Morgunblaðið - 18.07.1999, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.07.1999, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR I* MORGUNBLAÐINU í gær birtist athyglisverð frétt um hugmyndir forráðamanna hins gamalgróna fyrirtækis, Lýsis hf., um flutning á starfsemi fyrirtæk- isins til Grindavíkur. Fram kem- ur, að núverandi húsnæði fyrir- tækisins sé orðið óhagkvæmt og þess vegna stefnt að nýbyggingu. Jafnframt segir Andri Þór Guð- mundsson, aðstoðarforstjóri fyr- irtækisins, að Grindavík sé ákjós- anlegur staður fyrir starfsemi Lýsis hf. þótt ekkert hafí verið ákveðið í því sambandi. Arðsem- isútreikningar fari fram á staðar- vali og ákvörðun byggist á niður- stöðum þeirra. Þótt niðurstaða liggi ekki fyrir er engu að síður athyglisvert, að fyrirtæki sem á sér langa og merka sögu í höfuðborginni hugsi sér til hreyfings. Því hefur lengi verið haldið fram, að marg- víslegt hagræði sé í því fólgið fyrir fyrirtæki að reka starfsemi sína á höfuðborgarsvæðinu vegna nálægðar við ýmsar helztu þjónustumiðstöðvar. Þótt ekki komi fram í máli talsmanns Lýsis hf. hvaða rök liggi til grundvallar því, að Grindavík er svo ofarlega á blaði, er ljóst, að framangreind- ar röksemdir um staðsetningu Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. fyrirtækja nálægt helztu mið- stöðvum stjórnkerfís og banka- kerfis eiga ekki lengur við nema að takmörkuðu leyti. Stórbættar samgöngur gera það að verkum, að það skiptir ekki höfuðmáli vegna þeirra sam- skipta hvar starfsemi fyrirtækja fer fram. Margvíslegt hagræði getur verið í því fólgið fyrir starf- semi fyrirtækja, að vera staðsett eins nálægt hráefnislindum og hugsanlegt er. Tölvusamskiptin og stórbætt símakerfi valda því, að önnur samskipti eru jafn þægileg hvar sem fyrirtækið er staðsett á landinu. Vegakerfið er orðið slíkt að það er ekki flókn- ara fyrir starfsfólk að sækja at- vinnu til Grindavíkur en úr Graf- arvogi á Grandaveg. Til viðbótar kemur, að kostn- aður við atvinnustarfsemi utan Reykjavíkursvæðisins getur í sumum tilvikum verið minni en á höfuðborgarsvæðinu. Það á ekki sízt við um húsnæðiskostnað. Það verður fróðlegt að fylgjast með því hver niðurstaða forráða- manna Lýsis hf. verður. Fyrir nokkrum áratugum hófst sú þró- un í Bandaríkjunum, að stórfyr- irtæki leituðu út fyrir helztu þéttbýliskjama eins og t.d. Man- hattan vegna þess, að kostnaður var orðinn svo mikill vegna slíkr- ar staðsetningar, að ekki sé talað um þrengsli, að því fylgdi stór- felldur sparnaður að flytja starf- semina út á opnara svæði, þar sem húsnæðiskostnaður ekki sízt var mun lægri. Vel má vera, að hugleiðingar forráðamanna Lýsis hf. séu eitt fyrsta merkið um að slík þróun sé að hefjast hér. Tölvusamskiptin eru orðin há- þróuð en margt bendir til, að við séum enn á frumstigi þeirrar þróunar og að þessi samskipti eigi eftir að stórbatna frá því sem nú er og þykir þó mörgum, sem þau séu nú þegar ævintýri líkust. Þessi þróun í samskiptum getur átt eftir að gjörbreyta öllum við- horfum í byggðamálum á íslandi. Um allt land hefur verið lagt í miklar fjárfestingar í fasteignum, sem margir segja nú að séu verð- lausar eða verðlitlar. Það er ekki ólíklegt að þetta eigi eftir að breytast í grundvallaratriðum og að þessar eignir eigi eftir að nýt- ast mun betur en ætla má í dag m.a. vegna þess að það skiptir minna og minna mála hvar fyrir- tækin eru staðsett. Það er þess vegna orðið tíma- bært að skoða byggðamálin úr nýrri átt. Það sem máli skiptir er að byggja upp svo fullkomið fjar- skipta- og samskiptakerfi um landið allt að það skipti nánast engu máli hvar fyrirtækin eru staðsett og að þau geti leitað þeirrar staðsetningar, sem hag- kvæmust er af öðrum ástæðum, m.a. nálægð við hráefni. Hugleið- ingar forráðamanna Lýsis hf. ættu því að verða öðrum til um- hugsunar. Alþingismenn landsbyggðar- kjördæmanna eiga að beina at- hygli sinni að fjarskiptakerfun- um. Vegamálin eru komin vel á veg, þótt óunnið verk sé víða á landinu. En þau mál eru í góðum farvegi. Stóra málið nú er að tryggja að tölvusamskipti og símasamskipti sé jafn góð hvar sem er á landinu. Að því verkefni eiga landsbyggðarþingmenn að einbeita sér. LÝSI TIL GRINDAVÍKUR? Jú, listin í dag er fín - en slank,“ hélt Gunn- laugur áfram. „Ég skal útskýra betur fyrir þér orðið slank. Það merkir grannur á íslenzku. Og það er bara fínt á dönsku, mundu það. Ég held mikið uppá suma nútímamál- ara - Léger, Picasso, Miro, Juan Gris og fleiri. En hreinir abstrakt- málarar eins og Kandinsky, Herbin og Mondrian falla mér síður í geð. Mér finnst abstraktion ekki list, heldur aðeins hluti af listinni - segðu ekki afstrakt, það minnir mig alltaf á aftrekt. Nei, nútímalistin er hreint ekki sem verst. Annars lenti ég á vit- lausu plani þar. Ég fékk einhvem veginn þá hugmynd, að nútímalistin væri vísir að einhverju stórkost- legu. Þú kannast við þetta. Það er líkt og trúlofun. Maður gerir sér ekki grein fyrir öllu baslinu, sem síðar kemur á daginn. Ég hélt sem sagt, að nýklassík, hrein og sterk, væri í uppsiglingu og að nútíminn myndi skila stórfelldum verkum, eitthvað líkt og Assyríumenn, hinir fomu Egyptar, Michelangelo og Donatello. En þetta vom skýja- borgir, þó að Picasso og Léger héldu merkinu hátt. En á eftir þeim, eða samtímis, birtust hugsuðir eins og Kandinsky og Mondrian, miklir spekingar, en leiðinlegir listamenn að mínum dómi. Mér finnst eldmóð- urinn sem maður fann í verkum Lé- ger og Picasso vera horfinn úr list- inni. Hún er horfm að artistiskum vangaveltum. Geometrisk abstraktion var orðin heldur dauf og útslitin, áður en hún var yfirgef- in. Ljóðræn abstraktsjón og tass- ismi tóku við. Það var ágæt tilraun að endumýja málverkið, en mér finnst hún vera að falla um koll. Poppið er heldur leiðinlegt, en það er ekki að efa, að einhverjir hugsuðir geti komið því á fram- færi við heimsviður- kenninguna. En það em til dásam- leg verk í nútímalistinni, oft eftir einhverja menn, sem fara sínar eig- in götur og stundum einhverja utan meginstraumsins í nútímalist. Rousseau, Miro, Chagall, Salvador Dali, og fleiri em hver á sína vísu ákaflega skemmtilegir málarar. Mér finnst stefnur í nútímamál- aralist ósköp leiðinlegar og allar þessar aðvaranir um, að það megi ekki gera þetta eða hitt. Það má ekki líkja eftir náttúmnni. Það má ekki segja sögu í mynd, ekki vinna að táknrænni list. Maður má ekki vera „litterer11, ekki túlka pólitík eða trú af neinu tagi. Listin á að vera óhlutkennd og óháð öllu - nema sjálfri sér. Menn eins og Lé- ger, Picasso og Miro em einhvem veginn fjölbreyttari en fmmheijar abstraktlistar eins og Mondrian, Herbin og Kandinsky. Mér er nær að halda, að það liggi betur á þeim. Það er talað um, að nútímalist eigi að vera abstrakt og sú list sé einhvers konar frelsun undan áþján og kúgun þessarar gömlu listar. En mér fyrir mitt leyti finnst abstrakt- sjónin áþján og afneitun, nokkurs konar svelti: ég held upp á róman- tík, natúralisma, ég vil vera sentí- mental. Ég elska stefnuleysi og lauslæti í listinni. Ég hef ánægju af symbólisma, draumum og súrreal- isma og sveitarómantík. Sem sagt: ef ég ætti að afneita öllu þessu og neita mér um að mála ský á himni, fjalþeða tungl, þá gæti ég ekki mál- að. Ég legg ofar öllu öðm áherzlu á vondan smekk. Án hans væri ég ekki til, eða réttara sagt: ég mundi fá hægt andlát af tómum leiðindum. Ég er ekki að boða neina trú eða kenningu með því að segja þetta við þig og ég fer þess ekki á leit við nokkum mann, að hann sé mér sammála hvað þetta snertir. En það, sem kallað er góður smekkur, hefur smám saman orðið í mínum augum eins og einhvers konar rolu- kast þeirra sem vilja tolla í tízkunni." Ég spurði, hvort hann vildi ekki „tolla í tízkunni." „Jú endilega," svaraði Gunnlaug- ur, „svo lengi sem mig lystir, en ekki lengur. Ég er ekki að binda mitt trúss við eitthvað, sem aðrir em að elta, ef ég sjálfur er orðinn leiður á því.“ „Ertu leiður á nútímalist,“ spurði ég- „Nei, en ég er leiður á mörgu, sem er gert í hennar nafni. Ég held upp á hana og hef lært mikið af góð- um og miklum listamönnum nútím- ans. Þeir era dásamlegir, þótt ýmis- legt megi að þeim finna. Þeir em al- veg jafn góðir og miklir, þó að þeir séu ekki alfullkomnir, en nútíminn framleiðir svo mikið af hversdags- legum verkum, sem em hvorki góð né vond. Og maður verður svo hundleiður á þessu, vegna þess að því er ýtt að manni með frekju og væmnu lofi. Og ég kalla það góðan smekk að taka undir alla lofrolluna, því það þykir fínt hjá intelligensí- unni að vera á sama máli. En ég vil ekki taka undir þetta lof, því mér finnst það vera óverðskuldað með öllu og þar með liggur ekki annað fyrir en aðhyllast sinn vonda smekk með sveitarómantík og rímnakveð- skap með löngum són og rykkjum." M. HELGI spjall + SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1999 29, REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 17. júlí ILÍTILLI BÓK SEM KOM ÚT í Glasgow árið 1921 færði sagn- fræðingurinn Alexander McGill, skoskur maður en af írsku bergi brotinn, rök fyrir því að írskir þjóðfrelsismenn gætu margt vitlausara gert en kynna sér sögu sjálfstæðisbar- áttunnar íslensku og það hvernig íslend- ingum af staðfestu og óbilandi viljastyrk hefði á endanum tekist að tryggja sér full- veldi árið 1918. Sagði McGill í bók sinni The Independence of Iceland, A Parallel for Ireland að barátta íslendinga sýndi svart á hvítu að barátta írskra lýðveldis- sinna væri fyllilega réttlætanleg því ef eitthvað var þá hefðu Bretar beitt íra meiri órétti heldur en Danir íslendinga. Sagan hefur reynst beitt vopn í átökum stríðandi fylkinga á Norður-írlandi og það kemur senniléga aldrei jafn skýrt fram og í fyrstu vikum júlímánaðar ár hvert þegar svokölluð göngutíð Óraníureglunnar nær hámarki. Oraníumenn ganga þá fylktu liði um borg og bæi og fjölmennust er gangan tólfta júlí þegar fagnað er sigri Vilhjálms þriðja af Óraníu yfir herjum Jakobs Stú- arts Bretakonungs við Boyne-ána 1690. Vilhjálmur var mótmælendatrúar en Jakob kaþólskur og í því andrúmslofti sem ríkir á Norður-írlandi skiptir sigurinn máli jafnvel þótt hann hafi átt sér stað fyr- ir þrjú hundruð og níu árum. Mótmælend- ur telja sig vera að halda í heiðri þjóðleg bresk gildi, en eftir ósigur Jakobs hefur aldrei ríkt kaþólskur konungur á Bret- landi. Kaþólikkar telja að sama skapi að verið sé að minna þá á hverra er máttur- inn og dýrðin, kaþólskir séu annars flokks borgarar. Það er oft erfitt að átta sig á því hvernig ein þjóð - eða tvær, eftir því hvernig á það er litið - getur deilt svo hart innbyrðis um táknræna atburði. En skýringin er kannski sú að á Norður-írlandi er sagan í raun ljóslifandi, þar er ósjaldan bragðið á það ráð að endurvekja söguna ekki aðeins í pólitískri orðræðu heldur í bókstaflegri merkingu. Til að mynda létu Óraníumenn sér ekki nægja í vikunni að minnast sigurs Vilhjálms af Óraníu heldur settu þeir sem endranær orrustuna við Boyne á svið. Og ávallt eru úrslitin hin sömu, Vilhjálmur fer með sigur af hólmi. Lýðveldissinnar hafa fyrir sitt leyti haft í heiðri minningu ýmissa píslarvotta, og þeir hafa^ notað löngu liðin ódæðisverk Breta á írlandi, ekki síður en það sem þeim finnst gerræðislegir stjórnarhættir þeirra í dag, til að réttlæta sprengjuher- ferð sína. í deilum kaþólskra og mótmæl- enda á Norður-írlandi er sagan því ekki aðeins til í sögubókum, hún er vopn í átök- um líðandi stundar. Bæklingur Alexanders McGills er einmitt allrar athygli verður því fæstum dytti í hug nú í dag að færa rök fyrir því að íslensk sjálfstæðisbarátta og sú írska ættu nokkuð sameiginlegt. Sannarlega hljómar það undarlega í okkar eyrum að McGill skyldi velja sér íslandssöguna til að sýna Irum fram á að barátta þeirra væri guði þóknanleg og að þeir myndu fá sínu framgengt ef þeir bara sýndu sam- stöðu og létu ekki deigan síga. Sannarlega hljóta þau blóðugu ódæðisverk sem framin hafa verið á Norður-írlandi undanfarin þrjátíu ár að sýna og sanna að grundvall- armismunur er á eðli írskrar og íslenskrar þjóðerniskenndar? Eða hvað? Hér er á ferðinni spennandi umhugsun- arefni, ekki síst fyrir okkur íslendinga sem erum gjarnir á að líta á okkar eigin þjóðerniskennd sem „góða“ og Jákvæða" og eigum fjarska erfitt með að skilja þau grimmilegu ódæðisverk sem framin hafa verið í t.d. Júgóslavíu og á Norður-írlandi í nafni þjóðerniskenndarinnar. Svarið við spurningunni liggur samt sem áður ekki í augum uppi nema menn séu á þeirri skoð- un að íslendingar séu einfaldlega ekki þannig innrættir að hægt væri að hugsa sér að sambærilegir atburðir gerðust hér. Bendir sagan til þess að heilu þjóðirnar séu betur innrættar en aðrar? Opið sár sem þarfnast aðhlynningar ÞAÐ VEKUR óneitanlega athygli að bæklingur McGill kom út einmitt þegar blóðugu frelsisstríði íra (1919-1921) var u.þ.b. að ljúka og þreifíng- ar voru uppi milli breskra stjórnvalda og leiðtoga írskra sjálfstæðissinna að hefja samningaviðræður um fyrirkomulag sam- bands landanna. Nokkur bresk og írsk dagblöð gripu samanburð við ísland á lofti og fannst ástæða til að koma þeirri skoðun á framfæri að e.t.v. ættu samningamenn íra og Breta að kynna sér sambandslaga- sáttmála íslendinga og Dana sem náðist í höfn árið 1918 án nokkurra blóðsúthell- inga, og lagði grunninn að friðsamlegri og hagkvæmri sambúð landanna. Hér heima varð bæklingur McGills þeim sem hann lásu fyrst og síðast tilefni til að lýsa þeirri von að ef vinsamlegir samningar íslands og Danmerkur gætu hjálpað til við að binda enda á blóðugt stríð nágranna- þjóða væri það íslendingum sérstakt fagn- aðarefni. Söguleg tengsl okkar við írland og Bretland væru svo sterk að ekkert vild- um við heitar en stuðla að giftusamlegri úr- lausn aldagamalla deilumála þeirra, og friðsamlegri sambúð þjóðanna tveggja. Fullyrða má að þessi ósk sé jafn sterk meðal íslendinga í dag og hún var árið 1921, og það skýrir m.a. þá áherzlu, sem Morgunblaðið leggur á að fylgjast grannt með fréttum frá Norður-írlandi. En til allrar óhamingju hefur ekki enn tekist að binda enda á átökin á Norður-írlandi. Meira en þrjú þúsund og fimm hundrað manns hafa fallið í átökunum undanfarin þrjátíu ár og þeir stjómmálamenn breskir, sem áttu sér þá von eina árið 1921 að írska „vandamálið" væri af borði breskra stjórn- valda, hafa ekki fengið von sína uppfyllta. Norður-írland er og verður opið sár sem þarfnast aðhlynningar. Vandamálið alls ekki nýtilkomið ALDREI HEFUR þetta orðið eins ljóst og á fimmtu- dag þegar áætlanir um að mynda sam- steypustjóm kaþ- ólskra og mótmælenda - sem hefði orðið tímamótaviðburður á Norður-írlandi í hinu sögulega samhengi - fóru út um þúfur. Kom á daginn að friðarsamkomulagið sem kennt er við fóstudaginn langa stóð völtum fótum. Auðvitað er alls ekki víst að þessi tíðindi þýði að friður sé fyrir bí á Norður-írlandi og bresk og írsk stjórnvöld munu vitaskuld áfram leita lausnar á vandanum. Reyndar er með ólíkindum hversu mikill árangur hefur náðst undanfarin ár og er vert að missa ekki sjónar af því. Leiðtogar deiluað- ila vora í raun ekki nema hársbreidd frá því að hefja stjómarsamstarf, söguleg tíð- indi í Ijósi samskipta kaþólikka og mót- mælenda á Norður-írlandi fram á þennan dag. Það vekur hins vegar áhyggjur að það vandamál sem allt strandaði á nú, afvopn- un írska lýðveldishersins (IRA), er alls ekki nýtilkomið og eðlilegt að spyrja hvers vegna sennilegt sé að menn leysi í haust það sem ekki hefur tekist að leysa fram að þessu. Ef til vill munu menn þá hafa haft tíma til að skoða hug sinn á friði og ró, og verða þá líklegri til að finna lausn á vand- anum. En sá skelfilegi möguleiki er einnig fyrir hendi að öfgamenn fylli í tómarúmið sem skapast nú við þessi þáttaskil. En hvers vegna gekk ekki saman í myndun heimastjórnarinnar? Hvers vegna geta lýðveldissinnar ekki hugsað sér að láta vopn sín af hendi? Fyrst þeir eru á annað borð búnir að sætta sig við að þeir munu ekki ná fram sínu helsta baráttumáli - sameiningu írlands - hvers vegna ganga þeir ekki að kröfum sambandssinna um af- vopnun, gefa Sinn Féin þannig tækifæri til að hafa áhrif á stjórn Norður-írlands og breyta innanfrá kerfinu sem þeim finnst hafa verið svo ósanngjarnt? •StlÍlpMS Morgunblaðið/Halldór Kolbeins BEINAGEITARFJALL blasir við víða af Fljótsdalshéraði. Á sama hátt má spyrja hvaða máli það skipti eiginlega fyrir sambandssinna hvort afvopnun IRÁ hefst nokkrum dögum áður, samtímis eða nokkram dögum eftir að búið er að mynda heimastjórn með Sinn Féin? Hvers vegna eru þeir ekki reiðubúnir til að láta slag standa og fá þannig staðfest hvort IRA raunveralega hefur í hyggju að af- vopnast? Var ekki vert að taka þá áhættu, sem þessu fylgdi, í því skyni að komast að raun um hvort þau heimssögulegu tíðindi væra að gerast að IRA, hættulegustu hryðjuverkasamtök á Vesturlöndum und- anfarin þrjátíu ár, hygðust raunveralega láta vopn sín af hendi? í augum umheimsins voru það sam- bandssinnar sem í liðinni viku ollu því að tilraunir til að skipa heimastjórn fóru út um þúfur. Kaþólikkar gerðu það sem ætl- ast var til af þeim, mættu til þingfundar og tilnefndu sína fulltrúa í stjórnina en í aug- um kaþólskra beittu sambandssinnar gömlu bragði, sem þeir hafa oft beitt áður, neituðu kaþólskum um framfarir og jafn- rétti í skjóli meirihluta síns. Ef við setjum okkur hins vegar í spor sambandssinna er staðan þessi: Er hægt að ætlast til þess af stjórnmálamönnum sem virt hafa leikreglur lýðræðisins að þeir setjist niður með mönnum sem vitað er að hafa tengsl við IRA. Væri ekki verið að draga lýðræðið - þetta hugtak sem samfé- lag vestrænna þjóða í raun byggist á - nið- ur í svaðið ef David Trimble tæki sér sæti við hlið Gerrys Adams í heimastjórn þegar liggur fyrir að Sinn Féin er stjórnmála- armur IRA, einkaher sem er reiðubúinn að deyða t.d. breska hermenn, fái Sinn Féin ekki sínu framgengt? Svörin við þessum spurningum eru ekki einhlít og ómögulegt fyrir okkur, sem stöndum utan við þessi átök, að setja okkur í spor málsaðila. Gangi menn of hart fram í því að finna hverjum um var að kenna er aukinheldur hætta á að aldrei gangi saman með leiðtogum stríðandi fylkinga á Norð- ur-írlandi. Á hinn bóginn verður að ætla að með því að undirrita samkomulagið á föstudaginn langa hafi sambandssinnar gert upp hug sinn um það grandvallarat- riði að setjast í stjóm með Gerry Adams og að ágreiningurinn nú standi um fram- kvæmdaatriði en ekki þetta grundvallarat- riði. Það hefði aldrei orðið friður í Suður-Af- ríku, ef Nelson Mandela hefði tekið þá af- stöðu að setjast ekki í stjórn með kúgurum sínum eða hvítir menn gert upp við sig, að þeir mundu aldrei ræða við Mandela. Þetta er spurning um, að þeir sem skipa hlutverk leiðtoganna á örlagastundu hafi þá stærð til að bera að víkja til hliðar öllu því sem skiptir ekki máli úr því sem komið er held- ur stefna ótrauðir að því marki, sem úrslit- um mun ráða um frið og farsæld um langa framtíð. Þýzkaland hefði t.d. ekki verið sameinað í eitt ríki, ef Helmut Kohl hefði hugsað um tímabundin fjárhagsvandamál Þjóðverja af þeim sökum. Hann vék slíkum smáatriðum til hliðar þvert á kröfur t.d. jafnaðarmanna í Þýzkalandi og mun lifa í sögunni fyrir það að vera maðurinn, sem sameinaði þýzku ríkin tvö. Leiðtogar sambandssinna á Norður-írlandi þurfa að hefja sig upp úr dægurpólitíkinni og leggja áherzlu á aðal- atriðin. En kannski er vandinn sá, að slíkir leiðtogar eru ekki til í þeirra hópi. Dæmigerður norður-írskur harmleikur VIÐ LESTUR bókar sem IRA- uppljóstrarinn Eamon Collins skrifaði fyrir tveimur árum, Killing Rage, gefst afar fróðleg innsýn í starf IRA en Collins lýsir með greinargóð- um hætti að hverjum IRA-manni er upp- álagt að varðveita vopn sitt vel og láta það aldrei af hendi, ekki síst fyrir þá sök að vopnið gæti reynst hættulegt sönnunar- gagn fyrir dómstólum, kæmist lögreglan yfir það og tengdi tilteknum glæpum. Collins, sem starfaði í IRA á árunum 1979-1987, útskýrir einnig í bók sinni þær refsingar sem biðu IRA-manna sem óvar- lega fóru með vopn sitt. Staðreyndin er auðvitað sú að IRA hefur talið sig eiga í stríði við breska heimsveldið og eins og menn vita jafngildir það uppgjöf að láta vopn sín af hendi í stríði. Hvað svo sem líð- ur allri afvopnun er Ijóst að IRA mun leit- ast við að koma málum þannig fyrir að öll- um sé Ijóst að IRA hafi alls ekki verið sigr- að heldur einmitt þvert á móti, að samtök- in haldi reisn sinni. Eamon Collins er dæmi um lýðveldis- sinna sem með tíð og tíma fór að efast um réttmæti gjörða sinna. Bókin Killing Rage er hins vegar ekki aðeins merkileg fyrir þá innsýn sem hún gefur í hugsanir manns sem um fátt annað hugsar en hvernig hægt sé að koma fyrir kattarnef óvinum sínum, en allir lögreglumenn og hermenn á N-ír- landi voru álitnir lögmæt skotmörk, heldur einnig fyrir það sem gerðist eftir að bókin var skrifuð og gefin út. Fyrram samherjar Collins höfðu aldrei fyrirgefið honum fyrir að gerast uppljóstrari og í mars á þessu ári var honum ráðinn bani með hrottalegum hætti í nágrenni heimilis síns í Newry. Dæmigerður norður-írskur harmleikur, enn eitt ódæðið og þó höfðu menn vonað að þau heyrðu brátt sögunni til. Friður kemst ekki á í eitt skipti fyrir öil ÞRATT FYRIR að gefi á bátinn mega menn hins vegar ekki missa sjónar á þeirri staðreynd að yfirgnæfandi meirihluta íbúa Norður- írlands vill frið, og að samfélagið sem heild er fyrir margt löngu búið að fá sig fullsatt á þeirri vargöld sem ríkt hefur. Það er hins vegar misskilningur að halda að eitthvert eitt friðarsamkomulag færi Norður-íram frið í eitt skipti fyrir öll, og að málinu hafi verið lokið 10. maí á síð- asta ári þegar deiluaðilar skrifuðu undir samkomulagið sögufræga. Friður er marg- falt flóknara hugtak en svo að allt falli í ljúfa löð við undirskrift samkomulags. Enda er skýring þess að fyrir hendi var vandamál til að byrja með auðvitað sú að ævafornt vantraust og hatur er svo meitlað í stein á Norður-írlandi að allar tilraunir til að miðla málum hafa verið dæmdar til að fara út um þúfur fram að þessu. Fólk vill frið en ekki allir vilja frið hvað sem hann kostar. Af sömu ástæðum hefur reynst erfitt að hrinda ákvæðum samkomulagsins sem kennt er við föstudaginn langa í fram- kvæmd, vöntun á trúnaðartrausti gerir það að verkum að öll skref verða að vera lítil skref. Og deiluaðilum verður að fyrir- gefast þótt þeir hiki, og séu ekki vissir í hvorn fótinn eigi að stíga. Sá mikli fjöldi fræðibóka sem um Norður-írland hafa verið ritaðar geta nefnilega ekki kennt Norður-írum að sleppa takinu af hatrinu og byrja að fyrirgefa hver öðrum. Slíkt gerist aðeins með góðum vilja og með tíð og tíma. Auðvitað er alls ekki víst að þessi tíðindi þýði að friður sé fyrir bí á Norður-írlandi og bresk og írsk stjórnvöld munu vitaskuld áfram leita lausnar á vandanum. Reyndar er með ólíkindum hversu mikill árangur hefur náðst undanfarin ár og er vert að missa ekki sjónar á því. Leiðtogar deiluaðila voru í raun ekki nema hársbreidd frá því að heQa stj órnarsamstarf, söguleg tíðindi í sjálfu sér í ljósi samskipta kaþólikka og mótmælenda á Norður-írlandi fram á þennan dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.