsingar þegar maður leitar bókar á safni. En ekki var nóg með að fara þyrfti langt eftir þessum upplýsingum. Leiðbeiningar í forrit- inu, um hvemig skyldi feta sig áfram, vora ákaflega óljósar og því virkilega vandratað fyrir ókunnuga. Kosturinn við forritið er þó óneitan- lega sá að það virkar hratt. Víkveiji fór því næst á Háskóla- bókasafti/Þjóðarbókhlöðu, sem fyrr í leit að tiltekinni bók. Þar tók við önnur martröð sömu gerðar. I fyrstu leitaði Víkveiji eins og auli lengi að bókum í gagnagrunni sem einungis veitir upplýsingar um tímarit. Vísbendingar um skilin á þessu tvennu era óljósar á safninu og þarf maður að vera vanur til að vfllast ekki. En þegar svo Víkverji hafði fundið rétt forrit tók við sama völundarhúsið og á Borgarbóka- safrd; erfitt var að komast að því hvar í hillu bókin væri, eða hvort hún væri kannski í útláni. Sem íyrr gerði liðlegt starfsfólk gæfumuninn. Sagan er þó því miður ekld búin. í ljós kom að bókin tiltekna, sem er eftir Pál Skúlason, rektor Háskóla Islands, er bara til í einu eintaki á Háskólabókasafni og eintakið eina er ekki til útláns. Ekki er þetta forn bók og ekki stendur yfir kennsla í Háskólanum þannig að margir nem- endur kunni að vera um eintakið. Því hlýtur að mega telja undarlegt að bók eftir rektor skuli ekki lánuð út á Háskólabókasafni. xxx A Inútímasamfélaginu er þeim refsað sem gaufa. Víkveiji tók út peninga í hraðbanka nýlega eða réttara sagt, það var ætlunin. Eitthvað tafði það hann að skiptast á nokkrum orðum í samanlagt 3 eða ijórar sekúndur við mann í röðinni, auk þess tók Víkverji fyrst kortið, þá kvittunina en sek- úndubroti áður en seðlamir vora komnir í lófann skellti maskínan í lás með þjósti og gleypti aftur féð. Lík- lega hafa hönnuðimir hugsað sem svo að ekki mætti úttekið fé vera of lengi á glámbekk, þá gætu þjófar teygt sig yfir öxlina á viðskiptavinin- um og hlaupið burt með fenginn. Fénu var auðvitað skilað inn á reikning Víkverja daginn eftir en væri ekki ráð að vara til dæmis aldr- að fólk (og Víkveija) við með nokkram orðum á skjánum þar sem vitað er að fleiri hafa lent í svona hremmingum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.