Morgunblaðið - 18.07.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 18.07.1999, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Nærföt vinsælust á fslandi Nærföt eru vinsælasta varan á ís- landi og segir Eygló að kannanir hafi sýnt að hlutfallslega sé meira keypt af nærfötum hér en hjá Freemans póstverslunum annars staðar í heiminum. Að hennar sögn liggur styrkur Freemans ekki síst í því að fötin eru fáanleg í svo mörgum stærðum. „Það hefur verið gífurleg söluaukn- ing í minnstu stærðunum, svokölluð- um „petite" stærðum, undanfarin ár. Astæðan fyrir því er meðal annars fjölgun útlendinga og nýbúa sem margir hverjir eru mun smágerðari en hinn íslenski meðalmaður. Eg hef heyrt frá konum sem segjast varla fá á sig föt hér á landi nema í barna- fataverslunum og kaupa því fatnað sinn nær eingöngu í gegnum póst- verslanir." Hún segir að einnig sé mikið pant- að af stórum númerum sem að sama skapi hafa einungis verið fáanleg í örfáum verslunum á landinu og tæki- færisfatnaður er sömuleiðis frekar vinsæll. „Svo er mikið keypt af bað- fötum og konur hafa verið mjög ánægðar með að hægt er að kaupa buxur og brjóstahaldarahvort í sínu lagi, í sitthvoru númerinu eða jafnvel hvort af sinni gerðinni,“ segir Eygló. Endurskipulagning á Freemans Lárus Olafsson var stofnandi fyr- irtækisins hér á landi en núverandi eigandi, Reynir Þórðarson, kom inn í reksturinn fyrir 1 1/2 ári. Að sögn Eyglóar urðu töluverðar breytingar á fyrirtækinu í kjölfar eigenda- skiptanna og var rekstur fyrirtæk- isins aðlagaður enn frekar að starfsháttum Freemans annars staðar í heiminum. Ákvörðun var tekin um að leggja höfuðáherslu á Freemans sem póstverslun og var því verslun fyrirtækisins lokað. „Verslunin þjónaði meðal annars því hlutverki að þangað gat fólk komið og keypt vöru sem hafði ver- ið skilað. Nú sendum við hins vegar allt sem skilað er til Bretlands og fáum þaðan nýja vöru að ósk við- skiptavinarins,“ segir Eygló. Jafn- framt segir hún að breytingarnar hafi haft mannaskipti í för með sér en nú eru fimm starfsmenn í fullu starfí hjá Freemans. Ráðning Eyglóar sem markaðs- stjóra var eitt af því nýja sem ráðist var í en ekki hafði áður starfað markaðsstjóri hjá fyrirtækinu. „Nýjar samkeppnisaðstæður kalla á nýjai’ markaðsaðferðir og er hlut- verk mitt meðal annars að þróa þær,“ segir Eygló. „Til þessa hefur ekki mikið verið unnið í markaðs- málum hjá fyrirtækinu en nú verður nokkur breyting þar á. Á næstunni er til að mynda fyrirhugað að senda út markpóst til virkra viðskiptavina okkar en einnig verða send út 6.000 eintök af nýja vörulistanum." Árlega eru gefnir út tveir vandað- ir vörulistar, um 700 síður hvor, sumarlisti og vetrarlisti. Auk þeirra eru gefnir út nokkrir minni listar sem eru jafnframt sérhæfðari. Nefna má sumarsérlistann, þar sem hægt er að kaupa það sem fólk þarfnast ef njóta á sumarsins, allt frá sólgleraugum til svefnpoka og einnig er gefinn út jólalisti. Eygló segir minni listana njóta sífellt meiri vinsælda og að áætlað sé að dreifa þeim í auknum mæli til viðskipta- vina hér á landi. Hátt gengi pundsins hefur ekki mikil áhrif á verslun Þegar Eygló er spurð að því hvort hátt gengi pundsins að und- anförnu hafi ekki slæm áhrif á verslunina segir hún svo ekki vera. „Þrátt fyrir að verðlagning hafi að sjálfsögðu áhrif, hafa kannanir sýnt að hérlendis virðist hún skipta minna máli en í öðrum löndum. Það má ef til vill rekja til þess að Freemans ákvarðar margföldunar- gengið í vörulistanum fyrirfram og breytist það ekki út gildistíma list- ans. Það er ákveðin áhætta fyrir fyrirtækið en skilar sér í því að við- skiptavinurinn veit að varan sem hann keypti fyrir tveimur mánuð- um kostar það sama í dag. Hins vegar hefur samanburður við tísku- vöruverslanir hér á landi sýnt okk- ur að við erum fyllilega samkeppn isfær bæði hvað varðar verð og gæði.“ VIÐSKffTI MVINNULÍF Á SUNNUDEGI ► Eygló Harðardóttir fæddist 12. desember 1972 í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti og nam listasögu, starfsmannastjórnun og viðskiptafræði í há- skóla í Stokkhólmi í þrjú ár. Einnig hefur hún stundað nám í viðskiptafræði við Háskóla íslands. Hún starfaði hjá Ráðning- arþjónustunni Nínukoti og síðar sem rekstrarstjóri hjá barna- fataversluniimi Krílinu. Hún hefur starfað sem markaðssljóri Freemans á íslandi síðan í mars síðastliðnum. Eygló er í sam- búð með Sigurði Einari Vilhelmssyni líffræðingi. Eftir Sigríði Dögg Auðunsdóttur óstverslun Freemans á ís- landi hefur starfað frá því 1978 og er þvl meðal elstu póstverslana landsins með aðsetur að Bæjarhrauni 14, Hafnar- firði. Fyrirtækið hér á íslandi er umboðsaðili vörulistans Freemans of London. Núverandi eigandi og framkvæmdastjóri er Reynir Þórð- arson. Þangað til nýverið var Freemans of London vörulistinn í eigu bresku Sears samsteypunnar. Snemma á þessu ári keypti fjárfestingafyrir- tækið January Investments Freem- ans of London og seidi það stuttu síðar. Kaupandinn var Otto Versand Gmb sem er stærsta fyrirtækið á sviði póstverslunar í heiminum. Eitt dótturfyrirtækja Otto Versand er Otto póstlistinn sem hefur jafnframt útibú hér á landi. Vegna markaðs- hlutdeildar Otto Versand í Evrópu eftir kaupin á Freemans fjallaði samkeppnisstofnun ESB um þau og samþykkti fyrir mánuði. Að sögn Eyglóar Harðardóttur, markaðsstjóra Freemans á Islandi, er enn ekki ljóst hvaða áhrif kaupin munu hafa á fyrirtækið hér á landi en Otto Versand hefur áður fjárfest í póstlistum sem reknir hafa verið án breytinga sem dótturfyrirtæki Otto Versand. „Við gerum ráð fyrir því að hið sama muni gilda um Freemans, að það verði rekið áfram í sömu mynd og það hefur verið rek- ið til þessa. Hins vegar má alltaf bú- ast við einhverri hagræðingu með sameiningu hluta rekstrarins á borð við lagerhald, innkaup og yfirstjórn. Það mun áreiðanlega skila sér í betra verði og vöruúrvali fyrir við- skiptavini Freemans.“ Mun styttri bið en áður Eygló segir að miklar breytingar hafi átt sér stað í fyrirtækinu frá upphafi í samræmi við breytta sam- keppnisaðstöðu. „I upphafi var þetta einn fárra möguleika Islendinga til þess að kaupa tískuvöru og fólk var tilbúið til þess að bíða allt að fjórar til sex vikur eftir vörunni. Þá var allt pöntunarkerfi handvirkt og inn- flutningur líka. Færa þurfti allar pantanir inn skriflega og handskrifa þurfti allar tollskýrslur. Nú erum við beintengd við Freemans í London og tollskýrslur fara sjálf- krafa til tollstjóra. Að auki er póst- þjónusta mun hraðvirkari en áður. Varan berst því fólki 14-18 dögum eftir að pantað er og ef óskað er eft- ir hraðsendingu er biðin einungis 2- 7 virkir dagar.“ Að sögn Eyglóar hefur Freemans á íslandi verið meðal þeirra um- boðsaðila sem hafa verið hvað fyrst- ir að tileinka sér tækninýjungar. „Fyrirtækin víðs vegar um heiminn eru mjög misjafnlega á vegi stödd hvað þetta varðar og hafa mörg þeirra enn ekki tekið í notkun tölvu- vætt pöntunarkerfi." Framtíðin á Netinu Hún segir að framtíðarmöguleik- ar póstverslunar felist tvímælalaust í tölvuvæðingu. „Póstverslanir eru meðal þeirra sem auðveldast eiga með að setja upp póstverslun á Net- inu. Öll gögn eru þegar til á tölvu- tæku formi og það eina sem þarf að gera er að færa þau yfir á Netið á aðgengilegan hátt fyrir viðskipta- vini. Freemans of London opnaði póstverslun á Netinu 1997 sem hef- ur verið í stöðugri þróun síðan. Á síðasta ári var verslað fyrir 500.000 pund einungis í gegnum netverslun- ina.“ Að sögn Eyglóar eru Islendingar svo framarlega á sviði tölvunotkun- ar og netvæðingar að líklega verði Freemans á íslandi meðal fyrstu fyrirtækja Freemans til að setja upp eigin netverslun. „Islenska netversl- unin yrði sjálfstæð eining þar sem hægt yrði að svara kröfum íslenskra neytenda, til dæmis með því að veita ráðleggingar um hvernig velja eigi stærðir og fleira." Aðspurð segir Eygló það líklegt að verð í íslensku netversluninni yrðu gefin upp í pundum en þegar búið er að fylla út pöntunarseðilinn reiknast lokaverð í íslenskum krón- um. Freemans á geisladiski Nú þegar hefur vörulisti Freem- ans verið gefinn út á CD-Rom geisladiskum í Bretlandi og geta viðskiptavinir því valið á milli geisla- disks og prentaða listans. Ekki mun líða á löngu þar til íslenskir við- skiptavinir geta notið þessa val- kosts. „Það eru óendanlegir mögu- leikar með aukinni tölvuvæðingu," segir Eygló. „Menn hafa séð fyrir sér að fólk geti látið taka þrívíddar- tölvumynd af sjálfum sér sem síðan væri hægt að máta föt á úr vörulist- anum á Netinu. Það er einmitt ástæðan fyrir því að póstverslanir eru svo vinsælar sem raun ber vitni. Fólk hefur annað hvort ekki tíma til að fara í verslanir og máta föt, eða vill sleppa við það af öðrum ástæð- um. „Póstverslanir eru afskaplega þægilegur verslunarmáti," heldur Eygló áfram. „Þótt sumir telji það erfitt að kaupa föt án þess að máta þau, er það nokkuð sem kemst upp í vana. Með tímanum lærir fólk betur inn á stærðir og að velja snið við hæfi.“ Meirihluti viðskiptavina er konur á höfuðborgarsvæðinu Þegar Eygló er spurð um sam- setningu viðskiptamannahóps Freemans á Islandi segir hún að 95% viðskiptavina séu konur. „Það kemur ef til vill ekki svo á óvart. Konurnar versla mest á sig sjálfar en einnig á börnin og eiginmennina. En það sem virðist koma fólki mest á óvart er að 60-70% viðskiptavina okkar eru búsettir á höfuðborgar- svæðinu. Flestir virðast hafa þá mynd af Freemans að fólk á lands- byggðinni sé það sem versli hér mest vegna þess að þar er ekki jafn fjölbreytt úrval verslana. En reynd- in er ekki sú. Um helmingur þeirra sem skipta við okkur er á aldrinum 25-35 ára og 95% eru á aldrinum 25- 55. Það eru því konur á höfuðborg- arsvæðinu sem er stærsti viðskipta- mannahópur okkar.“ Hún segir að virkir viðskiptavinir séu um 6000. „Þá er ég að tala um fólk sem skiptir við okkur reglulega. Sumir mánaðarlega en aðrir einu sinni til tvisvar á ári. Hins vegar er- um við með um 50.000 manns á við- skiptamannaskrá, en það er fólk sem hefur verslað við okkur ein- hvem tímann á síðustu tuttugu ár- um.“ # ^ Morgunblaðið/Arnaldur EYGLO Harðardóttir segir íslendinga svo framarlega á sviði tölvunotkunar og netvæðingar að líklega verði Freemans á íslandi meðal fyrstu fyrirtækja Freemans til að setja upp eigin netverslun. PÓSTVERSL UN ER FRAMTÍÐIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.