Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 33
32 FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 33 ^ 3R*f0tniM*feife STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. NETVÆÐING - NY BYGGÐASTEFNA LANDSBYGGÐARSTEFNAN er í blindgötu. Með landsbyggðarstefnu er átt við þá viðleitni stjórnvalda áratugum saman að sporna gegn stöðugum flutningi fólks til suðvesturhorns landsins og stuðla að lífvænlegri byggð um land allt. í upphafi þessa áratugar var styrkja- stefnan gagnvart landsbyggðinni búin að ganga sér til húðar. Fyrsta ríkisstjórn Davíðs Oddssonar markaði þá grundvallarstefnu að ekki ætti að grípa til sértækra að- gerða til þess að hjálpa einstökum byggðarlögum og hafa önnur ráðuneyti hans fylgt þeirri stefnu með örfáum undantekningum. A þessum áratug hefur sjávarútvegurinn eflzt mjög en margir töldu, að öflug sjávarútvegsfyrirtæki mundu tryggja byggð um land allt. Nú er komið í ljós, að jafnvel þótt sterk sjávarútvegsfyrirtæki séu starfrækt í einstök- um landshlutum eins og t.d. á Norðurlandi og Austur- landi dugar það ekki til. Fólki fækkar stöðugt. Nú eru uppi þær skoðanir, að til þess að treysta byggð t.d. á Austfjörðum sé nauðsynlegt að reisa þar stóriðjuver og skal ekki dregið úr því, að margvísleg rök eru fyrir hendi í þeim efnum. Eitt af því, sem veikir mjög stöðu landsbyggðarinnar er einfaldlega það, að eignir eru þar ýmist verðlausar eða verðlitlar. Einbýlishús seljast fyrir brot af því verði, sem hægt er að fá fyrir sambærileg hús á höfuðborgarsvæð- inu, ef á annað borð er þá hægt að selja þau. Atvinnuhús- næði verður sömuleiðis verðlítið. Hér þarf meira til að koma en efling sjávarútvegs, þótt hún skipti augljóslega miklu máli. Ný samskiptatækni er að gjörbreyta öllum viðhorfum. Ný símatækni og netvæðing gera það að verkum, að tækninnar vegna er hægt að vinna margvísleg störf, hvar sem er á landinu. Nú þegar má sjá fyrstu merki þessarar þróunar. Þegar hringt er í upplýsingasíma Landssímans, 118, er sá sem svarar ekki endilega staðsettur í Reykja- vík eins og áður þótti sjálfsagt. Einstök þjónustufyrir- tæki, sem byggja starfsemi sína á símaþjónustu eru byrj- uð að koma upp starfsstöðvum úti á landsbyggðinni. Þær er ekkert síður hægt að starfrækja þar en á höfuðborgar- svæðinu. Hið gamla viðhorf, að nauðsynlegt væri fyrir fyrirtæki að hafa starfsstöðvar sínar 1 Reykjavík vegna nálægðar við stjórnarskrifstofur og bankakerfi á ekki lengur við. Símatæknin og netvæðingin gerir það að verkum, að hægt er að starfrækja mörg fyrirtæki úti á landi, sem áð- ur var talið nauðsynlegt að væru á höfuðborgarsvæðinu. í sumum tilvikum getur kostnaður vegna slíkrar starf- semi verið lægri á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæð- inu m.a. vegna lægri húsnæðiskostnaðar. Starfsfólk get- ur fengið húseignir keyptar á hagstæðara verði en á Reykj avíkur svæ ðinu. En til þess að hægt sé að nýta þessa nýju tækni í þágu atvinnulífsins með þessum hætti þarf að vera til staðar grunnnet um land allt, sem tryggir að atvinnufyrirtæki og einstaklingar hafí jafna aðstöðu í símaþjónustu og net- starfsemi hvar sem er á landinu. Uppbygging slíks grunnnets er jafngildi þess þegar lagt var í það stórvirki að leggja vegakerfí um allt Island. Nú er kominn tími til að netvæða allt ísland. Netvæðing landsins alls getur orðið grundvöllur nýrrar og árangursríkari byggða- stefnu, þar sem fólki verður gert kleift að nýta sér kosti þéttbýlisins í atvinnumálum en kosti dreifbýlisins, sem eru margir, að öðru leyti. Það er rangt að líta svo á að það eigi að vera verkefni Landssíma Islands hf. að byggja upp slíkt grunnnet. Það á að vera verkefni ríkisins og að einhverju leyti sveitarfé- laga með sama hætti og vegagerð er og var. Þjónustufyr- irtæki á þessu sviði geta síðan nýtt sér þessa aðstöðu og greitt eðlilegt endurgjald fyrir þá notkun. Með netvæðingu landsins alls er hægt að leggja alveg nýjan grunn að því að byggðin dreifíst um landið allt og að þær eignir, sem til staðar eru á landsbyggðinni nýtist að fullu og betur en nú er og öðlist eðlilegt verðgildi. Það er tímabært að Alþingi og ríkisstjórn marki nýja, stór- huga og djarfa stefnu í þessum efnum, sem tryggi að við Islendingar verðum í fremstu röð þjóða heims í netvæð- ingu og netvinnslu snemma á nýrri öld. Sænska málnefndin hefur það að markmiði að sænskan sé lifandi og öflugt mál Lögfesta ber stöðu sænskunnar Hinn 19. júlí birtist í Svenska Dagbladet eftirfarandi grein eftir prófessorana Ulf Teleman, fyrrverandi formann sænsku málnefndarinnar, og Margaretu Westman, skrifstofustjóra nefndarinnar. Greinin hefur vakið miklar umræður í Svíþjóð og birtist hér óstytt. ENGINN óskar eftir málfarslegum fábreytileika né evrópskri eða hnattrænni einstefnumenningu, segir í grein forráðamanna sænsku málnefndarinnar. s Arlegur leiðangur vísindamanna til Surtseyjar Sturla Friðriksson LOÐVÍÐIRINN sem hér sést, blágrár á lit, er nýjasti landneminn f Surtsey. Loðvíðir nýj - asti landneminn SÆNSKAN hefur lengi haft sjálfsagða stöðu í Svíþjóð og ekki hefur þótt taka því að tryggja með lögum stöðu hennar sem höfuðmáls í landinu. I 7. grein stjómsýslulaganna er til dæmis tekið fram, að yfirvöld skuli nota auð- skilið mál en ekki er tekið fram hvaða mál nota skuli. Auðvitað er átt við skýra og einfalda sænsku. Sænsk tunga stendur enn föstum fótum enda á hún sér langa og ljósa sögu, sem segir frá því hvernig hún haslaði sér smám saman völl á ólíkum sviðum, svo sem innan kirkjunnar, í skólum, bókmenntum og vísindum. Lestrar- og skriftarkunnátta er út- breidd meðal almennings og á alþjóð- legan mælikvarða lesa Svíar mikið. Sænskan látin víkja Styrkur málsins og gagnsæi þess gildir þó ekki lengur. Við búum við nýjar aðstæður sökum vaxandi Evr- ópu- og hnattvæðingar, jafnt í efna- hags- og stjómmálum, og ekki síst vegna upplýsingabyltingarinnar. Við sjáum glöggt hvemig sænskan hörfar smátt og smátt á ýmsum sviðum. Á menntaskólastigi verður það æ algengara, að kennt sé á ensku þótt kennaramir sjálfír kunni málið ekki nógu vel. Slíkt er ákveðið af sveita- stjómum og oft án þess að menn leiði hugann að afleiðingum þess fyrir nemendur. Vissulega getur þetta þjónað tilgangi en viljum við í raun, að stór hluti menntaskólanema geti hvorki talað né skrifað á sænsku um efnafræði svo dæmi sé nefnt, að þeir viti ekki hvað „oxygen" sé á sænsku? Erfitt er að segja til um hver verða áhrif nýrra tillagna um breyttar kröf- ur tii sænskukunnáttu frá nefnd um kennaranám. Er krafan um að kenn- arar eigi að „hafa sænska tungu á valdi sínu“ meiri en tillagan um „nægilega kunnáttu í sænsku með til- liti til þjónustunnar“? Tungan er það tæki, sem kennarar þurfa helst á að halda í starfi sínu og þeir verða því að geta notað skiljanlegt, rétt, fjölbreytt og tjáningarríkt mál og auk þess að geta skilið hvað nemendumir segja. Útilokaðir frá umræðum Það þarf ekki að koma á óvart að í æðri menntun og við rannsóknir hef- ur ferlið komist lengra. Þegar í gmnnnámi em kennslubækur á ensku í mörgum deildum og í rann- sóknamámi er bæði rætt og ritað á ensku um sérgreinar. Þetta er vísast gott en ekki vandkvæðalaust. Óskum við þess, að þeir sem koma til með að stunda náttúmvísindi í framtíðinni verði til dæmis útilokaðir frá að ræða umhverfis- og heilbrigðismál ein- göngu sökum þess að þeir geta ekki miðlað þekkingu sinni á sænsku? Eiga hugvísindamenn, stjómmála- menn og blaðamenn að sitja einir að umræðunni? I atvinnulífinu gegnir enskan æ meira hlutverki. I fjölþjóðafyrirtækj- um er enskan öðrum málum æðri og eftir því sem framleiðslutækin verða alþjóðlegri, verður notkun enskunnar útbreiddari um allt fyrirtækið eins og mörg dæmi eru um. í Evrópusambandinu er frjálst flæði vöru og vinnuafls yfir landa- mæri. Einnig hér er sótt að sænsk- unni. Óskum við þess að viðvaranir, leiðbeiningar og vörulýsingar verði á ensku? (I Frakklandi hefur maður, sem seldi hárþurrkur, verið dæmdur til að greiða sem svarar til 6.500 ís- lenskra króna í skaðabætur á hverja selda þurrku þar sem þeim var dreift án franskra leiðbeininga. Dómarinn leit svo á, að það gæti valdið slysum ef franska textann vantaði.) Óskum við þess, að borgarar frá öðrum ESB- löndum geti orðið sænskukennarar eða almennir kennarar án þess að hafa skírteini upp á sænskukunnáttu? Takmarkað notagildi Hvemig er það svo með sænskuna sem samskiptamál á pólitískum vett- vangi? Grunnhugmyndin með ESB er einmitt, að mörgum málum verði MÉR finnst gaman að því, að íslendingar skuli hafi áhuga á greininni,“ segir Margareta Westman prófessor og skrifstofustjóri sænsku málnefndarinnar, þegar hún heyrir að ætlunin sé að birta grein hennar og Ulf Telemans, fyrrverandi for- manns sænsku málnefndarinnar, í Morgunblaðinu. Það kemur henni þó ekki á óvart.“Þið Islendingar eruð svo vak- andi yfir tungunni ykkar,“ segir hún full aðdáunar líkt og svo margir út- lendingar, sem þekkja til íslenskrar málstefnu. Hún er líka dálítið gagn- rýnin á starf málnefndarinnar sænsku, sem hafi einblínt um of á rétt og rangt málfar. Taka verði á stöðu málsins á breiðari grundvelli. „Við skrifuðum greinina því það verður að ræða þessi mál,“ svarar Westman af þunga, þegar talinu vík- ur að tildrögum greinarinnar. „Ég veit það gildir öðru máli á íslandi en við viljum, að fólk geri sér grein fyrir því, að hér er alvara á ferðum. Og við megum ekki gleyma því að sænskan er okkur auðlind, sem við megum ekki vanmeta. Það er auðlind að eiga sér sitt eigið mál.“ Grein þeirra tvímenningana hefur verið ákaft rædd í öllum fjölmiðlum frá því hún birtist á mánudaginn. Westman er ánægð með viðbrögðin. „Þau sýna líka að fólk lætur málið sig miklu skipta. Fólki stendur ekki á sama,“ segir hún. Nýjar aðstæður kalla á ný viðbrögð Veik staða sænskunnar við nýjar aðstæður er Westman ofarlega í huga. Ný orð hafa alltaf leitað inn í málið en nú er annað uppi á teningn- um. „Fyrr á öldum lagði sænskan undir sig ný svið og var ræktuð upp. Kirkj- an tók sænskuna upp sem höfuðmál með siðaskiptunum. Á 17. öld var far- beint frá þjóðþingunum til miðstýrðra stofnana sambandsins. Það er auðvelt að sjá fyrir, að einnig umræður um þessi mál muni verða á öðrum málum en þeim, sem töluð eru í smáu aðildar- ríkjunum. Þegar viðfangsefni sænskra stjórnmála skreppur saman, minnkar einnig hlutverk sænskunnar. Enn sem komið er fylgir ESB metnaðarfullri málstefnu: Óll mál að- ildarlandanna eru vinnumál og opin- ber mál, þar sem forsendan er stór- brotið þýðinga- og túlkakerfi. En hve lengi endist kerfið til svo þunglama- legra samskipta? Og hvemig verður það þegar sambandið stækkar? ESB er nú þegar farið að setja sitt málfarslega mark á evrópsk lög og til- skipanir, sem gOda í Svíþjóð. Þýðing- ar af frönsku og ensku verða að fylgja frumritinu eins nákvæmlega og unnt Þegar Sigrún Davíðs- dóttir sló á þráðinn til Margaretu Westman prófessors kom það henni ekki á óvart að greinin um sænskuna hefði vakið athygli á Islandi. ið að skrifa bókmenntir á sænsku og sænski náttúrfræðingurinn Carl von Linné (1707-1778) tók til við að nota sænsku sem vísindamál á sínu sviði. Þetta eru allt dæmi um hvernig málið hefur lagt undir sig ný svið. Við sjáum líka hve mikla áherslu nýfrjálsar þjóð- ir leggja á að rækta upp notkun móð- urmálsins." Westman bendir á hvemig þessi viðleitni er í andstöðu við það, sem nú er að gerast, þegar enskan er að leggja undir sig heilu sviðin, til dæmis í vísindum. Alþjóðlegir bekkir í lagi en ekki á kostnað sænskunnar í greininni er bent á að kennsla á ensku í alþjóðlegum bekkjum eigi full- an rétt á sér en ekki sé sama hvemig farið sé að. „Þessir bekkir hafa lengi verið til og ekkert nema gott um þá að segja,“ segir Margareta Westman, „en ef kennt er á slæmri ensku af sænskum kennurum, þá missir kennslan marks. Ég hef hitt sænska kennara, sem hafa séð sig tilneydda til að kenna á ensku í slíkum bekkjum, því það vantar kennara. Þeim líður illa í þessari stöðu og krökkunum er eng- inn greiði gerður.“ Að mati Westman verður að sjá til þess að krakkarnir læri einnig sænsk fræðiheiti í slíkum bekkjum. „Það er sjálfsagt að hafa alþjóðabekki en er og afleiðingin fyrir sænskuna er stirt og snúið mál. Það er eins og verið sé að færa klukkuna aftur, engu líkara en öll viðleitni síðustu áratuga til að gera stjórnsýslumálið skiljanlegra hafi verið til einskis. „Anglóamerísk“ yfirráð Á popprásum sjónvarps og út- varps ríkja anglóamerísk tilboð. Jafnvel sænskar hljómsveitir, sem leika næstum eingöngu í Svíþjóð, syngja á ensku þótt margir sænsku rapparanna séu þar undantekning á. Jafnvel í menningarlífinu er enskan að verða æ algengara tjáskiptatæki. Nokkur ný og framsækin menning- artímarit hafa komið út eingöngu á ensku og án þess að nokkur furðaði sig á því. Að vísu heyrðist aðeins urgur en þó ekki meira en það þegar kennslan verður að vera vel útfærð. Við tökum í greininni orðið „oxygen" (súrefni) sem dæmi, af því ég þekki stelpu, sem var í slíkum bekk og hún vissi ekki að til væri sænskt orð yfir „oxygen“. Baráttan við stofnanamálið „Nei, það er ekki í lagi,“ segir Westman, þegar talinu víkur að laga- og tilskipanaþýðingum ESB yfir á sænsku, þar sem ekki mega vera fleiri setningar í sænska textanum en þeim enska eða franska, sem er þýtt úr. „Ég veit að þýðendumir reyna að komast hjá þessu með semikommum en útkoman verður aldrei góð. í Sví- þjóð hefur undanfarin 25 ár verið stefnt markvisst að því að málfar á lögum og öðrum opinberum gögnum verði skýrt og skiljanlegt. Sama við- leitni hefur til dæmis verið í gangi í Bretlandi og í Þýskalandi veit ég, en það er mikil tregða varðandi breyting- ar í stórum kerfum." Sænska málnefndin beitir sér á ýmsum sviðum. Veitt er dagleg síma- ráðgjöf um málfar, gefnar eru út mál- farsleiðbeiningar, auk þess sem gefn- ar eru út bækur og tímarit um þessi efni. „En við verðum að beita okkur á annan hátt en áður,“ segir Westman. „Við höfum einblínt um of á rétt mál- far og rangt.“ Líkt og þekkist á Islandi er nýyrða- smíði iðkuð í Svíþjóð, einkum á sviði tölvunotkunar, þar sem sérstök nefnd sinnir því. „Jú, orðin þaðan eru notuð,“ segir Westman. „Það ríkir eining um nauðsyn þess innan tölvugeirans og þar sem þetta starf er unnið í samstarfi við geirann er orðunum vel tekið.“ Um áhrif heróps tvímenningana er enn of snemmt að segja en Westman segist vonast til að málið verði nú tek- ið upp í sænska þinginu. „Það hafa legið fyrir tillögur um þessi efni en ég vona að þær verði teknar upp og skoð- aðar á nýjan leik. Mér sýnist sem áhugann vanti ekki.“ stórt ríkissafn í höfuðborginni kynnti listaverk á sýningu eingöngu á ensku! Þegar hætt er að nota tungumál á einhverju sviði falla mörg orð í gleymsku og nauðsynlegur orðaforði þróast ekki í takt við þróun samfé- lagsins og vísindanna. Spurningin er hvort við höfum efni á að sænskan missi fleiri svið. Aðstæður sænskunnar eru ekki einstakar. I mörgum Evrópulöndum finna menn fyrir þrýstingi enskunnar. I viðleitni sinni við að vernda sænsk- una gætu Svíar tekið höndum saman við aðrar þjóðir. t.d. Finna, Dani, Hollendinga, Grikki og Portúgali, sem eiga við nokkurn veginn sama vanda að stríða, en einnig við Spánverja, Itali, Frakka og jafnvel einnig Þjóð- verja. Heimskulegri og leiðinlegri Raunar má varpa því fram hvort ekki væri bara best, að allir tækju upp ensku í stað þess að þráast við og reyna að halda í móðurmálið? Svona einfalt er það þó ekki. I fyrsta lagi verðum við að gera okkur grein fyrir, að Svíar munu um langan aldur ráða mun verr við ensku en sænsku. Svíar eru tvímælalaust ekki jafn góðir í ensku og við viljum vera láta. Jafnvel á því framandi máli, sem við erum best í, verða flest okkar ögn heimskari og ögn leiðinlegri en á móð- urmálinu. Jafnvel góðir námsmenn hafa oft mjög óljósar hugmyndir um hvað ýmis lykilorð í enskum náms- bókum þeirra þýða. í öðru lagi vitum frá öðrum tímum og öðrum löndum, þar sem eitt mál er talað við eldhúsborðið og annað í stjómar- og fyrirlestrarsölum, að þekking á hinu síðara „aðal-“máli er stéttbundin. Vegna þess er stór hluti þjóðarinnar málfarslega útilokaður frá opinberri þjóðfélagsumræðu, vís- indum, fyrirtækjastjómun, hámenn- ingu osfrv. Sænska málnefndin leggur því til að Svíar hætti að láta eins og ekkert sé. Það ber að lögfesta stöðu sænsk- unnar. Rétt er að slá því föstu, að sænskan eigi að ráða ríkjum í Svíþjóð og hana skuli rækta sem tungu er dugi á öllum sviðum. Á sænsku á að vera hægt að tala um allt frá vísindum til hagfræði, menningar og stjóm- mála, án þess að inntakið íýrni eða verði léttvægt. Auk þess leggur nefndin til að ákvarðanir, sem teknar em á opinbemm vettvangi, verði metnar út frá áhrifum á tungumálið, líkt og mat er lagt á umhverfis- og jafnréttisáhrif. Óæskileg áhrif Þegar teknar em ákvarðanir um fjölmiðla, skóla, háskóla, atvinnulíf og fleira getur það haft óæskileg áhrif á málið í framtíðinni, þegar of seint verð- ur að bregðast við. Venjuleg sænska má ekki verða peð í hinum pólitíska leik. Við megum ekki eiga á hættu neinn afleik. Þessar kröfur verður að skoða í ljósi framvarps um minnihluta. Það er af hinu góða ef samíska, finnska, tomedalsfinnska, mál sígauna og jiddíska verða lögfest sem minnihluta- mál, en þá er það um leið ögn undar- legt ef ekki er til neitt lögboðið meiri- hlutamál. Á sænskan aðeins að vera opinbert mál í ESB og í Finnlandi? Um leið verður að hnykkja á því, að auðvitað á að halda áfram að stefna að kunnáttu í erlendum málum í Svíþjóð, ekki aðeins í ensku, heldur einnig í þýsku, frönsku, spænsku, rússnesku, móðurmálum nýbúa og innlendra minnihlutahópa. Sænska málnefndin hefur það að markmiði að sænskan sé lifandi og öflugt mál í Svíþjóð og Svíar búi einnig yfir góðri kunnáttu í öðram málum. Eigið mál ber uppi menning- una en framandi mál gera það kleift að mæta annarri menningu af þekkingu og njóta innblásturs hennar. Forsenda fjölbreytileika á sviði tungumála er öfl- ug og lifandi mál, sem mætast og frjógva hvert annað. I slíku umhverfi gneistar af sköpunargáfu. Enginn óskar eftir málfarslegum fá- breytileika né evrópskri eða hnatt- rænni einstefnumenningu. Það er okk- ar eigið verkefni að sjá til þess að sænskan verði áfram öflugt og lifandi mál. Það er enginn annar, sem getur séð til þess. VEL hefur verið fylgst með lífríki Surtseyjar frá því hún myndaðist, en hún þykir gefa vísindamönnum einstakt tækifæri til að rannsaka hvernig líf kviknar á eyju þar sem ekkert líf var fyrir. Dr. Sturla Ériðriksson er nýkom- inn úr árlegri rannsóknarferð til Surtseyjar, en auk hans voru í leið- angrinum dr. Borgþór Magnússon og Jón Guðmundsson. Könnuðu þeir út- breiðslu gróðurs í eynni, en á varp- svæði sílamáfa í suðurhluta eyjarinn- ar er orðin mikil gróska í plöntum. Er þar nú að verða samfelldur gróð- ur og spretta svipuð og í túnum sem borið hefur verið á. Segir dr. Sturla að gróskuna megi að miklu leyti rekja til veru sflamáfsins á svæðinu. „Það era ein 15 ár síðan sflamáfurinn fór að nema þarna land og eftir að hann kom hefur orðið hrein spreng- ing í gróðurfarinu því hann ber svo mikið af fræi og ýmsu æti í ungana og ber þá á landið, auk þess sem áburður kemur frá honum sjálfum og ungunum. Einnig má sjá af ælu úr sílamáfinum að hann ber mikið af grængresi með sér frá nærliggjandi eyjum. Þannig koma fræ og rætur sem geta verið eins konar upphaf að nýjum landnemum í Surtsey. Ef maður ber gróðurinn á þessari vin í varpstöðvum sflamáfsins saman við aðra hluta Surtseyjar er það eins og dagur og nótt. Framvindan utan varpstöðvanna er miklu hægari.“ Álls hafa fundist 54 tegundir há- plantna í Surtsey síðan plöntur fóru að nema þar land. Að sögn dr. Sturlu ná þó ekki allir landnemar að festa þar rætur til langframa og í nýaf- stöðnum leiðangri munu aðeins 44 tegundir hafa fundist. Athyglivert er hins vegar að ein þessara tegunda er ný í eyjunni. Er þar um loðvíði að ræða og er hann þriðja víðitegundin í Surtsey. Segir dr. Sturla það merki- legt þar sem ekki vaxi neinar trjáteg- undir í öðrum úteyjum Vestmanna- eyja- Auk þess að kanna útbreiðslu gróðurs mældu leiðangursmenn upp- Allt síðan Surtsey mynd- aðist hafa vísindamenn fylgst náið með þróun lífríkisins þar, Dr. Sturla Friðriksson er, ásamt tveimur öðrum líffræð- ingum, nýkominn úr ár- legum leiðangri Surtseyjarfélagsins og greindi hann Finni Friðrikssyni frá því hvernig piöntum og dýr- um reiðir af í eyjunni. skera af ákveðnum gróðurreitum sem fylgst hefur verið með í nokkur ár. Einnig tóku þeir sýni til að mæla frjósemi jarðvegs í þessum sömu reitum Máfar algengastir fugla í leiðangrinum til Surtseyjar sást alls til sextán tegunda fugla og munu átta þeirra nú vera þar varpfuglar. Mest ber á máfum og era í eyjunni rúm 300 pör af silfurmáfum og fyrr- nefndum sflamáfum. Einnig era þar 80 fýlshreiður, fáein hvítmávahjón og 36 svartbakspör. Segir dr. Sturla eitt svartbakshreiðranna vera skemmti- legt dæmi um samspil fugls og plantna. „Hreiðrið er efst í melþúfu sem fai'ið hefur stækkandi síðan ég tók að mæla hana árið 1974 og er nú orðin 140 sentímetra há sandalda. Ég lagði höndina ofan á botn hreiðursins og fann þá að hann var volgur. Stafar það af gerjunarhita af gúanói því og ýmsu æti sem lendir í botninum. Þetta hreiður er því eins konar hita- kassi fyrir ýmsai’ aðrar lífverar eins og skordýr, lirfur, bakteríur, sveppi, fléttur og þöranga. Fuglinn gerir með öðram orðum meira en að unga bara út eggjunum." Af öðram fuglum í Surtsey má nefna ritu og teistu sem halda til í bjarginu. Þá hóf snjótittlingur varp í eyjunni í fyrra og heldur því áfram nú. Er hann fyrstur spörfugla til að nema land með þessum hætti í Surts- ey. Reyndar virðist hrafnapar vera viðloðandi í eyjunni og hefur það gert sér þar hreiður. Ekkert bólar þó á varpi enn sem komið er. Sjö aðrar , tegundir spörfugla og vaðfugla sáust í leiðangrinum. Skordýr berast með ýmsum hætti Ymis skordýr urðu á vegi leiðang- ursmanna. Maðkaflugur og aðrar tví- vængjur virðast finna nóg æti í gróðri Surtseyjar og úrgangi þeim sem kem- ur frá fuglunum. Að sögn dr. Sturlu er einnig nokkuð um íuglshræ sem flug- umar geta gætt sér á. Kóngulær hafa einnig nóg að bíta og brenna í eyjunni og sjást þar á veiðum og mítlar sjást skríða á rekaviði í fjöranni. Berast þeir raunar til eyjarinnar með viðnum. Þá má sjá þama ánamaðka, snigla og þráðorma. Segir dr. Sturla líklegast að egg ánamaðka og snigla festist á fiðri eða á fótum fugla og berist þannig til eyjarinnar. Egg þráðorma geta hins vegar borist með vindi. Islensku leiðangursmennimir voru ekki einir á ferð í Surtsey að þessu sinni. Með þeim í för vora tveir ítalsk- ir kvikmyndatökumenn sem vora að safna heimildum fyrir sjónvarpsþátt um líf á sérkennilegum eyjum. Er Surtsey ein þeirra sem þeir ætla sér að fjalla um. Segir dr. Sturla það ekki undarlegt þar sem Surtsey sé um margt einstök. Þar sé bann við ferð- um annarra en vísindamanna sem fái því gullið tækifæri til að fylgjast með Ý nýju vistkerfi myndast frá granni svo til án afskipta mannskepnunnar. Tel- ur dr. Sturla það hafa verið mikið gæfuspor að friða Surtsey með þess- um hætti og bendir á að á Krakatau í Indónesíu, þar sem aðstæðum svipi nokkuð til Surtseyjar, megi nú sjá fleiri spor eftir atgang manna en eðli- lega þróun vistkerfis. » Tungumálið er auðlind sem þarf að rækta og varðveita
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.