Morgunblaðið - 18.07.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.07.1999, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Raddir sem benda á mismunun kvenna í umfjöllun fjölmiðla hafa náð upp á yfírborð þjóðfélagsumræðunnar nokkrum sinnum á undanförnum áratug. Ekki síst hefur umræðan um skort á umfjöllun um konur í íþróttum verið hávær og hefur nú aftur skotið upp kollinum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir ræddi við fjölmarga sem láta sig þennan málaflokk varða og komst _____að því að ekki eru allir sammála um hvar ábyrgðin liggur. FJÓRIR af hverjum tíu iðk- endum íþrótta eru konur. Kannanir sem hafa verið gerðar hin síðustu ár leiða í ljós að konur fá aðeins um 10% íþróttaumfjöllunar dagblaðanna. Á undanfórnum áratug hafa margir bent á mismuninn sem þama gætir og hafa reynt að finna skýringu á honum. Nú hefur umræðan hafist enn á ný. Ástæðan fyrir því er ekki eingöngu sú að um réttlætismál sé að ræða þar sem rétta eigi hlut kvenna, heldur hefur verið bent á það mikla hlutverk sem íþróttir gegna í for- vamarstarfi meðal bama og ung- linga. Jákvæð áhrif íþróttaiðkunar á ungt fólk hafa margsinnis verið stað- fest. Bent hefur verið á að þeir ung- lingar sem stunda íþróttir og eru í góðri líkamlegri þjálfun séu ekki eins líklegir og aðrir til að reykja eða neyta áfengis eða fíkniefna. Jafnframt hefur það verið leitt í ljós að þeir sem stunda íþróttir fá hærri einkunnir í skóla, telja sig bet- ur undirbúna fyrir kennslustundir og líður betur í skólanum. Sjálfstraust þeirra er meira og þeir þjást síður af þunglyndi, kvíða og ýmsum sál- vefrænum einkennum. Foreldrar hafa þurft að horfast í augu við að brottfall stúlkna úr íþróttum eykst hlutfallslega meira með aldrinum en brottfall pilta. I ljósi þess hve jákvæð áhrif íþrótta- iðkun hefur, hafa foreldrar og aðrir leitað leiða til að spoma við þessari þróun. Einna helst hefur verið rætt um mikilvægi þess að unglingar eigi sér góðar fyrirmyndir en í því tilliti hefur jafnan verið bent á fjölmiðla. Lítil umfjöllun fjölmiðla um íþrótta- iðkun stúlkna og kvenna er talin geta orðið til þess að stúlkur skorti fyrir- myndir því fjölmiðlar em einn besti vettvangurinn til að skapa nýjar fyr- irmyndir og festa gamlar i sessi. Una María Óskarsdóttir, uppeldis- 9g menntunarfræðingur og formaður Iþrótta- og tómstundaráðs Kópa- vogs, heldur því fram að íþróttaum- fjöllun í fjölmiðlum gegni ákveðnu hlutverki í félagsmótun einstaklings- ins. „Böm læra mjög snemma að samsama sig ákveðnum fyrirmynd- um. Svokallað herminám fer þannig fram að börn veita háttemi eða við- horfum athygli og líkja síðan eftir. Það er því ljóst að þegar íþróttakon- ur fá einungis 10% umfjöllunar er úr mjög litlu að moða og stúlkur finna sér fáar fyrirmyndir í íþróttaumfjöll- un fjölmiðlanna. Drengir finna sér hins vegar margar hetjur til að líkja eftir,“ segir hún. Að sögn Unu Maríu verður skort- urinn á fyrirmyndum jafnvel til þess að stúlkur hætti íþróttaþátttöku. „Umbótanefnd ÍSÍ í kvennaíþróttum lét árið 1994 Rannsóknastofnun upp- eldis- og menntamála gera athugun á brottfalli 14 ára stúlkna úr íþróttum. Þar kom í ljós að marktækt fleiri drengir en stúlkur stunduðu íþróttir, um 30% drengja en einungis um 13% stúlkna. Margar rannsóknir sýna að áhrif fjölmiðla eru mikil og með um- fjöllun um íþróttahetjur og afrek þeirra era íþróttafréttamenn meðal annars að hvetja aðra til þess að setja sig í spor hetjanna og fylgja fordæmi þeirra.“ En hver er skýringin á því að um- fjöllun um íþróttakonur í fjölmiðlum er ekki í samræmi við þátttöku þeirra í íþróttum? Eru karlaíþróttir vinsælla fjölmiðlaefni en kvenna- íþróttir? Er frekar fjallað um karl- menn af því að íþróttafréttamenn eru flestir karlmenn? Hafa konur ef til vill ekki áhuga á að fylgjast með íþróttum þótt þær taki þátt í þeim? Á jafnréttishugsjónin að vera í forsæti þegar fjallað er um íþróttir? Fjölmargir virðast hafa skoðun á þessum málum og eru ekki alltaf á eitt sáttir. Einn helsti ágreiningurinn virðist standa um hlutverk fjölmiðla í þjóðfélaginu. Er það á ábyrgð fjöl- miðla að tryggja ungmennum verð- ugar fyrirmyndir og gæta þess að ekki sé hallað á konur? Eða eru fjöl- miðlar einungis að spegla tíðarand- ann og bera því ekki ábyrgð á því sem gerist í þjóðfélaginu? Árið 1991 lögðu konur á Alþingi fram þingsályktunartillögu þar sem efla skyldi íþróttir kvenna. Tillagan var samþykkt og í framhaldi af því var sett af stað rannsókn á vegum Rannsóknarstofnunar uppeldis- og menntamála þar sem könnuð var þátttaka ungmenna í íþróttum og samspil íþróttaiðkunar og annarra þátta í lífi ungmennanna. Vonast var til að rannsóknin varpaði ljósi á við- horf, þátttöku og áhuga pilta og stúlkna á íþróttum og að nýta mætti niðurstöðurnar til að efla íþróttir kvenna. Á Alþingi 1995 voru niðurstöður þessarar rannsóknar, auk fleiri, til- efni þingsályktunartillögu um stefnu- mótun í íþróttum stúlkna og kvenna. Þær þóttu benda til þess að átak þyrfti að gera til eflingar stúlkna- og kvennaíþróttum. Vitnað var í skoð- anakönnun um kvennaíþróttir sem gerð var á vegum umbótanefndar ISI þar sem fram kom að það er almennt viðhorf að kvennaíþróttir fái of litla umfjöllun í fjölmiðlum. I framhaldi ályktunarinnar var sett á stofn nefnd sem skyldi skila ályktun um hvernig efla mætti íþróttir stúlkna og kvenna. Einnig skyldi hún meðal annars skoða sér- staklega umfjöllun fjölmiðla um íþróttir stúlkna og kvenna. Konur fá einn tíunda umfjöilunar í fjölmiðlum Nefndin lét gera könnun á íþrótta- efni dagblaðanna þar sem ætlunin var að athuga hvort hlutfóll kynjanna í umfjölluninni hefðu breyst frá þvi Fjölmiðlanefnd ISI gerði sams konar könnun árið 1990. Þar kom fram að konur fá 10,3% umfjöllunarinnar, karlar 72% en umfjöllun um bæði kynin saman náði 17,7%. Þegar fjall- að er eingöngu um annað kynið í einu fengu konur 12,5% íþróttaumfjöllun- arinnar en karlar 87,5%. Niðurstöður nefndarinnar sýndu að umfjöllun um konur hefur aukist lítillega frá 1990 eða um 3% en um- fjöllun um bæði kynin í einu hefur aukist um 5%. Þó kemur einnig fram í niðurstöðunum að hlutur kvenna sé frekar lítill og ekki í samræmi við þátttöku kvenna í íþróttum. í febrúar og júní 1996 gerði Una María Óskarsdóttir könnun á hlut karla og kvenna í máli og myndum á íþróttasíðum Morgunblaðsins. Niður- stöður hennar voru þær að umfjöllun um konur er aðeins 10,9%, en karlar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.