Morgunblaðið - 17.07.1999, Side 1

Morgunblaðið - 17.07.1999, Side 1
STOFNAÐ 1918 159. TBL. 87. ARG. LAUGARDAGUR 17. JULI1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSIN S Reynt að koma friðarumleitunum á N-Irlandi af stað á ný Adams segir stöðu mála afar alvarlega UNAMBT HCQIBTHATION / POI UNO CSNTftB Pu«*at P*mla«ar«n / Pambartan tuara a»Mtru-ReJlítu / Vota-Fatln Centro do RoQloto / Contro Blottorai Belfast. Reuters. BRESK stjórnvöld efndu í gær til funda með leiðtogum stríðandi fylkinga á Norður-Irlandi í því skyni að reyna að koma friðarumleitunum í hérað- inu af stað aftur eftir umtalsverð skakkaföll á undanförnum dögum. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Féin, stjórnmálaarms írska lýðveldishersins (IRA), sagði hins vegar að það myndi ekki reynast auðvelt. Mo Mowlam, N-írlandsmálaráð- herra bresku stjórnarinnar, flaug til Belfast til viðræðna við leiðtoga stjórnmálaflokkanna um væntan- lega endurskoðun á því hvernig hrinda megi ákvæðum friðarsam- komulagsins, sem kennt er við föstudaginn langa, í framkvæmd en tilraunir til þess sigldu í strand á fimmtudag þegar ekki tókst að mynda samstarfsstjórn kaþólskra og mótmælenda. „Ég er sannfærð um að menn eru jafn vonsviknir yfir því að við skulum vera komin aftur á þennan reit, en ég tel það mikilvægt að fólk hafi í huga þann mikla árang- ur sem við höfum nú þegar náð, og að friðarsamkomulagið stendur enn traustum fótum,“ sagði Mowlam. Gerry Adams var mun myrkari í máli þegar hann mætti til viðræðna við Mowlam við Stormont-kastala. Hann sagði atburði fimmtudagsins hafa staðfest þær grunsemdir sem margir kaþólikkar hefðu um að mótmælendur, sem eru tæplega 60% íbúa N-írlands, einfaldlega vildu ekki deila völdum með kaþ- ólskum. „Fyrir okkur eru þessir atburðir vatnaskil í ferlinu öllu. Ég geri mér grein fyrir að tilfinningar hafa stundum hlaupið með okkur í gön- ur... en ég get hins vegar ekki með 1 Ijú / i , 'J . Reuters Skráning kjósenda hafin á A-Tímor Suai á A-Tímor, Prag. AP. SKRÁNING kjósenda hófst á Austur-Tímor í gær fyrir þjóðar- atkvæðagreiðslu um hvort þessi fyrrverandi nýlenda Portiigals, sem Indónesar hafa haldið undir sinni stjórn frá árinu 1976, skuli fá aukin sjálfsstjórnarréttindi innan Indónesíu eða hljóta fullt sjálfstæði. Hér bíður austur-tímorskur öldungur á bekk við skráningar- stöð Sameinuðu þjóðanna (SÞ) í einu úthverfa Dili, höfuðborgar A-Tímor, í gær. Andstæðingar sjálfstæðis hafa reynt að spilla fyrir undirbúningi atkvæðagreiðslunnar, sem SÞ sjá um framkvæmdina á, með tilræð- um og vopnuðum árásum á sjálf- stæðissinna og starfsmenn SÞ. Áformað hafði verið að hefja skráningu kjósenda á þriðjudag, en Kofi Annan, framkvæmda- s^jóri SÞ, frestaði því um þijá daga í því skyni að gefa indónesískum sljórnvöldum færi á að bæta öryggisgæslu á skrán- ingarstöðunum. „Skráningarferl- ið er farið af stað, og almennt séð gengur það vel,“ sagði Annan í gær. „Atkvæðagreiðslan verður haldin. Tilraunir hafa verið gerð- ar til að hindra að af henni verði, en þær hafa ekki haft nein áhrif,“ sagði hann. Jusuf Habibie, forseti Indónesíu, hefúr heitið því að virða niðurstöðu atkvæðagreiðsl- unnar, sem fram fer í ágúst. orðum lýst því fyrir ykkur hversu ég tel stöðuna nú vera alvarlega," sagði Adams við fréttamenn. Afsögn Trimbles ekki væntanleg Ef marka má heimildarmenn síðdegisblaðsins The Belfast Tel- egraph er hins vegar ekki hætta á að vopnahlé öfgahópa kaþólikka og mótmælenda fari út um þúfur að svo stöddu. Dagblöð á Irlandi og á N-írlandi hvöttu deilendur þó til að vinna hratt til að gefa öfgahópun- um ekki afsökun til að hefja ofbeld- isherferðir sínar að nýju. Adams útilokaði heldur ekki að endurskoðunin, sem boðað hefur verið til, mynda skila árangri en sagði að til þess að svo mætti verða yrðu bresk stjórnvöld að taka málin í sínar hendur og tryggja að sambandssinnar kæmust ekki upp með að standa í vegi framþróunar. Annar tónn var í máli Davids Trimbles, leiðtoga stærsta flokks sambandssinna (UUP), sem kvað tíma til kominn að stjórnmálamenn á N-Irlandi hættu að eltast við skottið á breskum og írskum stjórnvöldum. „Við verðum að leysa þessi mál okkar á milli,“ bætti hann við. Trimble kvaðst staðráðinn í að halda áfram sem forsætisráðherra heimastjórnarþingsins, þegar hann kom til Stormont-kastala, þrátt fyrir kröfur kaþólskra í fyrradag um að hann segði af sér. ■ Segir alls ekki/26 Stjórnarskjölin til Berlínar Reuters OTTO Schily, innanríkisráðherra Þýskalands, veifar fána fyrir ut- an Ríkisþinghúsið í Berlín í gær, í hestvagni sem flutti stjórnar- skjöl frá Bonn til nýrra húsa- kynna Sambandsþingsins og þýsku ríkisstjórnarinnar í höfuð- borginni. Táknræn flutningaferð hestvagnsins með skjölin þvert í gegn um Þýskaland tók 16 daga. Milosevic hyggst breyta kosningareglum Belgrad. Reuters, The Daily Telegraph. SLOBODAN Milosevic, forseti Júgóslavíu, hefur samið frumvarp til laga um breyttar kosningaregl- ur, sem stjórnarandstæðingar hans segja að geti orðið til þess að hann tryggi sér völdin áfram. Samkvæmt frumvarpinu verður horfið frá hlutfallskosningum og þess í stað hafður só hátturinn á að sá flokkur sem fær flest stig á hverjum stað beri sigur úr býtum. Vuk Draskovic, leiðtogi Endur- reisnarhreyfingar Serbíu (SPO), sagði Milosevic hafa í hyggju að stjórnarflokkarnir þrír, Jafnaðar- mannaflokkurinn (SPS), flokkur Milosevics, Vinstriflokkur Júgó- slavíu, (JUL), flokkur eiginkonu hans Miru Markovics, og Flokkur róttækra, sem öfgaþjóðernissinn- inn Vojislav Seselj er í forystu fyr- ir, bjóði fram sameiginlegan lista. Með þessu segir Draskovic Milosevic vera að færa sér í nyt þá óeiningu sem ríkir innan raða stjómarandstöðunnar auk þess sem fylgi stjórnarandstöðuflokk- anna er það dreift um Serbíu að það yrði vart jafn mikið og stjóm- Stjórnarandstaðan óttast að forsetinn sé hvergi á förum arflokkarnir þrír mega búast við að fá á hverjum stað. Yfirvöld hafa gefið í skyn að frumvarpið gæti orðið að lögum fyrir kosningar en vilja lítið gefa upp um frekara innihald þess. „Kosningar verða haldnar á næsta ári eins og regla er. En svo gæti vel farið að þær verði haldnar um- svifalaust verði sú ákvörðun tekin. Allt er til í stöðunni," sagði Drag- an Tomic, forseti þingsins og með- limur SPS, í samtali við Glas Javnosti. Óeðlilegir starfshættir sagðir í þinginu Ráðgert hafði verið að fmm- varpið yrði lagt fyrir þingið á fundi þess sl. fimmtudag en ákveðið var að fresta því á síðustu stundu þar sem stjórnarandstöðuflokkarnir neituðu að taka það fyrir. Hafði þeim borist frumvarpið kvöldið áð- ur og því ekki gefist tími til að ræða það innan flokkanna. Á þingfundinum var stjórnar- andstöðuflokkurinn, Nýi lýðræðis- flokkurinn, rekinn úr þinginu, en fimm þingmenn flokksins höfðu krafist afsagnar forsetans. Full- trúar stjórnarandstöðunnar hafa sagst ekki munu taka þátt í frekari þingstörfum fyrr en eðlilegir starfshættir verði teknir þar upp að nýju. Samtök um breytingar, sem em regnhlífasamtök stjórnarand- stöðuflokka, sem Zoran Djindjic, fyrrverandi borgarstjóri Belgrad, leiðir og Samtök lýðræðisflokka hafa gert með sér samning um að koma á lýðræðisbreytingum í Serbíu og skipuleggja í samein- ingu mótmæli gegn forsetanum í landinu. Samtök um breytingar hafa skipulagt mótmæli gegn for- setanum sl. vikur víðsvegar um Serbíu. Hafa nýstofnuðu samtökin hvatt Draskovic og SPO til að ganga til liðs við þau, sem hann hefur hingað til hafnað. „Aðild Eystrasalts- ríkjanna óhjá- kvæmileg“ Washington. AFP. STROBE Talbott, aðstoð- amtanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sagði í gær að aðild Eystrasaltsríkjanna að Atl- antshafsbandalaginu (NATO) væri „óhjákvæmileg“ þrátt fyrir að Rússar hafi ítrekað lýst yfir andstöðu sinni við stækkun bandalagsins, sér- staklega í austurátt. Ummæli Talbotts féllu eftir að árlegum fundi nefndar um tengsl Bandaríkjanna og Eystrasaltsríkjanna í Wash- ington lauk. „Ég tel hana [að- ildina] æskilega og að full ástæða sé til bjartsýni um að úr henni verði þar sem ríkin hafa tekið gífurlegum fram- fömm,“ sagði Talbott. Talbott sagði að þrátt fyrir andstöðu rússneskra stjóm- valda gegn stækkuninni, sér- staklega gegn aðild Eystra- saltsríkjanna, ætti „landfræði- leg lega ekki spilla fyrir ríkj- um sem sækjast eftir aðild að bandalaginu."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.