Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ Pffi 10 FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 _____ Kajakar og hjólabátar á Hópinu í Tálknafírði Morgunblaðið/Helgi Bjarnason LILJA Magnúsdóttir í Leikjalandi kennir gesti kajakróður. ÞEGAR gott er veður í Tálknaíírði stendur útgerð Leikjalands með miklum blóma, allir bátar á sjó. Eitthvað fyrir börn á öllum aldri „ÞAÐ gefur manni afskaplega mikið að fá svona góð viðbrögð hjá fólki,“ segir Lilja Magnúsdótt- ir í Leikjalandi á Tálknafirði. Leikjaland býður ýmsa afþrey- ingu fyrir ferðafólk og heima- menn, meðal annars siglingar á Hópinu í Tálknafirði og eru eig- endurnir ánægðir með árangur- inn þann stutta tíma sem fyrir- tækið hefur starfað. Meðeigendur Lilju í Leikjalandi eru Gunnar Egilsson, eigandi veitingastaðarins Hópsins, og Að- alsteinn bróðir Lilju. Sjálf er Lilja svæðisleiðsögumaður á Vestfjörð- um og formaður Ferðamálafélags Barðastrandarsýslu. „Við Gunnar höfum verið lengi í ferðaþjónustu og oft spurt okkur að því hvað stoppi ferðafólk á stöðunum. Hér hefur verið byggt upp gott tjald- svæði og áhugi að gera það að þekktum áningarstað. Þá vantar eitthvað til að vera við á kvöldin. Við ákváðum í fyrra að hefja þennan rekstur til reynslu og við- tökurnar voru svo góðar að við ákváðum að halda áfram. Það hefur oft gerst að til mín hefur komið ferðafólk að kvöldi og komið svo aftur morguninn eftir og sagt að þau hafi ekki fengið að halda ferðinni áfram, börnin hafi viljað komast aftur í Leikjaland," segir Lilja. I Leikjalandi er reynt að hafa eitthvað fyrir börn á öllum aldri. Þar eru rafmagnsbílar fyrir yngstu börnin, barnakajakar og hjólabátar fyrir börn og unglinga að fermingu og kajakar og ára- bátar fyrir eldri unglinga og full- orðna. Þá hefur verið komið upp minigolfbrautum. Engin vélknúin tæki eru á sjó enda leggur Lilja áherslu á að starfsemin eigi að vera umhverfis- og íjölskylduvæn og ekki megi spilla stemmning- unni með vélum. Leikjaland er opið allan daginn um helgar og á kvöldin í miðri viku. Eigendurnir hafa sjálfir umsjón með starfseminni, með fullri vinnu við annað, og Lilja segir að flestar vaktirnar dæmist á sig því félagarnir segi að hún hafí stysta vinnudaginn. Hún er afgreiðslustjóri í Eyrasparisjóði á daginn en er síðan í Leikjalandi flest kvöld og helgar yfír sumar- ið. Hún segir að fólk sé þakklátt og það geri vinnuna skemmtilega. Töluverður stofnkostnaður er við báta og tæki. Lilja vonast til að fjárfestingin skili sér til baka á tíu árum og að hún geti farið að greiða sér laun eftir fimm ár. Aðstæður til að stunda sigling- ar eru góðar í Tálknafirði. Mikil veðursæld, yfirleitt iogn á kvöld- in eftir að innlögnin hættir, sömu- leiðis á morgnana. Hins vegar getur innlögnin, hafgolan, verið svöl um miðjan daginn. „En fólk sem fer á sjó getur líka klætt sig,“ segir Lilja. Hún leggur áherslu á öryggi gestanna, segir að reglum um aldurstakmörk sé fylgt fast eftir. Aukið sjálfstæði grunnskdla í Reykjavík Stefnt að árang- urssamningum Morgunblaðið/Arnaldur ÞÓRDÍS Sigurðardóttir, Jórunn Magnúsdóttir, Svana M. Símonardótt- ir og Þórunn Bergsdóttir hjá Foreldrahópi Vímulausrar æsku vara við hættunni sem fylgir útihátíðum. Fjölmargar hættur fylgja útihátíðum um verslunarmannahelgina Börn fari ekki án eftirlits ALLT frá árunum 1994-95 hafa borgaryfirvöld stefnt að auknu sjálf- stæði gunnskólanna í Reykjavík. Að sögn Olafs Darra Andrasonar, for- stöðumanns fjármálasviðs Fræðslu- miðstöðvar Reykjavíkur, var skólun- um í fyrstu veitt ákveðið fjárhags- legt sjálfstæði varðandi innkaup og fleira en nú er í skoðun að gerðir verði þjónustu- eða árangurssamn- ingar við skólana líkt og gert var í þremur skólum í Kópavogi. Ólafur Darri sagði að þetta ferli hefði byrjað í smáu á árunum 1994-1995 og að í fyrstu hefði skól- unum verið veitt sjálfstæði til kaupa á pappír, mynd- og handmenntaefni o.fl. „Við höfum verið að þróa þetta og er stefnt að því að gera skólana fjárhagslega sjálfstæða," sagði Ölafur Darri. „A síðasta ári fengu skólastjórar prókúru á allar fjár- veitingar skólanna og þeir stofnuðu til allra fjárskuldbindinga, skrifuðu upp á reikninga og allar vinnu- skýrslur og yfirvinnureikninga sem er kannski stærsti hluti kostnaðar við skólana." Sagði hann að reynt væri að leggja skólunum til fjármagn eftir fyrirfram gefnum reglum, þar sem tillit væri tekið til aðstæðna í hverj- um skóla. „AHir skólar sem búa við sömu aðstæður fá sömu fjárveitingu og skólastjórar að gefnum ákveðn- um leikreglum hafa fullt ráðstöfun- arvald yfir þeim fjárveitingum," sagði Ólafur Darri. „Það getur að vísu þýtt það að einn skóli fái hlut- fallslega meira framlag fyrir hvem nema vegna þess að þeir eru hugs- anlega með færri nemendur í bekk þannig að kostnaðurinn deilist á færri eða að þeir eru með fleiri sér- úrræði sem eru hlutfallslega dýr. Við trúum því að skólarnir ráðstafi fjármagningu skynsamlegar og velji brýnustu verkefnin." Nefndi hann sem dæmi að hvatt hefði verið til orkusparnaðar í skól- um og að í framhaldi væri vilji til að skólinn gæti ráðstafað sparnaðinum sem nýttist um leið í innra starfi skólanna og yrði mönnum hvatning. Hætt að skammta Ólafur Darri sagði að reynt væri að beina fjárveitingunum beint út í skólanna og hætta að skammta fénu miðlægt frá Fræðslumiðstöðinni þannig að skólar fá strax til ráðstöf- unar það fé sem þeim er ætlað. Fyr- ir vikið væri minna svigrúm hjá fræðsluyfirvöldum að verða við ósk- um sem kæmu á miðju ári. Sagði hann að skólarnir ráðstöf- uðu öllum launagreiðslum eftir ákveðnum leikreglum. „Frelsið er komið til þeirra og þó svo við send- um út kennsluáætlanir á vorin til viðmiðunar og gerum þar ráð íyrir ákveðnum nemendafjölda, bekkjar- deildum og skiptistundum hafa skól- amir fullkomið frelsi til að fjölga eða fækka bekkjardeildum og skipu- leggja starfið með allt öðrum hætti en okkar meðaltalsútreikningar segja til um,“ sagði hann. Velta yfir 200 milljónum Næsta skref sagði Ólafur Darri að væri að auðvelda skólunum að ákveða kennslumagn og reikna yfir í krónur og aura. Benti hann á að velta stærstu skólanna færi yfir 200 milljónir á ári og að þeir þyrftu á að- stoð að halda við skipulagningu þeg- ar þeir væru orðnir fjárhagslega sjálfstæðir. „Við höfum líka verið að velta því fyrir okkur að gera þjón- ustu- eða árangusstjórnunarsamn- inga við skólana um ákveðið starf fyrir ákveðna fjárhæð, svipað og gert er í Kópavogi,“ sagði Ólafur Darri. MIKILVÆGT er að foreldrar standi saman og hafi samráð sín á milli þeg- ar unglingarnir fara þess á leit að fá að fara á útihátíð um verslunar- mannahelgina. Þetta segja Þórdís Sigurðardóttir, Jórann Magnúsdóttir, Svana M. Símonardóttir og Þórann Bergsdóttir hjá Foreldrahópi Vímu- lausrar æsku. Þær hafa allar átt börn sem lent hafa í vandræðum vegna fíkniefna og vilja miðla reynslu sinni. „Foreldrar verða að geta sagt nei við bömin sín. Ekki til þess að vera leiðinlegir, heldur vegna þess að þeim þykir vænt um þau. Islendingum hef- ur oft reynst erfitt að segja nei og standa við það,“ segii' Þórdís Sigurð- ardóttir. Samkvæmt lögræðislögum verða menn lögráða við 18 ára aldur og því er það í valdi foreldra hvort börn fá að sækja útihátíðir íyrir 18 ára aldur. Bamaverndarlög kveða hins vegar á um að böm á aldrinum 13-16 ára megi ekki vera úti eftir kl. 24 á sumr- in, nema í fylgd með fullorðnum. Því má segja að lögum samkvæmt sé óheimilt að böm yngri en 16 ára fari ein á útihátíðir. Að sögn Jórannar era hættumar fjölmargar sem fylgja útihátíðunum. „Þar era áfengi og önnur vímuefni náttúrlega hvað hættulegust. Mý- mörg dæmi era um að unglingar hafi fengið sér fyrsta sopann, eða fyrstu pípuna, um verslunarmannahelgina. Auðvitað er misjafnt hvemig einstak- lingarnir bregðast við, en hjá mörg- um verður ekki aftur snúið. Því er í mörgum tilfellum tekið mjög afdrifa- ríkt skref,“ segir hún. Þá nefnir hún nauðganir og önnur ofbeldisverk, sem hafi verið fylgifiskur margra útihá- tíða í gegnum árin. Æskilegt að mótshaldarar séu ábyrgari Þórann segir að brýnt sé að farið sé að landslögum. Hún segir að æskilegt sé að mótshaldarar taki virkari þátt í því og sendi börn yngri en 16 ára heim. „Það væri hægt að koma í veg fyrir ýmislegt ef fólk tæki sig saman og færi eftir lands- lögum,“ segir hún. Svana segir að margoft hafi komið upp tilvik, þar sem börn hafi farið á útihátíðir án leyfis foreldra sinna. Grunnskóli V esturbyggðar Samhljóða ráðinn skólastjóri BÆJARRÁÐ Vesturbyggðar ákvað á fundi sínum í fyrra- kvöld að ráða Ragnhildi Ein- arsdóttir kennara á Patreks- firði sem skólastjóra grunn- skóla Vesturbyggðar. Jafn- framt var ákveðið að kjósa nefnd til að semja við þrjá fyrrverandi skólastjóra um ráðningu í aðstoðarskóla- stjórastöður. Tveir sóttu um stöðu skóla- stjóra grunnskóla Vestur- byggðar sem verður til með sameiningu skólanna á Pat- reksfirði, Bíldudal, Birkimel og í Örlygshöfn. Fellt var í fræðslunefnd Vesturbyggðar að mæla með ráðningu annars hvors umsækjendanna en bæjarráð samþykkti sam- hljóða í fyrrakvöld að ráða Ragnhildi. Þá lá fyrir skrifleg ósk allra bæjarfulltrúa Sjálf- stæðisflokks og Samstöðu sem mynda meirihluta í bæj- arstjórn, átta fulltrúa af þeim níu sem bæjarstjóm skipa, um ráðningu RagnhOdar. Bæjarstjórn hefur lýst yfir vilja til að ráða fyrrverandi skólastjóra skólanna á Bíldu- dal, Birkimel og í Örlygshöfn sem aðstoðarskólastjóra á sömu stöðum. Bæjarráð kaus í fyrrakvöld þriggja manna nefnd til að gera bráðabirgða- samkomulag við aðstoðar- skólastjórana. Vonast Haukur Már Sigurðarson, formaður bæjarráðs, til að niðurstaða fáist strax eftir helgi. Hann segir fyrirhugað að Launa- nefnd sveitarfélaga og Kenn- arasambandið geri endanleg- an samning um starfskjör að- stoðarskólastjóranna í haust. Skólastjóri og aðstoðarskóla- stjóri Patreksskóla hafa látið af störfum. Fluttur á sjúkrahús með sjúkra- flugi KARLMAÐUR á fertugsaldri var í fyrrinótt fluttur með björgunarþyrlu Landhelgis- gæslunnar frá Hlöðuvík á Ströndum til Reykjavíkur á sjúkrahús með brunasár í andliti. Hann var með 2. stigs bruna á hluta andlitsins og var færður á brunadeild Landspít- alans þaðan sem hann verður væntanlega útskrifaður í dag að sögn læknis. Varðskipið Ægir var statt skammt undan Ströndum þegar neyðarkall barst frá skála í Hlöðuvík og nam send- inguna auk Ísafjarðarradíós. Varðskipsmenn gerðu stjóm- stöð Landhelgisgæslunnar viðvart klukkan 23.37 í fyrra- kvöld og var þyrla Landhelg- isgæslunnar send af stað skömmu síðar. Varðskips- menn náðu síðan landi við Hlöðuvík á gúmmíbát klukkan 00.50 og hlúðu að manninum með kæligrisjum og bjuggu hann undir sjúkrafiutning uns þyrlan lenti við skálann og sótti hinn slasaða. _ Hinn slasaði er íslendingur og var í hópi ferðafólks á Ströndum er slysið vildi til en það mun hafa orsakast vegna meðferðar á bensínprímus.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.