Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 39». ÞURIÐUR GUÐNADÓTTIR + Þuríður Guðna- dóttir fæddist í Kirlyulækjarkoti í Fljótshlíð 19. apríl 1936. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 13. júlí síðast- liðinn og fór útfor hennar fram frá Seljakirkju 22. júlí. Þuríði Guðnadóttur, föðursystur mína, þekkti ég aldrei undir öðru nafni en Dídí eins og hún var alltaf köll- uð af vinum og ættingjum. Nú er elsku Dídí mín farin frá okkur hér á jörðinni, langt fyrir aldur fram, og við sitjum eftir með sorg og söknuð í hjarta. Þá er gott að minnast þess að hún er farin til þeirra heimkynna þar sem sorg og söknuður eru ekki til og ástvinir sem á undan eru farnir hafa tekið fagnandi á móti henni, eins og hún mun fagna okkur, sem eftir sitjum um sinn, þegar að okkar tíma kem- ur. Sorg og söknuður eru eðlilegur hluti af mannlífinu, en ég er viss um að Dídí myndi vilja að við verð- um vel þeim tíma sem við eigum eftir og yrðum vel undirbúin og til- búin þegar að okkur kemur eins og ég veit að hún var. Við Dídí fæddumst og ólumst upp í sama húsi í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð. Við lékum okkur saman, því ekki var nema um fimm ára ald- ursmunur á okkur, ásamt Lóu, syst- ur hennar, sem er litlu yngri en hún. Eldri systkinin af níu systkina- hópi voru á þessum árum farin úr föðurhúsum, nema faðir minn sem byggði sér nýtt hús á staðnum þeg- ar ég var fimm ára gamall. Óteljandi eru sporin sem við átt- um saman í leit að kúnum sem ekki var nú alltaf hægt að ganga að á sama stað í víðfeðmum högunum enda þekktum við þar orðið hverja þúfu, laut og stein. Fyrir svo sem tveimur eða þremur árum stóðum við Dídí heima við gamla bæinn okkar í sveitinni, horfðum upp til hag- anna þar sem bernskusporin okk- ar lágu og rifjuðum upp ýmis kennileiti. Tíðrætt varð Dídí um Grástein og leituðum við hans með augunum þar til við fundum hann. Fann ég að Dídí langaði til að ganga upp að steininum og ræddum við hvort eða hvar hægt væri að komast að honum vegna girðinga og skurða sem hvorugt var til staðar á okkar bernskuár- um. Taldi ég að finna mætti færa leið en ekki var tækifæri til þess að láta á það reyna að þessu sinni. - Ég ætla, ef Guð lofar, að ganga upp að Grásteini íyrir hana Dídí þegar ég er sjálfur orðinn frískari og fær um - . Óteljandi ljúfar minningar, bæði fyrr og síðar, á ég um þessa brosmildu og jákvæðu frænku mína. Elsku Palli, Björg- vin, Vigdís, Guðni, Siggi og fjölskyldur ykkar. Guð blessi ykk- ur, styrki og umvefji með kærleika sínum. Yngvi Guðnason. Elsku amma. Við söknum þín svo mikið og vildum óska þess að þú værir ennþá hjá okkur. Þú varst svo góð við okkur og gerðir svo margt fyrir okkur. Þú gafst þér alltaf tíma tíl að tala og leika við okkur og þú saumaðir og prjónaðir á okkur fal- leg föt jafnvel þótt þú værir orðin svo veik. Við viljum þakka þér fyrir allt sem þú gerðir íyrir okkur og mamma okkar og pabbi ætla að hjálpa okkur að gleyma þér aldrei. kveðjum þig með bæninni sem þú kenndir mömmu og pabba. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Sindri Páll.Aníta Hlín og Tinna Þuríður. Horfm er um sjónarsvið sitja vinir hljóðir. Gengur um hið gullna hlið göfug kona og móðir. (Bjarni Stefán Konráðsson) Enn einu sinni hefur sjúkdóm- urinn ógurlegi höggvið skarð í vin- kvennahóp minn. Ég sit agndofa og spyr: hver er tilgangurinn? Að- eins eru rúm tvö ár frá því Heiða fór og svo þú núna, elsku Dídí mín. Þessar fátæklegu línur eiga að vera þakklætí fyrir að hafa átt vin- áttu þína, fyrir allar samverustund- imar og öll símtölin. Við gátum tal- að endalaust um lífið og tilveruna. Þetta var allt orðið svo sjálfsagður hlutur; að hringja eða koma í morg- unkaffi áður en við fórum í vinnu. Ég veit að lífið verður tómlegt án þín. Þú varst myndarlegasta hús- móðir sem ég hef þekkt. Allt gast þú saumað, prjónað, bakað og fönd- rað. Allt lék í höndum þér. Ávallt gastu gefið mér ráð og ég fór alltaf ríkari frá þér. Ég sakna þín svo mikið en mest- ur verður söknuður þinn, Palli minn, og barnanna ykkar sem kveðja nú ástkæra eiginkonu og móður. Baráttan er búin að vera löng og ströng. Nú ert þú farin en ég veit að þú hefur fengið góða heim- komu því þú varst svo góð mann- eskja. Verndarengillinn sem þú gafst mér mun sitja áfram á nátt- borðinu mínu um ókomin ár og ég SKÚLI JÓNSSON + Skúli Jónsson fæddist í Þór- ormstungu í Vatns- dal 3. ágúst 1901. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Ljós- heimum á Selfossi 12. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Selfoss- kirkju 16. júlí. Hann var ekki hár í loftinu hann föðurbróð- ir okkar, en var þeim mun stærri í huga okk- ar systkinanna og vor- um við öll mjög stolt af honum frænda okkar. Hann var skarpleitur og skein lif- andi eldur áhuga og umhyggju úr augum hans, þegar hann ræddi mál, sem vöktu áhuga hans. Hann var með mikið, hrokkið og rauðleitt hár, sem lýstí þeim manni er inni fyrir bjó mjög vel, því hann var mikill eldhugi hvar sem hann kom að málum. Þær voru ánægjuleg- ar samverustundimar, sem við nutum ávallt með þeim Skúla og Ástu, konu hans. Auk óvenjulegrar gestrisni á því heimili sköpuðust þar jafnan miklar og skemmtilegar umræður um menn og málefni, sem Skúli leiddi gjaman. Hann var ákveð- inn í skoðunum, en þó sanngjarn, sem mun hugsa til þín í hvert sinn er ég horfi á hann.' Ég kveð þig í huganum eins og við gerðum alltaf; eitt gott faðmlag og vertu sæl. Þín vinkona, Bjarghildur. Hún Dídí frænka er farin heim. Á sorgarstundum sem þessum leit- ar hugurinn bjartra minninga sem gera sorgina léttbærari. Þegar Dídí á í hlut er það ekki erfitt. Minningar um hana eru bara bjartar. Ég minnist móðursystur minnar fyrst frá því þegar ég var ekki margra ára og hún á leið til Bandaríkjanna til systur sinnar. Hún bauðst til að kaupa eitthvað handa mér og auðvitað þáði snáð- inn það. Hún var ekki lítil lukkan þegar hún kom færandi hendi með heljarinnar bensínstöð úr blikki. Frá þeim tíma var hún auðvitað í miklu uppáhaldi hjá mér. Það var alltaf gaman að heimsækja Dídí, jafnt sem ungur drengur með for- eldrunum og síðar er ég óx úr grasi. Heimsóknirnar urðu strjálli með árunum eins og gengur en ekki síður ánægjulegar. Litla sum- arhúsið í Fljótshlíðinni var hún bú- in að gera svo vinalegt og þangað var líka notalegt að koma. Dídí bjó sér mjög hlýlegt heimili með fjöl- skyldu sinni í Grófarselinu og bar heimili hennar vitni um handlagni hennar og natni. Hannyrðir voru sem leikur í höndum hennar og nutu strákarnir okkar Kristjönu góðs af því eins og margir. Brosið var eitt af aðaleinkennum Dídíar, enda bráðsmitandi. Hún hafði mjög hlýtt hjarta sem ásamt brosinu vermdi allt umhverfið. Ég held að þegar ég minnist Dídíar muni hlátur hennar ávallt hljóma í huga mér. Þegar ég hugsa til baka þá finnst mér hláturinn hafa hljó- mað þegar ég heimsótti hana á spítalann þegar hún var að fara í sína fyrstu lyfjagjöf. En það hefur bara verið brosið sem var svona glaðvært, því á þessum tíma var hún búin að missa málið. Þessi örfáu minningabrot mín langar mig að leggja á vogarskál- arnar til hjálpar við að vinna á sorginni. Kæri Palli, Björgvin, Vig- dís, Guðni og Siggi og fjölskyldur. Guð styrki ykkur í sorginni og gefi ykkur kraft til að líta fram á veg- inn og minnast Dídíar þannig að bros færist yfir andlit ykkar. Þannig er ég viss um að Dídí vildi að þið minntust hennar. Sorgin er sár, en hægt og bítandi breytist hún í fagrar minningar. Söknuður- inn lifir lengur, en það segir okkur aðeins hversu mikils virði viðkom- andi var. Hún Dídí frænka er farin heim til Guðs. Þar á hún frið með öðrum ástvinum okkar sem við höfum misst frá okkur. Þar líður henni vel. Guði þakka ég svo fyrir að hafa verið svo lánsamur að eiga Dídí að og flyt syrgjendum kveðju mína og fjölskyldu minnar. Guðni Gíslason. gerði umræðumar afar lifandi og upp- byggilegar. Það var því ekki leiðinleg skylda að heimsækja Skúla í ellinni, heldur tilhlökkunarefni að fræðast um gamla daga í Þórormstungu og skipt- ast á skoðunum við hann hverju sinni. Komum við því oftar en ella. Sum okkar nutu þess að vera í sveit hjá þeim hjónum og eiga ljúfar minningar frá þeim tíma og eru mjög þakklát fyrir. Þótt líkaminn væri farinn að gefa sig seinni árin var andinn alltaf lif- andi og ferskur fram undir það síð- asta. Sem dæmi um það, þá fylgdist hann af miklum áhuga með Áiþing- isumræðum í sjónvarpinu og naut þess. Kunni hann miklu betri skil á þeim efnum en við, sem yngri vorum, og eiginlega vorum við varla við- ræðuhæf um þau mál. En gömlu dagarnir í Þórormstungu voru hon- um þó alltaf hugleiknastir. Við þökkum þeim hjónum af alhug fyrir samferðina. Guð veri með þeim. Ásta, Jón, Auður, Benny, Haukur og íjölskyldur. JULIANA EINARSDÓTTIR + Júlíana Einars- dóttir fæddist í Hjarðarnesi á Kjal- amesi 28. júlí 1906. Hún lést á Hjúkrun- arheimilinu Sunnu- hlíð í Kópavogi 15. júní síðastliðinn. Út- för hennar fór fram 2. júlí. Nokkur kveðjuorð til þín, kæra Júlíana. Við höfðum fyrst kynni af þér þegar heimili þitt var við Rauðarárstíg. Minningin um þig er svo hlý, þitt elskulega viðmót og ljúfmennska mun seint gleym- ast okkur. Margan fallegan kjól- inn saumaðir þú á okkur gegnum árin. Og alltaf hafðir þú tíma til að breyta og laga flíkur fyrir okkur. Ekkert var ómögulegt fyrir þig enda fagmennska og greiðvikni fyrir hendi. Megi Guð varðveita þig um tíð og tíma. Far þú í friði, Friður Guðs þig blessi, Hafðu þokk fyrir allt og allt Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem.) Pálína, Kristín, Hrefha, Guðlaug. HAPPDRÆTTI dae - þar seiti vinningamirfá&t Vinningaskrá 11. útdráttur 22. júlí 1999 Bif reiðavinningur Kr. 2.000.000_Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 34607 Ferðavinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 8235 18419 49679 52560 Ferðavinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 7630 23577 38287 47412 57789 61367 21447 25526 46360 51111 60741 70928 Húsbúnað arvinningur Kr. 10.0 00 \ Kr. 20 .000 (tvöfaldur) 195 16108 23721 33327 43061 52288 60255 68984 2206 16148 24862 33821 43108 53512 60671 70237 5521 17092 25499 35651 43557 53981 61455 70845 6618 17591 25839 36039 44745 55173 61963 71020 7337 18645 26739 36263 44865 55684 62663 73943 8056 18802 26898 36407 46515 56106 63098 75228 9110 18900 27216 36791 47613 56512 64936 77163 9636 19438 27547 38897 47713 56540 66151 77243 9701 19972 28975 39499 48235 56792 66688 77662 10736 21264 29424 39919 48321 57936 67511 11828 21488 31752 41897 50407 58418 67603 12645 22851 32102 42856 50408 58831 68877 r 13071 23558 32116 43034 51914 60200 68952 Húsbúnaðarvinningur Kr. 5.000 Kr. 10.000 (tvöfaldur) 32 11362 22389 32414 41113 50680 62374 71990 358 11546 22563 32698 41650 51008 63122 72459 534 11583 22567 32754 41870 51157 63193 72572 1143 11711 22707 32971 42045 51431 63520 73285 1278 12283 23237 33337 42414 51802 63610 73623 2692 12549 23550 33618 42902 52099 63676 74145 2801 13031 24014 33859 43571 52985 63771 74161 2938 13065 24237 34260 43578 53147 63954 74297 3213 13638 24384 35342 43989 54302 64127 74488 3862 13916 24399 35742 44581 54304 64211 74536 4235 14692 24412 35773 44659 54767 64444 74548 4327 14805 25125 36050 44846 55331 65075 75306 4464 16093 25622 36076 45162 55496 65459 75490 4651 16198 26037 36144 45292 56405 6551 1 76022 4677 16316 26143 36147 45560 56520 65577 76136 4778 16812 26585 36289 45760 57116 65747 76452 4872 16977 27248 36445 45909 57281 66670 76827 5099 17089 27327 36740 45929 57360 66876 76934 5273 17160 27714 37459 46274 57976 66880 76996 6371 17241 27808 38064 47463 58412 66933 77626 6578 17539 28569 38081 47912 58697 66993 77664 7185 18291 28654 38496 47979 58762 67006 77682 7307 18718 28825 38899 47986 59306 67355 79218 7347 18918 29026 39175 48034 59324 67661 79453 7412 19312 29057 39317 48071 59557 67669 79744 7533 20268 29275 40175 48457 59855 68733 79785 8228 20625 30021 40463 48500 60684 69083 8562 21018 30654 40475 48682 60743 69343 8603 21174 30977 40707 48857 60895 70195 9383 21659 31422 40910 50096 61104 70306 11077 21836 31626 40923 50591 61872 71471 11124 22105 31744 41050 50647 62310 71890 Næstu útdrættir fara fram 29. júlí 1999. Heimasíða á Intemeti: www.das.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.