Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 36
5 36 FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ > Framfaratrú og geimleiði Pláneturnar munu í fyllingu tímans lúta lögmálum markaðsvísindanna með sama hœtti og kreyfmgar þeirra fara eftir reglum himnasmiðsins. Eftir Ásgeir Sverrisson MANN- og sálar- fræðingar halda því margir fram að trúin sé mann- inum ásköp- uð;þörfin fyrir að leita skýringa og skilnings á manninum og veruleika hans handan þessa sama veruleika hafi trúlega fylgt þessu afkvæmi sköpunarverks- ins allt frá upphafi. Þótt litlum sögum fari af framfarahyggju frummanna virðist mannskepn- an búa yfir innibyggðri hneigð til að leitast við að bæta hlutskipti sitt. Á 20. öid hefur framfaratrú- in rutt hinni eðlislægu úr rúmi, víðast hvar á Vesturlöndum hið minnsta, enda halda gáfumenni mörg því fram að Guð hafi dáið úr leiðindum VIÐHORF þótt dagsetn- ing þessa and- láts liggi ekki nákvæmlega fyrir. í ljósi þess að 21. öldin verður án nokkurs vafa öld hinna almennu leiðinda kemur tæpast á óvart að einveran hafi riðið al- mættinu að fullu. Trúin á endalausa möguleika mannsins til að bæta hlutskipti sitt og sigrast á sérhverri hindr- un fór sem flóðbylgja yfir heims- byggðina fyrir réttum 30 árum er Neil Armstrong steig fyrstur manna fæti sínum á tunglið. Al- gjör vatnaskil virtust hafa orðið í sögu mannsandans og fjölmiðlar á íslandi sem annars staðar birtu lærðar hugleiðingar um þá möguleika, sem opnuðust með þessu afreki Bandaríkjamanna. Tunglið yrði í framtíðinni, t.a.m. um næstu aldamót, eins konar áningarstaður fyrir geimfara, sem sigla myndu um alheiminn á kjamorkuknúnum geimskipum. Vinnsla málma af öllum fáanleg- um sortum og annarra verð- mætra efna væri innan seilingar á tunglinu því þess væri skammt að bíða að nýlendur risu þar sem og á Mars. Var enda boðað af hálfu Bandarísku geimferða- stofnunarinnar, NASA, að ráð- gert væri að senda fyrstu menn- ina til Mars í nánustu framtíð, nánar tiltekið árið 1985. Tungl- ferðir almennings yrðu innan fárra áratuga jafn sjálfsagðar og sumarleyfi á sólarströndu. Það var John F. Kennedy, hinn ofmetni forseti Bandaríkj- anna, sem skýrði frá því 25. maí árið 1961 að Bandaríkjamenn hefðu einsett sér að senda mann til tunglsins fyrir lok sjöunda áratugarins. Þessi ákvörðun kom ekki til af góðu. Sovétmenn höfðu náð miklu forskoti á Bandaríkin á sviði geimferða og sú staðreynd kallaði svefnlausar nætur yfir bandaríska ráðamenn enda kalda stríðið í algleymingi. Sovétmenn höfðu 12. apríl 1961 fyrstir þjóða heims skotið manni á loft í geimfari. Fyrsta konan í geimnum var líka frá Sovétríkj- unum og kommúnistar þar eystra stóðu einnig fyrir fyrsta eldflaugarskotinu þar sem himnanökkvinn hafði þrjá geim- fara innanborðs. Bandaríkjamenn náðu að rétta hlut sinn 20. júlí 1969 þótt ekki auðnaðist John F. Kennedy að upplifa þau tímamót. Áhugi Bandaríkjamanna á tunglinu dvínaði hins vegar fljótt enda sýndu Sovétmenn enga tilburði til að feta í fótspor þeirra eftir að Neil Armstrong hafði spókað sig þar. Aðeins 12 menn hafa farið til tunglsins og ferðirnar þangað voru farnar á einungis þriggja ára tímabili. Talið er að alls hafi um 500.000 manns komið að tunglferðum Bandaríkjamanna og átta ára undirbúningur þessa afreks kostaði um 25 milljarða Bandaríkjadala. Tunglið er sumsé aðeins í þriggja daga fjarlægð í þokka- legu geimskipi, sem því miður eru enn ekki kjamorkuknúin. Engu að síður hefur maður ekki stigið niður fæti þar í tæp 27 ár. Ahugi Bandaríkjamanna á tunglinu var fyrst og fremst til- kominn sökum þjóðlegs metnað- ar og ótta við yfirburði andstæð- inganna á dögum kalda stríðsins. Kennedy forseti nýtti sér einnig óttann við vígvæðingu Sovét- manna er hann hélt því fram í kosningabaráttunni 1960 að þeir nytu algjörrar yfirburðastöðu á sviði eldflauga er borið gætu gjöreyðingarvopn. I ljós kom síð- ar að sú fullyrðing var blekking ein líkt og svo margt annað í tíð þessa átrúnaðargoðs alþýðu manna víða um heim. Lendingin á tunglinu fyrir 30 árum var að sönnu stórkostlegt tækniafrek, svo einstakt raunar að erfitt er að bera það saman við önnur þau er mannsandinn hefur unnið. Hins vegar verður tæpast sagt að það hafi „skilað“ bandarísku þjóðinni, hvað þá mannkyninu, miklu og við blasir að spásagnir þær, sem vísað var til hér að ofan, eru enn aðeins draumsýnir manna í sæmilega djúpri framfaravímu. Trúin á mátt mannsandans eins og hún birtist m.a. í júlí 1969 er einnig forvitnileg fyrir þær sakir að lokamarkmiðið er oftar en ekki það, að gera mönnum líf- ið léttara í efnislegum skilningi. Þannig hafa um árabil verið uppi hugmyndir um alls kyns náma- vinnslu á tunglinu og Mars og lyfjaiðnaðurinn hefur löngum haft sérstakan áhuga á geimferð- um. Plánetumar munu í fyllingu tímans lúta lögmálum markaðs- vísindanna með sama hætti og hreyfingar þeirra fara eftir regl- um himnasmiðsins. Framfaratrúin kennir að næsta Öld verði öld allsnægtanna. Sú spásögn á sama rétt á sér og hin- ar eldri þótt við blasi að hungur, fátækt, menntunarskortur og all- h' þeir sjúkdómar, sem hrjá mannkynið, ættu fyrii’ löngu að heyra sögunni til hefði frétta- flutningur framfaratrúarinnar síðustu áratugina reynst réttur. Allsnægtunum mun hins vegar fylgja nýr vandi sem er hin al- mennu leiðindi en í því fyrirbrigði er dauði kapítalismans falinn. Ef til vill munu menn þá í ör- væntingu sinni snúa sér á ný til almættisins hafi það ekki þegar sjálft rofið „félagslega einangr- un“ sína og látið af sér vita. Alltjent má ætla að einhveijir leiti nýrra svara þegar hagvöxt- urinn á fyrsta ársþriðjungi á Mars verður helsta umræðuefni manna á millum á skemmtiferð- um þeirra um sólkerfið í kjarn- orkuknúnu geimskipunum. Áhrif fargjalda- hækkunar SYR VAR ÞAÐ í hita augnabliksins að for- ráðamenn SVR hækk- uðu strætófargjöldin? Eins og gengur og gerist grípur menn fát þegar þeir sjá að rekstri, sem þeim er treyst fyrir, fer hrak- andi. Þegar menn ró- ast, átta þeir sig von- andi á skammsýni sinni, en til að taka af allan vafa vil ég minna forráðamenn SVR og borgarinnar á nokkrar alvarlegar afleiðingar ákvörðunar sinnar. Nær eingöngu vissir þjóðfélagshópar nota strætó: öryrkjar, aldraðh', náms- menn og lágtekjufólk. „Vel stætt“ fólk er búið að gefast upp á lélegri tímatöflu og háum fargjöldum strætisvagnanna. Við hin höfum ekki um annað að velja og neyð- umst til að taka strætó hvort sem okkur líkar betur eða verr. Vert er að huga að áhrifum far- gjaldahækkananna á þessa hópa og þjóðfélagið. Eldri borgarar greiða fyrir fargjaldahækkunina af ellilíf- eyrinum. Þar sem ekki er af miklu að taka á þeim bænum mun far- gjaldahækkunin að lokum neyða ríkið til að hækka ellilífeyri. Lág- launafólk verður að vinna enn meira til að greiða íyrir fargjalda- hækkunina. Það er óásættanlegt, enda vinnutími og kjör þeirra lægst launuðu nú þegar fyrir neðan allar hellur. Oryrkjar, eins og aldraðir, treysta að miklu leyti á aðstoð frá ríkinu og munu öll aukaútgjöld vegna fargjaldahækk- unarinnar að lokum neyða ríkið til að hækka bætur til ör- yrkja. Síðast, en ekki síst, munu námsmenn verða fýrir barðinu á fargjaldahækkuninni. Fyrir níu mánuði ís- lenska skólaársins mun græna kortið kosta 35.100 kr. Miðað við taxta tekur það námsmann u.þ.b. 100 klst. að vinna sér inn þessa upphæð. Sá tími verður á kostnað námsins: u.þ.b. 40 mínútur á hvern skóladag - eða þrjár auka kennsluvikur yfir árið. Ég á sérstakra hagsmuna að gæta sem nemandi og veit að flesta nemendur drejrmir um að fá einka- bíl svo þeir þurfi ekki að vera háðir dýrri og slakri þjónustu SVR. Ung- ir ökumenn era ákaflega hættuleg- ir í umferðinni og kosta þjóðfélagið og tryggingafélögin háar fjárhæð- ir; fjárhæðir sem hefði verið hægt að spara hefði fólk séð hag sinn í að taka strætó. Árlega láta fjölmargir ungir íslendingar lífið vegna um- ferðaróhappa. Þær tekjur og Strætisvagnafargjöid Vert er að huga að því, segir Ásgeir Ingvars- son, hvaða áhrif far- gjaldahækkanir hafa á öryrkja, aldraða, náms- menn og lágtekjufólk. ávinningur sem ríkið verður af við hvert banaslys era ákaflega háar - meira en nógu háar til að hvetja notkun fólks á strætó, jafnvel þótt það kosti peninga úr ríkis-/borgar- sjóði. Þeir sem geta, eru löngu búnir að gefast upp á að taka strætó og búnir að fjárfesta í einkabíl, enda þjónar engum rök- um að vera rúma klukkustund að fara á milli bæjarenda með strætó meðan maður getur farið sömu leið, fyrir svipaða fjárhæð, á einka- bíl á kortéri. Ef tækist að fylla vagna SVR myndi það minnka einkabílanotkun og létta þungu fargi af gatnakerfínu, auk þess sem mengun myndi minnka til muna. Það er til marks um klæki SVR að ákveða fargjaldahækkunina um hásumar, þegar fastakúnnar fyrir- tækisins era ófærir um að verja sig, til dæmis nemendur, sem um þessar mundir vinna hörðum hönd- um eða eru í útlöndum (eins og ég). Ásgeir Ingvarsson „Skaðlausa ástarlyfíð“ EITT af því erfið- asta við að sinna vímuefnaforvörnum er að horfast í augu við að þær koma yf- irleitt aldrei nógu snemma. Skaðinn er yfirleitt skeður án þess að nokkram hafi gefist ráðrúm til að berjast gegn honum. Það er eins og óbætanlegt tjón og dauði þurfi að eiga sér stað til þess að augu almennings opnist. Árið 1995 þurfti mikið til að þjóðin áttaði sig á því hvað e-taflan (Ecstasy) var orðin stórt vandamál hérlendis. Fjölmiðlar og bæði er- lend og innlend tískublöð vora iðin við að upplýsa og blekkja^ almenn- ing um áhrif e-töflunnar. Utihátíðir vora undiriagðar af e-töflunni og það er ekki að ástæðulausu að sum- arið ‘95 var kallað „ecstasysumarið mikla“. Ymsar teiknimyndafígúrur einkenndu töfluna sem gerðu hana jafnframt saklausa og spennandi í útliti. í kjölfai' þess var hún nefnd „love drag“, alsæla og fleiri álíka nöfnum sem gáfu henni falskt yfir- bragð. Góð markaðssetning e-töflunnar hafði þannig í för með sér að það var farið að líta á hana sem „sak- laust ástarlyf' sem skaðlaust væri að prófa. Þeir sem prófuðu þetta „saklausa“ lyf kynntust hins vegar áhrifum sem vora allt annað en saklaus. Ofskynjanir vora meðal fyrstu áhrifa töflunnar en í kjölfar- ið fylgdi ofbeldishneigð og tíma- bundin geðbilun gerði vart við sig. Mönnum varð fljótlega ljóst að hin litla e-tafla hafði í för með sér al- varleg sálfræðileg vandamál á borð við þunglyndi, hræðsluköst og svefntraflanir. Þá ýtti taflan mjög undir sjálfsmorðstilhneiging- ar hjá þeim sem neyttu hennar. Þá vora líkamleg áhrif hennar ekki síður slæm. Algengt var að taflan ylli skemmdum á heila, hjarta og miðtaugakerfinu. Herferðir fóru í gang gegn e- töflunni. Meðal annars vora refs- ingar við eiturlyfjasmygli hertar og minna varð um smygl til lands- ins. Þá varð mikil vakning meðal foi-varnaraðila og aðstandenda sem smitaði út frá sér. Almenn- ingur varð sér meðvitandi um skaðsemi eiturlyfsins og e-taflan hvarf af sjónarsviðinu um tíma. Eftir að umræðan dalaði gripu eiturlyfjasalar tækifærið og fóru smám saman að markaðssetja e- töfluna upp á nýtt. Það tók ekki langan tíma því nú í sumar blasa þær köldu staðreyndir við að sex bráðatilfelli hafa komið upp af völdum e-töflunnar. Þrátt fyrir vitneskju fyrri ára erum við ekki búin að læra af reynslunni. Senni- lega er það hluti af „eðli“ vímu- efna að menn bregðast seint við þeim. Vímuefni virðast hefja göngu sína í hugum manna sem Eiturlyf Nú ríður á að sofna ekki á verðinum, segja Hildur Yr Hjálmars- dóttir og Sylvía Kristín Ólafsdóttir, þegar e-töflu-far- aldurinn vofír yfír á nýjan leik. „saklaus skemmtilyfi1 sem eiga að gera mönnum fært að flýja raun- veruleikann á einn eða annan hátt. En tíminn leiðir annað í ljós og þó að með nýrri markaðssetn- ingu hafi tekist að breyta um ímynd þá er innihaldið enn það sama og nauðsynlegt að allir geri sér grein fyrir því áður en skað- inn er skeður. Fyrir þremur sumrum vöknuðu Islendingar upp við vondan draum þegar ferð e- töflunnar um landið hafði kostað mörg mannslíf og ómælt tjón á sál og líkama. Þá tóku menn saman höndum um að stöðva útbreiðslu hennar. Nú ríður á að sofna ekki á verðinum þegar e-töflu-faraldur- inn vofir yfir á nýjan leik. Annars er hætt við því að þjóðin þurfi að vakna aftur upp við sama vonda drauminn um bráðatilfelli sem ekki þurftu að gerast og ungt fólk sem ekki þurfti að deyja. Höfundar eru í Jafningjafræðslunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.