Morgunblaðið - 17.07.1999, Síða 25

Morgunblaðið - 17.07.1999, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LAUGARDAGUR 17. JÚLÍ 1999 25 Tony Blair undir- býr uppstokkun London. Reuters. TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, er nú sagður undirbúa árlega uppstokkun á stjórn sinni og búist er við að hún verði tiikynnt í næstu viku. Talið er líklegt að Alan Milburn aðstoðarfjármálaráðherra verði skipaður heilbrigðisráðherra takist Blair að telja Frank Dobson heil- brigðisráðherra á að verða fram- bjóðandi Verkamannaflokksins í borgarstjórakosningunum í London á næsta ári. Ennfremur er nánast öruggt Mo Mowlam láti af embætti Norður-ír- landsmálaráðherra og líklegast er talið að aðstoðarmaður hennar, Paul Murphy, taki við embættinu. Þá hefur því verið spáð að Peter Mandelson fái aftur sæti í stjórninni eftir að hafa sagt af sér sem við- skiptaráðherra í desember vegna umdeilds húsnæðisláns sem hann tók. Liður í undirbúningi kosninga Talið er að Gordon Brown fjár- málaráðherra, Robin Cook utanrík- isráðherra og George Robertson varnarmálaráðherra haldi aUir embættum sínum. Hins vegar er meiri óvissa um stöðu Johns Prescotts aðstoðarforsætisráð- herra, sem deildi við Blair í vikunni sem leið um umbætur á opinberri þjónustu. Talið er að með uppstokkuninni vilji Blair búa flokkinn undir næstu kosningar, sem gætu orðið áður en kjörtímabilinu lýkur um mitt árið 2002. Heimildarmenn í Verka- mannaflokknum segja að flokkur- inn búi sig undir kosningar árið 2001. Kínverjar halda áfram að beita Taívana þrýstingi TAIVANSKIR hermenn standa við varðstöð á eyju skammt frá kínverska meginlandinu. Reuters Prescott-feðgar deila um stétt- arskilgreiningu London. The Daily Telegfraph. Hóta að aflýsa för sáttafulltnia JOHN Prescott, aðstoðarforsætis- ráðherra Bret- lands, þarf nú að verjast persón- legri atlögu að sér úr óvæntri átt. Hinn 89 ára gamli faðir hans, Bert, sakaði soninn í æsifréttablaðinu The Sun um að hafa svikið verka- lýðsstéttarupp- runa sinn fyrir nýja millistéttar- ímynd. Bert Prescott, sem missti hálfan fót í síðari heimsstyrjöldinni og starfaði við járnbrautir lengst af starfsævi sinnar, lýsti því fyrir blaðamönnum Sun hve djúpt það særði sig að horfa upp á soninn John sverja af sér stéttaruppruna sinn með því að tileinka sér í einu og öllu siði millistéttar- innar. Samkvæmt frásögn föður- ins hófst deila þeirra feðga fyrir um þremur árum, með því að hann hélt því „í sak- leysi sínu“ fram, að þrátt fyr- ir frama sonarins til æðstu metorða innan Verkamanna- flokksins tilheyrði hann eftir sem áður verkamannastétt- inni. Þetta mun John ekki hafa líkað. Faðirinn fjáði Sun: „Hann hefúr breytzt. Ég sagði að John tilheyrði verkamanna- stétt, það var allt og sumt. Hann er sonarsonur náma- verkamanns og sonur járn- brautarmanns. En hann held- ur að hann sé millistéttar- maður og móðgaðist.“ „Þetta er persónulegt mál og er aðeins ein hliðin á mjög sorglegri sögu,“ hefur blaðið eftir John Prescott. „Allir Bretar bráðum í milli- stétt“ í janúar sl. lýsti Tony Blair, leið- togi Verkamanna- flokksins og for- sætisráðherra, því yfir að þess væri skammt að bíða að hægt væri að skilgreina svo til alla brezku þjóð- ina sem millistéttarfólk. Deila þeirra Prescott-feðga hefur nú varpað sviðsljósinu á kynslóðadeilu innan Verka- mannaflokksins um stéttar- vitund og hlutverk hennar í stjórnmálum. 13% þingmanna flokksins úr stétt verkamanna Samkvæmt félagsvísinda- legri rannsókn sem gerð var í Bretlandi árið 1979 töldust þá 35% Breta til millistéttar. Nú er þetta hlutfall komið í um 50%, og hlutfall þeirra sem stunda sígilda verka- mannaatvinnu er komið niður í um 17%. í hinum 418 manna þing- flokki Verkamannaflokksins í neðri deild brezka þingsins teljast aðeins 13% vera af verkamannastétt. Þetta hlut- fall fannst leiðtogum flokks- ins of lágt, og því hefur verið gripið til ríkisstyrktra að- gerða til að gera fólki úr verkamannastétt auðveldara að bjóða sig fram í kosning- um. John Prescott Peking, Hong Kong. AP. HELSTI fulltrúi Kínverja í sam- skiptum þeirra við Taívana kann að fresta væntanlegri för sinni til Taí- van ef taívanskir embættismenn geta ekki gefið viðunandi útskýr- ingar á afstöðu taívanskra ráða- manna til stjórnarinnar í Peking, að því er fram kom í opinberu mál- gagni Kínastjómar í gær. Kínverska dagblaðið sagði heim- sókn Wangs Daohans til Taívans „óhugsandi“ nema Taívanar út- skýrðu nýlega yfirlýsingu Lees Teng-huis, forseta Taivans, um að Kína og Taívan væru aðskilin, jafn- rétthá ríki. Lee lét þessi orð falla í útvarpsviðtali fyrir viku, og ollu þau miklum úlfaþyt í Peking. Kín- versk stjómvöld líta á Taívan sem uppreisnarlendu sem sameina beri Kína. Zhang Kehui, yfirmaður kín- verskrar stofnunar sem fer með taívönsk málefni, sagði í Kínverska dagblaðinu að enginn möguleiki væri á að Wang færi til Taívan fyrr en starfsbróðir sinn í Taívan, Koo Chen-fu útskýrði hvað forsetinn hefði átt við með því að tala um við- ræður „tveggja ríkja“ er hann tal- aði um Kína og Taívan. Stjómvöld beggja vegna Taí- vanssunds hafa jafnan sagt bæði löndin tilheyra „einu Kína“, og hef- ur þetta hugtak komið í veg fyrir að Kínverjar lýsi yfir stríði og her- taki Taívan. Lee kveðst enn hlynntur sameiningu, en stjóm hans lýsti því yfir í vikunni að hug- myndin um „eitt Kína“ væri Taívan fjötur um fót. Hóta að hertaka tvær smáeyjar Taívanar höfðu vænst þess að Wang kæmi í heimsókn í haust og myndi það verða til þess að koma aftur á viðræðum sem Kínverjar aflýstu 1995 vegna tilrauna Taí- vana til að láta meir að sér kveða á alþjóðavettvangi. Kínverska dag- blaðið greindi frá því að kínversk samtök, sem vinna að sameiningu Kína og Taívans, hefðu lýst því yf- ir að með yfirlýsingu sinni hefði Lee gert hugmyndina um eitt Kína að engu, og að fyrir honum vekti fullur aðskilnaður Taívans frá Kína. Blaðið Hong Kong Economic Times hafði í gær eftir kínversk- um embættismanni, að ef deilan harðnaði kynni svo að fara að Kín- verjar myndu hertaka eina eða tvær taívanskar smáeyjar sem liggja næst meginlandinu. Allt velti á því hvað Taívanar geri á næstu dögum. þrautreyndur - íslensk hönnun T Wilderness % Jokki 14.900 kr. § Anorakkur 11.900 kr. i Buxur 7.900 kr. =** Split buxur 9.900 kr. tWtWMMWjú .£r VV •Sí.':*, SKATABUÐIN .. .lu:U\ur þcr gcuigmnU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.