Morgunblaðið - 18.07.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.07.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR18: JÚLÍ 1999 37, MINNINGAR BJARNIRAGNAR JONSSON + Bjarni Ragnar Jónsson fæddist í Reykjavík 30. apríl 1947. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 5. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Bjarnadótt- ir, d. 16.12. 1987 og Jón Guðjónsson, d. 22.12. 1972. Bróðir Bjarna er Björgvin Jónsson, f. 15.11. 1934 í Vestmanna- eyjum. Bjarni var ókvæntur og barnlaus. Hann lauk stúdentsprófí 1969 og inn- ritaðist í lyfjafræði í Háskóla Is- lands en varð að hætta námi vegna veikinda. títför Bjarna fór fram 15. júlí síðastliðinn. Kveðja frá Taflfélagi Kópavogs Einn af máttarstólpum Taflfé- lags Kópavogs, Bjarni Ragnar Jónsson, er fallinn frá langt um aldur fram. Það var mikið áfall.fyr- ir okkur skákfélagana að heyra um andlát hans. Bjarni var einn af stofnfélögum Taflfélags Kópavogs sem var stofn- að árið 1966. Hann tók strax mik- inn þátt í starfseminni og tefldi á skákmótum hjá félaginu. Hann var kosinn í stjórn félagsins árið 1971 og tók þar virkan þátt í uppbygg- ingu nýs og öflugs taflfélags næstu árin. Arið 1975 baðst hann undan endurkjöri og tók sér langt hlé frá skákíþróttinni. Eftir nokkur erfið ár hjá taflfélaginu í upphafi níunda áratugarins féllst Bjami á að koma aftur tU starfa íyrir félagið árið 1986 og reyndist sú ákvörðun mjög happadijúg fym- okkur. Hann tók fljótlega að sér að vera gjaldkeri félagsins og gegndi því embætti tU dauðadags. Nákvæmni var aðals- merki Bjarna í gjaldkerastarfinu. Hann beitti kannski ekki nýjustu tækni en þó var alltaf hægt að treysta bókhaldinu. Eftir að félagið festi kaup á eigin húsnæði að Hamraborg 5, tók Bjarni einnig að sér umsjón með skákmótum félagsins sem voru tvisvar í viku, á miðvikudögum og sunnudögum. Hann var allt í öUu, mætti ávallt mjög snemma tU að opna húsið, sá um mótatöflur, lag- aði kaffi og var síðan gjarnan síð- astur út eftir að hafa gengið frá, tekið saman gögn og vaskað upp! Ekki nóg með það heldur tók Bjarni einnig að sér aðstoð við önn- ur skákmót og viðburði ef þannig stóð á. Aldrei fékkst hann tU að taka nokkra greiðslu fyrir öll þessi störf heldur vann hann þetta aUt í sjálfboðavinnu og sönnum ung- mennafélagsanda. Sjálfur tefldi Bjarni ekki mikið undanfarin ár, hann lét sér nægja að fylgjast með okkur hinum. Hann var sterkari skákmaður en skákstigin sögðu tU um en full hógvær á köflum. Hann var meira íyrir að ráðleggja öðrum og tók sig oft tU og sýndi krökkun- um sem voru að byija hjá okkur hvemig forðast mætti ýmsar hvim- leiðar byrjana- og endataflsgildrur. Bjarni skilur eftir sig skarð sem verður vandfyllt og munum við félagar í Taflfélagi Kópavogs minnast hans með söknuði og þakklæti í huga. Við vottum fjöl- skyldu hans okkar dýpstu samúð. F.h. Taflfélags Kópavogs, Haraldur Baldursson. Ég frétti í kvöld að vinur minn Bjami R. Jónsson væri látinn. Þó að hann hafi kannski ekki verið þekktur á íslandi sem skákfrömuð- ur, þá var hann það. Hann var skákstjóri flestra skákmóta hjá Taflfélagi Kópavogs og hélt hrað- skákmótum gangandi tvisvar í viku í fjölda ára. Hann sleppti-einungis hátíðardögum eins og jólum og gamlársdag. Kannski páskadegi líka. Bjarni hafði djúp áhrif á mig með góðu skapi sínu og dugnaði. Yfirleitt mætti hann á æfingar með sagnfræðilegar bækur og las þær af miklum áhuga meðan við hinir tefldum. Oft velti ég fyrir mér hvað hann væri að hugsa. Líklegast var hann að rifja upp atburði sem hann hafði upplifað áður, og fékk mikla ánægju út úr því. Þessi einfalda og tæra ánægja sem hann fékk út úr lestrinum var mikilvægari fyrir hann en að leggja lestrarefnið á minnið. Merkingin bak við lestur hans er svo einföld og svo verð- mæt. Nánast glötuð list. Honum tókst einhvern veginn að halda utan um þennan undarlega hóp sem mætti reglulega á æfingar hjá TK. Ég hef ekki getað mætt hjá honum síðasta árið, þar sem ég bý nú í Mexíkó, en það er fátt á ís- landi sem ég sakna meira en æfing- arnar hans Bjarna. Hann var góð- ur og traustur samstarfsmaður þegar ég þjálfaði unglingana í TK. Hann var einnig góður vinur og að- stoðaði mig við undirbúning brúð- kaups okkar Angeles. Stundum fylgdist ég með honum þar sem hann stóð fyrir utan Nóatún í Hamraborg Kópavogs og seldi Legsteinar í Lundi v/Nýbýlaveg áOLSTEINAK 564 3555 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir OLen, útfararstjóri Sverrír Einarsson, útfararstjóri Utfararstofa Islands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ Þegar andlót ber að höndum Útfararstofan annast meginhluta allra útfara d höfuðborgarsvæóinu. Þar starfa nú 15 manns við útfararþjónustu og kistuframleiðslu. Aíúlleg þjónusta sem byggir á langri reynslu Útfararstofa Kirkjugarðanna ehf. Vesturhlíð 2-Fossvogi-Sími 551 1266 happdrættismiða fyrir heyrnar- lausa. Þarna stóð hann sama hvernig viðraði og rétti miða að fólkinu sem gekk erinda sinna, yf- irleitt framhjá honum án þess að líta á andlit hans. Hann hafði þetta blíða andlit. Reyndar hafði hann yfirleitt úfið skegg og þykk gler- augu, en ef þú leist í andlit hans, leist vel í andlit hans, fannstu ávallt blítt bros og skýr augu. Honum var nákvæmlega sama um peninginn sem hann fékk fyrá- verk sín. Reyndar var hann einn af fáum mönnum sem ég þekki sem höfn- uðu launum fyrir starf sitt hjá Tafl- félaginu, þó svo að allir væru af vilja gerðir til að borga honum. Það sem hann gerði var af hreinni góð- mennsku og tryggð við það sem hann unni. Ég mun alltaf sakna Bjarna mik- ið, þessa stóra og góða manns. Til félaga minna í Taflfélagi Kópavogs: Ég bið ykkur að halda minningu Bjama á loft og halda æfingunum lifandi. Vonandi gefst mér tækifæri til að hitta ykkur aftur innan fárra ára og keppa við ykkur á ný. Ég sendi þér mína hinstu kveðju Bjarni og ímynda mér okk- ur heilsast, eins og við gerðum eft- ir nánast hverja einustu æfingu í Hamraborg 5. Hrannar Baldursson, Merida, Mexíkó. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Blómmstofa Friðftnns Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öil kvöid til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MAGNÚS TÓMASSON frá Helludal, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 16. júlí. Jaðarförin auglýst síðar. Dætur, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. K. t Móðir okkar, ELÍNBORG M. HALLDÓRSDÓTTIR frá Kambshól, Melavegi 3, Hvammstanga, lést á Sjúkrahúsinu Hvammstanga að morgni 16. júlí. Jarðarförin auglýst síðar. Jón Halldórsson, Jóhanna Þórarinsdóttir, Elísabet Halldórsdóttir, Sigfús fvarsson og fjölskyldur. A- t Útför systur okkar, STEINGERÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, skálds og leikkonu, Sporðagrunni 7, fer fram fráÁskirkju þriðjudaginn 20. júlí kl. 15.00 Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeir sem vildu minnast hennar láti líknarstofnanir njóta þess. Hjördís Guðmundsdóttir, Droplaug Guðmundsdóttír. t Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SVEINBJÖRNS ANTONS JÓNSSONAR, Steinahlíð 3e, Akureyri. Erla Einarsdóttir, Jón Sveinbjörnsson, Heiða Grétarsdóttir, Einar Sveinbjörnsson, Þórey Sveinsdóttir, Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir, Sverrir Sveinsson, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Elsa Birna Sveinbjörnsdóttir, Bjarni Sveinbjörnsson, Halla Kr. Halldórsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Innilegar þakkir fyrir sýnda samúð við fráfall og útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐRÚNAR ÞORGEIRSDÓTTUR, Bjarkargötu 4, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar B4 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fyrir hlýja og notalega umönnun. Jódís Dagný Vilhjálmsdóttir, Jón Pétursson, Sigurður Þórðarson, Guðrún Hrund Sigurðardóttir, Vilhjálmur Jónsson, Arnar Þór Sigurðsson, Benedikt Jónsson, Andri Vilhjálmur Sigurðsson, Pétur Gauti Jónsson og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, ÞÓRARINS S. MAGNÚSSONAR, Steinahlíð 6a, Akureyri. Bergrós Sigurðardóttir, Sigurður Þórarinsson, Þóra Björg Magnúsdóttir, Helga María Þórarinsdóttir, Gunnar Georg Gunnarsson, Arnar Þórarinsson, og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.