Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999 _________________________________________MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Landssíminn hf., Íslandssími hf. og Lína ehf. leggja hvert sitt ljósleiðaranetið um höfuðborgarsvæðið Samkeppni um háhraða- net borgar- hverfanna ✓ Islandssími og Lína undirbúa lagningu ljósleiðaranets um öll hverfí á svæði Orku- veitu Reykjavíkur. Landssíminn hefur þegar lagt ljósleiðara kringum landið og víða um borgina. Ómar Friðriksson fjallar um uppbyggingu háhraðaneta fyrir fjar- skipti framtíðarinnar og þá samkeppni sem er í uppsiglingu um gagnaflutning og síma- þjónustu við borgarbúa. ÍSLANDSSÍMI hf. og Lína ehf., dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykja- víkur, hafa nóð samkomulagi um samstarf um þróun, uppbyggingu og viðhald ljósleiðaranets um öll hverfí á orkuveitusvæði Orkuveit- unnar til gagnaflutnings, fjar- skipta- og símaþjónustu. Gert er ráð fyrir að heildaruppbygging kerfisins taki þrjú ár en reiknað er með að umtalsverður hluti netsins verði tekinn í notkun þegar á þessu ári. Að sögn Þorsteins Sigurjóns- sonar, framkvæmdastjóra tæknis- viðs Línu, verður Ijósleiðaranetið lagt á milli allt að 330 spennistöðva á orkuveitusvæðinu, sem mynda tengipunkta kerfísins, og mun fjar- skiptanetið ná yfír öll hverfi í Reykjavík, Seltjarnartjamarnes- bæ, Mosfellsbæ, Kópavog og hluta Garðabæjar. Lína á baknetið en fslandssími fær tvö Ijósleiðarapör Ljósleiðaranetið er í reynd eins konar baknet eða hringnet ljósleið- ara sem bera allan gagnaflutning- inn milli spennistöðvanna. Út frá þeim verða svo byggð upp jaðamet og leggir til notendanna. Skv. sam- komulagi fyrirtækjanna verður Lína eigandi baknetsins en ís- landssími fær tvöfalt ljósleiðarapar á netinu, sem verða í eigu íslands- síma, með allt að 2,5 gígabita flutn- ingsgetu. Islandssími verður og eigandi þeirra aðgangslína sem lagðar verða út frá spennistöðvun- um til einstakra viðskiptavina fyr- irtækisins. Tengingar úr netinu til notand- ans felast annars vegar í Internet- þjónustu sem Lína ráðgerir að bjóða upp á með tengingum eftir ljósleiðarakerfinu í spennistöðv- amar og þaðan eftir lágspennu-raf- orkustrengjum til notenda. ís- landssími ætlar að bjóða upp á margs konar síma- og fjarskipta- þjónustu með lagningu ljósleiðara inn til stærri fyrirtækja og annarra stórnotenda sem liggja nálægt kerfinu. Einnig ætlar Islandssími að koma á örbylgjusambandi við viðskiptavini sem eru í meiri fjar- lægð frá tengipunktum kerfisins og í þriðja lagi stefnir fyrirtækið að því að fá aðgang að grannneti Landssímans eftir koparsímavíram inn á heimili. Flutningsgeta takmörkuð af endabúnaði Ljósleiðari er örgrannur gler- þráður sem getur flutt ljósboð á svipstundu heimshorna á milli. Er hann notaður til þess að flytja upp- lýsingar og gögn en munurinn á ljósleiðara og hefðbundnum kopar- strengjum er sá að í stað rafboða eftir koparstrengjum fer ljósmerk- ið eftir glerþráðum. Þótt flutnings- geta ljósleiðarastrengjanna sjálfra sé nánast ótakmörkuð er flutning- ur milli aðila yfir netið þó tak- markaður af þeim endabúnaði sem notaður er í hverju tilfelli. Landssíminn hf. hefur lagt Ijós- leiðara hringinn í kringum landið og net ljósleiðara í mörg hverfi í Reykjavík. Ljósleiðarar Lands- símans hafa verið lagðir frá móð- urstöð að hverfisstöð og þaðan í götuskápa nálægt notendum eða beint inn í fjölbýlishús og nokkur stærri fyrirtæki. I flestum tilfell- um er hins vegar lagður kóax- þráður úr kopar úr hverjum götu- skáp síðasta spölinn til notend- anna. „Við eram nánast búnir að flytja öll sambönd sem liggja á milli símstöðva í landinu yfir á ljósleiðara," segir Bergþór Hall- dórsson, framkvæmdastjóri fjar- skiptasviðs Landssímans. Hann segir meginhluta ljósleiðarakerfis Landssímans ná nú þegar inn í all- ar 23 símstöðvamar á höfuðborg- arsvæðinu. Út frá þeim er lagt kerfi sem byggist á mörgum þráð- um sem dreifast í götuskápa ná- lægt notendunum. Bergur segir að breiðband Landssímans sé svo í raun og veru sérstakt dreifikerfi sem lagt er út frá símstöðvum í átt til notandans. „Undanfarin fjögur ár höfum við lagt talsvert mikið af strengjum í þeim hluta kerfisins," segir hann. Við lagningu breiðbandsins hef- ur Landssíminn ýmist lagt ljósleið- ara í nýjum hverfum þegar hús era í byggingu eða eftir hentug- leikum þar sem verið er að endur- nýja lagnir og átt gagnkvæmt samstarf við veitustofnanir um slíkar framkvæmdir. „Við höfum um margra áratuga skeið átt mjög góða samvinnu við veitustofnanir i öllum bæjarfélögum og við látum þá alltaf vita ef við þurfum að gera eitthvað og bjóðum þeim að nýta okkar skurði og hið sama gildir ef þeir standa í framkvæmdum. Síð- an dreifum við kostnaðinum eftir ákveðnum reglum," segir hann. Bergþór segir að Landssíminn vilji halda áfram samstarfi við Orkuveituna um lagningu strengja þrátt fyrir samkomulag veitunnar við Íslandssíma. Forsvarsmenn Helstu þættir í fyrirhuguðu kerfi Íslandssíma og Línu.Nets Islandssími Sími og gagnaflutningur Ljósleiðari Spennistöð Lína.Net Internetsþjónusta Örbyjgjysarnband,,. —— □ D □ Stærri fyrirtæki Viðskiptavinur Íslandssíma Munur á símalínu- og Ijósleiðarakerfi Línu taka undir þetta og segjast ekki telja að samningurinn við Is- landssíma muni hafa nein áhrif á áframhaldandi samstarf við Landssímann um lagningu strengja. Grafið fyrir lögnum og dregið í rör Lína tekur að sér samkvæmt samkomulaginu við Íslandssíma að annast lagningu ljósleiðaranetsins í samvinnu við Orkuveituna. Skv. upplýsingum forsvarsmanna Línu verður væntanlega ráðist í tals- verðan skurðgröft fyrir ljósleið- aralögnunum en í öðrum tilfellum verður ýmist dregið um rör sem era til staðar og fær Lína aðgang að þverlögnum Orkuveitunnar yfir götur og gatnamót, auk þess sem nýta á framkvæmdir sem eru í gangi vegna annarra lagna í borg- inni. Þessar framkvæmdir eiga ekki að trufla umferð eða hafa í för með sér að loka þurfi götum. Er munur á kerfunum? „Kosturinn er sá að við verðum með nokkuð þétt gagnaflutnings- kerfi, sem byggist á ljósleiðuram og hægt verður að setja inn teng- ingar í þetta kerfi á mjög mörgum stöðum. Leiðimar eru stuttar og þá getur verið handhægt að fara með Ijósleiðara frá einstökum tengipunktum inn til viðskiptavin- arins, sem fær Ijósleiðarasamband beint inn til sin. í dag eru margir með leigulínu hjá Landssímanum sem liggur inn í símstöð," segir Þorsteinn Sigurjónsson. Hann seg- ir muninn á kerfi Íslandssíma og Línu og ljósleiðarakerfi Landssím- ans m.a. felast í því að ljósleiðari Landssímans tengi saman sím- stöðvar. Landssíminn sé í grand- vallaratriðum með tvenns konar ljósleiðarakerfi, annars vegar fyrir breiðvarpið og hins vegar keríi á mOli símstöðva sem tengi saman talrásir og gagnaflutningsrásir. Landssíminn býður gagnaflutn- ingsþjónustu á svokölluðu ATM- neti um ljósleiðara. Verðskrá mið- ast við flutning að hámarki um 2 megabæt á sekúndu en forsvars- menn Landssímans hafa lýst yfir að flutningsgeta kerfisins sé þó mun meiri. Forsvarsmenn Íslandssíma og Línu benda hins vegar á að ljós- leiðarakerfi Landssímans sé að stærstum hluta notað tO flutnings ógagnvirkra sendinga á sjónvarps- efni. „Símatæknin er hundrað ára gömul og byggist á því að flytja tal- mál. Menn hafa verið að bisa við að flytja internettraffík yfir símalínur en það hefur verið erfitt, dýrt og hægvirkt. Þarna er dæminu hins vegar snúið við. Framtíðin liggur í því að við verðum með gagnaflutn- ingskerfi og flytjum tal eins og annað yfir þessar línur. Á þessu er grandvallarmunur. Akveðinn hluti ljósleiðaranets Landssímans er hugsaður á svipaðan hátt en hann er þó stíflaður í símstöðvunum,“ segir Eyþór Arnalds, fram- kvæmdastjóri Islandssíma. Sfaukinn hraði og meiri flutningsgeta I lok þessa árs hyggst Lands- síminn bjóða netnotendum á höfuð- borgarsvæðinu upp á svokallaða ADSL-tengingu með flutningsget- una 1000 kb um hefðbundnar síma- línur til notandans og um 400 kb frá honum. Talsmenn Línu halda því fram að sú tækni sem Lína mun bjóða í gegnum raforkudreifi- kerfið hafi þann kost umfram teng- ingar Landssímans að gefa mögu- leika á mikilli flutningsgetu bæði tO notanda sem frá honum. Núver- andi tækni Landssímans bjóði upp á mun minni flutningsgetu frá hverjum notanda en til hans. For- svarsmenn Landssíma hafa á móti bent á að sú tækni sem Landssím- inn býður með ISDN-tengingum og fyrirhugaðri ADSL-tækni gefi kost á samtímanotkun, þ.e. skerði ekki gagnaflutningsgetuna þótt fleiri en einn notandi séu á línunni á sama tíma. Flutningsgetunni sé ekki skipt á milli notenda, öfugt við það sem verði í raforkuneti Línu þar sem notendur deOi með sér hverri tengingu. Aðgangur að kopar forsenda þess að samkeppni geti hafíst Ef samkeppni á að komast á í al- mennri símaþjónustu þarf íslands- sími að fá aðgang að koparþráðum Landssímans sem lagðir hafa verið inn á heimilin á undanförnum ára- tugum og ná um það samningum við Landssímann. Áf samtölum við forráðamenn Islandssíma og Landssíma má ráða að ekki eigi neitt að vera því tO fyrirstöðu að Islandssími fái slíkan aðgang ef um semst en strandað hefur á ágrein- ingi um verðlagningu á þessum að- gangi. I 12. grein fjarskiptalaga segir að ef rekstrarleyfishafi vilji tengja fjarskiptanet sitt fjarskipta- neti annars rekstrarleyfishafa skuli viðkomandi aðOar leita sam- komulags um tenginguna og skO- mála hennar. I lögunum segir einnig að verðlagning rekstrarleyf- ishafa á þjónustu fyrir afnot ann- ars rekstrarleyfishafa af fjar- skiptaneti skuli taka mið af raun- kostnaði þess sem viðkomandi fjar- skiptanet rekur að teknu tilliti tO hæfilegs hagnaðar. Áhugi á flutningsneti Landsvirkjunar Íslandssími hefur uppi áætlanir um uppbyggingu alþjóðlegs fjar- sldptanets um allt land og hafa for- svarsmenn fyrirtækisins lýst yfír áhuga á sambærilegum samning- um við aðrar dreifiveitur á landinu. Hafa sjónir manna m.a. beinst að öflugu gagnaflutningsneti Lands- virkjunar sem á ljósleiðara og ör- bylgjunet sem lögð hafa verið á mOli virkjana. „Lög Landsvirkjunar heimila okkur ekki þátttöku í fyrirtækjum utan orkugeirans en ríkisstjórnin hefur ákveðið að víkka út heimildir okkar þannig að við getum tekið þátt í starfi fyrirtækja á sviði fjar- skipta með takmörkuðum hætti,“ segir Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar. „Ástæðan fyrir því að við höfum óskað eftir að ríkisstjórnin beiti sér fyrir lagabreytingunni er að við eigum fjarskiptanet, sem er óháð neti Landssímans og var sett upp á sínum tíma vegna öryggis raforku- kerfisins. Nú stöndum við frammi fyrir því að nýta þessar eignir þeg- ar við sjáum fram á samkeppnis- markað í fjarskiptamálum og ljóst er að ekki er þörf á að nýta þessar línur eingöngu fyrir okkur af ör- yggisástæðum vegna þess að þær nýtast okkur að sjálfsögðu þótt þær væra notaðar tO fleiri hluta. Við höfum því ákveðið að taka upp viðræður við fyrirtæki sem eru áhugasöm á þessu sviði.“ r 6 I f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.