Morgunblaðið - 18.07.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.07.1999, Blaðsíða 6
6 SUNNUDA&UR '18.' JÚLÍ 1999 MÐRGUNBLAÐIÐ Málefni kúbverskra flóttamanna Clinton gagnrýn- ir strandgæsluna fyrir hörku Coral Gablcs. AP. BILL Clinton Bandaríkjaforseti gagnrýndi bandarísku strandgæsl- una á dögunum fyrir að beita óþarf- lega mikilli hörku í samskiptum við flóttamenn frá Kúbu og hét hann að tryggja að fyrir hendi yrði „skipu- leg, örugg og lögleg“ leið fyrir flóttafólk kommúnistastjómar Fidels Castro á Kúbu til að koma til Bandaríkjanna. Clinton hélt ræðu á fundi demókrata á Flórída á þriðjudags- kvöld og fjallaði þar um nýleg tilvik undan ströndum Flórída þar sem strandgæslan hefur beitt mikilli hörku við að halda kúverskum flóttamönnum, sem koma á bátum frá Kúbu, frá strönd Bandaríkj- anna. Strandgæslan hefur jafnvel notað eld til að fæla Kúbverjana frá því að reyna landgöngu og hafa myndir af slíkum tilvikum, sem sýndar hafa verið í bandarísku sjón- varpi, vakið nokkra hneykslun vestra. Clinton sagði að aðgerðir strand- gæslunnar á Flórída hefðu ekki hlotið blessun stjómvalda í Was- hington og að þær væm ekki til marks um breytta stefnu banda- rískra stjómvalda gagnvart flótta- fólki frá Kúbu. Hann lét þess hins vegar getið að til athugunar væri hvort stjómarstefna þessi þarfnað- ist endurskoðunar. „Við verðum að skoða málið og athuga hvort stefna okkar í þessum málum er raunhæf, í ljósi þeirra vandamála sem að steðja,“ sagði Clinton. „Ég vil að þið vitið að það mun aldrei gerast að bandarísk stjómvöld leggi blessun sína yfír hörku eða ómannúðlegar aðferðir í viðskiptum okkar við fólk sem vill koma til þessa lands.“ Vilja bæta sam- skiptin við Kúbu Bandarísk stjómvöld hafa annars að undanfömu leitast við að bæta samskipti sín við Kúbustjóm. Nokkur skref hafa að undanfömu verið stigin í þessa átt og segja bandarískir fjölmiðlar að fleiri séu í undirbúningi. Markmiðið er fyrst og fremst að stuðla að betri lífskil- yrðum á Kúbu, þar sem ríkir mikil fátækt og hefur tOteknum Banda- ríkjamönnum verið veitt heimild til að heimsækja landið og opna skrif- stofur þar, auk þess sem þeim er auðveldað að senda fjármuni til Kúbu, mat og lyf. Jafnframt náðist nýlega sam- komulag við Kúbustjórn um sam- starf til að stemma stigu við eitur- lyfjasölu á eyjunni og í nágrenni hennar. Vonast Bandaríkjamenn til að þetta leiði til frekara samstarfs enda mun Bandaríkjastjóm vera á þeirri skoðun að tími sé til kominn að bæta samskiptin við Castro. Póli- tísk áhrif kúbverskra andstæðinga Castros sem búsettir era í Banda- ríkjunum hafa farið minnkandi á meðan auknar kröfur era meðal kúbverskra viðskiptamanna, bænda og trúarhópa í Bandaríkjunum að viðskiptabanni gegn Kúbu verði aflétt. Kólumbía fer fram á hernaðaraðstoð STJÓRNVÖLD í Kólumbíu hafa farið þess á leit við Bandaríkja- stjóm að hún veitti þeim 500 millj- ónir Bandaríkjadala í hemaðarað- stoð svo binda megi enda á átökin við skæraliðasveitir FARC og ELN sem látið hafa til sín taka á undan- fömum vikum. Kemur þetta fram í frétt Netútgáfu BBC. Beiðnin kem- ur í kjölfar stigmagnandi átaka við kólumbíska skæraliða og aukins út- flutnings á eiturlyfjum frá Kól- umbíu. Luis Femando Ramirez, vamar- málaráðherra landsins, sagði að hemaðaraðstoðin - sem dreifast myndi yfír tveggja ára tímabil - myndi styrkja Kólumbíuher sem væri afar mikilvægt, sérstaklega í ljósi þess að vonir manna um að friðarviðræður stjómvalda og skæruliða skili árangri, hafa dvínað síðustu daga. Hvergi í heiminum er eins mikil framleiðsla á kókaíni og í Kólumbíu og er talið að um helmingur þess magns af efninu sem gert er upp- tækt í Bandaríkjunum hvert ár sé þaðan. Hafa sérfræðingar leitt að því líkum að kókaínframleiðsla Kól- umbíu muni aukast um helming á næstu tveimur áram. %íassísíqir eðaí-Cacfíffac d verði smáSíís! Cadillac Sedan de Ville '86 - ekinn aðeins 62 þús. km. Glæsivagn, sem nýr utan og innan, falleg innrétting alklædd rauðu leðri, allt rafknúið, vél og bremsur sem nýtt - forstjórabíll aðeins í eigu eins manns. Gullið tækifæri til að eignast bíl í hágæðaflokki á verði smábíls. Verð aðeins 1.600 þús. staðgr. FERDASKklFSTOFAN PRIMA? HEIMSKLUBBUR INGOLFS Sími 562 0400 ERLENT AP Enginn sefur í Detroit TENÓRARNIR þrír, Placido Domingo (t.v.), Jose Carreras og Luciano Pavarotti (t.h.), eru enn að og í gærkvöldi héldu þeir konsert á Tiger-leikvanginum í Detroit í Bandaríkjunum. Fyrst þurftu þeir þó að taka æfingu og hita upp, og þá var óþarfi að vera í kjólfötunum. Gullið tækifæri Eftir Jeffrey Sachs The Project Syndicate. Á FUNDI leiðtoga helstu iðnríkja heims (G7) í Köln í júní síðastliðn- um, vora gefnar áhugaverðar yfír- lýsingar um samskipti ríku land- anna við þau fátæku. I fyrsta lagi var gefíð í skyn, án afdráttarlausr- ar viðurkenningar, að síðustu til- raunir til að minnka skuldir þróun- arlandanna hefðu mistekist. Þess í stað var ákveðið að hleypa af stokkunum nýrri áætlun, sem köll- uð er Kölnarframkvæðið, til að draga úr frekari skuldum stór- skuldugra fátækra rílg'a. I öðra lagi var Alþjóðagjaldeyr- issjóðunum og Alþjóðabankanum falið að endurmeta þróunaráætlun sína og beina sjónum sínum meira að félagslegu vandamálunum og þá sérstaklega að menntun og heil- brigðismálum. Engin áætlun gagnvart fátæku þjóðunum Það væri vitaskuld hægt að vera kaldhæðinn gagnvart þess- um yfírlýsingum. Flestum hlut- lausum áhorfendum hefur verið það ljóst í mörg ár að ríku löndin hafa ekki haft neina raunhæfa áætlun til þess að draga úr ógreiðanlegum skuldum fátæku þjóðanna. Þeir sem höfðu uppi gagnrýni vora hins vegar hvattir til að sýna þolinmæði, allt væri í stakasta lagi. Að auki era það lík- lega einungis fjármálaráðherrar G7-ríkjanna sem hafa mögulega getað staðið í þeirri trú að Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn og Al- þjóðabankinn væra að vinna gott starf í fátækustu löndunum. Sann- leikurinn er sá að ferill þeirra er hörmulegur eða starf þeirra ein- faldlega gagnslaust. Þetta á eink- um við um Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn sem hefur enga langtíma efna- hagsþróunarstefnu þrátt fyrir að Bandaríkin hafí falið honum for- ystuhlutverkið í efnahagsþróun í fjölmörgum fátækum ríkjum. Það gefur einnig ástæðu til kald- hæðni, að framkvæðið að aðgerð- um fyrir fátækustu ríki heims kom ekki frá G7, heldur var um að ræða viðbrögð við vaxandi þrýstingi frá alþjóðasamfélaginu um breytingar. Tilkomu Kölnarframkvæðisins má að miklu leyti þakka alþjóðlegri hreyfingu, sem er þekkt undir nafninu Jubilee 2000. Þetta era grasrótarsamtök sem nefnd era eftir fagnaðarerindi Biblíunnar (Jubilee) með vísan til þess að fyr- irgefa skuli ógreiðanlegar skuldii- til þess að sá sem skuldar geti hafið nýtt líf. Jubilee 2000 á íylgismenn um allan heim, þar á meðal Jó- hannes Pál páfa annan, rokkstjörn- ur á borð við Bono úr U-2 og marg- ar óopinberar stofnanir sem eru málsvarar ýmissa trúarhópa og at- vinnugreina. Við ættum hins vegar að leggja kaldhæðnina til hliðar og fagna þeim ákvörðunum er teknar vora í Köln og þá ekki síst til þess að þrýsta á helstu iðnríkin að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að þeim verði hrint í framkvæmd. Forsenda félagslegra og efnahagslegra framfara í fátæku ríkj- unum er að afskrifa skuldir þeirra að miklu eða öllu leyti. Aðstoðin við þau ætti að vera í höndum Þró- unarstofnunar SÞ og Alþjóðabankans en ekki Alþjóðagjald- eyrissjóðsins. Sum atriði Kölnarframkvæðisins hafa valdið vonbrigðum en þeim verður þó hægt að breyta komi til þrýstingur frá alþjóðasamfélaginu. Framkvæðið er þó skref í rétta átt. Ástandið verst í Afríku Ástæðan fyrir því að grípa þarf til skjótra aðgerða í fátækustu löndunum er augljós. Þau 42 lönd sem eru í hópi stórskuldugra fá- tækra landa hafa samanlagt um 700 milljónir íbúa. Um þrír fjórðu þeirra búa í Afríku. í samanlögðum íbúafjölda þessara ríkja er meðal lífaldur hvers íbúa um 50 ár en er 78 ár í ríku löndunum. Um þriðj- ungur barna er vannærður og mun þar af leiðandi þjást af líkamlegri eða andlegri fötlun. Mörg þeirra munu aldrei ljúka bamaskóla, eða hafa möguleika á að verða virkir þegnar í nútímaþjóðfélagi. Sjúk- dómar vaða uppi, s.s. alnæmi, er lagði að velli um tvær milljónir manna í Afríku á síðasta ári auk þess sem ein milljón manna varð malaríu að bráð. Eigi Kölnarframkvæðið að bera árangur ætti að byggja það á eftir- farandi hugmyndum: í fyrsta lagi ætti að afskrifa algjörlega skuldir þeirra landa sem búa við mjög mikla fátækt og háa sjúkdómstíðni. Um 25 af þeim 42 löndum, sem eru hluti af hópi fátækustu ríkjanna, þurfa að öllum líkindum fulla af- skrift skulda. I öðra lagi eiga Þró- unarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNDP) og Alþjóðabankinn að taka forystu í aðstoð við þessi lönd í stað Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Bæði UNDP og Alþjóðabankinn gætu tryggt að afskrift skulda væri upphafíð á nýrri og betri áætlun um félagslegar umbætur sem tækju mið af menntun og heilsu- gæslu. Félagslegar umbætur UNDP ætti að nota ársskýrslu sína um heilsuþróun í heiminum (Human Development Report) til að leggja grandvöll að áætlun um félagslegar umbætur er hefði að markmiði að tryggja að fátæku þjóðirnar geti gripið til viðeigandi úrræða s.s. sem varðandi bóluefni fyrir börn, í baráttunni við alnæmi, til að tryggja mat fyrir vannærð börn, betri aðgang að hreinu vatni og mæðra- og ungbamaeftirlit. UNDP ætti einnig að vera falið að samhæfa sérfræðiskrifstoíúr þær er starfa í þágu þróunarlandanna í Bandaríkjunum til þess að tryggja að lykilsamtök eins og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hafí tækifæri og fjárhagslegt bol- magn til að þjóna tilgangi sínum. Yfirlýsingar á Kölnarfundinum ná enn sem komið er ekki til þess- ara þátta. Tillögur um niður- greiðslu skulda hrökkva of skammt. Hlutverk Alþjóðagjald- eyrissjóðsins er enn of mikið. Heil- brigðismál era enn of neðarlega á forgangslistanum. Við megum þó ekki missa vonina og láta af þrýst- ingnum á alþjóðasamtökin og ríku þjóðirnar. Nú þegar hafa alþjóða- aðgerðir valdið því að iðnríkin sjö era á nýrri og gæfulegri leið. Með áframhaldandi þrýstingi alþjóð- legra hreyfinga fyrir réttlæti í heiminum og efnahagsþróun er hægt að gera enn metnaðarfyllri áætlanir fyrir fátækustu þjóðir heimsins. Höfundurínn er fomtöðumndur Alþjóðlegrfír þróunarstofnunar við Harvard og Gallen Stone-pró- fessor í nlþjóðlegurn viðskiptuni vid Harvard-háskóla. Hann hefur veríð helsti eríendi efnahagsráð- gjafi rfkistjórna Rússlands, Pól- lands og Bólivfu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.