Morgunblaðið - 18.07.1999, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 18.07.1999, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1999 1£ ÍÞRÓTTIR Getur einhver knattspyrnumaður verið 3,7 milljarða króna virði? Christian Vieri varð á dögunum dýrasti knattspyrnumaður sögunnar er Intern- azionale frá Mílanó keypti hann á 90 milljarða líra eða 3,7 milljarða ís- lenskra króna frá Lazio. Einar Logi Vignisson komst að því að kaupin hafa vakið mikla athygli og deilur á Italíu enda upphæðin óheyrilega há og sá Páfagarður efni til að senda út sér- staka fréttatilkynn- ingu þar sem upp- hæðin var sögð „móðgun við fátækt fólk“. CHRISTIAN Vieri hefur átt í erfiðleikum með að festa rætur hjá einu ákveðnu liði. Hann er stöðugt á flakki. Reuters Fáráður kaupir fláráðan! Hálfpartinn er hlegið að Moratti oft á tíðum í ítölskum fjölmiðlum og segja sumir að hann hafi viljað reka af sér slyðruorðið með kaup- unum á Vieri, aðrir segja að þetta sé rándýrt flipp og spyrja sig hversu lengi hinn óværi Vieri uni sér í herbúðum Inter. Þar hittir hann fyrir þjálfarann Marcello Lippi sem Vieri segist bera mikla virðingu fyrir og hlakka til að starfa með. Sami Lippi lét Vieri fara frá Juventus fyrir tveimur leiktíðum við mikið harmakvein þess síðarnefnda sem sagðist aldrei vilja vita neitt af þessum mönnum hjá Juve meir! Spenn- andi verður að fylgjast með þróun mála hjá Inter með kraftakallinn Vieri innanborðs á næstunni og víst er að ekki verður nein logn- molla á þeim bænum. Margir knattspyrnumenn og þjálfarar hafa hinsvegar varið þessa fjárfestingu Inter og sagt hana í fullu samræmi við þróunina í alþjóðlegri knattspyrnu - það verði hreinlega að verðleggja þá allra bestu umtalsvert hærra en leik- menn í næsta gæðaflokki neðar. Vieri hefur í nokkur ár verið talinn einn allra besti framherjinn í bolt- anum en hvað er það sem veldur því að Inter reiddi fram svo mikið fé fyrir þjónustu hans? Með njálg í rassinum Sagt er að Vieri sé svo ör maður að hann sé eins og hann sé með njálg í rassinum innan vallar sem utan. A leikvellinum hefur iðandi vinnusemi hans skilað honum mun lengra en framherjum sem eru svipaðir að stærð og hann - yfir- leitt þurfa þessir risar að hvíla sig reglulega en yfirferð Vieri er með ólíkindum. Utan vallar endurspegl- ast óróleikinn í því að Vieri unar sjaldnast lengi á sama stað og hef- ur t.a.m. aldrei leikið lengur en eina leiktíð með sama félagi eftir að hann náði tvítugu. Þessi öru fé- lagaskipti hafa orðið til þess að Vi- eri er ekki álitinn mjög áreiðanleg- ur og af andstæðingum oft upp- nefndur „málaliðinn". En Vieri hefur svarað þessum óvildarrödd- um með framúrskarandi leik með öllum þeim félögum sem hann hef- ur leikið með og verið ótrúlega íljótur að aðlagast nýjum aðstæð- um. Hann er fæddur í Bologna 12. júlí 1973 og varð því 26 ára á dög- unum. Faðir hans, Bob, var góður knattspyrnumaður sem lék á sín- um tíma með Juventus, Bologna og Sampdoria. Vieri hóf að leika með Prato í 3. deild en 18 ára komst hann á mála hjá Torino þar sem hann dvaldi í 3 leiktíðir en fékk fá tækifæri. Hann ákvað því að færa sig niður um deild og lék í 3 leiktíð- ir í 2. deild hjá Pisa, Ravenna og Venezia áður en Atalanta keypti hann 1995. Þar blómstraði hann og vakti athygli stórliðs Juventus sem keypti hann fyrir talsverða upp- hæð. Menn áttu engu síður ekki von á því að Vieri léki mikið því fyrir voru sterkir framherjar, þeir Alen Boksic, Del Piero og Michele Padovano en meiðsli þessara manna urðu til þess að Vieri og annar ungur leikmaður, Nicola Amoruso, mynduðu sóknardúett Juve lungann úr tímabilinu en liðið varð Italíumeistari, meistari meist- aranna í Evrópu og heimsmeistari félagsliða það árið. Þrátt fyrir góðan leik Vieri ákvað Juve um sumarið að taka gylliboði Atletico de Madrid upp á 1,5 milljarða og lék Vieri næstu leiktíð á Spáni þar sem hann vann það fáheyrða afrek að skora 24 mörk í jafnmörgum leikjum. Hann var ekki ánægður með dvölina í Madrid og vildi komast heim til Ítalíu á ný. Öll stóru liðin (fyrir ut- an Juve) börðust um þjónustu hans en Lazio bauð best og reiddi fram rúma 2 milljarða króna. Vieri kom til liðsins er nokkrar umferðir voru búnar af tímabilinu og skerpti strax sóknai-leik liðsins til muna. Hann var hinsvegar óheppinn með meiðsli og munaði um minna fyrir Lazio því liðið tapaði fjölda stiga er Vieri naut ekki við. Með hliðsjón af hversu mikilvægur hann var liðinu sl. tímabil kom það því eins og þruma úr heiðskíru lofti er fréttist að hann væri á leið til Inter, jafn- vel þótt fyrir metfé væri enda Lazio ekki hingað til þekkt fyrir að vera á flæðiskeri statt í lírum talið. Örvænting hjá Moratti? Fyrir utan hina háu upphæð sem Inter greiddi fyrir Vieri er margt sem vekur athygli við kaup- in. Fyrir það fyrsta er einkenni- legt að Lazio skyldi láta hann fara. Það kom reyndar Vieri sjálfum ekki á óvart, hann sagði í opinskáu viðtali að Sergio Cragnotti, eig- andi Lazio, hefði aldrei talað við sig árið sem hann dvaldi hjá félag- inu og Cragnotti hefði hagnast gríðarlega persónulega á sölunni. I öðru lagi þykir Massimo Moratti, forseti Inter, vera að taka mikla áhættu með kaupunum. Fáir efast reyndar um að Vieri muni ekki standa sig með Inter en upphæðin sé svo há að hún eigi eftir að hafa mikil áhrif á markaðinn í heild sinni auk þess sem laun Vieri muni vekja öfund annarra liðsmanna Inter, jafnvel sjálfs Ronaldo. „Hann er sá besti og er ennþá „il fenomeno“ (fyrirbærið, gælunefni Ronaldos á Ítalíu) hvað sem veld- ur allri umræðu um mig“ segir Vi- eri um hinn nýja félaga sinn. Margir vilja einmitt meina að Moratti sé einmitt að kaupa Vieri til að létta pressunni á Ronaldo, hann sé búinn að gefast upp á að láta létta framherja eins og Baggio og Djoraeff leika við hlið hans og vilji fá kraftmeiri meðspil- arara til að dreifa athygli varnar- manna andstæðinganna. Moratti er undir mikilli pressu, hann sagði t.a.m. af sér eftir lélega frammi- stöðu liðsins síðustu leiktíð en sit- ur þó enn í stólnum og ekki er fyllilega ljóst hversu lengi hann situr áfram. Leikmannakaup hans hafa þótt vægast sagt einkennileg undanfarin ár og ekki þykja þeir 14 leikmenn sem hann hefur keypt í sumar allir líklegir til afreka. ö bo c --------mnm---------------\ opna Brimborgarmótið á Bárarvelli við Qrundarfjörð laugardaginn 24. júlí nk. Mótið hefst kl. 10 Veelee verðlaun í boði Skráning hjá Friðrik í símum 438 6710 og 893 4188 GOLFKLUBBURINN VESTARR GRUNDARFIRÐI i_y (j OLF* uðw S«nmd»to M,1 full búð al níium C “» golfvörum á vortdboði *,„,**?» 'mk> Dn»er m. geaííl sk.fn - ‘ 48.000,- iiiactikeao^ - 3 tré + 9 járn + putter P ^Sðmeðgrafitsköftum ORUMAR trékylfur m. grafit skafu _ TaylorMade tré, u n <*** ..... Sterkar golfkerr"r.(áðaUernkIður kr. l’800,-) .999,- pútterar (Takmarkað 99o,- Top Flite boltar (1 - inftun 5.650,- Styl- ío'^-’rf'öo* yatnsheldir U-50».- Stylo regngolfgallar. fou/ 25,- Notaðir boltar (Verð fra • bollar Golfvallarvörur frá Patusson s.s. flogg, stang ,.^ 5« U02.GSM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.