Morgunblaðið - 18.07.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.07.1999, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Megn óánæg;ja meðal trésmiða á Akureyri vegna launakjara Segjast munu hætta yfír- vinnu frá mánaðamótum Morgunblaðið/Sverrir FLEST byggingafyrirtæki á Akureyri hafa næg verkefni og er mikið að gera. Allmargir smiðir í bænum hafa tilkynnt að þeir muni ekki vinna yfirvinnu. Á myndinni má sjá smiði að störfum við nýbyggingu í miðbæ Akureyrar. Akureyri. Morgunblaðið. ALLMARGIR trésmiðii' á Akureyri hafa tilkynnt vinnuveitendum sín- um að þeir muni leggja niður yfir- vinnu og tekur sú ákvörðun þeirra gildi fljótlega eftir verslunarmanna- helgi, en tilkynna þarf slíkt með eins mánaðar fyrirvara. Guðmundur Omar Guðmundsson, formaður Félags byggingamanna í Eyjafirði, sagði að trésmiðir á Akureyri væru verulega óánægðir með launakjör sín, en þeir eru með mun lægri laun en trésmiðir á höf- uðborgarsvæðinu. Munurinn er frá 250 tO 400 krónum á klukkutímann eftir fyrirtækjum. „Óánægjan er mjög mikil, hún hefur verið að stig- magnast og nú er svo komið að menn vilja sjá leiðréttingu, enda engin rök fyrir því að smiðir fyrir norðan fái lægri laun en þeir sem starfa syðra. Það er langt í frá að menn sitji við sama borð á þessum tveimur landshomum,“ sagði Guð- mundur Ómar. „Mér sýnist að ef ekki verður hér veruleg breyting á verði héðan verulegur flótti," sagði hann og benti á að menn horfðu m.a. til þenslunnar á höfuðborgarsvæðinu og fyrirhugaðra virkjunarfram- kvæmda í því sambandi. Krafa um 1.000 krónur á tímann í dagvinnu Sagði Guðmundur Ómar að al- gengt væri að smiðir á Akureyri væru með tæpar 800 krónur á tím- ann í dagvinnu, en á höfuðborgar- svæðinu væri kaupið 1.000 til 1.200 krónur á tímann. Smiðir á Akur- eyri hafa gert kröfu um að fá 1.000 krónur á tímann í dagvinnu. Guð- mundur Ómar sagði að engin svör hefðu enn borist frá vinnuveitend- um trésmiðanna við kröfum þeirra um hærri laun, en hann tryði ekki öðru en þeir myndu bregðast við. „Ég sé ekki að þeir muni þola það að vinna minnki, það er fremur að þurfi að auka hana miðað við þau verkefni sem eru í gangi.“ Flest byggingafyrirtæki á Akur- eyri hafa næg verkefni og fyrirsjá- anlegt er að nokkur stór verk verða boðin út á næstunni. Þeirra á meðal er bygging fyrir Toyota, byggingar við Rangárvelli og hús fyrir Ako-plast. Einnig er unnið við stór verkefni við Háskólann á Akureyri, yfirbyggingu skauta- svells og þá sagði Guðmundur Óm- ar að einnig væri mikið um bygg- ingu íbúðarhúsnæðis, tvær til þrjár blokkir væru í byggingu auk minni húsa, raðhúsa, parhúsa og einbýlis- húsa. Næg verkefni en vantar mannskap „Það er mitt mat að það verði al- veg gríðarlega mikil vinna í fyrir- tækjunum þegar líður fram á haustið," sagði Guðmundur Ómar. „Staðreyndin er sú að það vantar mannskap, líkega hátt í tuttugu manns, við smíðarnar. Miðað við þau verkefni sem eru þegar í gangi og eru að fara af stað gæti ég trúað að hægt væri að auka mannskap um 10%.“ Hann sagði atvinnuástandið í þessum geira á Akureyri hafa gjör- breyst frá því sem var á fyrsta hluta áratugarins, en þá hefði gengið á með uppsögnum og tímabundnu at- vinnuleysi. „Menn voru á þeim tíma varir um sig og hógværir og gerðu litlar kröfur," sagði Guðmundur Ómar. Hann benti einnig á að kjara- samningar væru með þeim hætti nú að nánast væri samið um lágmarks- laun og það væri svo markaðarins að ákvarða hver hin greiddu laun væru. „Fyrr á árum var mark- aðurinn hér þannig að engar að- stæður voru tO að gera kröfur, því hann var mjög sveltur." Hollendingur horf- inn með kvik- myndatökubúnað Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Dafnar vel í vætutíð ÍSLENSKA kvikmyndasamsteypan hf. leigði um síðustu helgi manni hjá hollensku fyrirtæki kvikmyndatöku- búnað og átti hann að skila honum á mánudaginn. Ekkert hefur hins veg- ar spurst til mannsins eða búnaðar- ins síðan um helgina og er málið nú í athugun hjá lögreglu. Friðrik Þór Friðriksson kvik- myndagerðarmaður segir málið í raun afskaplega óljóst. „Þessi maður kom hér um síðustu helgi og sagðist Rannsókn á mann- drápi við Leifsgötu Engar nýj- ar vísbend- ingar Á HÁDEGI í gær höfðu engar nýjar vísbendingar komið fram sem hjálpað gætu lögreglu við að hafa hendur í hári Þórhalls Ölvers Gunnlaugssonar, sem grunaður er um að hafa banað manni á heimili hans á Leifs- götu aðfaranótt síðastliðins miðvikudags. Vitað er að Þórhallur Ölver hélt til Kaupmannahafnar á miðvikudagskvöldið og er hans nú leitað af morðdeild lögregl- unnar þar. Þær upplýsingar fengust hins vegar í gær hjá al- þjóðadeild ríkislögreglustjóra að engar nýjar vísbendingar hefðu komið fram um hvar Þórhallur Ölver héldi sig, en nú mun vera lögð mikil vinna í að afla upplýsinga um þá staði sem hann gæti hugsanlega leit- að á. vera hjá hollensku íyrirtæki, sem hafði raunar verið í faxsambandi við okkur áður og beðið okkur um að út- vega tæki og tól. Hann fékk þennan útbúnað og átti að skila honum á mánudag, en við höfum ekkert heyrt frá honum aftur. Við höfum reynt að ná sambandi við fyrirtæki hans, en þar svarar enginn. Okkur þykir þetta því heldur dularfullt og höfum sett lögregluna í málið.“ Friðrik Þór tók fram að þótt hann vildi gjarnan vita um afdrif mannsins og búnaðarins væri mjög algengt að menn dveldust heldur lengur við kvikmyndatökur en upphaflega væri ætlað, ekki síst þegar verið væri úti á landi. Ekki hefðu heldur allir fyrir því að láta vita um þá seinkun. „Það er því ekki ljóst ennþá hvort hér er raunverulega um frétt að ræða, en það er þó skrýtið að vika líði án þess að nokkuð heyrist." Laxamýri. Morgunblaðið. Óánægju hefur gætt meðal land- eigenda við Laxá í Aðaldal með það hve litlar rannsóknir fara fram á lífríkinu í ánni. Nýlega hélt stjórn Landeigendafélags Laxár og Mý- vatns fund með Árna Einarssyni, forstöðumanni Náttúrurannsókn- arstöðvarinnar við Mývatn, til þess að ræða með hvaða hætti væri hægt að bæta úr því ástandi sem nú ríkir. Um árabil hafa farið fram ýmsar umfangsmiklar rannsóknir á svæð- inu við vatnið og allt niður að virkj- un, en mikið hefur skort á að hægt VEÐRIÐ hefur leikið við fylinn í Mýrdalnum í sumar. Hann nýtur sín betur í vætutíð en þurrki og eru því líkur á því að unginn verði vænn í haust. Hefð er fyrir sé að sinna svæðinu frá Laxár- gljúfrum og niður að ósi árinnar. Á fundinum kom fram að umfang stöðvarinnar þyrfti að aukast ef svigrúm ætti að skapast til þess að sinna neðsta svæðinu. Mikill skort- ur er á fjármagni til þessara hluta og því þarf að leita leiða til þess að geta fjármagnað auknar rannsókn- ir. Ámi Einarsson sagði að nauð- synlegt væri að auka rannsóknir á laxaseiðum og kanna þyrfti fæðuval þeirra, búsvæði og afdrif. Landeigendafélagið hefur og því í Mýrdal að fýlsunginn sé nytjaður þegar hann flýgur úr hreiðri á haustin. Myndin var tekin við fýlshreiður í Fagradals- hömrum. bent á nauðsyn þess að kanna áhrif sandburðar í ánni á Aðaldalssvæð- inu, kanna breytingar á botngróðri og skordýrum auk þess sem nauð- synlegt sé að framkvæma fugla- talningar og áhrif vargs á lífríkið. Er þá einkum átt við máfa sem velja sér bæði seiði og unga tO mat- ar sem og mink sem leitar að ánni í fæðuleit. Niðurstaða fundarins var sú að vinna þyrfti markvisst að því að koma þessum rannsóknum í fram- kvæmd og leita að fjármagni til þess að gera þær að veruleika. Alltof litlar rannsóknir á lífríki Laxár í Aðaldal Konur, íþróttir og kastljós fjölmiðla ► Fá konur í íþróttum sanngjarna umfjöllun í fjölmiðlum? Ef svo telst ekki vera, hver er þá skýr- ingin? /10 Evrópusamband ►Aðdragandi stækkunar Evrópu- sambandsins til austurs og fram- kvæmd þeirrar stækkunar/18 Galdurinn að finna réttar vélar ►Magnús Gylfi Thorstenn, nýr forstjóri flugfélagsins Atlanta, í viðtali./24 Póstverslun er framtíðin ►Viðskiptaviðtalið er við Eygló Harðardóttur, markaðsstjóra póstverslunar Freemans á fs- landi/26 ►l-16 Salik - Grænlendingurinn ► í Narsaq býr hinn 32 ára Salik Hard ásamt konu og börnum, um margt dæmigerður ungur Græn- lendingur./l&8-9 Vestfirðingar eru ekki bölvaðir asnar ►Konráð Eggertsson, sjómaður og hrefnuveiðimaður, hefur ákveðnar skoðanir á hlutunum og hefur aldrei legið á þeim/4 Að eiga sér fósturland og föðurland ► í Nakskov býr Henrik Lund, 97 ára, sem man bernsku sína á ís- landi í upphafi aldarinnar eins og hún hefði gerst í gær/6 Orkuboltinn New York ► í New York, þessum nafla al-_ heimsins, er að finna þónokkra ís- lendinga við nám eða störf. /12 C FERÐALÖG ►l-4 Lónkot ►Siglingar í bland við sögu og menningu./2 Djass við upptök Mississippi ► í Tvíburaborgunum Minneapol- is og St. Paul er leikinn djass/4 D BÍLAR ► l-4 Einn af stærstu iðnrisum veraldar ► 100 ár eru liðin frá stofnun FIAT fyrirtækisins/2 Reynsluakstur ► Snarpur Ford Focus og lífleg- ur/4 Eatvinna/ RAÐ/SMÁ ► 1-16 Starfssvið „Markaðs- sljóra til leigu“ víkkað ►Nýsköpunarsjóður styrkir kynningu vegna útflutnings. /1 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/8/bak Leiðari 28 Helgispjall 28 Reykjavikurbréf 28 Skoðun 31 Minningar 33 Myndasögur 42 Bréf til blaðsins 42 í dag 44 Brids 44 Stjörnuspá 45 Skák 44 Hugvekja 44 Fólk í fréttum 48 Utv/sjónv. 46,54 Dagbók/veður 55 Mannl.str. lOb Dægurtónl. 15b INNLENDAR FRÉTTIR: 24-8-BÁK ERLENDAR FRÉTTIR: 1&6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.