Morgunblaðið - 18.07.1999, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 18.07.1999, Blaðsíða 50
MORGUNBLAÐIÐ j 50 SUNNUDAGUR 18. JÚLÍ 1999 FÓLK í FRÉTTUM Fegurðarsamkeppni Færeyja í haust „Sprund“ og „kallur“ keppa FEGURÐARSAMKEPPNI Færeyja 1999 eða „Vakurleika- kapping Fproya" eins og heima- menn kjósa að kalla hana verður haldin í Badmintonhöllinni í Þórs- höfn í lok ágúst. Bæði herra og ' ungfrú Færeyjar verða valin eða „Fproya sprund“ og „kallur“. Stúlkumar 13 sem taka þátt eiga þess einnig kost að hreppa titilinn „sýniskona Fproya", sem er besta ljósmyndafyrirsætan og sú sem hefur bestu húðina fær titilinn „vakrasta húðin“. Sjö piltar keppa um titilinn „Foroya kallur“ og er þetta í fyrsta skipti sem slík keppni er haldin í landinu. „Haft var samband við mig frá Færeyjum fyrir tveimur mánuðum og ég beðin að koma út og hjálpa til við að setja upp keppnina," sag- I Ql óits I áMcD' ir Rósa Ingólfsdóttir, fram- kvæmdastjóri keppninnar. „Mér fannst þetta spennandi verkefni og bretti strax upp ermarnar og hófst handa.“ Ársverk á tveimur mánuðum Fyrirvarinn var stuttur því upp- haflega stóð til að halda keppnina 23. júlí. Rósa sá sér því þann kost vænstan að leita til vinkonu sinnar Guðnýar M. Gunnarsdóttur og hafa þær undanfamar vikur staðið í ströngu við að undirbúa keppn- ina. „Við emm í raun að vinna árs- verk á tveimur mánuðum. Þetta er nánast klikkun en við höfum unnið mikið saman í gegnum tíðina svo að þetta hefur allt blessast furðu vel,“ segir Rósa og Guðný tekur undir þau orð. „Við höfum aðallega NaLJSI IS< . > aðeins brauðformi íslenskur gæda rjómaís eftir sér- uppskrift McDonald's. Léttur, ferskur og fitu- og sykurminni en gengur og gerist. Hrein afurð íslenskrar náttúru, enda mjólkin uppistaðan í isnum. Austurstræti 20 Suðurlandsbraut 56 verið að vinna í gegnum síma en Rósa hefur farið tvisar út til að kynna sér aðstæður." Keppniskvöldið hefst með borð- haldi og allur matur sem boðið verður upp á er íslenskur. „Ég leit- aði til fyrirtækja hér heima og það var alveg sama við hvern við töluð- um, allir voru boðnir og búnir til að aðstoða við að gera þessa keppni sem glæsilegasta. Islenskir bændur og Eðalfískur í Borganesi styrkja veislukvöldið með landbún- aðarafurðum og landbúnaðarráð- herra Islands er verndari sýning- arinnar. Svo að keppnin verður vömkynning líka en fulltrúi frá landbúnaðarráðuneytinu verður heiðursgestur," segir Rósa. Fegurðarsamkeppni Færeyja hefur ekki verið haldin síðan 1992 og segir Rósa „rauðsokkur" á eyj- unum hafi haldið keppninni niðri. Keppnin í haust verður auk þess fyrsta fegurðarsamkeppni sem haldin er í Færeyjum án íhlutunar Dana. „Við leggjum mikið upp úr því að keppnin sé öll mjög fær- eysk,“ segir Guðný. „Við vildum t.d. að titillinn „Foroya sprnnd" væri notaður en ekki „Miss“ eins og gert var árið 1992.“ Eftir matinn koma keppendur fram á sviðið í sundfötum. Þá koma stúlkumar fram í síðkjólum sem Brúðarkjólaleiga Dóm lánar þeim og piltarnir í smóking. Ung- frú Island fær kórónu sem hún heldur í eitt ár þar til hún krýnir arftaka sinn. En „Foroya spmnd“ fær bikar til eignar. „Ég held silki- borðunum en bikarinn kemur í stað kórónunnar," segir Rósa en einnig verða veitt önnur verðlaun, þar á meðal gripur sem íslenska listakonan Ríkey gerði. Líkir og ólflíir íslendingar og Færeyingar em ólíkir að mörgu leyti að mati Rósu. „Þeir em eiginlega 25 ámm á eftir okkur í hraða,“ segir hún. „En það er af hinu góða og við íslendingar gætum lært ýmislegt af þeim hvað það snertir, við sem emm alltaf að flýta okkur. Þeir fara sér hægt og kunna ekki að bruðla. Þeir fylgjast samt vel með tískunni en það er mjög merkilegt að koma inn í tískuvömverslun í Færeyjum því það er eins og að koma inn í kaup- RÓSA Ingólfsdóttir og Guðný M. Gunnarsdóttir skipuleggja Fegurð- arsamkeppni Færeyja. félag hér heima. Það ægir öllu saman. Færeyskar konur eru sér mjög meðvitandi um tískuna en em þó látlausar og láta tísku- strauma ekki stjórna sér.“ Rósa hefur hitt stúlkurnar sem keppa og er mjög hrifin af þeim. „Þær em afskaplega fallegar, ferskar og náttúmlegar. Margar þeirra em efni í fyrirsætur." En mun „Vakurleikadrottning Færeyja" taka þátt í alþjóðlegum fegurðarsamkeppnum? „Já, það er ætlunin að reyna að koma henni í keppnina Ungfrú Skandinavía," segir Rósa sem er að vinna í því máli um þessar mundir. Þær Guðný em þess fullvissar að ef allt gengur vel eigi eftir að halda keppnina að ári. „Ég vil samt að Færeyingar eignist þessa keppni að öllu leyti með tímanum," segir Rósa og Guðný bætir við að þær séu báðar boðnar og búnar til að aðstoða þá í nokkur ár en síðan væri æskilegt að þeir myndu taka við stjórninni. „Þetta er svo hrekk- laus þjóð, það er það sem mér finnst svo heillandi," segir Rósa brosandi. „Þess vegna nýtur hún líka mikillar velvildar hér á ís- landi. Vonandi á þessi keppni eftir að efla samstöðu íslands og Færeyja enn frekar." Á myndbandi 20. júlí /•fyuJf.tO EF ÞU FÆR& HANA EWŒ HJA OKKUR pá er mún aoa m Afnaffcakfci. Eddufefti. Grímsbæ, HólagarC*. Sólvallagðtu. txxlákshðfr og Sftell Selfossi »7-0555 553-9522 SST-MSO 552-«?? 483-3966 482-3088 Volvo V70 2,51 20V "98 Ekinn 10 þús. km. svartur, sjálfskiptur, leður, viðarmælaborð, 16" álfelgur, bíllinn er hlaðinn aukabúnaði. Mercedes Benz 230 SLK Kompressor "98 Ekinn 3 þús. km. vínrauður, 4 loftpúðar, ABS, spólvörn, þjófavörn, BOSE hljómkerfi, rafknúið framsæti, álfelgur, fellanlegur rafknúinn stáitoppur. Ekinn 106 þús. km. Svartur, sjálfskiptur, ABS, spólvörn, leðurinnrétting. Mjög vel útbúinn bfll www.benni.is Vagnhöfða 23 587-0-587 BMW 850IA Porsche 911 Carrera 4 12cyl "9 1 3.61 «,1 "93 Eklnn 100 þús. km. Svartur, 5 gíra, ABS, leðurinnrétting, toppluga, allt rafdrifið, loftkæling, hraðastillir, álfelqur, læst drif, topplúga, loftpúoar, rafdrifinn spoiler, 250 hestöfl. 5,7 sek frá 0- 100 km/klst. Notaðir Bílar Bíldshöfða 8 - s: 577 2800 Manson í kvikmynd KVIKMYNDAHXJ S AGESTIR geta farið að undirbúa sig fyrir hneykslanlega mynd því enginn annar en rokkarinn athyglissjúki Marilyn Manson mun leika, senija handrit og tónlist myndar sem verður eitthvað í líkingu við The Wall þeirra Pink Floyd-manna. Manson verður auðvitað í aðalhlutverki en það verður handritshöfundurinn Robert Parigi sem verður honum innan handar við skriftirnar sem ganga að sögn vel og handritið verður tilbúið til framleiðslu 1 haust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.