Morgunblaðið - 18.07.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.07.1999, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Evropusamband í Austurvegi Evrópusambandið undirbýr nú stækkun til austurs. Kjartan Emil Sigurðsson fjallar um aðdraganda stækkunarinnar og framkvæmd. Reuters ÞEGAR viðræðum um aðild Mið- og Austur-Evrópuríkjanna um aðild að Evrópusambandinu var formlega ýtt úr vör í fyrra var því fagnað víða í hinum væntanlegu nýju aðildarrikjum. Hér sýnir pólsk stúlka gleði sína við skrifstofu ESB í Varsjá. EIR voru mættir í salinn allir þrír; nýskipaður utan- ríkisráðaherra Danmerkur, nýr maður í framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins og vara- forsetinn í framkvæmdastjórninni. Fyrir enda borðsins voru tveir stólar fyrir mennina þrjá. Fundurinn byrj- aði og samanlagður fréttamannask- ari gjörvallrar Evrópu fylgdist spenntur með. En skyndilega hljóp snurða á þráðinn. Þrátt fyrir að Dan- inn sæti sem fastast deildu nú fram- kvæmdastjórnarmennirnir tveir um hinn lausa stóllinn! Hvorugur vildi gefa eftir og þar með missa af hinum sögulegu atburðum. Hvað sem því leið hélt fréttamannafundurinn áfram. Þetta var enda undir lok leið- togafundar Evrópusambandsins í Kaupmannahöfn árið 1993. En áfram var bitist um stólana, þótt sú barátta væri ekki með jafn táknrænum hætti eftirleiðis. Tíu ár frá byltingunni Tíu ár eru liðin frá hinni friðsam- legu byltingu árið 1989. Þýskaland var sameinað og Mið- og Austur- Evrópa sneri til lýðræðis og mark- aðsbúskapar. En nokkur tími leið þar til Evrópusambandið (ESB) féllst loks á að eystri hluti álfunnar gæti „snúið aftur til Evrópu". Verð- ur brátt vikið að því. En áður en lengra er haldið skal þess getið að stækkun til austurs skiptist í tvennt. Það eru tvær hliðar á sama peningi: annars vegar viða- mikið umbótastarf innan ESB og á meðal ríkja þess; og hins vegar allt það uppbyggingarstarf, sem ríkin eilefu þurfa að takast á við, hvert og eitt. Þessi tvískipting kemur til dæmis fram í skýrslum fram- kvæmdastjórnarinnar til ráðherra- ráðs ESB. Þannig fjallar Agenda 2000 (Dagskrá 2000) sérstaklega um ESB, auk þess sem hvert og eitt ríki í Mið- og Austur-Evrópu er tekið fyrir og aðildarhæfni þeirra metin (,,Opinions“). Vendipunktur á Kaupmanna- hafnarfundinum Leiðtogafundur ESB í Kaup- mannahöfn á árinu 1993 festi í sessi þá hugmynd, að í senn væri mögu- legt og æskilegt að stækka ESB og dýpka eða auka samstarfið. Þremur EFTA-ríkjum, Svíþjóð, Finnlandi og Austurríki, var hleypt inn í ESB (1995). Með því var tryggt að þrjú allvel stæð ríki fengju aðild, en þau myndu einnig reynast öflugir stuðn- ingsmenn aðildar ríkja í Mið- og Austur-Evrópu. í kjölfar fundarins sóttu þau hvert á fætur öðru um að- ild: Tékkland og Slóvakía, Pólland, Ungverjaland, Rúmenía, Búlgaría, Slóvenía, Eistland, Lettland og Lit- háen. Við þennan hóp bætist Kýpur sem auðvitað er sér á báti. Skilyrði Kaupmannahafnarfund- arins fyrir aðild umræddra ríkja voru þrjú: hlutaðeigandi ríki þarf að vera lýðræðis- og réttarríki; aðhyll- ast mannréttindi og virðingu fyrir minnihlutahópum; markaðsbúskapur verður að vera fyrir hendi, sem og möguleikar til þess að standast sam- keppni innan ESB; hæfni til þess að standast þær kröfur sem aðild fylgja, svo sem markmið um sam- runa og samstarf á sviði stjómmála, efnahags- og gjaldeyrismála. Um síðustu áramót tók ESB upp nýjan gjaldmiðil, evruna. A meðan eru aðildarviðræður þegar hafnar. Þær byrjuðu síðastliðið vor og eru fímm ríki í Mið- og Austur-Evrópu svo að segja í fyrsta hópnum. Þau eru Pólland, Ungverjaland, Eistland, Tékkland, Slóvenía auk þess sem Kýpur er í þessum hópi. Því má bæta við að þau fimm ríki sem ekki eru í fyrsta hópnum geta unnið sér rétt til þess. Jafnframt er hafið að- lögunarferli sem miðar að því að öll ríkin ellefu geti lagað sig að lagaum- hverfí ESB. Formbinding samstarfsins Formbinding samstarfs ESB og ríkjanna ellefu eru svo kallaðir Evr- ópusamningar (Europe Agreem- ents), sem eru tvíhliða samningar ESB og einstakra ríkja í Mið- og Austur-Evrópu. Þeir miða að því að koma á fríverslunarsvæði, þar sem er bættur aðgangur fyrir landbúnað- arvörur, fríverslun með ýmiss konar þjónustu, sameiginlegar reglur um stofnun og rekstur fyrirtækja, sam- eiginlegar reglur um útboð, eða al- tént jöfnun á samkeppnisstöðu. Einnig skal getið PHARE-styrktar- kerfis ESB til handa ríkjum í Mið- og Austur-Evrópu. Auk Evrópusamninganna og PHARE er þegar hafin kerfisbundin skoðun (svokölluð „screening") á þeim lögum og lagagreinum (,,acquis“) sem ríkin ellefu þurfa að taka upp en þær hlaupa á 80,000 síð- um. Reglubundnir fundir eru haldnir milli leiðtoga og ráðherra ESB og Mið- og Austur-Evrópuríkja (póli- tískt samráð). Með þeim er ætlunin að auka upplýsingaflæði og flýta að- löguninni. I því skyni að efla milli- ríkjaverslun milli „umsóknarríkj- anna“ hefur ESB beitt sér fyrir frí- verslunarsvæði milli ríkjanna í Mið- og Austur- Evrópu (CEFTA). Ríkjandi viðkvæði er að sjái „um- sóknarríkin" fram á aðild, efli það óhjákvæmilega umbætur og upp- byggingu í löndunum ellefu. Sameiginlega landbúnaðar- stefnan Þrenns konar stuðning má hugsa sér til handa Mið- og Austur-Evrópu hvað varðar landbúnað: opnun mark- aða ESB fyrir landbúnaðarvörum, ýmis konar tæknilegan stuðning við landbúnað, og stuðning við „infrastrúktúr" í landbúnaði og í sveitum. Altént hið síðastnefnda var mjög vanrækt á tímum kommúnism- ans og verður líklega fyrst og fremst bætt af ríkjunum sjálfum. Að því er varðar fyrstnefnda atrið- ið, opnun markaða ESB, þá mætti vel ná stórtækum árangri enda hefur ESB iðulega haft hagstæðan við- skiptajöfnuð gagnvart svæðinu. Hið næsta, ýmiskonar tæknilegur stuðn- ingur, lýtur að því að koma á fót þjónustu og fjármögnun til handa landbúnaði. Agenda 2000 gerir ráð fyrir nokkrum styrkjum og stuðningi til landbúnaðar í Mið- og Austur-Evr- ópu talið frá árinu 2000. Ekki er gert ráð fyrir því að nú þegar verði opnað fyrir frjáls viðskipti á þessu sviði. Enn má nefna að á þessu ári hefjast nýjar viðræður innan ramma Al- þjóðaviðskiptastofnunnarinnar (WTO). Þær munu hafa afgerandi af- leiðingar fyrir stefnu ESB í landbún- aðarmálum og viðskiptin við Mið- og Austur-Evrópu. Sameiginlegur fjárhagur og þróunarsjóðurinn Samkvæmt bókinni „Recreating Europe" (höf: Alan Mayhew) má ef- ast um að fjárlög ESB verði til trafala í stækkunarferlinu, þótt um- bóta sé þörf. En um leið má segja að ekki er hægt að færa núverandi kerfí styrkja og fjárveitinga yfir á ný að- ildarríki. Slíkt yrði sambandinu gjör- samlega ofviða og stendur reyndar ekki til. Efri mörk þeirrar upphæðar sem rennur beint í sjóði ESB (eigin tekjulindir sambandsins) hafa verið bundin við 1,27% af vergri lands- framleiðslu ESB, á tímabilinu 2000- 2006. Hér skal annars látið nægja að nefna þrenns konar átakalínur um fjárlögin: Átök gætu komið upp á milli núverandi og væntanlegra að- ildarríkja, milli ríkra og fátækra að- ildarríkja, og milli stórra og smárra ríkja. Óþarfi er að geta þess, að ríki í Mið- og Austur-Evrópu hafa afar mikla hagsmuni tengda því hve há fjárlögin eru og verða. Þróunar- og uppbyggingarsjóðir (byggðasjóðir) ESB hafa allnokkuð verið í fréttum nýverið. Ný aðildar- ríki þurfa að geta tekið við styrkjum og vera fær um að nota þá með skyn- samlegum hætti. Til þess að þetta geti orðið þurfa ný aðildarríki að sýna aðhald í ríkisfjármálum og - verða ríkari. Hitt atriðið, sem skiptir máli, er að vinna þarf bug á andstöðu þeirra svæða innan ESB sem nú þegar fá styrki, en þá þarf hægt og bítandi að minnka. Samið var um umbætur á land- búnaðarkerfinu, þróunar- og upp- byggingarsjóðunum og fjárlögum ESB á sérstökum leiðtogafundi í Berlín í marsmánuði sl. Stofnanir ESB Ekki tókst að leysa vandkvæði er lúta að stofnanaramma ESB í Am- sterdam-samningnum frá árinu 1997. Til þess þarf nýja ríkjaráðstefnu í byrjun næstu aldar, líklega strax árið i 2001. Bent hefur verið á að ríki í Mið- og Austur-Evrópu hafí hag af dýpk- un samstarfsins, en lítið gagn af aðild að útvötnuðu samstarfi innan ESB í anda fríverslunarsvæðis. Hinn svokallaði sveigjanlegi sam- runi er lykilorð í frekari þróun ESB. Sveigjanlegur samruni felur í sér að hægt er að dýpka og stækka ESB jöfnum höndum: myndaður eru einn eða fleiri hópar ríkja sem dýpka sam- g vinnu sína, en hver hópur vinnur eftir ( eigin tímaáætlun; ríki geta bætt frammistöðu sína og þar með unnið sér rétt til þátttöku í einum eða fleiri hópum. En alltaf verða ákveðnir hlutar samrunans öllum ríkjunum sameiginlegir. Með öðrum orðum: stefnt er að því að virkja ýmist sem flest aðildarríki eða á hinn bóginn öfl- ugustu aðildarríkin tii þátttöku. Myntbandalag Evrópu (EMU) og Vestur-Evrópusambandið (VES) hafa hér einna mest vægi, auk innri markaðarins og reglna sem honum tengjast. Lögreglumál og dómsmál: innanríkismál Hér hefur ekki verið minnst á hið svokallaða fjórfrelsi. Þess má geta að Mið- og Austur-Evrópuríki hafa ekki sótt um aðild að Evrópska efna- hagssvæðinu (EES), eins og þeim ber að gera. En fjórfrelsið mun verða erfitt í stækkunarferlinu er jj víkur að frjálsu flæði vinnuafls. Snertir þetta atriði þann þátt sam- starfsins sem snýr að innanríkismál- um, þ.e. dóms- og lögreglumálum. Ljóst er að ekki verður hægt að samþykkja óheft flæði vinnuafls frá Mið- og Austur-Evrópu. Þá skiptir engu þótt hagræn rök séu fyrir því að leyfa frjálst flæði, það er ef litið er til nokkuð lengri tíma, en ekki skamms. Undir þessum málaflokkum inn- anríkismála eru líka önnur mikilvæg 1 atriði, svo sem barátta gegn skipu- lagðri glæpastarfsemi; ólöglegum innflytjendum eða mansali; eitur- lyfjadreifingu; og sölu á geislavirk- um efnum. I þessu skyni er nauðsyn- legt að setja upp tímabundnar und- anþágur og reynslutímabil. Gildir raunar hið sama um önnur atriði í samningum milli ESB og Mið- og Austur-Evrópu, svo sem landbúnað- arkaflann. í stuttu máli sagt þá snýst stækk- unin um annað hvort, að flytja út stöðugleika eða flytja inn óstöðug- leika! „Ostpolitik“ hin nýja Enn einn málaflokkur sem mætti nefna eru umhverfismál, sem sann- arlega eru í miklum ólestri í austur- hluta álfunnar. Ef til vill eru um- hverfismál dýrasti einstaki mála; flokkurinn í stækkunarferlinu. I þessum málaflokki verður að veita tímabundnar undanþágur frá reglum ESB. Ljóst er að mjög langan tíma mun taka að staðfesta og framfylgja öllum reglum ESB í umhverfismál- um í Mið- og Austur-Evrópu. Hér hefur verið fjallað nokkrum orðum um „opnun“ og „endursköp- un“ ESB. Þar með er snúið baki við þeirri skiptingu Evrópu sem Jalta- fundurinn staðfesti eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Hefur þessu verkefni með réttu verið líkt við sjálfa stofnun Efnahagsbandalags Evrópu með Rómarsáttmálanum ár- ið 1957. Óhætt er að segja að ESB bíði gríðarlegt starf. En flestir munu vilja meina að aðalstarfið þurfi að vera unnið af ríkjum Mið- og Austur- Evrópu. I þessu liggur auðvitað mót- sögn sem ekki verður reynt að glíma við hér. Það virðist gert ráð fyrir því að fimm ríki fái inngöngu í fyrstu lotu; Pólland, Tékkland, Ungverjaland, Slóvenía og Eistland. En Kýpur er frávik sem þarf að afgreiða sérstak- lega. Altént einhver þessara fimm gætu fengið inngöngu á árabilinu 2003-2005. í heild tekur stækkunar- ferlið lengri tíma eða kannski um það bil fimmtán ár. Þá væri líklega ný ríkjaráðstefna ESB að baki og búið að veita ríkjunum fimm reynslutímabil á vissum sviðum eins og alltaf er gert við ný aðildarríki. Höfundur hefur skrifað MA-ritgerð undir heitinu „Deepening Versus Widening: German Perceptions of the EU’s Eastern Enlargement". ——r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.