Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Tónlist til að njóta Sígild tónlist í sögulegu umhverfi eru ein- kunnarorð Reykholtshátíðar sem hefst í kvöld og stendur fram á sunnudag. Orri Páll Ormarsson renndi í Reykholt, kynnti sér efnisskrá fernra tónleika og ræddi við aðstandendur. Morgunblaðið/Sverrir REYKHYLTINGAR helgarinnar: Guðmundur Kristmundsson, Greta Guðnadóttir, Auður Hafsteinsdóttir, Guðrún Ingimarsdóttir, Valgerður Andrésdóttir, Johanna Sjunnesson, Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Mar- tynas Svégzda von Bekker. Danirnir söngelsku voru ókomnir. ÞÆR sækja Reykholtshátíð heim í fyrsta sinn, Guðrún Ingimarsdóttir sópransöngkona og Johanna Sjunnesson sellóleikari frá Svíþjóð. REYKHOLTSHÁTÍÐ í ár verður með sterkum nor- rænum yfirtón og teng- ingu inn í baltnesku lönd- in, að því er fram kemur í máli Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur, listræns stjómanda hátíðarinnar. „Á fyrstu hátíðinni, sem haldin var fyrir tveimur árum, var áhersla á Noreg og í fyrra beindum við sjónum okkar að Danmörku. Nú er því komið að Svíþjóð. Sérstak- lega verður gaman að flytja verk eftir Franz Berwald en mikil Berwald-vakning hefur verið í Sví- þjóð síðustu misseri, líkt og með Jón Leifs hér heima. Síðan er skemmtilegt að geta flutt balt- neska tónlist og vonumst við til að gera meira af því á næstu árum. Baltnesku löndin eiga mörg góð tónskáld." íslensk tónlist verður vitaskuld ekki skilin út undan, meðal annars verður flutt verk Helga Pálssonar, Tilbrigði um eigið stef, fyrir strengjakvartett. „Þetta verk var flutt af Síbelíusarkvartettinum í Finnlandi fyrir fimmtíu árum en hefur ekki heyrst síðan. Að mínu mati er Helgi Pálsson, einn stofn- enda Tónskáldafélags íslands, vel geymt leyndarmál. Hann samdi mörg góð tónverk sem alltof sjald- an eru flutt,“ segir Steinunn Birna. Þetta er, sem fyrr segir, í þriðja sinn sem Steinunn Bima gengst fyrir tónlistarhátíð í Reykholti - er „fyrirskipari“, líkt og frændur vor- ir Færeyingar segja, en þar var Steinunn Birna einmitt við leik á dögunum. Segir hún alltaf vanda- samt að koma hátíð sem þessari saman en þó hafi íyrirhöfnin verið minni nú en áður. „Bæði bý ég að reynslu fyrri ára og svo fór ýmis- legt úrskeiðis í fyrra. Píanóleikar- inn komst ekki til landsins, sópraninn hafði ýmsar sérþarfír og þar fram eftir götunum. Það var því mikil taugaspenna. í ár hefur þetta aftur á móti verið friðsam- legra, sópraninn kenjalaus og þetta lítur bara ljómandi vel út,“ segir stjórnandinn og skellir upp úr. Komin heim! Einn gesta hátíðarinnar þetta árið er Guðrún Ingimarsdóttir sópransöngkona sem býr og starfar í Þýskalandi. Hún kemur fram, ásamt Steinunni Birnu, á opnunartónleikunum í kvöld, þar sem hún mun syngja lög eftir Karl 0. Runólfsson, Grieg og Sjöberg og heldur svo einsöngstónleika í há- deginu á morgun. Þar býður Guð- rún upp á norræn sönglög fyrir hlé og óperuaríur eftir hlé. „Þetta eru aríur eftir Verdi, Bellini, Mozart og Rossini - efni sem hefur fylgt mér síðustu árin. Síðan völdum við Steinunn Bima, sem leikur með mér, uppáhaldslögin okkar beggja, eftir Þórarin Guðmundsson, Rangström, Sjöberg, Merikanto, Grieg og Karl 0. Runólfsson," seg- ir Guðrún. Kveðst hún hlakka mjög til tón- leikanna. „Það er virkilega ánægjulegt að vera hingað komin. Eiginlega má segja að ég sé komin heim en ég er fædd og uppalin á Hvanneyri og stundaði nám í hér- aðsskólanum héma í Reykholti. Þetta er í fyrsta sinn sem ég tek þátt í hátíðinni og því miður hef ég ekki heldur haft tök á að sækja hana heim áður enda hef ég verið upptekin á óperuhátíðum í Þýska- landi síðustu sumur. Þetta verður því tvöföld ánægja í ár - að syngja og hlusta.“ Hótelið var ekki risið þegar Guð- rún var við nám í Reykholti en að öðru leyti segir hún staðinn óbreyttan - nema hvað „verið er að grafa allt hér í sundur“. Vísar hún þar til fornleifaugpgraftar á vegum Þjóðminjasafns íslands og fjallað hefur verið um í fréttum. „Annars er alltaf sami góði andinn í Reyk- holti og ekki spillir fyrir að tekið hefur verið vel á móti okkur með góðu veðri.“ Eftir einsöngspróf hér heima nam Guðrún söng í Lundúnum og Stuttgart, þaðan sem hún lauk prófi í mars á síðasta ári. Síðan hefur hún starfað alfarið við söng og kvartar ekki undan verkefna- skorti. „Ég fór strax út í lausa- mennsku og hef verið heppin - hef eiginlega fengið verkefnin upp í hendurnar. Eg hef tekið þátt í mörgum óperu- og óperettuupp- færslum en einnig sungið kirkju- tónlist og haldið ljóðatónleika. Verkefni mín hafa með öðram orð- um verið mjög fjölbreytt. Ég er ánægð með það.“ Guðrún segir ákaflega gott að vera í Þýskalandi, þar sé hefðin, tækifærin, ekki síst fyrir söngvara. Og ekki er verra að vera íslending- ur. „Það er tekið eftir íslenskum söngvurum í Þýskalandi enda era þeir þar nánast á hverju strái. Og yfirleitt fer gott orð af þeim - þeir þykja færir, ósérhlífnir og þægileg- ir í samvinnu.11 _ En hvað um ísland. Langar Guð- rúnu ekki að starfa hér heima? „Jú, svo sannarlega. Það er skemmtilegast af öllu að syngja á íslandi. Ég fyllist alltaf tilhlökkun þegar ég er að koma heim að syngja. Viðbrögðin eru svo sterk hérna. Síðan skiptir alltaf máli að þekkja fólk í salnum. Ég var til dæmis að syngja fyrir um 1.500 manns á Gala-tónleikum í Þýska- landi um daginn og þrátt fyrir fjöldann fann ég ekki fyrir sömu viðbrögðum, hlýju, og hér heima. Því miður sé ég hins vegar ekki fram á að geta flutt heim á næst- unni. Óperuhefðin er svo ung hérna og áheyrendahópurinn ekki nægilega stór. Tækifærin eru þar af leiðandi af skornum skammti og við þær aðstæður er erfitt fyrir söngvara að búa á íslandi. Ég er aftur á móti staðráðin í að koma heim eins oft og ég get tO að halda tónleika." Næsta stóra verkefni Guðrúnar er að taka þátt í uppfærslu á Leð- urblökunni í Ulm, sem er í ná- grenni Stuttgart. Æfingar hefjast í haust en framsýning er fyrirhuguð í desember í barnaleikhúsi sem ku vera hið stærsta sinnar tegundar í Evrópu. Ekki er þó um barnasýn- ingu að ræða. Þá leggur söngkonan upp í tónleikaferð um Ítalíu eftir áramót. Enginn hraðbanki Svíþjóð verður, sem fyrr segir, í brennidepli í Reykholti um helgina og þaðan kemur annar gestur, Jo- hanna Sjunnesson sellóleikari. Hún er aðeins 25 ára gömul en er eigi að síður margverðlaunuð í heimalandi sínu. Johanna hefur komið fram sem einleikari með ýmsum hljómsveit- um í Svíþjóð en eigi að síður er kammertónlist hennar fyrsta ástríða, að því er hún upplýsir. Hún er félagi i Támmel-strengja- kvartettinum sem hefur komið fram víðsvegar um Evrópu og hlot- ið góða dóma. Þá hefur hann sent frá sér eina geislaplötu og önnur er í farvatninu. Á dögunum gekk Johanna svo til liðs við hina nafnkunnu útvarps- hljómsveit í Stokkhólmi, sem sætir tíðindum, en hljómsveitin hefur ekki ráðið nýjan sellóleikara í tólf ár. Tugir manna sóttu um starfið. „Það var mikill heiður að verða fyr- ir valinu og ég hlakka til að takast á við ný verkefni með hljómsveit- inni. Hún er mjög góð.“ Johanna sældr Island nú heim í fyrsta sinn. „Ég varð strax mjög spennt þegar umboðsmaður minn sagði mér að krafta minna væri óskað á Reykholtshátíð. Mig hefur lengi langað að koma til íslands og sló því til þótt ég væri störfum hlaðin heima í Svíþjóð." Johanna segir Reykholt nokkuð frábrugðið þeim stöðum sem hún á að venjast við tónleikahald. „Þetta er mjög sérstakur staður. Ég ætlaði að komast í hraðbanka í morgun, taka út íslenska peninga, en komst að því að hér er enginn hraðbanki. Sennilega kemur það þó ekki að sök, það er svo vel hugsað um mig hér. Annars kann ég vel að meta kyrrðina, það er ágætt að losna úr amstri stórborg- arinnar annað slagið. Reykholt er líka afskaplega fallegur staður, ljósmyndirnar sem ég hef séð frá Islandi ljúga greinilega engu, og ekki skemmir veðrið fyrir, það hefur verið yndislegt í dag [mið- vikudag],“ segir Johanna og pírir augun mót sólu en hún fór þess sérstaklega á leit við blaðamann að viðtalið færi fram utan dyra. Ætli aumingja stúlkan geri sér grein fyrir því að þetta er aðeins annar, kannski þriðji, sólardagur- inn á landinu í sumar, hugsar blaðamaður - en segir ekki neitt. Það er ljótt að spilla gleði gesta okkar. Upp frá þessu leysist samtalið upp, eða snýst eiginlega við - sellóleikarinn fer að spyrja blaða- mann spjörunum úr. Hún hefur heyrt Snorra Sturlusonar getið og vill vita meira um hann. „Hann var einn mesti höfundur og fræði- maður sem uppi hefur verið á ís- landi. Kom líka mjög við valdabar- áttu í landinu á þrettándu öld og var veginn hér í Reykholti árið 1241,“ segir blaðamaður. „Almátt- ugur!“ Johanna grípur andann á lofti. „Veginn! Aumingja maður- inn!“ Hvalreki frá Danmörku Af öðram gestum hátíðarinnar má nefna „Det lille Operakor", sem er úrval óperakórsins frá Konung- lega leikhúsinu í Kaupmannahöfn, sextán manns. Kemur hann fram á tónleikum annað kvöld. Að áliti Steinunnar Bimu er kór þessi hvalreki fyrir íslenska tónlist- arannendur. „Þetta er frábært söngfólk og sérstaklega verður gaman að hlýða á það í Reykholts- kirkju, þar sem hljómburður er mjög góður fyrir söng, einkum kór- söng. Síðan samanstendur efnis- skráin af hreinum perlum, svo sem fangakórnum úr Nabucco, Ha- banera úr Carmen, þjóðlögum og negrasálmum.“ Stjórnandi „Det lille Operakor" er Adam Faber. Aðrir gestir Reykholtshátíðar að þessu sinni eru litháenski fiðluleik- arinn Martynas Svégzda von Bekker, Auður Hafsteinsdóttir og Greta Guðnadóttir fiðluleikarar, Guðmundur Kristmundsson víólu- leikari og Valgerður Andrésdóttir píapóleikari. Á opnunartónleikum hátíðarinn- ar verða flutt verk eftir Berwald, Stenhammar og Helga Pálsson, auk nokkurra sönglaga. Lokatón- leikarnir, á sunnudag, eru síðan hlustendavænstir, að sögn Stein- unnar Birnu. Þar verða flutt verk eftir Fauré, Isaye, Brahms og Schubert. „Þetta er þakklátasta efnisskráin, blanda af vel geymd- um leyndarmálum og þekktum perlum. Ég hef í-aunar alltaf að leiðarljósi að hlustendur fái sem mest út úr hátíðinni, svona hátíð á að vera áheyrileg, tónlist til að njóta.“ Dagskrá hátíðarinnar REYKHOLTSHÁTÍÐ hefst í kvöld og lýkur að kvöldi sunnu- dags. Dagskráin er sem hér segir: Föstudagur, kl. 20.30: Nor- ræn sönglög og verk eftir Sten- hammar, Berwald og Helga Pálssón. Laugardagur, kl. 14.30: Ein- söngstónleikar Guðránar Ingi- marsdóttur. Steinunn Bima Ragnarsdóttir leikur með á píanó. Laugardagur, kl. 20.30: „Det lille Operakor" frá Danmörku flytur efni úr óperam, þjóðlög og negrasálma. Sunnudagur, kl. 17: Verk eftir Fauré, Isaye, Brahms og Schubert.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.