Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Nýherji hagnaðist um 130,9 milljónir króna CfSr> NÝHERJI hf. A janúar - 30. júní 1999 Rekstrarreikningur Muijónir kmna 1999 1998 Breyt. Rekstrartekjur,ásamt umboðssölu 1705,8 1447,7 17,8% Rekstrarqjöld 1538,1 1295,0 18,8% Fjármunagjöld umfram tekjur 10,2 1,7 500,0% Hagnaður af reglulegri starfsemi 64,5 41,6 55,0% Tekju- og eignarskattur 23,1 1,0 2210,0% Hagnaður af reglul. starfs. eftir skatta 41,4 40,6 2,0% Aðrar tekjur og afk. hlutdeildarfélaga 89,5 0,0 Hagnaður 130,9 40,6 222,4% Efnahagsreikningur 30. júní 1999 1998 Breyt. I Eign/r: \ Fastafjármunir Miiljónir króna 336,7 241,8 39,2% Veltufjármunir 1331,5 659,0 102,0% Eignir samtals 1668,2 900,8 85,2% I Skuidir oa eigiO té: \ E i g i ð f é Milljónir króna 874,6 363,1 140,9% Langtímaskuldir og tekjusk.skuldb. 317,9 209,4 51,8% Skammtímaskuldir 475,8 328,3 44,9% Skuldir samtals 793,7 537,7 47.6% Skuldir og eigið fé samtals 1668,2 900,8 85,2% Sjóðstreymi og kennitölur 1999 1998 Breyt. Veltufé frá rekstri Milijónir króna 98,4 62,9 56,4% Veltuaukning 20% 68% Veltufjárhlutfall 2,8 2 Eiginfjárhlutfall 52% 40% Arðsemi eigin fjár 57% 25% NÝHERJI hf. hagnaðist um 130,9 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins 1999, sam- anborið við 40,6 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins á und- an. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 64,5 milljónum á fyrri árshelmingi ársins 1999, og hagnaður af reglulegri starf- semi eftir skatta nam 41,4 millj- ónum króna. 87,5 milljóna króna söluhagnaðar af húsnæði Nýherja í Skaftahlíð 24, en fyr- irtækið hefur fest kaup á nýrri byggingu í Borgartúni 37 sem nú er í byggingu, og 2 milljóna króna hagnaður af hlutdeildar- félögum leiddi tO endanlegs hagnaðar upp á tæpa 131 millj- ón. A fyrri helmingi ársins 1998 nam hagnaður af reglulegri starfsemi 41,6 milljónum króna og hagnaður af reglu- legri starfsemi eftir skatta sem og endanlegur hagnaður 40,6 milljónum, enda greiddi Ný- herji þá engan tekjuskatt vegna uppsafnaðs rekstrartaps sem félagið átti þá inni. Velta Nýherja nam 1.705,8 milljón- um króna á fyrri árshelmingi þessa árs á móti 1.447,1 milij- ón á sama tímabili árið 1998. Þetta kemur fram í fréttatU- kynningu frá Nýherja. „Við erum ánægðir með af- komuna nú þar sem betur gekk en í fyrra, og bjartsýnir varð- andi framtíðina. Við ætlum okkur að halda áfram okkar verkefnum og gera betur, og teljum ekki að búið sé að gera allt sem unnt er í þeim efn- um,“ segir Frosti Sigurjónsson, forstjóri Ný- herja hf., í samtali við Morgunblaðið. „Það er gott árferði og fyrirtækið hefur þróað upp- lýsingatæknUausnir sem hafa komið við- skiptavinum okkar að góðu gagni,“ segir Frosti ennfremur. I fréttatUkynningunni kemm- fram að stofnuð hail verið tvö ný svið hjá fyrirtækinu, eða rekstrarþjóustusvið, sem býður alþjón- ustu í rekstri og fjármögnun tæknibúnaðar og hugbúnaðarkerfa, og alþjóðasvið sem vinnur að eflingu samstarfs við erlend fyrir- tæki og verkefnaöflun erlendis. Einnig kemm- fram að um sein- ustu áramót hafi verið tekið í notkun fjárhagsupplýsinga- kerfið SAP/R3 sem auki mjög skUvirka upplýsingagjöf í rekstri fyrirtækisins. Velta Nýherja jókst um 20% á fyrri helmingi þessa árs á móti 68% veltuaukningu á sama tímabUi árið á undan. „Þetta var gríðarlegur vaxtarkippur sem var á fyrri helmingi ársins í fyrra. Við bjuggumst ekki við að auka veltuna nú og erum því mjög ánægðir með þessa 20% aukningu," segir Frosti. Hann bendir jafnframt á að tölur um arðsemi eigin fjár og V/H hiut- faU séu óvenjulegar núna vegna mikUla eignatilfærslna í fyrir- tækinu, en auk sölu eignar fór fram hlutafjárútboð á tímabU- inu. Hafa vald yfir hröðum vexti félagsins Albert Jónsson hjá Fjár- vangi hf. segir að afkoma Ný- herja sé í samræmi við vænt- ingar, að undanskUdum sölu- hagnaði af húsnæði sem selt var, sem ekki var gert ráð fyrir áætlunum Nýherja fyrir fyrstu sex mánuði ársins. „Það er greinUegt að verið er að um- breyta þessu fyrirtæki og það er að ná mjög góðum árangri. Það er einnig ljóst að Nýherji nær góðum árangri í birgða- stjórnun," segir Albert. Þórður Pálsson hjá Kaupþingi hf. segir að uppgjör Nýherja sé í takt við væntingar markaðarins. ,gUlar kennitölur fyrirtækisins bera þess merki að félagið hefur vald yfir hröðum vexti þess. T.d. eykst veltuhraði birgða úr 4,7 fyrir sama tímabil í fyrra í 8,7,“ segir Þórður Pálsson. Frekari uppbygging stóriðju gæti skapað 560 ný störf samkvæmt ársfjórðungsskýrslu Landsbanka íslands Lækkun langtímavaxta spáð Áhrif stóriðju á atvinnu- og útflutningstekjur iandsmanna Aukning árlegs útflutnings- verðmætis í milljörðum kr. Vægi stóriðju í útflutningi 1998 Breyt. á hlutfalli af heildarútflutn. Áætluð ný stóriðjustörf til frambúðar Heildaráhrif 37,4 úr 16% í 34% 560 Járnblendiféiagið stækkun um 40 þús. tonn 1,7 úr 16% í 17% 30 Norðurál hf. stækkun úr 60 þús. í 180 þús. tonn 14,7 úr16% í 24% 200 Nýtt álver í Reyðarfirði 120 þús. tonn 16,0 úr 16% í 25% 240 0 ísal hf. Straumsvík stækkun úr 162 þús. í 200 þús. tonn 5,0 úr 16% (19% 90 flp HORFUR eru á að gengi krónunnar lækki á síðari hluta ársins og að lang- tímavextir lækki, að því er fram kemur í ársfjórðungsskýrslu Landsbanka ís- lands sem kynnt var í gær. Þrátt fyrir að gengi krónunnar hafi hækkað á fyrri hluta síðustu ára hækk- aði gengi hennar ekki á fyrri hluta þessa árs eins og búist var við. í árs- fjórðungsskýrslu Landsbankans segir: „Helsta ástæðan er sú ákvörðun stjómvalda að greiða upp meira af er- lendum lánum en áætlanir gerðu ráð fyrir. Einnig hafði gjaldeyrisvaraforði landsmanna rýrnað talsvert og því greip Seðlabankinn til þess ráðs að auka forðann með gjaldeyriskaupum á markaði. Þannig var komið í veg fyrir að gengi krónunnar hækkaði án þess að það hefði verið markmið í sjálfu sér.“ Koma þarf í veg fyrir að gengi krónunnar lækkl Landsbankinn telur að aðgerðir Seðla- bankans muni áfram stuðla að því að halda krónunni stöðugri. Gengi krónunnar muni þó að öllum líldndum lækka nokkuð á síðari hluta ársins, eins og undanfarin ár. „Það er afar mikilvægt að koma í veg fyrir mikla lækkun á gengi krónunnar þannig að verðbólga haldist innan eðlilegra marka og tiltrú markaðsaðila á gengi krónunnar verði aukin,“ segir í skýrslunni. Skuldabréfamarkaður hefur helst ein- kennst af litlum viðskiptum með önnur bréf en húsbréf og nokkur lækkun varð á hús- bréfavöxtum frá áramótum. Landsbankinn telur horfur á skuldabréfamarkaði vera mun betri fyrir seinni hluta ársins. Gert er ráð fyrir lækkun langtímavaxta á þriðja ársfjórð- ungi, aðallega vegna minnkandi lánsfjárþarf- ar hins opinbera og aukins sparnaðar í þjóð- félaginu. Leitað eftir 10 milljarða hlutafé Hvað varðar horfur í atvinnulífi er í skýrsl- unni sérstaklega fjallað um stóriðju í landinu og talið er að álframleiðsla eigi sér bjarta framtíð á fslandi því að beinn framleiðslu- kostnaður íslensku álveranna sé með því lægsta í áliðnaði. Spáð er miklum vexti framundan í þeirri grein og fram kemur að íslensk fjármálafyrirtæki séu nú í viðræðum við Norsk Hydro og Landsvirkjun um að reisa álver í Reyðarfirði. í skýrslunni segir: „Vel getur verið að á næstu 12 mánuðum verði leitað eftir loforðum um allt að 10 milljarða hlutafé á innlendum hlutafjármarkaði. Hvernig ætla íslenskir lífeyrissjóðir og aðrir stofnfjárfestar að taka slíku er- indi?“ Þá segir að nú séu árlega framleidd um 220 þúsund tonn af áli í landinu, að söluverðmæti um kr. 25 milljarðar sem jafngildir um 16% útflutningstekna. Stóriðja með þriðjung útflutníngs ,Álverin tvö veita um 650 manns beina vinnu og auk þess bætist við fjöldi ársverka sem eru unnin af að- keyptum verktökum vegna margvís- legrar þjónustu. Álverin tvö nota nú árlega um 55% alls rafmagns í landinu og standa undir 35% tekna Landsvirkj- unar.“ Spáð er fyrir um hver áhrif það hefði á út- flutningstekjur og atvinnu í landinu ef um hugsanlega frekari uppbyggingu stóriðju verður að ræða hér á landi. Þá er gert ráð fyrir að Járnblendifélagið stækki um 40.000 tonn, að Norðurál fari úr 60.000 tonnum í 180.000 tonn, að nýtt álver á Reyðarfirði framleiði 120.000 tonn og að ísal stækki úr 162.000 tonnum í 200.000 tonn. Talið er að þessi uppbygging gæti skilað um 37,4 milljarða króna aukningu útflutnings- verðmætis. Hlutfall af heildarútflutningstekj- um færi þá úr 16% í 34%, væri um þriðjung af heildarútflutningi. Þá er einnig gert ráð fyrir að um 560 ný störf muni skapast. Rannsókn á samkeppnis- háttum Coke Brussel, Kaupmannahöfn, London. Reuters, AP. HJÁ framkvæmdastjórn ESB er hafin rannsókn á samkeppnisháttum Coca-Cola-framleiðenda í Þýskalandi, Austurriki, Danmörku og Bretlandi. Rannsóknin er gerö vegna grunsemda um aö samkeppnishættir fyrirtækjanna brjóti í bága við lög ESB. Coca-Cola-framleiöendur í fyrr- nefndum löndum eru sakaðir um að hafa boö- iö seljendum framleiösluvara Coke betri kjör ef þeir fallist á aö útiloka gosdrykki frá keppi- nautum Coca-Cola í verslunum sínum. Aðgerðirnar ná ekki til íslands Coca-cola Nordic Beverages (CCNB) sem er sameignarfyrirtæki Carlsberg og Coca-Cola, framleiöir og dreifir vörum fyrir Coca-cola á Noröurlöndunum. CCNB hefur viöurkennt aö hafa hvatt til ákveöinna viðskiptahátta hjá selj- endum Coke á svæðinu en þaö hafi ekki veriö um brot á lögum ESB aö ræöa. „Sumir viö- skiptavinir okkar vilja bara selja vörur frá ein- um framleiðanda og þaö er alfariö undir þeim komiö," segir Svend Ivan Petersen hjá CCNB. CCNB á Vtfilfell, sem er umboðsaöili Coca- Cola á íslandi. Þorsteinn M. Jónsson, forstjóri Vífilfells, segir þessar aögeröir ekki hafa náö til íslands. „Coca-Cola-fyrirtæki t viökomandi löndum og viöskiptavinir þeirra eiga eftir aö sitja fyrir svörum hjá samkeppnisyfirvöldum og rannsóknarnefnd á vegum ESB. Þetta á senni- lega eftir aö taka einhvern tíma en á meöan heldur starfsemin áfram eins og ekkert hafi í skorist. Ég veit aö forsvarsmenn Coca-Cola t þeim löndum sem veriö er aö skoöa eru sam- vinnufúsir og vel er tekiö á móti samkeppnisyf- irvöldum. Það sem gætu t.d. talist óeölilegir viöskiptahættir er aö borga seljendum gos- drykkja sérstaklega fyrir aö hafa vörur frá keppinaut ekki í vöruvali. Annars er þaö þannig aö kaupmenn ráöa feröinni og sam- keppnin fer fram meö markaösstarfi gagnvart neytendum og viðskiptavinum en ekki meö samkeppnishamlandi aðgeröum," segir Þor- steinn. í yfirlýsingu frá Coke í London kemur fram aö stjórn fyrirtækisins sé fús til samvinnu viö ESB í þessu máli. Sakleysi er haldið fram af hálfu fyrirtækisins og aö þar sé fariö eftir öll- um samkeppnislögum. Ef rannsóknin leiöir ólöglega samkeppnis- hætti í Ijós á Coca-Cola-fyrirtækiö yfir höföi sér sekt sem gæti numió allt að 10% af tekjum fyrirtækisins. Röð áfalla hjá Coke Fyrirtækið hefur áöur lent upp á kant viö samkeppnisyfirvöld, en fyrirtækiö þurfti aö draga úr áformum um yfirtöku á Cadbury Schweppes og nú hafa frönsk stjórnvöld stööv- aö áætlanir Coke um kaup á franska gos- drykkjaframleiðandanum Orangina. Rannsókn ESB er annaö áfalliö sem gos- drykkjaframleiöandinn veröur fyrir á skömmum tíma en díoxínmengun í gosdrykknum í Belgíu í síðasta mánuöi leiddi til þess aö fyrirtækiö þurfti aö innkalla vörur. Hlutabréf í Coca-Cola hafa lækkaö nokkuö viö þessi tíöindi en hagnaöur Coke minnkaöi um 21% á öörum fjóröungi þessa árs frá sama tíma í fyrra og er fyrrnefndu áfalli í Belgíu kennt um.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.