Morgunblaðið - 18.07.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.07.1999, Blaðsíða 48
- 48 SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM % < Listasýning í Esbjerg í ágúst Vatnslitir og fisktrönur Við Krísuvíkurveg standa fisktrönur en hluti þeirra er á leið á listasýningu í Dan- mörku. Sunna Ósk Logadóttir ræddi við listamenn sem vinna að sýningunni. UNNUR Jórunn Birgisdóttir listakona er á leið til danska bæjarins Esbjerg ásamt físk- trönum og þurrkuðum þorskhaus- um. Þar mun hún taka þátt í stórri sýningu niðri við höfnina og verða trönumar og hausarnir sem þeim fylgja einnig hluti af sýningunni. Únnur ætlar að sýna vatnslitamynd- ir sem flestar eru af fisktrönum og íslensku landslagi. Það er fyrirtækið Viking Lifesav- ing sem heldur sýninguna er hefst þann 14. ágúst og stendur í viku. Sýningin er haldin í tilefni 125 ára kaupstaðarafmælis Esbjerg-bæjar og verður slegið upp niðri við gömlu höfnina. Danski listamaðurinn Agust Kru- se Pedersen átti hugmyndina að því að flytja trönurnar frá íslandi en Viking Lifesaving fékk hann til að skipuleggja sýninguna. Fyrirtækið selur, eins og nafnið ber með sér, ýmsan varning til björgunastarfa, allt frá björgunarbátum til björgun- arvesta en Icedan í Hafnarfirði er umboðsaðili fyrir Viking hér á landi. Fyrstu fisktrönur í Danmörku „Þetta er í fyrsta skipti sem trön- ur frá Islandi verða settar upp í HELGI Jörgensen aðstoðarmaður, Unnur Jórunn Birgisdóttir og Agust Kruse Pedersen umkringd þurrkuðum þorskhausum. Danmörku,“ sagði Agust þar sem hann stóð við trönurnar sem brátt átti að taka niður. „Við ætlum að taka tvö fög úr þessum trönum og nokkra þorskhausa, setja í gám og flytja til Esbjerg á morgun [þriðju- dag]. Við ákváðum að fá Unni með okkur þar sem Viking er í samstarfi við fyrirtæki á Isiandi og því viðeig- andi að íslenskur listamaður sýndi á hátíðinni." Unnur hefur áður haldið sýningu í Esbjerg og er því þekkt meðal bæjarbúa. „Ég er mjög tengd Danmörku. Mér finnst ég vera kom- in heim þegar ég kem þangað,“ sagði Unnur og sýndi blaðamanni fallegar og litríkar vatnslitamyndir. Mynd- irnar verða til sýnis í húsi niðri við höfnina sem var áður fyrr var mikil athafnahöfn. Nú leggjast þar aðal- lega að bryggju snekkjur og aðrir glæsibátar svo hlutverk hennar hef- ur breyst. Steinhöggvari ættaður frá íslandi A sýningunni á hafnarbakkanum mim kenna ýmissa grasa. Meðal þeirra listamanna sem sýna verða ungur fatahönnuður frá Danmörku og steinhöggvari sem er hálfur Fær- eyingur og hálfur Islendingur en bú- ,eið 'ferdaía™ ÖnUrnar settur í Danmörku. Viking mun einnig sýna nýjustu vörur sínar, björgunaræfingar verða haldnar daglega og sýningargestum boðið að skoða hátækni björgunarþyrlu. Mikill vinskapur hefur verið milli Hafnarfjarðar og Esbjerg í gegnum aldirnar vegna verslunar og fisk- veiða. „Þegar sýningunni lýkur verða trönurnar fluttar í Sjávarút- vegssafnið í Esbjerg. Þar munu þær standa í framtíðinni,“ sagði Agust. Trönurnar verða því nokkurs konar minnisvarði um vináttu kaupstað- anna tveggja. Agust er fjölhæfur listamaður sem kemur víða við í listsköpun sinni. A síðustu árum hefur hann tekið að sér ýmis listatengd verkefni fyrir fyrir- tæki. „Fyrirtækin koma til mín og byðja mig t.d. að setja upp sýningu með ákveðnu þema. Forsvarsmenn þeirra vilja oft vinna með lista- mönnum og ég sé um að finna þá og skipuleggja sýningar," sagði Agust sem heldur sjaldan sýningar á eigin verkum. „Það kemur fyrir að ég máli myndir af einhverju sem tengist fyrirtækinu, eins og t.d. af skipum í smíðum fyrir skipasmíða- stöðvar. Stundum reyni ég að fínna hluti sem segja eitthvað um starf- semi fyrirtækisins og ímynd þess,“ sagði Agust. „Þar sem höfnin í Es- bjerg er gömul fiskibátahöfn datt mér í hug að flytja þangað fisk- trönur frá Islandi. Og af því að Hafnarfjörður hefur tengst Es- bjerg í gegnum aldirnar var viðeig- andi að trönurnar ættu rætur sínar að rekja þangað." MYNDIN Your Friends and Neighbors er hreinskilin og einkar vel leikin mynd. f hundakofanum (In the Doghouse) irk'k Skemmtileg fjölskyldumynd sem tek- ur sig mátulega alvarlega. Kímnin lyft- ir frásögninni og gerir að verkum að flestir ættu að geta notið góðrar stundar við skjáinn. Innbrotsmenn (Safe Men) irk'k Mjög skrítin og alveg sérstaklega vit- laus mynd en skemmtileg á köflum og sprenghlægileg inn á milli, og óhætt að mæla með við flesta sem leita sér að stundarafþreyingu. Fjárhættuspilarinn (The Gambler) irkk'k Skemmtileg saga sem fléttar saman skáldskap og raunveruleika á marg- slunginn hátt. Handritið er í sérflokki og leikurinn frábær. Hershöfðinginn (The General) irk'k Vel gerð og ágætlega leikin írsk mynd um glæpamanninn Martin Cahill sem , ólst upp í fátækrahverfum Dyflinnar og varð eins konar goðsögn á sínum heimaslóðum. Tökum sporið (Dance With Me) irk'k Þessari dansmynd er óhætt að mæla með fyrir þá sem kunna að meta suð- ræna sveiflu, notalega rómantík og sykursæta leikara. Dansinn kirk'k Dansinn er besta íslenska kvikmynd síðustu ára og vekur vonir um bjartari framtíð greininni til handa. I Evuvík (Eve’s Bayou) kkkk Óvenjulegt samræmi er í myndinni sem stöðugt minnir á hita, ástríður og galdur. Evuvík er án efa eitt besta, djarfasta og metnaðarfyllsta fjöl- skyldudrama sem fest hefur verið á filmu lengi lengi. Hin eina sanna Ijóska (The Real Blond) kkk ><* Verulega góð og þaulhugsuð mynd Góð myndbönd sem vekur upp þarfar og áhugaverðar spumingar um sambönd kynjanna frá ólíkum sjónarhomum. Kossinn (Kissed) kkk Vel leikin og skrifuð mynd, fáguð í út- liti og framsetningu og í ljósri mótsögn við óhugnarlegan efniviðinn. Ótrúlega djörf og eftirminnileg á sinn sérstaka hátt. Vel þess virði að skoða, fyrir þá sem treysta sér. Skuggamyndir (Portraits Chinois) kk'k Skuggamyndir er ágæt skemmtun og krefjandi tilbreyting frá bandarísku síbyljunni. Persónur em margar og myndin kallar á vakandi athygli áhorf- andans allan tímann. Truman þátturinn. (The Truman Show) kkkk Stór, „sönn“ og frábærlega uppbyggð samsæriskenning sem lítur gagnrýnið á menningu samtímans. Handritið er afburðagott og myndin óaðfinnanleg frá tæknilegu sjónarhorni. Mynd sem allir ættu að sjá. Gildir einu (Whatever) kkk Raunsæisleg kvikmynd um umstang uppvaxtaráranna á fyrri hluta ní- unda áratugarins. Jarðbundin og þroskuð nálgunin gerir myndina áhrifaríka. (Next Stop Wonderland) kkk'k Nýstárleg og vel gerð rómantísk gam- anmynd sem skartar margbreytilegri persónusköpum og skondnum húmor. Góð mynd sem skilur eftir sig notalega sumartilfinningu. Risinn minn (My Giant) kk'k „Risinn minn“ er góðlátleg lítil mynd sem ætti að geta verið ágæt skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Kennslustund í tangó (The Tango Lesson) kkk Margslungin mynd sem einkennist af mótsögnum. Sjálfhverf, tilgerðarleg og vond, en um leið einlæg, djörf og kím- in. Hún stendur og fellur með viðtök- um hvers og eins. Samningamaðurinn (The Negotiator) kkk'k Tæknilega fullkomin, áferðarfalleg og mjög vel unnin kvikmynd og án efa í flokki bestu hasarmynda síðustu ára. Jackson og Spacey eru alvöru töffarar. Dauði á vistinni (Dead Man on Campus) kk'k Þokkalega skemmtileg vitleysa og fín gamanmynd. Handritið er sæmilega unnið, helstu sögupersónur vel heppn- aðar og myndin ágæt skemmtun. Með húð og hári (Lock, Stock and Two Smoking Barrels) kkk Eiginlega blanda af „Pulp Fiction" og „Trainspotting", fyrirtaks afþreying sem hefði getað verið þó nokkuð meira með þó nokkuð minni áhrifagirni. Get ekki varla beðið (Can’t Hardly Wait) kkk Gaggó-gelgjumynd sem kemur á óvart. Leikið er skemmtilega með staðlaðar týpur, snúið upp á þær og flett ofan af þeim. Öruggt lið ungra leikara heldur uppi fjörinu. Fánalitirnir (Primary Colors) kkk'k Pólitísk en um leið litrík og bráðfyndin mynd um persónur og atburði sem byggðar eru á sjálfum Clinton og hans fólki. Travolta sýnir ógleymaleg Clint- on-tilþrif innan um einvalalið leikara. Mikilmennið (The Mighty) kkk'k Óvenju vönduð bandarísk fjölskyldu- mynd sem fjallar á hjartnæman hátt um ljósar og dökkar hliðar hvers- dagstilverunnar og á erindi við börn jafnt sem fullorðna. Spilamenn (Rounders) kk'k Lipur og hnyttin pókermynd sem fer með áhorfandann í skemmtiferð um undirheima fjárhættuspilamennskunn- ar. Um leið er um óraunsæislega upp- hafningu á spilafíkninni að ræða. Foreldragildran (The Parent Trap) kk'k Fín afþreying og skemmtun fyrir alla fjölskylduna sem ekki ætti að skilja of mikið eftir sig. Ekta Disney mynd. Óvinur ríkisins (Enemy of the State) kkk Dæmigerð stórhasarmynd, framleidd og leikin af sönnum atvinnumönnum i bransanum. Ekkert sem kemur á óvart, sem kemur ekki á óvart. Baðhúsið (Hamam) kk'h Áhugaverð og óvenjuleg tyrknesk mynd um framandi menningarheima og töfra þeirra. Sjálfsvígskóngamir (Suicide Kings) kk'k Leikararnir, einkum Dennis Leai-y og Christopher Walken, bjarga myndinni. Hún hefði getað verið þó nokkuð betri en nær ágætlega að halda afþreying- ar- og skemmtigildi. Aftur til draumalandsins (Return to Paradise)***'^ Dramatísk spennumynd sem sækir kraft í huglæga þætti og varpar sið- ferðilegum vanda yfir á áhorfandann. Eftirminnileg og framúrskarandi vel leikin mynd sem fær úrvals meðmæli. Vinir þínir og nágrannar (Your Friends and Neighbors)**'*'1/; Mynd sem kafar dýpra í mannleg samskipti og kynlíf en áhorfendur eiga að venjast. Hreinskilin og einkar vel leikin. Skoteldar (Hana-bi)**** Blóði drifin harmsaga sem einkennist af sjónrænni fegurð og djúpri list- rænni fágun. Japanski leikstjórinn Ta- keshi Kitano nýtir hér möguleika kvik- myndaformsins til hins ýtrasta. Ópíumstríðið (Yapian zhanzhung)AA* Áhugavert sögulegt drama sem fjallar um ópíumstríðið svokallaða milli Breta og Kínverja. Kvikmyndin líður þó fyrir að hafa verið stytt umtalsvert frá upp- runalegri útgáfu. Vestri (Western) kk'k Franskur nútímavestri, sem fylgir tveimur ferðalöngum á hægagangi um sveitir Vestur-Frakklands. Sposk, hæglát og sjarmerandi. Guðmundur Ásgeirsson/Heiða Jóhannsdóttir/Ottó Geir Borg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.