Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 29 Lífseigar hugmyndir um kyn- þætti og kynbætur á mönnum BÆKUR Fræðirit Mannkynbætur. Hugmyndir ura bætta kynstofna hérlendis og erlend- is á 19. og 20. öld eftir Unni B. Karls- dóttur. Reykjavík, Sagnfræðistofnun. 174 bls. HUGMYNDIR manna fyrr á öldinni um kynþætti og kynbætur á mönnum hafa allt í einu lifnað við á síðustu árum. Mér virðast vera að- allega tvær ástæður fyrir því, ann- ars vegar hefur gengið yfir hörm- ungarskeið á Balkanskaganum þar sem fólk hefur verið aflífað í hrönn- um vegna þess að það hefur ekki verið af réttum kynþætti og sama gerðist í Afríku ekki löngu áður í Rúanda. Það er líka sjálfsagt að nefna að á síðustu árum hefur kom- ið í ljós á Norðurlöndum að þroska- heftir hafa verið gerðir ófrjóir án eigin samþykkis langt fram eftir öldinni sem upphaflega byggist á hugmyndum að það væri kynfylgia þeirra að geta einungis eignast böm sem væra þroskaheft. Hins vegar hafa orðið slíkar framfarir í lífvísindum að margar þær spum- ingar sem áður var ekkert svar við er nú svarað og þá vakna í kjölfarið oft erfiðar siðferðilegar spurningar. Það er því þarft að skoða hvað menn hafa hugsað áður um slík efni, bæði það sem telst vera rangt, rétt og heimskulegt og leggja mat á hvað er nýtilegt og hvað ekki úr því sem áður hefur verið hugsað. Unnur B. Karlsdóttir hefur valið sér afar viðeigandi viðfangsefni til að rannsaka. Þessi bók er MA-rit- gerð hennar í sagnfræði við Há- skóla Islands gefin út í ritröðinni Sagnfræði - Studia historica. Bókin er skýrlega skrifuð á vönduðu máli og að því er ég fæ séð er öllum aðal- atriðum sögunnar haldið til haga og ályktanir sem dregnar eru eru hóf- samlegar. Bókinni er skipt í fimm kafla. Sá fyrsti rekur tilkomu mannkynbóta- stefnunnar sem hluta af framförum í líffræði síðust aldar. Upphafsins er að leita hjá þeim merka manni Francis Galton, enskum tölfræðingi sem taldi sig geta sýnt fram á að öll félagsleg velgengni væri skýranleg með erfðum. Það virðist stundum í því sem eftir honum er haft um þetta efni að enska stéttaskiptingin byggðist á erfðum. Það sem er eig- inlega dularfullt er að nokkrum manni nokkurn tímann skuli hafa dottið í hug að taka þessa hugmynd alvar- lega. En þessi hug- mynd fékk mikið fylgi meðal lærðra manna á síðari hluta síðustu ald- ar og fyrstu áratugum þessarar. Galton dró þá ályktun af þessari hug- mynd að það þyrfti að sjá til þess að þeir sem beztar hefðu erfðimar eignuðust flesta afkom- endur, en hann vissi að því var einmitt þveröf- ugt farið, að þeir sem lakast stóðu eignuðust flesta afkomendur. Hann taldi þetta ógna erfðafræðilegri stöðu ensku þjóðar- innar og raunar annarra þjóða. Þessu var margur maðurinn sam- mála og víða um veröldina stóðu menn fyrir rannsóknum í nafni þessara hugmynda. Það voru stofn- uð félög lærðra manna um þessar hugmyndir sem gáfu út tímarit, höfðu áhrif með greinaskrifum og fyrirlestrahaldi. Framfarir í líffræði sem sköpuðu bakgrunninn fyrir þessum upp- gangi voru hugmynd Darwins um þróun tegundanna og uppgötvun Mendels á hvernig tilteknir eigin- leikar erfðust meðal plantna. Hug- mynd Darwins var útfærð fyrir samfélög og talið að samfélög þró- uðust þegar hinir hæfustu lifðu af eins og í náttúrunni. Herbert Spencer var málsvari þessarar hug- myndar og taldi að ríkisvaldið ætti ekki á neinn hátt að koma til að- stoðar þeim sem verst stæðu því að það truflaði hinn eðlilega gang sam- félagsins þar sem hinir veikustu yrðu undú. Uppgangur verkalýðs, aukin réttindi almennings og auknar skyldur ríkisins sem voru að mynd- ast á þessum tíma víða um Evrópu ýttu einnig undir og styrktu arf- bótastefnuna. A Islandi eignaðist þessi stefna líka sína fylgismenn og þá ekki af verri endanum. Steingrímur Matthíasson, læknir á Akureyri, var fystur til að taka til umræðu hnignun hvítra manna eins og hann orðaði það. Guðmundur Finnboga- son, doktor í heimspeki og síðar Landsbókavörður, kom næstur og skrifaði í Árbók Háskóla íslands árið 1921 grein undir áhrifum þess- ara hugmynda og síðar skrifaði hann greinar og bók þar sem hann rökstuddi svipaðar hugmyndir og aðrir um hættu á úr- kynjun vegna þess að fólk með betri erfðir eignaðist ekki eins mörg börn og hinir. Sá þriðji sem rökstuddi hugmyndir arfyóta- stefnunnar var Agúst H. Bjamason, doktor í heimspeki og prófessor við Háskóla Islands. Hann taldi að erfðimar væru undirstaða mann- legs lífs, í þeim fælist hæfnin til að tileinka sér dyggðir og lesti. UNNUR B. Þess vegna bæri að Karlsdóttir huga að því hvemig stuðla mætti að kyn- bótum. Þessi sjónarmið sem þessir merku menn fengu úr erlendum ritum blönduðust síðan saman við heimatilbúinn gi-aut um kyngöfgi íslenzku þjóðarinnar sem yrði að varðveitast - undir öllum kringum- stæðum og að kjarna íslenzku þjóð- arinnar væri að finna í sveitunum, þar væri stofn þjóðarinnar. Þessi skrif urðu til þess að árið 1921 var sett í lög að sjúkdómar eða þroska- hefting kæmu í veg fyrir að fólk gæti gifzt. Þriðji kafli segir frá því hvemig arfbótastefnan blandaðist kyn- þátta- og þjóðemisstefnu. Þar er nefndur til sögu hinn göfugi nor- ræni kynþáttur, útbreiddur ótti á þessum tíma við innflutning rusl- aralýðs og hinn dæmalausa sam- þætting þessa alls í kynþáttastefnu þýzkra nazista. Þeir áttu sér málsvara hér á landi eins og rakið er í kaflanum, líka um kynþátta- stefnuna. En þessi kynþáttasjónar- mið voru útbreiddari en margan granar á íslandi þessa tíma eins og höfundur rekur. Það verður ekkert litið fram hjá því hvemig íslending- ar bragðust við beiðnum um búsetu frá þýzkum gyðingum. Það verður líka að viðurkenna fordóma Islend- inga í garð blökkumanna sem komu fram í því að við vildum ekki fá blökkumenn sem hermenn á stríðs- áranum. Stærsti hluti þriðja kafla fjallai- um lög nr. 16 frá 1938 um afkynjan- ir, vananir og fóstureyðingar. Þau lög samdi Vilmundur Jónsson, þá- verandi landlæknir. Hann skrifaði einnig greinargerðina með fram- varpinu. Eins og við er að búast eru röksemdimar vel settar fram og hann tekur skýrt fram að þessi lög komi ekkert við hugmyndum þýzkra nazista. En í þeim má sjá nokkrar hugmyndir arfbótamanna en mér virðist að Vilmundur hafi talið þær eðlilegar vegna þess að þær styddust við vísindaleg rök. f fjórða kafla er greint frá því að eftir lok síðari heimsstyrjaldarinn- ar hafi ekki borið á arfbótastefnu fyrir utan bók eftir Steingrím Ara- son sem sætti ekki sérstökum tíð- indum. í fimmta kafla dregur höf- undur saman niðurstöður sínar. Hún ályktar að í lýðræðisríkjum sé síður hætta á að sjónarmið eins og í arfbótastefnunni nái fram að ganga vegna þess að lýðræði fari saman við mannréttindi í samtímanum. Eina efnisatriðið sem hugsanlega hefði mátt vera til viðbótar því sem segir frá í bókinni er ófrjósemisað- gerðir sem gerðar hafa verið á ís- landi fram á síðustu ár á þroska- heftum án þeirra samþykkis á grandvelli laga. Sumar af ályktun- um höfundarins virðast mér þurfa frekari rökstuðning en finna má í bókinni. A einum stað segir að arf- bótastefnan hafi alls ekki verið sambærileg við kynþáttastefnu þýzkra nazista en hún hafi samt raðað fólki í virðingarröð sem ein- ungis hafi verið reist á „viðhorfum samtímans, fordómum og ályktun- um.“ Þetta er útskýrt í næstu setn- ingu svona: „Arfbótasinnar litu á fólk sem misgæða hráefni og mis- verðugar lífverar, en gáfu ekkert út á rétt einstaklingsins til lífs og bameigna" (bls. 92). Þetta er allt rétt um arfbótastefnuna en mér virðist að þetta leiði af forsendum hennar sem kunna að vera fordóm- ar í ljósi okkar viðhorfa nú en þurfa ekki endilega að hafa verið það á þeim tíma sem þeim var haldið fram. Á bls. 149 er því haldið fram að arfbótastefnan hafi verið póli- tískt tæki ýmist til að stuðla að fyr- irmyndarþjóðfélagi eða til að hlúa að hagsmunum millisréttarinnar. Þetta kann að vera eitt sjónarmiðið sem kemur til greina til að útskýra uppgang stefnunnar en mér virðist að það þurfi ítarlegri röksemdir en hér era bornar fram til að styrkja þessa greiningu. Það þarf ekki ann- að en hugsa til röksemda Vilmund- ar fyrir íslenzku lögunum til að átta sig á að þau vora ekki til að styðja millistéttina íslenzku. En hér er á ferðinni bók sem er rannsókn á mikilsverðu máli sem ég spái að eigi eftir að þvælast fyrir mönnum lengi enn í einhverri mynd. Guðmundur Heiðar Frímannsson að Brekkubæ, Hellnum „í mestri nálægð við Jökulinn" um verslunarmannahelgina Frábær, fjölbreytt dagskrá alla mótsdagana. Fyrirlestur, fræðsla, námskeið, einkatímar, svitahof, spila- lestur, talnaspeki, Mikaelfræðsla, skyggnilýsingar, grasatínsla, ævintýraferðir fyrir börn, friðarathöfn, samsöngur fyrir börn og margt fleira. Eintóm blekking KVIKMYIVDIR Stjörnubíú THE THIRTEENTH FLOOR ★‘A Leikstjörn: Josef Rusnak. Handrit: Daniel F. Galouye og J. Rusnak. Að- alhlutverk: Craig Bierko, Armin Mu- eller-Stahl, Vincent D’Onofrio og Gretchen Mol. Centropolis 1999. HERRA Fuller er mjög ánægður með að hafa, ásamt starfsliði tölvu- fyrirtækis síns, tekist að skapa ann- an heim þar sem allt gerist í Los Angeles 1937. Hans hægri hönd, Douglas Hall, bregður heldur í brún þegar hann finnur einn morguninn skyrtuna sína útataða í blóði, og fréttir að hr. Fuller hefur verið stunginn til bana. Hugmyndin að þessari sögu geng- ur alveg upp, og þessi mynd hefði ekki þurft að vera eins léleg og hún er. En því miður er handritið lélegt; klikkar á upplýsingum og fer út í hlægilegt melódrama á köflum. Hvorki kvikmyndatakan né tónlistin í nútíma atriðunum henta kvik- myndinni, og maður hefur það helst á tilfinningunni á maður sé óvart kominn á „Species 111“ og að skrímslið muni stökkva á aðalleikar- ann innan stundar. Afleiðingar lélegs handrits eru að allar persónurnar eru ógeðfelldar, að manni er nokk sama hvað á daga þeirra drífur. Vincent nokkram D’Onofrio tekst þó að krafsa í bakk- ann með túlkun sinni á Whitn- ey/Ashton og setur þannig smáblæ- brigði á filmuna. Craig Bierko og Gretchen Mol er ekki endilega léleg, miklu frekar hrútleiðinleg. Armin Mueller-Stahl er gamall sætur afi, og eina persónan í myndinni sem er viðkunnanleg, en hann deyr strax. Leikmyndin í gamla tímanum er býsna lagleg, en... tveir leikarar og hálf sviðmynd geta ekki gert krafta- verk. FYRIRLESARAR: Jón Biarni Biarnason - Mikaelfræðin Guðlauaur Beramann - Mitt hjartans mál Hermundur Siaurðsson - Talnaspeki Höskuldur Frímannsson - Láttu drauminn rætast Siaurður Páll Trvaavason - Mannræktarsamtök íslands Guðrún Maanúsdóttir - „Gauja goði" - Skýring á táknum ásatrúar Þóraunna Þórarinsdóttir - Smáskammtalækningar Guðrún G. Beramann - Feng Shui og umfj. um orkuhlið 11/8 '99 Stefán Gíslason - Staðardagskrá 21 - Hlutverk einstaklinga og heimila Sveinbiörn Ewindsdóttir - Dagskrá 21 og Heilsa fyrir alla. NÁMSKEIÐ: Isabel Contreras - Hjálpaðu sjálfum þér (kennt á ensku - þýð.). Isabel er viðurkenndur leiðbeinandi af Lousie L. Hay. Peqqy Rada - Námskeið í notkun blómadropa (kennt á ensku - þýð.). Peggy hefur lengi starfað með blóma- dropa og selur yfir 600 tegundir. Höskuldur Frímannsson - Láttu drauminn rætast. Höskuldur hefur haldið námskeið með góðum árangri í nokkur ár. Jón Bjarni Jónsson - Hulukort Mikaelfræðinnar. Jón Bjarni er áhugamaður um Mikaelfræðin og hefur haldið nokkur námskeið tengd þeim. Upplifunar- og lærdómsferðir: Jóhann Þóroddsson - Grasatínsluferðir. Guðrún G. Bergmann - Gönguferð um orkubrautir og huliðsheima. Skyggnilýsing: Ingibjörg Þengilsdóttir miðill. Svitahof: Jón Jóhann seiðmaður. Heilunarvígslur: Bryndís S. Sigurðardóttir reikimeistari. Helgistund við Maríulindina: Séra Ólafur Jens Sigurðsson sóknarprestur á Hellnum. Einkatímar í talnaspeki, lestri í Merlin tarot og Víkingakortin, heilun, svæðanuddi, prólun fyrir blómadropa o.fl. Friðarathöfn — Söngur — Ævintýraferðir fyrir böm — Varðeldur o.fl. Vímuefnalaust mót — Setning kl. 22 á föstudeginum — Aðgangseyrir kr. 3.500 Frítt fyrir yngri en 14 ára — Svefnpokapláss. Allar nánari upplýsingar í síma 435 6754. Hildur Loftsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.