Morgunblaðið - 18.07.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.07.1999, Blaðsíða 20
mmwÉLWtö 20 SUNNUDAGUR Í8,AÚLÍ 1999 v 1 —... ........ ........ Hárstofan Ármúla 30 býður Guðborgu Ingu velkomna til starfa. Tímapantanir í síma 588 2770 Reykj avíkurfiorg Borgarverkfrœðingur Byggingarréttur fyrir einbýlishús Leitað er eftir kauptilboðum í byggingarrétt á eftirtöldum lóðum: a) Logafold 60 - byggingarréttur fyrir einbýlishús með aukaíbúð á 686 ferm. lóð. b) Blesugróf 23 - byggingarréttur fyrir einbýlishús á 639 ferm. lóð. c) Jöldugróf 5 - byggingarréttur fyrir einbýlishús á 571 ferm. lóð. d) Bleikargróf 11 - byggingarréttur fyrir einbýlis- hús á 593 ferm. lóð. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu borgar- verkfræðings, Skúlatúni 2, 3. hæð, sími 563 2300. Þar fást einnig afhent gögn sem varða lóðirnar, svo sem skipulagsskilmálar, uppdrættir og söluskilmálar. Tilboðum skal skila til skrifstofustjóra borgar- verkfræðings í síðasta lagi föstudaginn 23. júlí nk. kl. 16:00. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. LISTIR Frjósemin mögnuð LEIKLIST Leikskólinn Leikhiís ÖRLAGAEGGIN Leikgerð gerði Bergur Þór Ingólfs- son eftir skáldsögu Mikhails Búlga- kovs. íslensk þýðing: Ingibjörg Har- aldsdóttir. Leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson. Leikarar: Ilraur Krist- , jánsdóttir, Ólafur Steinn Ingunjaar- son, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Erla Björg Gunnarsdóttir, Hlynur Páll Pálsson, Esther Talía Casey, Sól- veig Guðmundsdóttir, Sverrir Þór Sverrisson, Stefán Hallur Stefánsson. Hönnun leikmyndar: Bergur Þór Ing- ólfsson. Búningar: Hugrún Árnadótt- ir. Förðun og hárgreiðsla: Eva Vala Guðjónsdóttir. Höfundur frumsam- innar tónlistar: Steini Plastic. Ljósa- hönnun: Stefán Hallur Stefánsson. Sýningarsljóri og sviðskona: Halla Ólafsdóttir. Möguleikhúsið við Hlemm 16. júlí. Á FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ var frumsýnt í litlu leikhúsi við Ægis- götuna leikgerð Bergs Þórs Ing- ólfssonar af hinni stuttu og smellnu skáldsögu Búlgakovs, Örlagaeggin, sem kom út í íslenskri þýðingu Ingibjargar Haraldsdóttur fyrir tíu árum. Hópurinn sem stendur að sýningunni kallar sig Leikskólann og er hér um að ræða starfsemi nokkurra ungra áhugamanna um leiklist sem tóku sig saman fyrir tveimur árum og hófu að iðka leik- list af þeirri elju, gleði og frum- leika sem einkennir slíkt grasrót- arstarf þegar best tekst til. Hópur- inn hefur fengið reynt leikhúsfólk til samstarfs við sig og er þessi sýning önnur í röðinni, en í fyrra setti hann upp Sumargesti eftir Maxim Gorki. Sagan af örlagaeggjunum segir frá Persikov, prófessor í dýrafræði, sem fyrir tilvUjun uppgötvar Ijós- geisla sem magnar líf með undra- verðum hætti. Prófessorinn og upp- götvun hans verður leiksoppur í miklum fjölmiðladansi og ábyrgðar- lausu samsæri óábyrgra manna sem á endanum leiðir til ófyrirsjáan- legra hörmunga fyrir samfélagið. Sagan er bráðfyndin og hefur ýms- ar allegórískar skírskotanir en einnig má vel má njóta hennar án allra táknrænna útskýringa og út- legginga. Bergur Pór Ingólfsson, höfundur leikgerðar, leikmyndar og leikstjóri sýningarinnar, leyfir sér talsvert frelsi í vinnu sinni með söguna, til að mynda breytir hann kyni á per- sónum sögunnar eftir sínu höfði og kemur sá viðsnúningur hefðar bara skemmtilega út. I heild er leikgerð- in vel gerð og sniðuglega útfærð og kemst meginþráður sögunnar vel til skila í sýningunni. Öll sýningin einkennist af þeirri grósku sem oft er aðalsmerki frjósams grasrótarstarfs. Leik- myndin er skemmtilega útfærð, búninga- og ljósahönnun ágæt og tónlist og leikhijóð setja sterkan svip á heildaruppfærsluna. Leikar- amir standa sig margir með prýði og áreiðanlega leynast í hópnum nokkrir sem eiga eftir að láta að sér kveða í íslensku leikhússtarfi í framtíðinni - enda munu nokkm- þeirra vera að hefja leiklistai'nám með haustinu. Ilmur Kristjánsdóttir vakti sér- staka athygli í hlutverki prófessors Persikovu. Hún lék á öguðum, lág- stemmdum nótum og átti kostulega takta, til dæmis í „fjölmiðladansin- um“. Stefán Hallur Stefánsson var einnig mjög fínn í hlutverki Alex- anders Rokk og túlkaði hann vel bæði ábyrgðarlausa framafíkn per- sónunnar svo og örvæntingu hennar þegar „vísindastarf1 hans fer úr böndunum. Þá átti hann frábæra takta í „fiðluleiknum". Þær Sólveig Guðmundsdóttir og Esther Talía Casey voru aðsópsmiklar í hlutverki lögreglukvennaparsins sem vísaði írónískt til kunnuglegra karlapai-a kvikmyndanna með n.k. „Thelmu og Louise-ívafi“. Maríanna Clara Lúthersdóttir lék vel á móti Ilmi sem aðstoðarmaður prófessorsins og einnig sýndi hún mjög góðan leik í hlutverki frú Rokk. Erla Björg Gunnarsdóttir var frekjuleg og að- gangshörð fjölmiðlafígúra og þeir Hlynur Páll Pálsson, Sverrir Þór Sverrisson og Ólafur Steinn Ing- unnarson unnu vel úr sínum hlut- verkum. Þetta er áhugaleikhús eins og það gerist best, einkennist af leikgleði, krafti og frumleika - og á bestu stundunum hefur hópurinn sig yfir stimpilinn áhugaleikhús með eftir- tektarverðum hætti. Soffía Auður Birgisdóttir Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík. KASTARAR í MIKLU ÚRVALI FRAMTIÐIN ER BJÖRT með LIVAL-kösturum og NA-kastarabrautum. Kynnið ykkur verð og gæði! SMITH & NORLAND Nóatuni 4 105 Reykjavík Sími 520 3000 www.sminor.is »LIV«L N0A SUMARTILBOÐ Rauðarárstíg 16, sími 561 0120. LITLI óperukórinn frá Danmörku. Finnskur djasskvintett í Norræna húsinu Félagar úr óperukór Konunglega leik- hússins i Kaupmannahöfn Tónleikar í Hafnarborg DANSKI leikhúskórinn „Det lille operakor" frá Danmörku hefur tónleikaferð sína um ís- land með tónleikum í menning- arhúsinu Hafnarborg miðviku- daginn 21. júlí kl. 20.30. Danskir söngvar ráða mestu í fyrri hluta tónleikanna. Þeir eru eftir Niels W. Gade, P.E. Lange- Miiller, C.E.F. Weyse, P. Heise og Carl Nielsen. í seinni hluta tónleikanna eru kaflar úr þekkt- um óperum sem lýkur með Negro Spirituals. I „Det lille operakor“ eru ein- ungis atvinnusöngvarar sem eru annaðhvort einsöngvarar við Konunglega leikhúsið eða syngja í Operukómum. Stjómandi kórsins og pianó- leikari er Adam Faber sem lauk námi við Konunglega danska tónlistarháskólann. Hann var kórsöngmeistari við „Malmö Musikteater“ árið 1995-97 en hefúr frá árinu 1990 verið óp- eraæfingastjóri við Konunglega leikliúsið. Auk tónleika Litla ópemkórs- ins í Hafnarborg verða tónleikar í Stykkishólmi og Reykholti, þar sem kórinn verður hluti af tón- listarhátíðinni og að Iokum á Sauðárkróki. FINNSKI djasskvintettinn Mr. Fonebone heldur tónleika í Norræna húsinu miðvikudaginn 21. júlí kl. 21. Djasskvintettinn Mr. Fonebone var stofnaður 1994 af Antti Rissanen (Mr. Bone) og Mikko Innanen (Mr. Fone), og sama ár var geisladiskur „Sounds in the Snow“ með Mr. Fonebone gefinn út á vegum Sibelí- usar-akademíunnar. Disknum var vel tekið og kvintettinn vann sér strax sess í finnsku djasstónlistarlífi. Mr. Fonebone sendi frá sér fyrsta geisladiskinn „Mr. Fonebone“ árið 1997 og vakti hann einnig athyglj tónlistarmanna og gagnrýnenda. í kvintettinum eru auk Antti, Mikko Innanen, sem leikur á saxófon, Kari Ikonen leikur á píanó, Tuure Koski leikur á bassa og trommuleikari er Teppo Mákynen. Tónlistin sem kvintettinn fiytur er aðallega eigin tónsmíðar sem sækir þætti úr tónlist allt frá upphafi ald- arinnar til dagsins í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.