Morgunblaðið - 18.07.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.07.1999, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ 4 34 SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1999 Að hlífa Eyjabökkum Heimurinn hefur nóg til að fullnægja þörfum mannanna en ekki græðgi þeirra, sagði Mahatma Gandhi. Manneskjan hefur lœrt af reynslunni, að til að vegna vel, þarfað bera virðingu fyrir öðrum. Manneskjur geta elskað, hver aðra og einnig dýrin sín. En land? Geta menn elsk- að land, snert eða ósnert af mannlegri skipulagsgáfu? Landið og lífríki þess, til að mynda fjall, dal, hæð, hól, þúfu, vatn, hraun, grænar grundir, óbyggðir? Eru trén, grösin, flóran öll, kraftbirtingarhljómur landsins? Menn taka land ástfóstri. Laðast að tilteknum stöðum, sem toga í og VIÐHORF seiða fólk tíl —■— sín aftur og Eftir Gunnar aftur. Ástæð- Hersvein an virðist dul. in. En að vera ástfanginn af landinu er að sjá hrikafegurð fjallanna, heyra fuglasönginn og niðinn í ánni, finna lykt hinna ólíku staða og vita að hún er tilbrigði við sama stef. Snerta, baða sig upp úr dögginni, bragða á berjun- um og fylgjast með dýralífínu. Vera í landinu, á staðnum og gæta sín á að valda ekki tjóni, hlúa að. Það er að vera ást- fanginn að landinu eða að minnsta kosti að sýna því virð- ingu sína. Áform eru um að sökkva Eyjabökkum norðan Vatnajök- uls sökum Fljótsdalsvirkjunar. En er það nauðsynlegt? Virkj- unin felur í sér verðmæti fyrir þjóðina. Hún getur selt orkuna. Ónnur verðmæti eru líka í húfi. Hálendi íslands hefur gildi án virkjunar, án íhlutunar. Það hefur aðdráttarafl og áhrif á þá sem fara um það. Eyjabakkar hafa svo gildi fyrir aðrar lífver- ur. Þeir eru griðastaður fyrir tíu þúsund gæsir í sárum. Hversu þungt vega þær á mannlegan mælikvarða? Getur staður verið einhvers virði óháð mannfólkinu? Maðurinn var miðja alls og allt var vegið og metið eftir hagsmunum hans og þörfum. Hann var herra jarðarinnar. En er það ekki lengur. Hann hefur náð nýjum og óvæntum þroska. Heildin er mælikvarðinn. Hags- ' munir lands, flóru og fánu hafa öðlast aukið vægi vegna þess að maðurinn lærði að til að vegna vel þyrfti hann að bera virðingu fyrir öðru en sjálfum sér. Virðing er að umgangast aðra með tillitssemi. Hún er að þekkja rétt annarra og að kunna að meta hann. Hún er hrokalaus/lítil og felst í því að bera sigurorð yfir græðginni og andstæðunni, skeytingarleys- inu. Virðingin er háð væntum- þykju gagnvart lífinu í heild, .* hún er ekki aðeins milli manna, heldur einnig gagnvart dýrum og náttúru. Dýr marka sér yfirráðasvæði og jafnvel einstaklingar innan sömu tegundar virða það. Dýr eiga sér heimkynni og kjör- lendi. Þau eru kynslóð eftir kynslóð háð ákveðnum svæðum. ¥■ Eyjabakkar eru tíu þúsund og stundum þrettán þúsund gæs- um þýðingarmikill staður. Maðurinn er æðri gæsum en hann hefur löngum átt í erfið- leikum með að virða rétt minni- mátttar; dýra og fugla sem eiga jafnvel lengri sögu en hann sjálfur. Hann hefur ekki virt yf- irráðarétt þeirra á tilteknum stöðum og valdið útrýmingu tegunda. Hinsvegar hefur hann undanfarið farið með iðrunar- bænir og virðurkennt að réttur hans og náttúrunnar er ekki all- ur hans megin. Hefur Þing- vallavatn rétt? Hefur Dettifoss rétt? En Jökulsá í Fljótsdal? Maðurinn hefur lýst því yfir að réttur náttúrunnar sé ekki bara háður sögu hans og hagsmun- um. En hver er mælikvarðinn? Maðurinn krefst öryggis á öll- um sviðum, en aðrar dýrateg- undir og náttúran sjálf virðist búa við óöryggi vegna þess að virðing mannsins er brigðul. Ef til vill er heillavænlegasta leiðin til að öðlast öryggi (og vegna vel) að bera virðingu fyrir lífrík- inu í heild. Hrokinn og græðgin eru að minnsta kosti ekki væn- leg til framdráttar. Grægðin er uppspretta skeytingarleysis og yfirgangs. Maðurinn segist vilja læra að setja sig í spor annarra lífvera og temja sér að bera hag þeirra fyrir brjósti. En hvar er samkenndin? Oftast hef ég heyrt græðgina nefnda sem versta löst mann- kyns og sem uppsprettu illsk- unnar. Græðgi er áköf frekja, bæði vegna réttar annarra og þess að hinn gráðugi hefur nóg. Maðurinn þarf að gæta sín á velmegunargræðginni. Græðgi veldur böli. Dómgreindarleysi hefur verið nefnd sem útskýr- ing á henni. Hinir gráðugu kunna ekki að meta verðmætin á vogarskálunum og eru blindir á það sem heildinni er fyrir bestu. Verðmætin sem felast í Eyjabökkum eru mikil og því ættu ráðamenn að hugsa sig að minnsta kosti tvisvar um áður ákvörðun um örlög þeirra er tekin og þeir þurfa að sýna um- heiminum þá virðingu að vera vissir um að rökin bak við ákvörðunina séu gild. Ástæða fórnarinnar getur til dæmis ekki falist í því að annars þyrfti að greiða Landsvirkjun skaða- bætur. Né heldur í draumi um að Islendingar séu að hjálpa öðrum þjóðum að draga úr mengun. Þjóðin er ekki illa stödd og hún á góð færi. Virkjun sem fel- ur í sér að sökkva Eyjabökkum flokkast sennilega undir græðgi vegna þess hversu miklu er fórnað fyrir lítið. Þeir sem sökkva þeim eru þá enn þeirrar skoðunar að maðurinn sé miðja alls og að allt megi víkja vegna vonar hans um gróða. Eyjabakkar eru auðlind óháð manninum og eru nú þegar virkjaðir af tíu þúsund gæsum. Hvar er mildin? Auðmýktin? Samúðin? Virðingin? Hófsemd- in? Og ástin á landinu? MINNINGAR KRISTJÁN THORLACIUS + Kristján Thor- lacius fæddist á Búlandsnesi hinn 17. nóvember 1917. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur hinn 10. júlí síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Bú- staðakirkju 16. júlí. Það eru ætíð viss þáttaskil í lífi manns, þegar andlát náins ættingja eða vinar ber að, jafnvel þótt um nokkurn aðdraganda hafa verið að ræða. Þannig leið mér að minnsta kosti þegar ég frétti um andlát Kri- stjáns Thorlaciusar, fyrrverandi formanns BSRB, fyrir nokkrum dögum. Það er ekki vandalaust að minnast slíks manns, því af svo miklu er að taka og svo margs þarf að minnast, - þarf því nánast að hafa hemil á upptalningunni. Undir stjórn Kristjáns árin 1960-1988 varð BSRB að stórveldi innan íslenskrar verkalýðshreyf- ingar og sterku, samheldnu afli, er hafði mikil áhrif á réttindi og stöðu opinberra starfsmanna, svo sem lífeyrisréttindi, veikindarétt- indi og orlofsréttindi, svo eitthvað sé nefnt. Fór það aldrei mOli mála, að samningum um slík stórmál stjórnaði Kristján jafnan af mikilli stjórnkænsku, festu og framsýni. Eftir á að hyggja finnst manni, að orlofsmálin hafi að öllum líkindum verið sá málaflokkur er honum þótti hvað ánægjulegast að fást við og veitti ríkri athafnaþrá hans útrás. Öll uppbygging og skipu- lagning við orlofsparadísina i Munaðarnesi og að Eiðum veitti honum mikla gleði og ánægju og þar var hann - eins og í ýmsu öðru - frumkvöðull, sem aðrir tóku sér til eftirbreytni. Kynni okkar Kri- stjáns hófust í samstarfi og félags- skap hjá BSRB, en það var þó ekki fyrr en í verkfalli BSRB árið 1984, að ég raunverulega kynntist þessum mæta mani og með okkur tókst vinátta, sem aldrei bar skugga á. Fyrr hafði mér þótt hann allstífur og formlegur í fram- komu og nokkuð fjarri hinum almenna félagsmanni en nú kom annað í ljós - sannarlega var hann einn af okkur, félagi og leiðtogi í senn - snjall og með afbrigðum úrræða- góður. Stjómkænsku hans og ráðsnilld átti ég eftir að kynnast enn betur þau ár, er við unnum saman hjá BSRB. Þá voru miklir umbrotatím- ar og breytingar í aðsigi hjá verka- lýðshreyfíngunni og atvinnumark- aðnum, svo nauðsyn var að fylgjast vel með og vera á verði á öllum svið- um. Var það aðdáunarvert hversu vel það hlutverk átti við hann. Ef ég ætti að lýsa Kristjáni sem persónu myndi ég segja að hann hefði verið nútímamaður með viss- an „kanselístiT. Hann hafði til dæmis ómældan áhuga á kraft- miklum glæsibílum en ég get eng- an veginn séð hann fyrir mér undir stýri á stóram jeppa, sem nú eru svo vinsælir, það var ekki hans stíll. Hann var með afbrigðum jafn- réttissinnaður, vai- þar sem oftar á undan sinni samtíð en um leið var hann heiðursmaður í stíl eldri kyn- slóðar er varðaði framkomu alla, lét til dæmis konu ætíð ganga á undan sér inn um dyr, annað var ekki sæmandi. Frændrækinn var hann og fjölskyldumaður mikill, vinafastur og höfingi í einu og öllu, þannig að það besta var aldrei nógu gott þegar svo bar við. Mislíkaði honum hins vegar við einhvern eða einhver gerði eitt- hvað á hans hlut, brást hann hart við og gat verið harður í horn að taka, því skapið skorti ekki. í samningum ýmiss konar gat hann oft verið þrjóskur og þver, stund- um óvæginn, en hvernig í ósköpun- um gat maður í slíkri stöðu verið allra vinur, ef árangur átti að nást. Eitt var þó alltaf klárt, maður vissi nákvæmlega hvar maður hafði hann því hreinskilnina skorti hann ekki. Kristján sat lengi í ýmsum ráð- um og nefndum, þar á meðal Hús- næðisnefnd Reykjavíkur, og þar kom berlega í ljós, hversu mjög hann bar hag þeirra er minna máttu sín, fyrir brjósti. Starfsfólk HnR minnist hans með hlýhug og þakkar allar ánægjulegar stundh-. Enn er ógetið eins sérstaks hæfileika hans en það var frásagn- argáfa hans. Hann gat sagt frá ýmsum mönnum og málefnum og oft löngu liðnum atburðum á hreint óborganlegan hátt og var þá stutt í kímnigáfuna, sem var í senn fáguð en beinskeytt. Aldrei bar hann fyr- ir sig fúkyrðum eða grófum orðum í þeim efnum. Kristján var giftur sómakonunni Aðalheiði Thorlacius, sem alla tíð studdi mann sinn með ráðum og dáð. Var samheldni þeirra og heim- ilishagir alveg einstakir, og kom það einkum í ljós síðustu árin, er halla tók undan fæti heilsufarslega. Kristján var sem fyrr segir mik- ill fjölskyldumaður og verða mér minnisstæðar síðustu samveru- stundir okkar fyrir stuttu. Var hann þá orðinn nokkuð þreyttur og annars hugar, en þá kom lítil langafastelpa í heimsókn og hresstist hann þá óðar við og fékk gamalkunnan glampa í auga. Margt nytsamlegt, gott og ekki síst skemmtilegt lærði ég í sam- starfinu með Kristjáni og hefur það reynst mér notadrjúgt síðar á lífsleiðinni. Eitt af því mun ég ætíð hafa í heiðri, en það er að lesa mat- seðilinn alltaf aftanfrá og kynna mér eftirréttinn fyrst. Sá, er öðlast virðingu annarra er og verður virð- ingarverður. Þannig verður Krist- ján Thorlacius í minningu minni. Hafðu þökk fyrir vináttuna. Guðrún Árnadóttir. ESTHER ALEXANDERSDÓTTIR + Esther Alaxend- ersdóttir fædd- ist í Reykjavík 3. október 1938. Hún lóst á heimili sínu eftir stutt veikindi að kveldi 12. júlí síðastliðins. For- eldrar hennar voru hjónin Sigríður Jónsdóttir, f. 5.2. 1916, d. 19.2. 1987, og Alexander Stef- ánsson, f. 26.6. 1913. Dóttir Esther- ar er Margrét S. Alexandersdóttir, f. 26.4. 1964. Utför Estherar fer fram frá Háteigskirkju á morgun og hefst athöfnin klukkan 13.30. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Elsku mamma mín. Þú varst mér allt í einu og öllu. En þú varst fyrst og fremst mamma mín og betri mömmu er ekki hægt að hugsa sér, þú varst líka besta vin- kona mín og trúnaðarvinur. Sam- rýndari mæðgur held ég að séu vandfundnar. Við gerðum allt sam- an. Við deildum saman gleði og sorg. Við gátum hlegið, grátið og rifist án þess að eftir sætu nokkur sár. Núna finnst mér Guð mjög ósanngjarn, að taka þig frá mér svona fljótt, því þú varst kona á besta aldri eins og sagt er og við átt- um eftir að bralla miklu meira saman. Svona er nú eigingirn- in í mér. En ég trúi og treysti því að nú sért þú komin á stað þar sem þú finnur ekki lengur til og þér líður vel. Ég veit líka að vel var tekið á móti þér af henni ömmu en það var eins með ykkur og okkur, þið voruð mjög samrýndar. Þegar þú fékkst þær fréttir að nú væri senn komið að leiðarlok- um, þú værir með krabbamein sem væri í raun komið á lokastig, stóðst þú þig eins og hetja. Þó að þú vær- ir hrædd við að þurfa að skila þessu lífi, eins og við þurfum jú öll að gera og flest okkar hræðast, þá sóttir þú eins og fyrri daginn allt þitt traust og allan þinn styrk til þess eins sem öllu ræður. Þakka þér fyrir samfylgdina, mamma mín, hún var yndisleg en allt of, allt of stutt. Ég vil þakka öllu því yndislega fólki, hjúkrunarfólki og læknum, sem við kynntumst á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í þessari stuttu bar- áttu fyrir stuðninginn, alúðina og góðmennskuna í okkar garð. Einnig vil ég þakka henni Hrund hjá Karitas fyrir frábæran stuðn- ing sem og þeim öllum. Ég vil biðja góðan Guð að styrkja aldraðan föður í hans miklu sorg. Megi algóður Guð vera með okkur öllum og styrkja. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín dóttir. Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, fóstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast lyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eft- ir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.