Morgunblaðið - 18.07.1999, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.07.1999, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1999 23 rannsókna og þjónustu. Auk skól- ans hér eru það Bændaskólinn að Hólum og Garðyrkjuskóli ríkisins að Reykjum, einnig Rannsókna- stofnun landbúnaðarins, Skógrækt ríkisins, Landgræðslan, Rann- sóknastöðin á Mógilsá, embætti yf- irdýralæknis og svo frv. Eg tel að háskólinn hér á Hvanneyri fái það hlutverk að tengja þessa þætti sam- an, byggja brýr á milli fræðasvið- anna. Það er ekki hægt að reka há- skóla nema með lifandi rannsókna- Istarfi og landbúnaður á Islandi er svo lítil eining í atvinnulífinu sem heild að menn verða að vinna náið saman. Þetta verður eitt af hlut- verkunum sem við fáum með nýja nafninu, að veita þessu samstarfi forystu. Búum sem framleiða mat fækkar stöðugt en einingunum sem gera eitthvað annað, nýta landið með öðrum hætti, fjölgar. Og við lítum svo á að okkur beri samkvæmt nýju lögunum skylda til að hugsa líka til þeirra sem nota landið með öðrum hætti en til matvælaframleiðslu. Ef bóndi sem er í ferðaþjónustu nýtir ekki landið af fagþekkingu misbýð- ur hann því. Bændur eru helstu vörslumenn landsins og þar sem landið er nýtt sem auðlind er verið að stunda landbúnað. Bændur verða að fá að nýta sér alla tækni- þróun og við getum ekki sagt við þá að þeir skuli vera svo og svo marg- ir.“ Magnús er spurður hvaða kostir og gallar fylgi því að skólinn er und- ir landbúnaðarráðuneytinu en ekki menntamálaráðuneytinu eins og aðrar opinberar menntastofnanir landsmanna. „Námið á sviði landbúnaðarins hefur alltaf tilheyrt fagráðuneytinu og skólinn var talinn vera svo ná- tengdur rannsóknasviði landbúnað- arins. í áliti landbúnaðamefndar Isem fjallaði um nýju búnaðar- fræðslulögin kom fram að hún vildi ekki stöðva málið vegna ágreinings um þetta atriði en lagði til að það yrði tekið til skoðunar og það skil égmjögvel. Kostimir við þessa tilhögun em fyrst og fremst þeir að á þennan hátt emm við mjög nátengd verk- efninu sem okkur er falið, þar með talið hagnýtu rannsóknastarfi at- vinnuvegarins og leiðbeiningaþjón- ustunni. Við eram því hluti af heild- inni sem þjónar atvinnuveginum og eram með í öllum ráðum og nefnd- um sem að málunum koma. Okosturinn er kannski sá að sé ekki verið á varðbergi er hætt við að námið getið verið eins konar blindgata. Þetta á sérstaklega við um starfsmenntunamámið á fram- haldsskólastigi. Það er sémám og framhaldsskólar landsins hafa það dálítið á valdi sínu, hver og einn, hvernig þeir meta og viðurkenna okkar nám. Það er ekki skylda að það skuli metið eftir ákveðnum reglum. Það gæti því farið svo að við yrðum einangrað í menntakerf- inu, að umræður og framfarir í kennslufræðum og allri uppbygg- ingu menntamála færa dálítið fram hjá okkur. Þó er reynt að girða fyrir þetta með ýmsum hætti. Menntamála- ráðuneytið á fulltrúa í háskólaráði og þar að auki í svokölluðu bú- fræðsluráði sem er samráðsvett- vangur þeirra sem vinna að fræðslumálum bænda og er ráð- herra landbúnaðarmála til leiðsagn- ar. I nýju lögunum era ákvæði sem era mjög áþekk þeim sem era í lög- um um aðra háskóla á Islandi. Til dæmis er sagt í annarri grein að skólinn skuli vera byggður upp í samræmi við lög um framhaldsskóla frá 1996 og háskólalögin frá 1997. Starfið skuli samhæft áfanga- og einingakerfi framhalds- og háskóla- kerfisins og skilgreiningar era allar samræmdar." Magnús segir að í Svíþjóð sé landbúnaðarháskólinn undir land- búnaðarráðuneytinu, í Noregi hafi hann verið verið færður undir menntamálaráðuneytið fyrir nokkr- um áram. Þessi mál séu víða í gerj- un. Atvinnuvegir og akademia Bent hefur verið á að hefðbundn- ar greinar eins og mjólkurfram- leiðsla og sauðfjárrækt séu frá fomu fari mestu ráðandi innan sam- taka bænda. Yrði nýi háskólinn nær því að vera frjáls og sjálfstæð aka- demía í rannsóknum og öðru starfi ef hann yrði í minni skipulags- tengslum við atvinnuveginn og beina hagsmuni hans? „Sumir halda því fram að þessi tengsl valdi því að verkefnavalið hliðrist svolítið í þá átt að það verði hagstætt atvinnuveginum eins og hann sé núna. Það er augljóst að sé háskóli atvinnuvegatengdur felur það í sér ákveðna árekstrahættu. Atvinnulífið vill fá fólk með það sem ég vil kalla „hér og nú“-menntun, hagnýta menntun sem skilar sér strax og leysir vanda atvinnuvegar- ins eins og þau blasa við núna. En eigi háskólanám að bera árangur sem skilar sér í framtíðinni þarf það að hafa mjög alþjóðlega skírskotun og hún þarf að vera á vissan hátt tímalaus. Háskólanám er fyrst og fremst aðferðafræðikennsla, þar lærir fólk vinnubrögð. Ef við föllum í þá gryfju að gleyma þessu verður þetta lélegur háskóli. Við reynum að stuðla markvisst að því að kennd verði hér góð vinnubrögð og byggjum meðal annars upp sam- starf við erlenda háskóla í því skyni svo að nemendur okkar komist þar í framhaldsnám. Við eigum aðild að norrænu samstarfi sem nefnist Nova-háskólinn, það er samvinna allra landbúnaðarháskóla og dýra- læknaháskóla á Norðurlöndum. Þar geta nemendur héðan fengið aðgang að meistara- og doktors- námi og við eram að undirbúa sams konar samninga við háskóla í Kanada. Nemendum okkar hefur gengið vel erlendis og ég held að við getum ekki þjónað atvinnuveginum vel nema við menntum fólk sem getur aðstoðað hann við að bregðast við nýju og nú óþekktu áreiti morgun- dagsins," segir Magnús B. Jónsson, rektor landbúnaðarháskólans á Hvanneyri. LINDA Gjorlihagen, einn af starfsmönnum á rannsóknarstofu skólans, við vinnu sína. Stundaðar eru ýmsar rannsóknir á staðnum og gerðar tilraun- ir með nýjar vélar og tæki. Hefúr sú reynsla komið sér vel fyrir bændur. fulltrúum. Auk rektors, sem er sjálfkjörinn forseti þess, eru þar tveir fulltrúar kennara, kosnir af starfsmönnum, einn fulltrúi nemenda, einn fulltrúi landbúnaðarráðuneytisins, einn frá menntamálaráðuneytinu og loks kýs Búnaðarþing einn full- trúa sem er Ari Teitsson, for- maður Bændasamtakanna. Haustvörurnar streyma inn Láttu ekki happ úr hendi sleppa Enn eru til sumarvörur á tilboði Jakkar Buxur Bolir Pils Blússur frá 3.000 frá 1.690 frá 990 frá 1.900 frá 1.990 Nýbýlavegi 12, Kóp. Sími 554 4433 SIWAMAT XL hefur l'itið dagsins Ijós eftir þriggja ára þróunarstarf færustu hönnuða og verkfræðinga Siemens. Útkoman er ein alskemmtilegasta og besta þvottavél sem framleidd hefur verið. Komið og kynnist þessari frábæru þvottavél að eigin raun. Á frábæru kynningarverði. SMITH & NORLAND Nóatúni 4 105 Reykjavík Sími 520 3000 www.sminor.is Umboðsmenn um land allt. Borðofn með hellum > Tvær hellur > Undir- og yfirhiti + grill > Tímastillir > HxBxD 33,5x58x39 >► Áður kr.ibkiHHl St9r- kr- JHi i Brauðrist electronic > Hitnar ekki að utan > Mylsnubakki >► Afþíðing >► Þriqqja ára ábyrqð > Áður kr. --- 3.190 Stgr. kr. Suðurlandsbraut 16 • 108 Rvk • Sími 5880500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.