Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 16.07.1999, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: R1TSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 FOSTUDAGUR 16. JULI1999 VERÐ I LAUSASOLU 150 KR. MEÐ VSK Karlmaður með stunguáverka fannst látinn í íbúð sinni í Reykjavík Leit hafín að hinum grunaða í Danmörku LÖGREGLAN í Reykjavík rannsak- ar lát manns á fimmtugsaldri en hún fann manninn látinn á heimili sínu skömmu eftir hádegi í gær. Telur lögregla að honum hafi verið ráðinn bani. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins voru stunguáverkar á hinum látna, en lögregla lætur ekki uppi hvort vopn, sem kann að hafa verið notað, hafí fundist. Rúmlega fertugur karlmaður er eftirlýstur vegna málsins og var enn- fremur lýst eftir fólksbifreið í tengsl- um við rannsókn málsins. Bifreiðin fannst í gærkvöldi á bifreiðastæði Seeuritas við Flugstöð Leifs Eiríks- sonar. Lögreglan telur að maðurinn hafi farið af landi brott snemma í gærmorgun til Kaupmannahafnar. Upplýsingar sendar utan í gegnum Interpol Morgunblaðið fékk staðfest í gær- kvöldi að alþjóðadeild ríkislögreglu- stjóra hefði lýst eftir hinum grunaða í öllum Evrópulöndum í gegnum Interpol. Hafa öll gögn um manninn ásamt mynd verið send utan í gegn- um tölvukerfi Interpol. Danska lög- reglan staðfesti í gærkvöldi að gögn- in hefðu borist og að leit væri hafin að manninum í Danmörku. Reyndar hafði danska lögreglan ítarlegar upplýsingar um hinn grunaða, því hann var handtekinn þar fyrir nokkrum árum að beiðni íslenskra yfirvalda. Hafði hann þá farið af landi brott áður en hann hafði af- plánað dóm sem hann hlaut fyrir svikastarfsemi. Hafði verið látinn í a.m.k. hálfan annan sólarhring Lögregla fór að grennslast fyrir um afdrif hins látna eftir að tilkynn- ing hafði borist frá áhyggjufullum vinum hans. Er lögregla kom á heimili mannsins, sem bjó einn í íbúð nálægt miðbænum, kom hún að honum látnum. Líkur benda til þess að hann hafi verið látinn í a.m.k. hálfan annan sólarhring er að var komið. Rannsókn málsins stóð yfir af full- um krafti í gær og voru öll lögreglu- embætti landsins beðin um að taka þátt í leitinni að bifreiðinni og hinum eftirlýsta karlmanni. Ekki er unnt að greina frá nafni hins látna að svo stöddu. Smugusamning- -urinn staðfestur af öllum aðilum Morgunblaðið/Árni Sæberg RÚSSNESK stjórnvöld tilkynntu sendiráðum íslands og Noregs í Moskvu í gær að þau hefðu staðfest Smugusamninginn svokallaða sem er þríhliða samningur Islands, Nor- egs og Rússlands um veiðar í Barentshafi. Norðmenn eru vörslu- aðilar samningsins og er búist við að tilkynni íslenskum stjórnvöld- urn um viðtöku staðfestingarinnar. Islendingum verður heimilt að veiða samtals 4.450 tonn af þorski í norskri fiskveiðilögsögu á þessu ári og sama magn í rússnesku lögsög- unni en fyrir það verður að greiða sérstaklega fyrir 36,5% heimild- ^uina. ^^kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna, segir að íslenskum útgerð- um sé nú ekkert að vanbúnaði að halda til veiða í Barentshafi. Sagði hann það enda brýnt þar sem mörg skip væru orðin kvótalítil. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra segir samninginn breyta miklu í samskiptum þjóðanna þriggja og að hann gæfi nýja mögu- leika sem mikilvægt væri að nýta. Hann segir staðfestingu Rússa ekki hafa dregist óeðlilega miðað við þann tíma sem almennt taki að fá al- þjóðlega samninga staðfesta. Islend- ingar og Norðmenn hafi hins vegar verið óvenju fljótir að staðfesta samninginn. ■ Rússar hafa/10 Nýtt þak í rigningunni I VÆTUTIÐINNI sem gengið hefur yfir höfuðborgina undan- farna daga er eins gott að ekki komi leki að þakinu en hér er verið að skipta um þakflísar. Veðurstofan spáir áfram vætu- tíð, landsmönnum til skapraun- Ætla að ganga á norður- pólinn TVEIR af íslensku suðurskauts- förunum þremur, Ingþór Bjarna- son sálfræðingur og Haraldur Öm Ólafsson héraðsdómslögmaður, ætla að ganga á skíðum á norður- pólinn á næsta ári, fyrstir Islend- inga. Þriðji maðurinn í hópnum, Ólafur Örn Haraldsson alþingis- maður, verður leiðangursstjóri og tengiliður þeirra við umheiminn. Skíðagangan hefst í mars í Norður-Kanada og er ráðgert að þeir verði komnir á leiðarenda í byrjun maí. Gönguleiðin er um 770 km og erfið yfirferðar, háir ísruðn- ingar og vakir hamla för. Þeir Har- aldur og Ingþór þurfa að vera vopnaðir, því ekki er ólíklegt að ís- birnir geri vart við sig. Mikið myrkur verður í byrjun ferðarinn- ar og frostið getur farið í fimmtíu gráður. ■ í fimbulkulda/14 Viðskipti með losunarkvóta Landsvirkj- un kannar málið SAMKVÆMT Kyoto-bókun- inni, sem kveður á um tak- markanir á losun gróðurhúsa- lofttegunda í iðnríkjunum á árunum 2008-2012, verður heimilt að koma á viðskiptum með losunarkvóta á milli landa. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, staðfestir í samtali við Morgunblaðið að komið hafi til umræðu á milli Landsvirkjunar og ráðgjafa, sem eru að kanna þessi mál, hvort hreinar íslenskar orku- lindir gætu orðið grundvöllur einhvers konar viðskipta með losunarkvóta á milli íslands og annarra landa. Hann tók þó fram að þessi mál væru enn á frumstigi. ■ íslenskar/32-33 Um 550 manns í Islands- ferðum á Concorde-þotum MIKIL fjölgun er í sumar á ís- landsferðum með Concorde-þotum á vegum breskrar ferðaskrifstofu. Ellefu hópar komu í sumar, alls um 550 manns. í fyrra voru hóp- arnir átta og fimm til sex árin þar á undan. Flugfélag Islands sér um mót- töku hópanna og skipuleggur þriggja daga dvöl hér ásamt Jöklaferðum. Sigurður Sigurðar- son, framkvæmdastjóri Jökla- ferða, segir að farþegunum sé skipt í þrjá hópa og flogið með 50 manns í einu til Hafnar, þaðan er ekið að Jökulsárlóni og farið í sigl- ingu, síðan haldið í Jöklasel á Vatnajökli og boðið upp á sjávar- réttahlaðborð. Síðari helming dagsins er flogið með hópinn til Húsavíkur og farið í hvalaskoðun. Hinir hóparnir fara þann dag í aðrar skoðunarferðir m.a. um Suð- urland og Reykjanes og líta í verslanir og síðan skiptast hóp- arnir á. Langflestir ferðamennirnir eru breskir og segir Sigurður þá á öll- um aldri en yfirleitt sé um efnað fólk að ræða, enda flug með Concorde nokkuð dýrt. Kosta ferðirnar rúmlega 200 þúsund krónur að meðtalinni gistingu og þátttöku í skoðanaferðunum hér. Sigurður segir þessa hópa vera mjög verðmæta viðbót í ferðaþjón- ustuna og undir það tekur Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri Flugfélags íslands. Segir Jón Karl að verulegir möguleikar séu í að auka sölu í ferðum sem þessum og segir reynsluna einnig hafa sýnt að fá megi farþega í slíkar ferðir frá Bandaríkjunum. Auk Flugfélags íslands og Jöklaferða koma við sögu þessara ferða Austurleið og Húsvíkingar vegna hvalaskoðunarferða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.