Morgunblaðið - 18.07.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 18.07.1999, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ KASTLJOS FJOLMIÐLA Morgunblaðið/Ásdís Ásgeirsdóttir ÚRSLITAKEPPNIN í hand- knattleik kvenna er oft æsispennandi og stór- skemmtileg. ur litla athygli fjölmiðla. Ragnheiður Runólfsdóttir, sem á árum áður var fremst íslenskra sundkvenna og var kjörin íþróttamaður ársins árið 1991, segir ástandið annað í umfjöllun um sund og telur að þar sé dreifing at- hyglinnar eftir kynjum eðlileg. Hún lítur einnig svo á að að hlutur kvenna fari vaxandi i umfjöllun um íþróttir almennt. „Konur fá til dæmis mun meiri tíma nú en áður í íþróttaum- fjöllun í sjónvarpi og finnst mér raunar ótrúlegt hversu mikinn tíma þær fá ef haft er í huga hversu fáir mæta á völlinn á til dæmis knatt- spyrnuleiki. Mér fmnst staðan í dag því mun jákvæðari en áður þegar bara var sagt frá einstökum toppum, en nánast ekkert frá hópíþróttum eins og knattspyrnu, handknattleik og körfuknattleik." Þótt Ragnheiður sé ánægð með þá þróun sem átt hefur sér stað undan- farin ár telur hún að enn megi gera betur. Nefnir hún þar sérstaklega þátt sérsambandanna og félaganna fær þá umfjöllun sem hún á skilið og skyndilega standa stúlkumar í röð- um í stangarstökkskeppnum frjálsí- þróttamóta. Umfjöllunin ein og sér bjargar þó ekki öllu. Stúlkur verða að líka að fá hvatningu heima fyrir, en rannsóknir sýna að þær fá hana síður en drengir. Þetta held ég að sé það atriði sem við þurfum að laga fyrst.“ Umfjöllunin mismikil eftir greinum Anna María Sveinsdóttir, leikmað- ur Keflavíkur í körfuknattleik, segir umfjöllun um íþróttir kvenna mjög misjafna eftir greinum. „Mér finnst umfjöllunin í heild ekki léleg, þó hún mætti vera töluvert meiri. Sumar greinar fá þó meiri athygli en aðrar og mér finnst körfuknattleikur kvenna t.d. fá mjög litla umfjöllun." Aðspurð um hugsanlegar ástæður þess að minna er fjallað um íþróttir kvenna en karla sagði Anna María að það mætti e.t.v. að einhverju leyti rekja til þess að færri fylgdust með konunum. Hún taldi þó ekki loku fyr- ir það skotið að það héldist í hendur við hina takmörkuðu umfjöllun. Hún kvaðst hlynnt því að iþróttum kvenna væri tryggt ákveðið hlutfall umfjöll- unar fjölmiðla, án þess þó að vilja segja til um hve hátt það hlutfall ætti að vera. Þá taldi hún líka að konur gætu komið sér meira á framfæri sjálfar. „Við í landsliðinu tókum það einu sinni að okkur að skrifa grein í blöðin eftir hvern leik og það árið var mikið skrifað um körfuknattleik kvenna miðað við það sem áður hafði verið. Það er því spurning hvort við þyrftum ekki að fá einhvern sem þekkir tii hjá okkur til að gerast ein- hvers konar fjölmiðlafulltrúi." Meira jafnræði í umfjöllun um sund Af viðtölunum hér að ofan má ráða að konum, sem stunda hinar svo köll- uðu boltagreinar, finnst þær fá held- TIL að rétta hlut kvenna í umfjöllun um íþróttir er mikilvægt að huga vel að unglíngastarfi, að mati Ragnhildar Sigurðardóttur. sem að hennar mati mega mörg hver vekja meiri athygli á íþrótta- iðkun kvenkyns félagsmanna sinna. Segir hún það ekki síst mikilvægt í ljósi þess að jákvæð umfjöllun um konur í einni grein íþrótta geti ýtt undir áhuga stúlkna á íþróttum al- mennt. Fjallað verði um konur á þeirra forsendum Martha Emstdóttir, langhlaupari úr IR, segir konur í frjálsum íþrótt- um fá meiri athygli fjölmiðla nú en áður og telur hlut þeirra og karla nokkuð jafnan. Konur sem stunda „boltaíþróttir" eiga hins vegar samúð hennar. „Umfjöllunin þar fer mikið iyrir brjóstið á mér. Karlamir mega varla ropa án þess að sagt sé frá því, en konurnar fljóta bara með eins og einhver aukahlutur. Þetta hefur þó heldur batnað og nú er í það minnsta tekið fram hvort um kvenna- eða karlaflokk er að ræða þegar sýna á í sjónvarpi frá t.d. leik Vals og Fram í knattspymu. Aður íyrr var þetta ekki gert því sjálfsagt þótti að bara væri sýnt frá karlaleikjum." Martha segir að þetta misvægi megi kannski skýra með því að fjall- að sé um íþróttir kvenna á röngum forsendum. „Karlar era líkamlega sterkari en konur, hlaupa hraðar og fleira í þeim dúr. Mér finnst oft hafa borið á því að konur séu bornar sam- an við karla 1 stað þess að bera þær saman innbyrðis og þegar í ljós kem- ur að við hlaupum hægar en karlar þykjum við ekki nægilega góðar.“ Hvað varðar leiðir til úrbóta segir Martha æskilegt að fleiri konur gerð- ust íþróttafréttamenn, en nefnir einnig að nauðsynlegt sé að koma af stað umræðu um að konur séu að gera jafngóða hluti og karlar. Með því móti væri ef till vill hægt að opna augu íþróttafréttamanna fyrir misvæginu í umíjölluninni. Konur síður útundan í einstaklingsíþróttum Elsa Nielsen, badmintonkona úr TBR, segir konur og karla sem stunda íþróttina fá nokkuð jafna at- hygli. „Segja má að konur í badmint- on verði að fylgja með í umfjöllun- inni. Við forum t.d. oft til útlanda í liðakeppnir þar sem liðin em skipuð bæði konum og körlum, auk þess sem keppt er í tvenndarleik í badminton. Þetta er því allt annað en t.d. í knatt- spymu þar sem eru karlalið annars vegar og kvennalið hins vegar. Bad- mintoníþróttin í heild fær þó frekar litla athygli.“ Þótt Elsa sé ánægð með hlut kvenna í umfjöllun um badminton, segir hún stöðuna ekki vera eins góða þegar litið sé á íþróttir í heild. „Sérstaklega finnst mér umfjöllun um handknattleik og knattspymu kvenna vera undir öllum mörkum. Það er eins og konur komist síður að í þessum „boltagreinum", því nú fá konur í t.d. sundi jafnmikla athygli og karlamir, rétt eins og í badmint- on.“ Vegna þessa segist Elsa ekki frá- hverf því að sett verði einhver mörk sem hlutur kvenna í íþróttaumfjöllun megi ekki fara niður íyrir. Hún segir þó ekki síður mikilvægt að markaðs- setja íþróttir kvenna á þann hátt að ná megi til ungra stúlkna. „Stúlkur hætta oft íþróttaiðkun þetta 11-14 ára gamlar og ég held að gott væri t.d. að fýrirmyndir úr heimi íþrótt- anna yrðu sýnilegri í skólum með heimsóknum þangað.“ Framfarir í umfjöllun um golf Ragnhildur Sigurðardóttir, úr GR, er nokkuð sátt við þá umfjöllun sem kvenkyns kylfingar fá núorðið. „Þetta er í mikilli framför í minni íþrótt og undanfarin ár hefur mér fundist nokkuð jafnt fjallað um karla og konur. Það er þó ekki langt síðan okkur konunum þótti halla á okkur. Annars, eins og t.d. í knattspyrnu og handknattleik, finnst mér bara talað um strákana." Framfarirnar í umfjöllun um golf vill Ragnhildur skýra með mikilli uppsveiflu íþróttarinnar meðal kvenna. „Konur eru nú farnar að spila mikið betur en áður og munur- inn á spilamennsku karla og kvenna hefur minnkað mikið. Þá er mun rneiri breidd hjá okkur núorðið og bein afleiðing þessa er aukinn áhugi.“ Ragnhildur segir mikilvægt að huga að unglingastarfi til að bæta hlut kvenna í íþróttaumfjöllun í heild. „I golfinu hefur, eins og ég sagði áð- an, verið mikil uppsveifla hjá ungum stúlkum. Þar er nú að myndast breið- ur hópur og honum fylgir fjöldi fólks; ættingjar, vinir og fleiri. Með þessu ► anna þriggja vom karlar. Yfir- gnæfandi meirihluti þeirra sem störfuðu í hlutastarfi við skrif um íþróttir var einnig karlar. Það er því freistandi að tengja saman þennan skort á kvenkyns íþrótta- fréttamönnum og þá staðreynd hve lítið er fjallað um konur.“ Una María segist telja að ein ástæðan fyrir því að konur í íþróttum fá svo litla umfjöllun sem raun ber vitni sé hve fáir blaðamenn á sviði íþrótta em konur og að karlar hafi einfald- lega meiri áhuga á því sem kyn- bræður þeirra taka sér fyrir hendur. „Fjölmiðlar hafa mikilvægu hlutverki að gegna fyrir íþróttir og íþróttir hafa mikilvægu hlut- verki að gegna fyrir samfélagið," segir Una María jafnframt. „Iþróttaumijöllun á jafnréttis- gmndvelli gæti því lagt mikil- vægan grunn að almennri vellíð- an og heilbrigði beggja kynja sem vert er að sækjast eftir.“ Áhugi almennings ræður umfjölluninni Þeir forsvarsmenn íþrótta- deilda fjölmiðla sem rætt var við em sammála um að íþróttaum- fjöllun fjölmiðlanna skiptist á tvo vegu. Annars vegar er fjallað um fréttnæmt efni samkvæmt al- mennu fréttamati og hins vegar er hin almenna íþróttaumfjöllun þar sem áhugi almennings ræð- ur hvað mestu og reynt er að gæta þess að fjölbreytni ríki. Varðandi þá gagnrýni að kon- ur beri skarðan hlut frá borði í umfjöllun um konur í íþróttum segir Sigmundur Steinarsson, fréttastjóri íþróttafrétta Morg- unblaðsins að gagnrýnin beinist fyrst og fremst að boltaíþróttum. Markmiðið sé að sinna afreks- fólki án þess að gera greinarmun á kyni en áhuginn fyrir boltaí- þróttum kvenna sé einfaldlega mjög lítill. Hann vill meina að undanfarin ár hafi íslendingar ekki átt margar afrekskonur í íþróttum og af þeim sökum sé hlutfall umfjöllunar um kvennaí- þróttir lægra en karla. Hann segir það þó vera að lagast og bendir því til stuðnings á Völu Flosadóttur, Þóreyju Eddu og Guðrúnu Arnardóttur frjálsí- þróttakonur, en að sögn Sig- mundar fá þær mesta athygli allra frjálsíþróttamanna á Is- landi fyrir utan Jón Arnar Magnússon. Hann segir að sund- stúlkurnar hafi jafnframt fengið mikla umfjöllun hin síðari ár og minnir á að Ragnheiður Runólfs- dóttir hafi verið kosin íþrótta- maður ársins af Samtökum íþróttafréttamanna árið 1991. Ekki á ábyrgð fjölmiðla að skapa áhuga á íþrótt Sigmundur segir að það geti ekki staðist að konur fái einungis um tíunda hluta umfjöllunar á íþróttasíðum. Hann segir að úr- takið sem Una María Óskars- dóttir tók hafi ekki verið full- komlega marktækt. „Hún kom hingað og fékk hjá okkur möpp- ur með ljósritum af öllu íþrótta- efni Morgunblaðsins yfir ákveð- inn tíma. Af einhverjum ástæð- um valdi hún tímabil þar sem karlaíþróttir voru mest í sviðs- ljósinu, minna fjallað um konur. Ef á að taka mark á úrtaki þá verður hlutlaus aðili að taka það og vinnubrögð að vera fagleg. Ef þessi könnun hefði verið gerð á öðrum tíma á árinu, t.d. í kring- um Ólympíuleikana í Atlanta, hefði útkoman orðið allt önnur.“ Sigmundur segir að það sé ekki á ábyrgð fjölmiðla að skapa áhuga á ákveðinni íþrótt því þá séu blaðamenn orðnir uppalend- ur en ekki fréttamenn. „Fjölmið- ill endurspeglar alltaf það sem áhugi er á. Mest er fjallað um það sem er í sviðsljósinu." Ingólfur Hannesson, yfirmað- ur íþróttadeildar Sjónvarpsins, er sammála Sigmundi um að ekki sé við fjölmiðla að sakast. Hann segir að fyrst og fremst verði að líta á þá hefð sem karla- íþróttir hafi skapað sér í þjóðfé- laginu og veldur því að karlaí- þróttir eru mun vinsælli en kvennaíþróttir. „Það er eðli fjöl- miðlanna að fylgja eftir breyt- ingum í þjóðfélaginu en ekki að skapa þær“, segir Ingólfur. „Því er það ekki á okkar valdi að skapa áhuga á boltaíþróttum kvenna en við munum hiklaust fylgja þeim áhuga eftir þegar hann myndast í þjóðfélaginu." Hann segir að fyrst og fremst verði íþróttahreyfingin sjálf að efla íþróttir kvenna og nefnir Noreg sem dæmi. „Þar hóf íþróttahreyfingin sjálf eflingu íþróttastarfs kvenna. Það skilaði sér í bættum árangri íþrótta- kvenna á alþjóðlegan mæli- kvarða og nú er svo komið að norskar handknattleiks- og knattspyrnukonur eru meðal þeirra bestu í heimi. Að sjálf- sögðu jókst áhugi almennings og fjölmiðla á kvennaíþróttum og er nú orðið jafnvel meira fjallað um handknattleik og knattspyrnu kvenna en karla í norskum fjöl- miðlum.“ Kristrún Heimisdóttir fyrr- verandi landsliðskona í knatt- spyrnu hefur víðtæka reynslu úr heimi íþróttanna. Hún var meðal frumkvöðla um stofnun hags- munasamtaka knattspyrnu- kvenna árið 1991 og var einnig íþróttafréttamaður hjá Ríkisút- varpinu, bæði útvarpi og sjón- varpi sem sumarafleysingamað- ur frá 1991-3. Að hennar mati leikur ekki nokkur vafi á því að jafnræði rík- ir ekki í umfjöllun um konur og karla í íþróttum. „Þegar ég hóf störf á íþróttadeildinni setti ég mér það markmið að tala alltaf um karlalandslið eða kvenna- ► Mistök að sýna ekki HM kvenna Ingólfur Hannesson segir það hafa ver- ið mistök af hálfu útvarpsráðs að taka þá ákvörðun að sýna ekki frá heimsmeistara- móti kvenna í knattspyrnu sem fram fór í Bandaríkjunum á dögunum. „Sá mikli áhugi sem var á mótinu og fjölmiðlafárið sem skapaðist í kring um það í Bandaríkj- unum kom gífurlega á óvart,“ segir hann. „Þetta er einungis þriðja heimsmeistara- mót kvenna í knattspymu og enginn hafði gert sér í hugarlund að það vekti svo mikla athygli sem raun bar vitni. Þegar rætt var í útvarpsráði hvort sýna ætti frá mótinu var sú ákvörðun tekin að útgjöldin við það væra of mikil.“ Aðspurður sagði hann að kostnaðurinn við sýningu frá HM kvenna væri marg- falt minni en kostnaðurinn sem Ríkisút- varpið lagði í við sýningar frá síðasta Heimsmeistaramóti karla í knattspymu. í fjárhagsáætlun hefði þó ekki verið gert ráð fyrir því að sýna HM kvenna og því hefði þurft að taka fjármagn frá öðrum dagskrárliðum. Hjá íslenska útvarpsfélaginu fengust þær upplýsingar að staðið hefði til að sýna að minnsta kosti úrslitaleik mótsins. Sýningarrétturinn hafi þó kostað umtals- verða upphæð og fól í sér töluvert af efni sem ekki hefði nýst. Ekki hafi verið hægt að kaupa sýningarrétt eingöngu að úr- slitaleiknum og því hafi verið afráðið að sleppa því að sýna frá mótinu. Samkvæmt upplýsingum frá jafnréttis- ráði hefur formlegt erindi borist varðandi HM kvenna. Að sögn Elsu Þorkelsdóttur, ritara ráðsins , barst erindið frá foreldri sem sendi útvarpsráði fyrirspurn um hvaða leikir yrðu sýndir frá HM kvenna. Engin svör fengust og í framhaldi af því var jafnréttisráð beðið um að beita sér í málinu. Svar hefur borist frá útvarpsráði sem segir að framkvæmdastjóra Sjónvarpsins og íþróttadeild hafi verið falið að kanna kostnaðinn við útsendingarnar en niður- staðan hefði verið að kostnaðurinn við sýningamar væri veralegur. „fþrótta- deild Sjónvarpsins taldi að með þeim fjármunum sem hún hefði til ráðstöfunar til þess að sinna íþróttaviðburðum yrði staða kvennaknattspyrnunnar best styrkt með því að sinna sem best inn- lendri kvennaknattspyrnu. Þessi niður- staða var rædd í útvarpsráði og ekki gerðar við hana athugasemdir," segir Elsa. Hún segir að kjörtímabili jafnréttis- ráðs hafi lokið við síðustu kosningar og ekki hafi verið skipað nýtt síðan. Því hafi ekkert jafnréttisráð verið starfandi þeg- ar bréfið frá útvarpsráði barst og það því ekki verið afgreitt. Þegar Sigmundur Steinarsson, frétta- stjóri íþrótta á Morgunblaðinu, er spurð- ur um það hvers vegna heimsmeistara- mót kvenna í knattspymu hafi ekki feng- ið meiri umfjöllun en raun ber vitni þegar litið er til þess að allt að hundraðþúsund áhorfendur hafi verið á hverjum leik, segir hann að íslendingar þekki einfald- lega ekki til þessa móts og því sé áhuginn ekki til staðar. Hann segir þó engan veg- inn hægt að bera þetta mót saman við HM karla sem er orðinn einn vinsælasti fjölmiðlaviðburður sem um getur. Kristrún Heimisdóttir segir það skelfilegt fyrir Sjónvarpið að missa af gullnu tækifæri sem þessu til að bjóða upp á góða og skemmtilega dagskrá. „Mér finnst alveg óskiljanlegt að þeir skuli ekki hafa gripið þetta tækifæri. Þetta er fyrsta flokks sjónvarpsefni sem hefði hæglega verið hægt að markaðs- setja á sama hátt og gert hefur verið með Formúlu 1 sem var lítt þekkt hér á landi áður en farið var að sýna frá henni í sjónvarpi. Það hefði verið eðlileg með- ferð þessa móts hjá útvarpinu að segja frá úrslitum allra leikja um leið og þau bámst. Það hefði verið eðlilegt að fjalla um það líkt og aðra íþróttaviðburði á heimsmælikvarða. Og það að Sýn skuli sýna Ameríkubikarinn í knattspyrnu karla á sama tíma segir allt sem segja þarf.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.