Morgunblaðið - 18.07.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.07.1999, Blaðsíða 32
*32 SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MANNFJÖLDARÁÐSTEFNA SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA í NEW YORK öll helstu viðfangsefni mannkynsins, alit frá almennum mannréttindum til umhveríismála og kvenréttinda. Arið 1994 var boðað tíl Kairóráðstefnunn- ar sem er með merkari ráðstefnum sem haldnar hafa verið af hálfu S.Þ., ekki síst vegna þeirrar stefnubreyt- ingar sem þar varð. Árið áður var mannréttindaráðstefna haldin í Vín, sem lagði grunninn að öllum þeim samþykktum sem síðar voru gerðar. Þar var áhersla lögð á rétt einstak- lingsins og þá skyldu stjómvalda að tryggja mannréttindi karla og kvenna, óháð menningu, trúarbrögð- um og stjómskipulagi. Frá þeim tíma hefur staðið mikil rimma milli Vatík- ansins og muslimaríkja annars vegar og vestrænna ríkja hins vegar, um rétt stofnana eins og kirkju, ajatolla (trúarleiðtoga muslima) og ríkis- stjóma til að takmarka réttindi fólks og halda frá því upplýsingum og fræðslu, einkum vegna trúarsetn- inga. Styrkja þarf stöðu kvenna A Kairóráðstefnunni varð sú stefnubreyting að áherslan íluttist frá stjómvöldum yfir til réttar ein- staklinganna til kynheilbrigðis. Þar með beindist athyglin að öllum ríkj- um heims og því hvemig réttur til að ráða yfír eigin líkama og frjósemi er tryggður. Inn í samþykktir komust ensku hugtökin reproductive rights og reproductive health, sem og sexu- al health og sexual rights. Þetta hef- ur verið þýtt sem kynheilbrigði og réttur til kynheilbrigðis. Síðast talda hugtakið hefúr verið afar viðkvæmt víða um heim, ekki síst þar sem yfir- ráð karla yfír konum og foreldra yfír bömum hafa verið algjör og þar sem ekki er viðurkennt opinberlega að fólk geti haft mismunandi kynhneigð. I stað þess að horfa á mannfjölgun- ina sem meginviðfangsefnið og skoða hana í tölum og prósentum var sam- þykkt í Kaíró að besta leiðin til að draga úr mannfjölgun í heiminum væri að fræða konur, bæta stöðu þeirra og menntun sem og að beina fræðslu til unga fólksins. Þessi sam- þykkt byggðist á þeirri staðreynd að í þeim ríkjum heims þar sem staða kvenna er best og menntun þeirra mest er minnst um bameignir. í Kairósamþykktinni var kveðið á um rétt til fræðslu án afskipta foreldra, þar var krafíst ömggra fóstureyð- inga þar sem þær væm löglegar, þar var fjallað um leiðir til að draga úr heimilisofbeldi og hvers kyns ofbeldi gegn konum og bömum, þar með taldar nauðganir og kynferðisleg misnotkun. Hvatt var til aðgerða til að draga úr mæðra- og bamadauða, lagðar vom línur svo að draga mættí úr kynsjúkdómum, einkum alnæmi og það sem mestu máli skipti, lofað var fjármagni til að styðja við bak fá- tækra ríkja. Allar þjóðir skuldbundu sig til aðgerða og nú var komið að því að meta hvað gerst hefur á þeim fimm ámm sem liðin em frá Kairóráðstefnunni. Allgóður árangur Fyrir ráðstefnuna í New York var tekin saman skýrsla þar sem helstu niðurstöður em dregnar saman, en einnig var dreift heljanniklum doðranti þar sem ástandið í allmörg- um ríkjum er greint mjög nákvæm- lega, þar á meðal í nokkmm ríkjum Austur-Evrópu. Kofi Annan fram- kvæmdastjóri S.þ. gaf sér tíma frá viðkvæmum málum Kosovo og ávarpaði ráðstefnuna í upphafi. Hann fór yfír helstu tíðindi skýrslunnar og greindi frá því að þegar á heildina væri litið væri árangurinn allgóður. Hægt hefur á mannfjölgun og dregið hefur úr fæðingar- og dánartíðini, en sú þróun á sér lengri sögu en frá 1994. Mjög margar þjóðir hafa tekið sig á, bætt fræðslu, komið á fót ráð- gjöf og heilsugæslu og reynt að grípa til aðgerða til að hefta útbreiðslu al- næmis. Að mati skýrsluhöfunda skipuleggja 60% hjóna bameignir sínar en á ráðstefnunni í Búkarest 1974 var talið að um 30% þjóna gerðu fjölskylduáætlanir. Slæmu tíðindin era þau að það fjármagn sem lofað var 1994 hefur ekki allt skilað sér og þegar á heildina er litið hefur út- Á NEÐSTU hæð byggingar Sameinuðu þjóðanna í New York gat að líta skilti sem sýndi hve jarðarbúum íjöigar jafnt og þétt. Á þessu ári er búist við að íbúatalan fari yfir 6 milljarða. Kynheilbrigði, konur og mcmnfjölgun ✓ A nýafstaðinni ráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna um mannfjöldaþróun gat að líta ljósa- * skilti á neðstu hæð byggingar Sameinuðu þjóðanna í New York. Ljósin blikkuðu í sí- fellu. Fimm rauð ljós táknuðu þau böm sem fæðast á hverri sekúndu, tvö blá ljós sýndu þá sem deyja. Þessi einföldu skila- boð skýra betur en margt annað hvert stefnir í þróun mannfjölda í heiminum. A þessu ári mun íbúatala jarðarinnar ná 6 --------------------9------------------- milljörðum. Kristín Astgeirsddttir segir að • enn sé glímt við þær spurningar hversu margt fólk móðir Jörð geti brauðfætt og hve mikið álag viðkvæm náttúra jarðarinn- ar þoli. Enn eigi að leita nýrra leiða. Tæplega fimm ár em liðin frá stórmerkri mannfjöldaráð- stefhu Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í Kairó árið 1994. Dagana 30. júní til 2. júli sl. var Jtomið að því að gera upp reikning- ana og skoða stöðuna. Greinarhöf- undur fór til New York sem fulltrúi Fræðslusamtaka um kynlíf og bam- eignir, þökk sé stuðningi utanríkis- og heilbrigðsráðuneytisins. í þrjá daga frá morgni til kvölds gerðu þjóðir heims grein fyrir aðgerðum sínum til að bæta kynheilbrigði. Sagt var frá hvað gert hefði verið til að 'draga úr ótímabæram þungunum, dauða mæðra og bama, löglegum og ólöglegum fóstureyðingum, fræðslu um kynlíf og bameingir, unga fólkinu og kynlífíinu, baráttunni gegn al- næmi og kynsjúkdómum, sem og að- gerðum til að styrkja stöðu kvenna. Jafnframt var gengið frá nýju slqali þar sem kveðið er á um aðgerðir næstu ára. Réttur einstaklingsins Árið 1974 boðuðu Sameinuðu þjóð- imar til sinnar fyrstu stóm ráðstefnu um mannfjölgun í heiminum og var hún haldin í Búkarest. Þá beindust sjónir einkum að þriðja heiminum og GREINARHÖFUNDUR stillti sér upp við eitt af þeim listaverkum sem prýða byggingu Sameinuðu þjóðanna. Á mósaikmyndinni stendur: Það sem þér vi^jið að aðrir menn gjöri yður, skuluð þér og þeim gjöra. þeim gífurlegu vandamálum sem þar var við að glíma. Þrátt fyrir mikinn mæðra- og bamadauða var mann- fjölgun mjög ör, einkum á meðal hinna sárfátæku. Þá var samþykkt að reyna með öllum ráðum að draga úr þessari fjölgun. Sjónum var eink- um beint að ábyrgð stjómvalda, enda enn ríkjandi sú trú að ríkisstjómir gætu og mættu ráðskast með líf fólks. Reynt var að veita fræðslu og efnt til áróðursherferða til að fá fólk til að skipuleggja fjölskyldustærð. Ófrjósemisaðgerðum var beitt í stór- um stíl um árabil, oft án þess að fólk vissi hvers kyns var. Þegar tíundi áratugur aldarinnar rann upp var ákveðið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að leggja út í ráðstefnuröð þar sem farið yrði yfir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.