Morgunblaðið - 18.07.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.07.1999, Blaðsíða 42
^2 SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Hundalíf Ljóska Smáfólk Thomas Paine sagði: “Þetta eru þeir fctímar sem sálir manna eru prófaðar” Um hvað var hann að tala? Klippa og lima.. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sfmi 569 1100 • Símbréf 569 1329 Engum greiði gerður með Greiðabílum Frá Ingólíí Þór Hlynssyni og Frið- riki Vigfússyni: ÞETTA er leiðinda lífsreynslusaga af mölinni þar sem aðalpersónurn- ar eru ísskápur, eigandi hans, vin- ur eigandans og greiðabílstjóri. Söguþráðurinn er ekki margbrot- inn en orðbragðið heldur óvandað og spurning hvort það geti talist við hæfi siðprúðra lesenda Morg- unblaðsins sem eiga nú annars góðu að venjast. Við fengum Greiðabíl til að flytja ísskáp á milli staða, hjálpuð- um bílstjóranum með ísskápinn og báðum hann að flytja hann frá Kleppsvegi í Mjóuhlíð; við ætluð- um að hitta hann þar. Þar sem annar okkar er utan af landi og rataði því ekki stystu leið, auk þess sem við lentum í umferðar- teppu á Miklubraut, höfum við verið um 20 mínútur á leiðinni. Þegar við komum á áfangastað var bílstjórinn farinn með ísskápinn. Við hringdum á stöðina og spurðum hvar ísskápurinn væri. Okkur var gefið símanúmer hjá bílstjóranum og hringdum við í hann. Þá sagðist hann hafa beðið drjúga stund og farið svo með ís- skápinn aftur á Kleppsveg. Við spurðum af hverju, fyrst við hefð- um beðið hann um að bíða eftir okkur. Þá svaraði hann hastarlega: „Af hverju eruð þið með svona stæla við mig?“ Við sögðumst ekki vera með neina stæla heldur ein- falda spumingu. Þá hreytti hann í okkur að halda kjafti, bætti við að við værum fífl og skellti á. Okkur var brugðið og ákváðum við að hringja í stjórnstöðina. Þá sagði sá sem varð fyrir svörum að hann treysti sér ekki til að gera neitt fyrir okkur; bílstjórinn hefði allt aðra sögu að segja. Við sem hefðum verið allir af vilja gerðir að hlusta. Ekki var öllu lokið enn, þótt okkur væri öllum lokið. Svo virðist sem bílstjórinn hafí dregið þennan áður ágætlega útlítandi ísskáp úr bílnum einn síns liðs á Kleppsveg- inum því þegar náð var í ísskápinn, vitaskuld með annarri sendibíla- stöð, var hann allur rispaður á hliðinni. Við erum vissulega ekki komnir langt á þrítugsaldurinn og kannski ekki miklir iyrir mann að sjá; en við ætlumst engu að síður til að komið sé fram við okkur af virð- ingu og sanngimi. Að sendibíla- stöð hér í borg sem kennir sig við greiðvikni telji sig geta svínað á okkur án nokkurra eftirmála og kallað okkur öllum illum nöfnum í þokkabót; okkur finnst það bara fjandi hart. INGÓLPUR ÞÓR HLYNSSON Mjóuhh'ð 6, Reykjavík. FRIÐRIK VIGFÚSSON Nesbakka 12, Neskaupstað. Til grunnskólakennara, sérstaklega í Reykjavík og Kópavogi Frá Gísla Ólaíi Péturssyni: BORGARSTJÓRINN í Reykjavík býður ný starfskjör. Kópavogsbær tekur undir. Með þeim hrapa kjör grunnskólakennara niður til okkar sem kennum við framhaldsskól- ana. Við höfum verið á botninum frá síðustu samningum. Þá nefni- lega - ekki bara féllust samninga- menn okkar á svona tillögur. Nei, ónei. Þeir börðust fyrir þeirri náð að fá að gera slíkan samning. Síð- an kennum við fleiri tíma í fleiri vikur og bætum á okkur vinnu við ýmsa tilfyndni. Það hét að við fengjum greitt fyrir meiri vinnu - sem við ekki óskuðum eftir! Svo munaði okkur ekkert um að bæta á okkur vinnu undan og eftir kennslutímabilum. Okkar vaska samningssveit klippti bara af kaffi- tímunum! Aldrei var greitt nema fyrir brot af hinni auknu vinnu. Sá launaauki er löngu horfinn - en vinnuaukinn varir. Það þarf ekki lengur að spá um þróun launanna okkar. Loks er hún staðfest í Kennarablaðinu. AIl- ar hrakspár reyndust réttar. Við höfum hrapað aftur úr öðrum. En þá er ekki allt talið. Mestum hluta sumartímans var dengt ofan á vetrarstarfið. Auðvitað verðum við jafnt og áður að mæta endurnýjun og umbyltingu - en nú fer sumar- fríið til þess! Varúð! Samningamenn okkar sáu hill- ingar þegar þeim bauðst svipað því sem borgarstjórinn í Reykjavík býður ykkur. Við værum miklu betur settir með engan samning frá árinu 1997. Sú gríðarlega starfskjaraskerðing sem fylgdi breytingu vinnutímans gerði allar stundarbætur hlálegar. Langt mun líða áður en við fáum hrundið þessari hörmung sem samin var yfir okkur - með sigurbros á vör. Grunnskólakennarar, gætið að kennsluskyldunni og starfskjörun- um. Það eru þau sem skipta máli þegar til lengdar lætur. GÍSLI ÓLAFUR PÉTURSSON, framhaldsskólakennari. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.