Morgunblaðið - 18.07.1999, Page 1

Morgunblaðið - 18.07.1999, Page 1
STOFNAÐ 1913 160. TBL. 87. ÁRG. SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS wasfl % j ^gsssSj^f f :l '■ ;í:' t '■Jjjf KLJIe i Segja Kínverja hafa í hótunum Taípei. AFP, Reuters. TAÍVANAR sökuðu í gær Kínverja um að nota fjölmiðla í Hong Kong til að hóta sér og sögðu ekkert hæft í fréttum um aukinn hernaðarviðbún- að á meginlandinu. Lin Chong-pin, varaformaður taívanskrar stjórnar- nefndar sem mótar stefnu í megin- landsmálefnum, sagði í gær að „það sem meginlandið segir og það sem það gerir er ekki endilega það sama“. Lee Teng-hui, forseti Taívans, olli miklum úlfaþyt í síðustu viku þegar hann lét þau orð falla að samskipti Taívana og Kínverja ættu að vera eins og samskipti „tveggja ríkja“. Kínverjar hafa ætíð litið á Taívan sem uppreisnarlendu, sem sé í raun- inni hluti af Kína. Taívanar hafa einnig litið svo á að aðeins sé til „eitt Kína“, en Kínverjar segja að með orðum sínum hafi Lee látið af þeirri stefnu. Dagblaðið Wen Wei Po, sem gefið er út í Hong Kong og endurspeglar yfirleitt stefnu Kínastjórnar, greindi frá því í gær að rúmlega 100 skip hefðu tekið þátt í æftngum úti fyrir suðurströndinni á fimmtudag. Annað dagblað í Hong Kong hafði eftir japönskum embættismanni að sést hefði til tíu kínverskra herskipa á æfingum. Lin sagði kínversk stjómvöld nota fjölmiðla í Hong Kong til að hafa „eins mikil sálræn áhrif á fólk og hægt er“. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar á Taívan, sem birtar voru í gær, eru 43% íbúa hlynnt því viðhorfí forsetans að líta á Kína og Taívan sem „tvö ríki“, en rúmlega 28% andvíg því. Sjávarleikar undirbúnir Barak ræðir frið í M-Austurlöndum við Bandarikjamenn Væntir samninga innan 15 mánaða VERKAMENN í Brúnei snyrta runna fyrir utan væntanlega gististaði þátttakenda í 20. Sjáv- arleikunum, sem haldnir verða í Brúnei í næsta mánuði. Rúmlega Qögur þúsund þátttakendur og starfsmenn frá tíu ríkjum Asíu og Eyjaálfu mæta til leikanna, að viðbættum um eitt þúsund fjöl- miðlamönnum. -------------- Saddam vígreifur Bagdad. Reuters. SADDAM Hússein, forseti Iraks, birti Vesturlöndum harðorða yfirlýs- ingu í sjónvarpsávarpi til írösku þjóðarinnar í gær. Hélt Saddam ávarpið í tilefni af 31 árs afmæli 17. júlí-byltingarinnar sem kom Baath- flokki hans til valda í Irak. Forsetinn sagði að írökum hefði tekist að standa af sér „misheppnað- ar tilraunir" Bandaríkjamanna, og bandamanna þeirra, Israela, til að yfirbuga landið. Irakar hafa sætt efnahagsþvingunum af hálfu Sam- einuðu þjóðanna í tæp níu ár, en þær voru settar á í kjölfar innrásar íraka í Kúveit í ágúst 1990. I ávarpi sínu í gær ítrekaði Saddam að hann hafnaði friðarum- leitunum fyrir botni Miðjarðarhafs, og sagði að eina leiðin til að koma á friði þar væri að Israelar hyrfu á brott frá Palestínu. Jerúsalem, Ramallah. Reuters, AP. EHUD Barak, nýkjörinn forsætis- ráðherra Israels, vonast til að ganga endanlega frá friðarsamning- um við nágrannaríkin innan fimmt- án mánaða, að því er ísraelska út- varpið greindi frá í gær, og hafði eftir háttsettum embættismanni sem starfaði náið með Barak. Var heimildamaðurinn sagður vera með Barak í för í Bandaríkjunum þar sem forsætisráðherrann á nú fundi með Bill Clinton forseta og öðrum háttsettum ráðamönnum. Ennfremur var haft eftir emb- ættismanninum að Barak vænti þess að á þessu 15 mánaða tímabili yrði unnt að komast að niðurstöðu í samningaviðræðum „á þrennum vettvangi, Sýrlands, Líbanons og Palestínumanna". Pá reiknaði for- sætisráðherrann með því að Banda- ríkjamenn myndu gegna stærra hlutverki í samningaviðræðunum við Sýrlendinga en í viðræðum við Palestínumenn. I byrjun síðustu viku átti Barak fyrsta fund sinn með Yasser Arafat, forseta heimastjómar Palestínu- manna, og hafa Palestínumenn látið í ljósi bjartsýni á friðarumleitanir Baraks, en forveri hans í embætti, Benjamin Netanyahu, stöðvaði fríð- arviðræður við Palestínumenn vegna meintra vanefnda þeirra á gerðum samningum. Eftir fundinn með Arafat sagði Barak að Israelar myndu standa við alla gerða samninga, m.a. svonefnt Wye-samkomulag um afhendingu lands á Vesturbakkanum til Palest- ínumanna í skiptum fyrir loforð um öryggisgæslu. Barak sagði þó að samningnum yrði fylgt eftir í tengslum við frágang samninga um „endanlegan frágang“ deilumála, þar á meðal stöðu Jerúsalem. Enn ósamið um Jerúsalem ísraelar segja borgina óskipta vera höfuðborg Israels, en Palest- ínumenn vilja að austurhluti borg- arinnar, sem Israelar hertóku 1967, verði höfuðstaður sjálfstæðs ríkis þeirra. Barak hefur sagt að hann muni ekki leyfa að borginni verði skipt. Hins vegar hefur hann heitið því að stöðva byggingarfram- kvæmdir ísraelskra landnema í austurhlutanum. Barak átti fund með Madeleine Albright, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, á föstudagskvöld, og að sögn embættismanna ræddu þau leiðir til að koma friðarumleitunum við Sýrlendinga aftur af stað, en þær hafa engar verið í þrjú ár. Al- bright mun væntanlega koma við í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, þegar hún heldur til Mið-Austur- landa í næsta mánuði. A fundi Baraks með William Cohen, varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, var gengið frá samkomu- lagi um kaup Israela á fimmtíu F- 16-orrustuþotum, sem framleiddar eru af Lockheed í Bandaríkjunum, og er samningurinn um 2,5 milljarða dala virði. I dag mun Barak snæða kvöldverð í boði Clintons og halda áfram viðræðum við bandaríska ráðamenn á morgun og þriðjudag. Arafat sagði í gær að hann vænti þess að friðarviðræður við ísraela gætu hafist í lok mánaðarins. Fréttaskýrendur segja að Palest- ínumenn séu á öndverðum meiði við Israela að því leyti að þeir telji að framkvæmd Wye-samkomulagsins eigi að vera óháð samingaviðræðum um endanlegan frágang. Reuters S I garði Havels DAGMAR Havlova, forsetafrú í Tékklandi (t.h.), fyígir Nane Annan, eiginkonu Kofis Annans, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, um garðinn við sumar- hús Havel-hjónanna í Hradecek í Norðaustur-Tékklandi. Annan- hjónin voru í tveggja daga heim- sókn í Tékklandi. Galá._____—____ finna réttar vélar á góðum kjörum PÓSTVERSLUN ER FRAMTÍÐIN VDDSKIPnAIVINNULÍF TEKIST ER A VIÐ VERKEFNI FRAMTIÐAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.