Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.07.1999, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Samið um leigu á nýjum leikskola Morgunblaðið/Sverrir Horft fram veginn VEGNA biðlista á leikskólum Akur- eyrarbæjar samþykkti bæjarráð hinn 1. júlí síðastliðinn að hefja und- irbúning á því að koma á fót nýjum leikskóla frá næsta hausti. A fundi síðastliðinn fimmtudag samþykkti bæjarráð síðan leigusamning að húsnæði í Móasíðu 1. Leigusali er fyrirtækið Alin, hönnun. Að sögn Ingólfs Armannssonar, fræðslufull- trúa hjá Akureyrarbæ, verður lík- lega skrifað undir samninginn íljót- lega upp úr helginni. Stöður verða auglýstar um helgina og vonast Ingólfur til þess að leikskólinn stytti verulega biðlistann fyrir tveggja ára böm og eldri. Biðlisti fyrir tveggja ára börn hverfur að mestu „Við munum auglýsa samtals um átta til níu stöður og er þá allt talið með, leikskólakennarar og annað starfsfólk," sagði Ingólfur. Að sögn Ingólfs fer það mikið eftir því hvernig gengur að manna leikskól- ann hvenær hann getur tekið til starfa. „Samningurinn gildir frá 15. ágúst og er til fimm ára. Við von- umst til að geta tekið á móti börn- um fljótlega í september, en eins og ég sagði þá fer það eftir manna- ráðningum og kaupum á búnaði," sagði Ingólfur. Ingólfur segir að forsvarsmenn leikskólamála hjá Akureyrarbæ vonist til að biðlisti fyrir tveggja ára böm og eldri hverfi að mestu. „Að sjálfsögðu er alltaf eitthvað af fólki sem ekki getur nýtt sér boð um skólapláss vegna t.d. staðsetningar. Biðlisti fyrir eins árs böm mun síð- an líklega breytast minna. Við eram bara nýfaiin að taka á móti svo ung- um bömum og getum kannski tekið á móti nokkram í nýja skólanum, en það á eftir að koma betur í ljós,“ sagði Ingólfur að lokum. KINDIN á myndinni var í óða önn að bíta gras við einn af ak- vegum Iandsins er ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið þar um. Hún leit á hann með sauðslegum svip og ekki er gott að vita hvað hún var að hugsa þegar myndin var tekin. Hugsanlega óttaðist hún að verða rekin í burtu frá þessum gómsætu stráum, en hún hefur án efa verið stödd þarna í Ieyfisleysi því kindur og bifreið- ar eiga engan veginn leið sam- leið. Erlingur Sigurðarson, forstöðumaður Sigurhæða, eftir endurbyggingu á húsi skáldsins Lifandi safn tengir nútíð og fortíð SIGURHÆÐIR, hús skáldsins, er merk bygging í huga margra Akur- eyringa og annarra landsmanna. Húsið er falleg bygging og einnig var þetta bústaður séra Matthíasar Jochumssonar, þjóðskálds Islend- inga. A tíunda áratugnum keypti Akureyrarbær húsið og setti á stofn nefnd til að gera tillögur að starf- semi sem fram gæti farið í þessu merka húsi. Einn af þeim sem áttu sæti í þeirri nefnd er nú forstöðu- maður Sigurhæða, Erlingur Sigurð- arson. I spjalli við Morgunblaðið greinir hann frá þeirri starfsemi sem nú fer fram í húsinu, endur- byggingu þess og hvaða hlutverk hann telur að húsið muni hafa í framtíðinni. Endurbygging hófst upp úr árinu 1991 en lokaskrefið, sem var til- koma skrifstofa og snyrtingar á efri hæð hússins og snyrtingar og eld- húss á þeirri neðri, er nýtilkomið. Kjallari hússins bíður hins vegar betri tíma. „Með tilkomu snyrting- anna getum við nú tekið á móti stærri hópum hingað í húsið. Einnig er nú mögulegt að bjóða fólki upp á kaffi og léttar veitingar eftir að eld- húsið var tekið í gegn á neðri hæð- inni,“ sagði Erlingur. Bókasafn og bókaskápur Skrifstofumar tvær á efri hæð- inni standa fræðimönnum og fólki sem hefur hug á að fást við ritstörf til boða. „Með tilkomu bókasafns Steingríms J. Þorsteinssonar, en okkur áskotnaðist það bókasafn ný- lega, hefur bókakostur hússins auk- ist til muna. Það er von okkar að fólk hér í bænum komi líka til að STYRKIR hafa í fyrsta sinn verið greiddir út úr Verkefnasjóði At- vinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Tilgangur sjóðsins er að styrkja ein- staklinga og fyrirtæki við undirbún- ing verkefna á sviði nýsköpunar eða markaðssóknar eyfirskra fyrir- tækja. Að þessu sinni bárast 14 umsóknir um styrki að upphæð 7,1 milljón króna, en til til úthlutunar voru 2,2 milljónir króna. Þeir sem hlutu styrk vora Egill Jónsson á Akureyri vegna nýsköpunar í hátækni, en hann fékk 400 þúsund krónur. Almenna vöra- salan í Ólafsfirði fékk 350 þúsund sækja sér fróðleik og innblástur í bækumar, en þær era ekki til út- láns, eingöngu til notkunar hér á staðnum. Fólk getur þá nýtt sér anda hússins og aðstöðu,“ sagði Er- lingur. Erlingur sýndi blaðamanni við þetta tækifæri bókaskáp sem handverksmenn á Akureyri smíð- uðu eftir gömlu verklagi og máluðu með gamaldags viðarmálningu. Skápurinn hýsir hluta af bókasafni Steingríms og aðrar bækur sem safnið hefur upp á að bjóða. Orðlistin Erlingi verður tíðrætt um að hlutverk Sigurhæða sé að vera lif- andi safn, lifandi í samfélaginu og í hugum Akureyringa. „Eg legg áherslu á að tengja þetta hús al- menningi, ekki síst fólki héma á Akureyri. Mér finnst mjög mikil- vægt að tilvist þessa húss sé sterk í huga heimamanna. Ef húsið er ekki áberandi eða ef tilvist þess lifir ekki í vitund heimamanna á það ekki er- indi við samfélagið,“ sagði Erlingur. Hann telur einnig að mikilvægt sé að hlúa að hvers konar orðlist í hús- inu. „Ég segi orðlist því mér finnst hugtakið bókmenntir ekki ná yfir allt það sem orðlistin hefur fram að færa. Kvæði var upphaflega ekki bókmenntir að því leytinu til að menn ætluðu því ekki stað á blað- síðu bókar heldur gekk það mann fram af manni í mannshuganum og minninu og hélt þannig lífi,“ sagði Erlingur. Við þetta tækifæri minnist Erl- ingur á þá sýningu sem hann hefur sett upp með látnum Akureyrar- skáldum. Þar hanga uppi á vegg króna styrk vegna yfirbygginga björgunarbifreiða, Fjörðungur í Grýtubakkahreppi fékk 250 þúsund krónur til að gera viðskiptaáætlun, Rína á Akureyri fékk 250 þúsund krónur til að hanna og markaðssetja nytjavörar og nytjalist. nokkur ljóð eftir skáldin og má þar sjá mismunandi viðhorf þeirra og sýn á ýmis yrkisefni, s.s. náttúruna og trúna, svo eitthvað sé nefnt. „Á þessari sýningu era orðin þeirra meginefnið. Ég fór ekki út í að setja upp plögg með æviferli og ritstörf- um skáldanna heldur leyfði texta þeirra að njóta sín, hann segir meira en úttekt á ferli þeirra,“ sagði Erlingur. Tenging nútíðar og fortíðar „Sýningar sem þessar gætu í framtíðinni verið tvisvar til þrisvar á ári en þá væri mynduð einhvers konar dagskrá I kringum þær. Ég nefni sem dæmi, að í tengslum við þessa sýningu fékk ég fjóra einstak- linga til að lesa upp úr eigin skáld- skap, og höfðu þau ekki öll gefið hann út á prenti. Það heppnaðist vel og er hluti af því hlutverki sem ég ætla Sigurhæðum, húsi skáldsins, í framtíðinni. Ég legg áherslu á að þetta er hús skáldsins, ekki bara Ferðamálafélag Eyjafjarðar og óstofnað hlutafélag um lcvikmynda- framleiðslu fengu hvort um sig 250 þúsund krónur til gerðar viðskiptaá- ætlunar. LUX á Akureyri fékk 250 þúsund krónur til hugbúnaðarþró- unar og netþjónustu, Purity Herbs Matthíasar, heldur skáldsins í sam- félaginu. Þessir einstaklingar sem lásu upp á sýningu látinna skálda era hluti af tengingu nútímans við fortíðina. Það er tenging sem er nauðsynlegt að sé ræktuð. Við get- um ekki án fortíðarinnar verið og við megum heldur ekki gleyma okk- ur í nútíðinni. Hefðin styður við nú- tímann og nútíminn við hefðina. Bara það að afneita hefðinni er ákveðið svar við henni og skerpir í raun tilvist hennar,“ sagði Erlingur. „Mér finnst stundum eins og nú- tíminn sé of upptekinn af sjálfum sér. Fólk sem fæst við orðlist af ein- hverju tagi hlýtur alltaf að hafa les- ið og hrærst í því sem áður var skrifað. Það má líkja þessu við tón- skáld. Tónskáldið getur aldrei samið lag án þess að hafa nokkum tímann hlustað á tónlist og hrærst í heimi hennar," sagði Erlingur og var greinilegt að samband nútímans við forvera sinn er honum hjartans mál. fékk 80 þúsund krónur til mark- aðsátaks í Færeyjum og Lóa Leð- ursmiðja fékk sömu upphæð einnig til markaðsátaks í Færeyjum. Starfsmenn Atvinnuþróunarfé- lags Eyjafjarðar munu einnig að- stoða nokkra umsækjendur sem ekki fengu styrk við frekari könnun á viðskiptahugmynd þeirra og til að koma málum þeirra í réttan farveg. Þess er vænst að stór hluti styrk- hafa muni ná að fylgja sínum málum eftir og úr verði fjölbreytt atvinnu- tækifæri fyrir fólk á Eyjafjarðar- svæðinu. Orgeltónleik- ar í Akureyr- arkirkju SKOSKI orgelleikarinn Susan Landale heldur tónleika í Akureyr- arkirkju næstkomandi sunnudag, 18. júlí. Þetta er liður í Sumartón- leikum Akureyrarkirkju en tónleik- amir hefjast kl. 17 og standa yfir í klukkustund. Aðgangur er ókeypis. Á efnisskrá verða orgelverk eftir Bach, C. Franck, L. Vierne, Ch. To- urnemire og P. Eben. Þess má geta að Susan Landale leikur einnig við messu kl. 11 um morguninn. Susan Landale er fædd í Skotlandi og lauk BA-prófi frá Ed- inborgarháskóla. Eftir framhalds- nám í píanó- og orgelleik hélt hún til Parísar og gerðist nemandi hjá André Marchal og organisti ensku kirkjunnar. Hún hlaut tvívegis fyrstu verðlaun fyrir orgelleik í keppnum í Englandi og Frakklandi. Susan Landale hefur sérhæft sig í síðrómantískri tónlist og nútíma- verkum. Hún hefur leikið einleik með með frægum hljómsveitum í Prag, London og Heidelberg og haldið einleikstónleika víða um heim. Frá árinu 1977 hefur hún verið orgelkennari við Tónlistarháskólann í Rueil Malmaison og meðal nem- anda hennar var Bjöm Steinar Sól- bergsson organisti við Akureyrar- kirkju. Einnig starfar hún sem org- anisti við Saint-Louis des Invalides kirkjuna í París. Þetta er í annað sinn sem Susan leikur á Sumartónleikunum en hún lék áður árið 1988. Verkefnasjóður Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar Níu félög og fyrirtæki styrkt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.