Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Áhrif loftárásana á Jiígóslavíu dregin í efa Lundúnum. The Daily Telegraph. Reutei-s ORRU STUFLU G VELAR Atlantshafsbandalagsins (NATO) gerðu harðar árásir á verksmiðjur í útvherfum Belgrad í lok maí sl. Efst í vinstra horninu má sjá rákir á himni eftir vélarnar. LOFTARASIR Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) höfðu nánast engin hernaðarleg áhrif á veldi Slobodans Milosevies Júgóslavíuforseta, sem gaf ekki eftir í átökunum á Balkanskaga fyrr en Rússar létu af diplómatískum stuðningi sínum við hann. Þetta kemur fram í leynilegri bráðabirgðaskýrslu sérfræðinga NATO sem undanfarið hafa lagt mat á þann árangur sem náðist í loftárásum bandalagsins sem stóðu í alls 78 daga. Kemur þetta fram í frétt Daily Telegraph í gær. Greint er frá því að breskir erind- rekar hafl dregið þær ályktanir að Milosevic hafi aldrei ætlað sér að virða samkomulag um minni ítök Júgóslavíustjórnar í Kosovo, þrátt fyrir að hafa lýst því digurbarka- lega yfír að hann hygðist taka þátt í samningaferlinu í Rambouillet-höll og síðar í friðarviðræðum í París, áður en loftárásirnar hófust. Sér- fræðingamir álykta hins vegar að ef litið sé á diplómatíska og pólitíska þætti þá hafi góður árangur náðst vegna eindreginnar samstöðu meðal aðildarríkjanna nítján um að Jú- góslavíustjórn yrði að fallast á skil- yrði bandalagsins. Endurskoðun mun vísa veginn Þrátt fyrir lyktir stríðsins, sýna bráðabirgðaniðurstöður sérfræð- inga fram á að margt hefði getað farið betur í hemaðaraðgerðum NATO í Kosovo. Talið er að þeir lærdómar sem dregnir verða á næstunni muni ráða miklu um hvemig hemaði og samningavið- ræðum verði háttað í þeim deilum og átökum sem upp kunni að koma í samskiptum Vesturlanda og svo- nefndra „útlagaríkja" í framtíðinni. Meginniðurstöður eru á þá leið að þrátt fyrir þúsundir árásarferða flugflota NATO þá hafi þær ekki náð að fyrirbyggja aðgerðir land- hersveita Júgóslavíuhers í Kosovo og aukinheldur er því haldið fram að árásir á hemaðarlega mikilvæg skotmörk, líkt og brýr og verk- smiðjur, hafi verið framkvæmdar með bágum hætti. Hugar bandalag- ið nú að breytingum í þessum efn- um og verður t.a.m. framkvæmd gagnger endurskoðun á því hvemig mikilvæg skotmörk em valin og hvemig árásum á þau verði háttað. Talið er líklegt að í framtíðinni muni NATO einbeita sér að því að beita harðari árásum á borgaraleg skotmörk líkt og orkuveitur og vatnsver, mun fyrr í hemaðarað- gerðunum. Þá er ennfremur rætt um möguleikann á öflugri búnaði til I NÝLEGRI rannsókn vísinda- manna á því hvað hafi valdið því að ísöldin gekk í garð fyrir rúm- um átta þúsund árum kemur í Ijós að aukinn lofthiti í dag geti valdið bráðnun á jökulbreiðu Grænlands og skammvinn ísöld gengið í garð á ný. Don Barber, prófessor við háskólann í Colorado, greinir frá niðurstöðum rannsóknarinnar f nýjasta hefti vísindaritsins Nat- ure. Þar segir að gífurlegt af- rennsli úr tveimur stórum jökul- ám, Agassiz og Ojibway í Hudson- fióa í Kanada fyrir 8.200 árum, virðist hafa orðið til þess að mesta kuldaskeið jarðarinnar sl. 10.000 ár gekk í garð. Aukinn lofthiti í dag geti haft sömu áhrif, þar sem margt bendi til að mikið ferskvatn eigi eftir að renna í Atlantshafið vegna mikilla rigninga og bráðnunar á jökul- að afla upplýsinga á jörðu niðri með aðstoð ómannaðra farartækja sem leitað geti uppi skriðdreka og stór- skotaliðsbúnað. En Júgóslavíuher er talinn hafa náð miklum árangri með því að fela búnað sinn fyrir njósnavélum í lofti. Daily Telegraph greinir frá því að þrátt fyrir að hópur sprengjusér- fræðinga NATO hafi enn ekki lokið við að meta tjónið á jörðu niðri af völdum loftárása bandalagsins, þá bendi verksummerki til þess að ein- göngu örfáir skriðdrekar, fallbyssur og brynvagnar hafi verið eyðilagðir. Telja hermálasérfræðingar líklegt að tjónið hefði orðið mun meira ef liðsmenn Frelsishers Kosovo (UCK) hefðu ráðist skipulega á vopnaðar sveitir Serba og flæmt þær úr byrgjum sínum. breiðu Grænlands. Só stærð ánna áætluð má gera ráð fyrir að í þeim hafi verið meira vatn en í Vötnunum miklu í Ontario í Kanada, á þeim tíma er meðalhitastig og íoftslag var svip- að og það er í dag. Rannsóknarhópur Barbers telur að er „ísstífla" frá ísbreiðu Lárentí- usarhálandanna hafi brostið hafi straumhraði vatnsins sem flæddi f gegnum Hudsonsund í Labradorhaf verið u.þ.b. fimmtán sinnum meiri en straumhraði vatnsins sem renn- ur úr Amazonfljóti. í kjölfarið hafi yfir 10.000 rúm- kílómetrar af köldu, fersku vatni streymt stanslaust í Labradorhaf f Norður-Atlantshafinu í ár, og dregið úr sjávarseltu og breytt hringrás hafstraumanna. I kjölfar- ið hafi hitastig á Grænlandi og í Vestur-Evrópu lækkað verulega. Telja þeir að án tilhlýðilegs njósnabúnaðar á jörðu niðri hafi NATO verið einfaldlega ófært um að auðkenna skotmörkin sem höfðu verið vandlega falin af júgóslav- neskum hersveitum í Kosovo. Ekki valdið eins miklum skaða og ætlað var Seinni hluti loftárása NATO beindist að hemaðarlegum skot- mörkum, þ.á m. loftvarnarkerfi Júgóslavíuhers og borgaralegum innviðum landsins, líkt og brúm, lestarsporum og orkuveitum. Telja hermálasérfræðinar, í viðtölum við Daily Telegraph, að rannsókn á þeim aðgerðum bendi til að NATO hafi gert alvarleg mistök og benda á að leiðtogar aðildarríkja hafi vilj- að ógna Milosevic og talið að hótun LEIÐTOGAR repúblikana í fulltrúa- deild Bandaríkjaþings náðu í gær samkomulagi við nokkra þingmenn flokksins, sem höfðu lagst gegn frumvarpi flokksforystunnar um stórfelldar skattalækkanir á næsta áratug. Samkomulagið greiðir fyrir því að frumvarpið verði samþykkt í fulltrúadeildinni þrátt fyrir andstöðu demókrata og BiÚs Clintons forseta. Samkvæmt frumvarpi repúblik- ana verða skattamir lækkaðir um 792 milljarða dala á næsta áratug, tekjuskattar einstaklinga og fyrir- tækja um 10% og fjármagnstekju- skattar um 5 prósentustig. Nokkrir af þingmönnum flokksins lögðust þó gegn þessum tillögum og lögðu áherslu á að nota þyrfti væntanleg- an fjárlagaafgang Bandaríkjanna á næsta áratug til að greiða niður skuldir Bandaríkjanna. um stigmagnandi árásir myndu þvinga forsetann að samningaborði. I upphafi lá því ljóst fyrir að í fyrstu lotu árása myndi verða ráð- ist á stjómstöðvar hersins og ef hann féllist ekki á samninga myndu annað og þriðja stig aðgerðar hefj- ast, sem þýddu mun umfangsmeiri árásir. Heimildamenn blaðsins innan NATO telja að fyrsta lota hafi því ekki valdið eins miklum skaða og gert hafi verið ráð fyrir þar eð her- gögn og annar mikilvægur búnaður hafi verið færður úr stað áður en til árásanna kom. Þá hafi Milosevic verið gefið trompspil sem fólst í því að með ítökum sínum í fjölmiðlum landsins hafi hann getað myndað pólitískt andrúmsloft sem honum hentaði og minnkaði líkur á al- mennri andstöðu við stefnu hans. Friðsamleg lausn mála vakti aldrei fyrir Milosevic Embættismenn breska utanríkis- málaráðuneytisins telja að Milos- evic hafí aldrei ætlað sér að þekkj- ast tillögur Vesturveldanna svo unnt hefði verið að finna lausn á málum Kosovo-héraðs. Telja þeir því að fyrirheit þau sem Milosevic hafi gefið Richard Holbrooke, sér- legum sáttasemjara Bandaríkja- stjórnar, sl. haust, hafi verið mark- laus. Telur Daily Telegraph að um það ríki nokkur eining að úrslitakostir þeir sem Júgóslavíuforseta voru settir á því tæplega þriggja mánaða tímabili sem loftárásimar stóðu, hafi átt að fylgja trúverðug hótun um beitingu valds. Þá hefur blaðið það eftir embættismönnum að sú ákvörðun Rússa að draga stuðning sinn við Júgóslavíustjórn til baka, hafi skipt miklu hvað eftirgjöf Milosevics varðar, auk þess sem hugsanleg innrás landhers NATO hafi átt þar hlut að máli. Segir blaðið að á því ríki nú skiln- ingur að taka hefði átt á málefnum Kosovo-héraðs er Dayton-samning- urinn hafi verið undirritaður árið 1995 í kjölfar Bosníu-stríðsins. „Því miður, var málið sett í bakkann: „Of erfitt og ekki afar brýnt,“ sagði einn embættismaður breska utanríkis- ráðuneytisins í samtali við Daily Telegraph. Vonast menn nú til þess að sá ríki vilji til hemaðaraðgerða sem innan NATO birtist í átökunum á Balkanskaga, muni nú fæla þá sem kunna að valda vandræðum í nán- ustu framtíð, frá því að ganga á vilja alþjóðasamfélagsins. Eftir nokkurra daga innbyrðis deilur repúblikana varð niðurstaðan sú að forystumenn þeirra komu til móts við andstæðinga fmmvarpsins með því að samþykkja áætlun um að halda skuldum Bandaríkjanna niðri. Aukist skuldimar verður lækkun tekjuskattanna frestað. Verði frumvarpið að lögum verða þetta mestu skattalækkanir í Bandaríkjunum frá 1981 þegar Ronald Reagan var forseti. BUl Clinton forseti hefur hvatt fulltrúa- deildina til að hafna frumvarpinu og talið er að hann beiti neitunarvaldi sínu til að hindra skattalækkanimar verði frumvarpið samþykkt. Repúblikanar vonast tU þess að skattatillögumar, hvort sem þær verða samþykktar eða ekki, verði eitt þeirra mála sem kosið verður um í kosningunum á næsta ári. Geimskoti frestað aftur FRESTA varð í fyrrinótt geimskoti Columbia-geimferj- unnar í annað skiptið á tveimur dögum. Var vont veður orsök frest- unarinnar að þessu sinni. Ferð- in er sögu- leg fyrir þær sakir að þessi leið- angur Col- umbia verð- ur íyrsti geimferjuleiðangur- inn undir stjórn konu, EUeen Collins. Stefnt er að þvi að þriðja tUraun til að taka á loft verði gerð í dag. Lík Leníns haldist óhreyft GENNADÍ Zjúganov, leiðtogi Kommúnistaflokksins í Rúss- landi, sagði í gær að flokkurinn myndi grípa tU „neyðarað- gerða“ yrði lík Vladimirs Leníns fjarlægt úr grafhýsinu á Rauða torginu í Moskvu. Bor- ís Jeltsín forseti hefur sagt að tími sé kominn til að grafa lík þessa fyrrverandi leiðtoga Sov- étríkjanna, sem verið hefur kommúnistum helgistaður í gegnum árin og vinsæll við- komustaður ferðamanna. Enn herjað á námsmenn í Iran STÚDENTARÁÐIÐ við há- skólann í Teheran gaf út þá yf- irlýsingu í gær að námsmenn sem tóku þátt í mótmælunum gegn harðlínuyfirvöldum fyrr í vikunni og aðrir sem komu þar hvergi nærri, þurfi enn að þola barsmíðar, handtökur og yfir- heyrslur lögreglu þrátt fyrir yf- irlýsingu stjórnvalda um að öUu slíku hafi verið hætt. Einnig segir í yfirlýsingu námsmann- anna að sumir hafi verið látnir skrifa undir viljayfirlýsingu með bundið fyrir augun, eftir að hafa verið handteknir ólög- lega. Kröfðust háskólanemarn- ir þess að háttsettir ráðamenn hæfu íhlutun í málið og stöðv- uðu framferði lögreglunnar. Skipan nýs biskups mótmælt SKIPAN prests í embætti biskups yfir Exeter-biskups- dæminu í Englandi, sem hlynntur er því að konur gerist prestar, var mótmælt harðlega af íhaldsöflum innan kirkjunn- ar í gær. Varð kveikjan að mótmæl- unum sú að eiginkona nýskip- aðs biskups er að læra til prests, sem mótmælendur segja „gefa klárlega til kynna hvernig viðhorf nýi biskupinn hefur“. Líktu þeir skipaninni við „árásargirni“ þar sem vitað hefði verið um andstöðu kirkjumeðlima við því að kon- ur gerðust prestar. Aukinn lofthiti getur valdið ísöld Lundúnum. The Daily Telegraph. Repúblikanar leysa skattadeilu Washington. Reuters. Collins yfir- gefur geim- ferjuna Col- umbia.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.