Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 UR VERINU MORGUNBLAÐIÐ Hættir loðnuveiðum í bili MJÖG lítil veiði hefur verið á loðnu- miðunum það sem af er þessari ver- tíð. Um helgina var engin veiði og að sögn sjómanna enga loðnu að sjá. Öll íslensku skipin hafa hætt veið- um og eru komin í land. Þeir skipverjai’ sem blaðið hafði samband við eru mjög svartsýnir á framhaldið, bæði hvað varðar veið- ar og verð. Menn benda á að lítið af loðnu haí! verið að sjá síðasta sum- ar en ástandið sé mun verra í ár. Miðin séu nánast dauð. Við það bætist að mjög lágt verð er á loðn- unni um þessar mundir. Sum skip eru með um 50% lægra aflaverð- mæti á milli ára, þrátt íyrir að afl- inn sé meiri í tonnum talinn. Ekki eru þó allir jafn svartsýnir. Margir reyndir loðnusjómenn segja að hún muni gefa sig í haust. Máli sínu til stuðnings segja þeir að loðnan sem veidd hafi verið á síðustu vetrarvertíð hafi verið smá og það sama gildi um loðnuna sem veiðst hafi í sumar. Þessi loðna verði orðin stærri í haust og þá verði hún veiðanleg. Meinsemdin sé einfaldlega sú að sumarveiðarn- ar hafi byrjað of snemma. Bann við veiðum í fjórar vikur frá 16. ágúst Bann er við loðnuveiðum frá 16. ágúst til 16. semtember og munu því skip fara aftur á miðin um og eftir verslunarmannahelgi og leita loðnunnar. Erfitt er að segja fyrir hvort það muni bera árangur því sá möguleiki er fyrir hendi að loðnan verði ekki enn fundin. Loðnan á það nefnilega til að hverfa með roði og ugga en birtast svo síðar, öllum að óvörum. 104.000 tonn komin á land Afli íslenzku loðnuskipanna í sum- ar er orðinn um 78.700 tonn sam- kvæmt upplýsingum frá samtökum fiskvinnslustöðva, en upphafskvóti okkai- er 575.850 tonn. Erlend skip hafa landað hér rúmlega 25.000 tonnum og eru einhver þeirra enn að veiðum. Alls hefur því verið land- að hér um 104.000 tonnum af loðnu í sumar. 1999 250 krónur kílóið Ysuverð á 3 fiskmörkuðum 1998-1999 Reiknað meðalverð hverrar viku 200 150 100 Fiskm. Suðurnesja Faxamarkaður Fiskm. hf., Hafnarf. 19981 Jan. í Feb. Mars Apr. j Mat i Júní Jújí I Ág Sept Okt. i Nov, l Des Morgunblaðið/Brynjólfur NYJA verksmiðjan er vel búin tækjum. Vinna allt að 1.000 tonn á sólarhring Ný fiskimjölsverksmiðja tekin í notkun á Höfn í Hornafirði Höfn. Morgunblaðið Fyrsti loðnufarmurinn sem landað er í nýja og fullkomna fiskimjöls- verksmiðju Óslands hf. á Höfn barst þangað nú í vikunni er Húna- röst SF landaði 500 tonnum. í nýju verksmiðjunni verður framleitt há- gæðamjöl og -lýsi og verða afköstin um 1.000 tonn á sólarhring. Síðastliðið haust fékk Osland hf. undanþágu til vors með gömlu bræðsluna og síðan hefur verið unn- ið hörðum höndum við að reisa nýja og fiillkomna fiskimjölsverksmiðju sem búin er öllum fullkomnustu tækjum sem völ er á. Vélsmiðjan Héðinn sá um að reisa húsið og var aðalverktakinn Ráðvíshönnun, und- irverktaki með rafmagnið og Tré- virki sá um alla steypuvinnu. I nýju verksmiðjunni verður framleitt hágæðamjöl ásamt lýsi. Til að byrja með er reiknað með því að verksmiðja geti brætt um 700 tonn á sólarhring en fari fljótlega í um 1.000 tonn. Öll tæki eru ný nema fyrsta árið verður notast við skil- vindur og eimingartæki úr gömlu verksmiðjunni, en áætlað er að búið verði að koma nýjum tækjum upp næsta sumar. Verksmiðjan verður öll tölvustýrð og í henni er full- komnasti hreinsunarbúnaður sem völ er á. Nýja húsnæðið er um 1.350 fm, áætlað er að nota allt gamla húsið fyrir mjölgeymslu sem þýðir tæp- lega helmingsstækkun á geymslu- plássi frá því sem áður var. Fyrir 4 árum voru reistir 4 1.000 tonna tankar við verksmiðjuna og verður allt umframhráefni nú sett í tanka áður en það verður unnið, áður fór hluti af því í hráefnisþró. Búið er að endumýja allan löndunarbúnað og er því aðstaðan öll að verða hin besta. Að sögn Bjöms E. Trausta- sonar verksmiðjustjóra era framtíð- arhorfur fyrirtækisins bjartar. Loðnan á uppleið í Barentshafínu HRYGNING loðnunnar í Barents- hafi tókst einstaklega vel að þessu sinni og seiðunum gengur vel að komast á „legg“. Norskir fiskifræð- ingar segja að nýliðun sé mjög góð og allt bendi til þess að loðnan sé á verulegri uppleið. Lítils háttar loðnuveiði var leyfð á þessu ári en engin nokkur síðustu ár. Stöðunni nú er líkt við þá, sem var 1990, en þá varð stofninn mjög stór. Þróunin í kringum 1990 kom fiskifræðingum algjörlega á óvart, en þá náði stofnstærð tveggja ára loðnu og eldri 6 milljónum tonna. Fiskifræðingar telja nú að svipað sé uppi á tengingnum. Nú er loðnu- stofninn talinn um tvær milljónir tonna og er gert ráð fyrir að hann nái 4 til 6 milljónum tonna á næsta ári. Miklu máli skiptir að lítið er um ungsíld í Barentshafinu, en hún keppir bæði við smáloðnuna um át- una og étur loðnuna í stómm stfl. Norðmenn hafa nýlega lokið seiðaleiðangri í Barentshafið og fannst mikið af góðum loðnuseiðum á meira svæði en oftast áður. Talið er að um 36 milljarðar seiða séu á slóðinni og að hrygningarstofninn sé yfir því lámarki, sem heimilar veiðar, um hálf milljón tonna. Annar leið- angur verður farinn í haust og kem- ur þá í ljós hver framvindan hefur verið. Upp úr því má vænta tillagna um leyfilega veiði á vetrarvertíðinni. Glæsilegir amerískir rafmagnsnuddpottar Acrylpottur í rauðviðargrind. Innb. hitunar- og hreinsikerfi. Vatns- og loftnudd. Engar leiðslur nema rafm. 16 amp. Einangrunarlok með læsingum. Sjálfv. hitastillir. Tilbúnir til afhendingar. VESTAIM ehf., Auðbrekku 23, 200 Kópavogur, s. 554 6171, fars. 898 4154
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.