Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 ERLENT LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Reyna að „alþjóða- væða“ Kasmír-deiluna Islamabad, Jamniu. Reuters. SARTAJ Aziz, utanríkisráðherra Pakistans, hélt í gær til Evrópu í því augnamiði að auka þrýsting á Indverja um að samþykkja að hefja viðræður um yfirráð yfir Kasmír, en nágrannaríkin tvö hafa lengi eldað grátt silfur saman vegna hér- aðsins. Indverjar létu sér hins veg- ar fátt um finnast og tilkynntu að þeir myndu auka viðbúnað sinn til að bregðast við árásum pakist- anskra skæruliða sem neita að virða samkomulag Indverja og Pakistana um að þeir hverfi frá vígstöðvum þeim, sem þeir höfðu náð tangarhaldi á innan indversku markalínunnar í Kasmír. Aziz hélt til Helsinki í Finnlandi til viðræðna við þarlenda ráða- menn en Finnar sitja nú í forsæti Evrópusambandsins. Þaðan hyggst Aziz fljúga til London og eiga við- ræður við Robin Cook, utanríkis- ráðherra Bretlands. Pakistanar létu nýverið undan þrýstingi erlendra ríkja er þeir skipuðu pakistönskum skæruliðum að hætta tveggja mánaða gömlum hernaði í Kasmír og segja frétta- skýrendur að nú vilji stjórnvöld í Islamabad sjálf tryggja sér stuðn- ing umheimsins, og þannig „al- þjóðavæða" deiluna, í því skyni að auka líkurnar á því að Indverjar samþykki að setjast niður við samningaborðið. Markmið Aziz sé því að styrkja stöðu Pakistans gagnvart Indlandi á alþjóðlegum vettvangi. Reuters PAKISTANSKIR harðlinumenn brenna eftirmynd Bills Clintons Bandaríkjaforseta í Karachi í gær en með því vildu þeir mótmæla þeirri ákvörðun Nawaz Sharifs, forsætisráðherra Pakistans, að verða við kröfum Clintons og annarra erlendra þjóðhöfðingja um að kalla pakistanska skæruliða heim frá Kasmír. Reutera JOSE Ramos Horta, friðarverðlaunahafi Nóbels vandaði Suharto, fyrrverandi Indónesíuforseta, ekki kveðjurnar í gær, er hann óskaði þess að hann myndi deyja og fara beina leið til helvítis. Horta óskar Suharto til heljar Brisbane f Ástralíu. AP. LEIÐTOGI sjálfstæðissinna á Austur-Tímor, og friðarverðlauna- hafi Nóbels, Jose Ramos Horta, sagði í gær að hann óskaði þess að Suharto, fyrrverandi Indónesíufor- seti, sem nú er veikur, myndi deyja og fara beina leið til helvítis. Suharto er á sjúkrahúsi að jafna sig eftir vægt hjartaáfall. I gær sögðu læknar hann á góðum bata- vegi. Horta sagði það óskandi að forsetinn fyrrverandi gæti farið til sinnar „illu konu“, en eiginkona Su- hartos lést fyrir tveim árum. „Sem kristinn maður vorkenni ég konunni hans. Hún hlýtur að vera einmana í helvíti eftir að hafa lifað í græðgi og rænt indónesísku þjóðina," sagði Horta. Hann kvaðst ekki í vafa um að fyrrverandi eiginkona forsetans fyrrverandi brynni í víti, „og Su- harto ætti að veita henni félags- skap.“ Suharto gaf fyrirmæli um innrás á A-Tímor 1974 og hafa yfir- ráð Indónesa í héraðinu oft markast af ofbeldi. Suharto sagði af sér í fyrra eftir miklar óeirðir. „Mann- gera“ húsdýr London. The Daily Telegraph. VÍSINDAMENNIRNIR sem einræktuðu kindina Dollý tilkynntu í fyrradag um fæðingu tveggja ein- ræktaðra lamba sem eru af fyrstu kynslóð nýrra húsdýra sem hafa verið „manngerð“. Með nýrri miðunartækni hefur ein- ræktuðu dýrunum verið breytt þannig að auðveld- ara er að skipta á erfða- efnum dýrs og samsvar- andi erfðaefni úr manni. Vísindamennirnir telja að nýta megi þessa aðferð til að einrækta dýr sem fá megi úr mannprótein sem hægt sé að nota í lyf, eða nota úr líffæri t.il að flytja ímcnn. I hvoru lambi er nýtt erfðaefni, en vísinda- mennirnir vilja ekki segja hvaða efni það er. Þegar hefur þessi tækni nýst til að „slökkva á“ erfðaefni í svínafrumum í því augna- miði að erfðabreyta svín- unum þannig að hægt sé að flytja líffæri úr þeim í menn án þess að líkamar sjúklinganna hafni líffær- unum. Lítill en vel syngjandi óperukór TðlVLEIKAR Hafnarborg Litli óperukórinn frá Kaupmanna- höfn flutti danska kórtónlist, kór- þætti úr óperum og negrasálma. Stjórnandi: Adam Faber. Miðviku- dagurinn 21. júlí, 1999. ÞAÐ hefur lengi vantað á hér á landi að tiltækur væri atvinnu- mannakór, enda enn fyrir hendi sú skilgreining að menntuðum einsöngvara væri minnkun að því að vera kórsöngvari, og einnig að ekki er til staðar sú stofnun er bolmagn hefði til að reka eða þörf hefði fyrir slíkan kór. I atvinnumannakór þarf hver einstaklingur að vera svo vel menntaður á sviði tónlistar að geta með prýði komið fram sem einsöngvari, auk þess að skila sínu innan síns raddhóps á óaðfinnanlegan máta. Det lille Operakor frá Kon- unglega í Kaupmannahöfn er á ferð hér á landi og söng í Hafn- arborg s.l. miðvikudag. Á efnis- skránni voru kórkaflar úr safni alþjóðlegra óperuverka sem auðvitað eru öllum tónlistará- heyrendum vel kunnir. Eftir- tektarverðastur var þó flutning- ur kórsins á danskri kór-róman- tík, á verkum eftir Heise, Gade, Lange-Múller og Nielsen. Tón- leikarnir hófust á tveimur kór- þáttum eftir Verdi, Sígauna- kórnum úr II Trovadore og Va, pensiero úr Nabucco, sem báðir voru ágætlega fluttir. Fyrstu fjögur dönsku við- fangsefnin, eftir Peter Arnold Heise (1830-79), sem lærði hjá Berggreen og síðar hjá Haupt- mann í Leipzig, eru sérlega góð- ar tónsmíðar, hrein rómantísk tónlist sem einnig stendur nær hinu danska alþýðulagi en hjá mörgum öðrum dönskum róm- antíkerum. Lögin heita; I foráret, Den vilde rosenbusk, Sommervise og Sommerlyst, allt falleg söngverk er voru mjög vel sungin. Sama má segja um Morgunsöng eftir Niels Wilhelm Gade (1817-90) er eftir nám í Kaupmannhöfn starfaði með Mendelssohn, sem aðstoðar hljómsveitarstjóri við Gewand- haus hljómsveitina. Mendels- sohn stjórnaði uppfærslu á 1. sinfóníu Gades en eftir hann liggja m.a. 8 sinfóníur. Peter Erasmus Lange-Múller (1850- 1926) átti Serenöðu, sungna af karlaröddunum, og eftir Christoph Ernst Friederich Weyse (1774- 1842), þýsk-dansk- an píanista og tónskáld, sungu kvenraddimar Bátssöng og gerðu það af miklum þokka. I söng Ranesar úr óperunni Drot og Marsk, eftir Heise, söng einn af kórfélögunum einsöng en eins og í sönnum atvinnumannakór er hans að engu getið sérstak- lega í efnisskrá en um það er konsertinum lauk höfðu allir tenórsöngvararnir látið til sín heyra og verður ekki annað sagt en að þeir fjórir, sem þar áttu hlut að, væru góðir söngmenn. Sama má segja um aðra raddfé- laga er flestir átti smá sólóstróf- ur. Það lag, sem bæði var best flutt og reyndar skemmtilegasta tónsmíðin af dönsku lögunum, var Kehraus, gleðisöngur úr óp- erunni Maskerade, eftir Carl Ni- elsen, glæsilegt söngverk er var afburðavel flutt. Eftir hlé voru óperuatriði úr Lohengrin eftir Wagner, Butt- erfly eftir Puccini, Cavalleria Rusticana eftir Mascagni, Car- men, eftir Bizet og Ævintýrum Hoffmans eftir Offenbach, sem öll voru flutt af glæsibrag, bæði af kór og einsöngvurum, og á engan hallað þótt sérstaldega séu nefnd nokkur atriði, nefni- lega Innkoma Butterfly, Nauta- bansöngurinn, sem var hressi- lega sunginn, og septettinn eftir Offenbach. Síðustu viðfangsefnin voru negrasálmar, sem voru hressi- lega sungnir, einkum Ride the Chariot. I raun eru slíkar radd- setningar, sem hér voru sungn- ar, eftir Fleming, Luboff og Wesslén, ekki negrasöngvar heldur evrópskar tónsmíðar sem eiga í raun sárlítið skylt við eig- inlegar frumgerðir þessara söngva. Sagt hefur verið að þá fyrst hafi Evrópubúar sæst við þessi lög að búið var að klæða þau í ervópskan búning, enda þætti hinum evrópska kór það trúlega ekki spennandi verkefni að syngja upprunalegu radd- setningarnar. Hvað um það, þá var söngur Det lille Operakor í alla staði glæsilegur, er lék sér að því að syngja á öllu styrkleik- aregistrinu og var söngur kórs- ins hvað glæsilegastur í vor- og sumarlögunum eftir Heise, í gleðisöng Nielsens og Ride the Chariot en önnur verkefni, t.d. óperuatriðin, voru sannarlega fram sett af fagmennsku og þar best söngurinn úr Butterfly eftir Puccini, Nautabanasöngurinn eftir Bizet og Septettinn eftir Offenbach. Jón Ásgeirsson Sumartónleikar við Mývatn ÞRIÐJU sumartónleikarnir í Reykjahlíðarkirkju verða laugar- daginn 24. júlí. Guðmundur Haf- steinsson, trompetleikari og Eyþór Ingi Jónsson orgelleikari flytja tón- list eftir J.S. Bach, Telemann, Pachelbel, Boyce og Pál Isólfsson. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og að- gangseyrir er 500 kr. Guðmundur Hafsteinsson nam trompetleik hjá Ásgeiri H. Stein- grímssyni við Tónlistarskólann í Reykjavík og stundaði síðan fram- haldsnám í New York og Vínarborg. Hann hefur leikið með Sinfóníu- hljómsveit íslands, Kammersveit Reykjavíkur og Stórsveit Reykja- víkur og einnig haldið einleikstón- leika. Guðmundur er trompetkenn- ari við Tónskóla Sigursveins. Eyþór Ingi Jónsson hóf orgelnám hjá Fríðu Lárusdóttur á Akranesi og lauk síðan kantorsprófi frá Tón- skóla þjóðkirkjunnar árið 1998 þar sem Hörður Áskelsson var orgel- kennari hans. Eyþór Ingi starfaði sem organisti Akureyrarkirkju síð- asta vetur en heldur nú til fram- haldsnáms við Tónlistarháskólann í Piteá í Svíþjóð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.