Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 40
>40 FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ + Snæbjörn Jón- asson fæddist á Akureyri 18. des- ember 1921. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 16. júlí síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jónas Snæbjörns- son, brúarsmiður og menntaskóla- kennari á Akureyri, f. 21. mars 1890 og d. 18. júlí 1966, og k.h. Herdís Símon- ardóttir, f. 2. apríl 1890 og d. 17. októ- ber 1975. Systkini hans voru Bijánn, f. 1915, d. 1989, og Val- borg, f. 1920, d. 1999. Hinn 22. ágúst 1947 kvæntist Snæbjörn Bryndísi Jónsdóttur, f. 7. sept- ember 1925. Foreldrar Bryndís- ar voru Jón Stefánsson listmál- ari og Sigríður Zoega ljósmynd- ari. Börn Snæbjarnar og Bryn- dísar eru: 1) Sigríður, f. 4. júní 1948, lyúkrunarforsljóri á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, maður hennar Sigurður Guðmundsson landlæknir. Börn þeirra a) Bryndís læknir, maður hennar Skúli Tómas Gunnlaugsson læknir og eiga þau einn son, Hjalta Gunnlaug. b) Kristín sál- fræðinemi og c) Guðmundur Ingvi lögfræðinemi. 2) Jónas, f. 6. febrúar 1951, umdæmisverk- fræðingur hjá Vegagerðinni, kona hans Þórdís Magnúsdóttir, framhaldsskólakennari. Börn þeirra a) Snæbjörn, verkfræð- ingur b) Kristjana, sjúkraþjálf- ari c) Bryndís, kennaranemi og 'r d) Níní, hjúkrunarnemi. 3) Her- dís, f. 8. nóvember 1953, rekstr- arfræðingur, fyrrverandi mað- ur hennar Björgvin Þorsteins- son hrl. Barn þeirra Steina Enginn sigrar sitt dauðastríð. Hniginn að heilsu hefur tengdaafi minn, Snæbjöm Jónasson, kvatt okkur. Þó að mér hafi einungis brugðið fyrir í aftanskini ævi hans, þá finnst mér eins og ég hafi þekkt hann miklu lengur. Mér er sú stund mjög minnisstæð er ég hitti hann og Bryndísi fyrst á Laugarásveginum í nóvember 1991. Ekki var það ein- ungis út af því hversu vel mér var ^tekið, heldur líka hversu andríki Snæbjamar var hugstyrkjandi. Allt viðmót hans og atferli bar merki mikils þroska hugans enda maður- inn leiftrandi greindur og uppfullur manngæsku. Góðríki hans gat eng- um dulist, hann umgekkst alla sem jafningja og aldrei heyrði ég hann segja styggðaryrði um nokkum mann. Það má með sanni segja að maður hrópi húrra fyrir lífinu að fá að hafa kynnst slíkum heiðurs- manni. Áhugamál okkar voru ólík en alltaf var jafn áreynslulaust að halda uppi samræðum við hann þar sem undirritaður var jafnan þiggj- andinn. Snæbjöm var margsigldur 'óg vel menntaður og hafði úr ómældum viskubrunni að ausa. Hann var allt í senn heimsborgari og mikill Islendingur. Mér em ógleymanlegar skötuveislumar sem hann stóð fyrir á hverri Þorláks- messu, fýlsungaveislumar, og ein- hvem veginn var það hluti af tilver- unni að drekka kaffið með þykkum rjóma á Laugarásvegi 61. Snæbjöm var gæfumaður allt sitt líf. Bryndís og Snæbjöm bára ótak- markaða virðingu fyrir hvort öðru enda hamingjusamlega gift í rúma -^jfiálfa öld. Hann var ræktunarmaður af lífi og sál og nærðist í raun á því að sjá gróður jarðar dafna í kring- um sig. Lifandi minnismerki Snæ- bjamar er skóggarður þeirra hjóna í Hvalfirði. Sjálfur sagði Snæbjöm mér eitt sinn að fátt væri meir mannbætandi en að rækta skóg. Ellin náði aldrei að hrekkja hann ^'ó svo að hvítur fyrir hæram væri og tíminn hefði rist andlitið rúnum Rósa, verslunar- kona og á hún tvö börn, Sindra Þór Jónsson og Kolbrá Sól Jónsdóttur. Snæbjörn lauk stúdentsprófl frá MA 1941 og prófi í byggingaverkfræði frá HÍ 1946. Hann stundaði framhalds- nám í ETH í Zurich 1947-48 og í MIT í Massachusetts í Bandarfkjunum 1951. Snæbjörn var verkfræðingur hjá Vegagerð rikisins frá 1948, deildarverkfræðingfur frá 1963- 64, yfirverkfræðingur frá 1964- 74, forstjóri tæknideildar frá 1974-76 og vegamálasljóri frá 1976-91. Snæbjörn sat í stjórn VFÍ 1956-58. Hann var ritari íslandsdeildar Norræna vegtæknisambandsins frá 1957-76 og formaður þess frá 1976-91. Hann sat í stjórn skipulagsnefndar OECD um rannsóknir aðildarríkja í vega- gerð 1974-91. Hann var formað- ur ofanflóðanefndar 1985-91. Hann var formaður samvinnu- nefndar um gerð svæðisskipu- lags fyrir miðhálendi íslands frá 1992-99. Snæbjörn hlaut ridd- arakross hinnar íslensku fálka- orðu 1980 og stórriddarakross 1992. Hann hlaut Kommandör- kross sænsku Norðstjörnuorð- unnar 1987 og „The Order of the British Empire“ 1990. Þá hlaut hann heiðursmerki VFI úr gulli 1991 og var gerður heið- ursfélagi Norræna vegtækni- sambandsins 1992. Utför Snæbjörns fer fram frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. reynslu og þroska. Ævinlega verð ég forsjóninni þakklátur fyrir að hafa leitt mig á stigu þessa ógleym- anlega manns. Gatan er gengin en minningin lif- ir. Guð blessi minningu Snæbjamar Jónassonar. Skúli Gunnlaugsson. „Það vinnur aldrei neinn sitt dauðastríð," sagði Steinn Steinarr einhvern tíma. Nú hefur Snæbjörn tengdafaðir minn háð sitt. Það var erfitt, en fremur stutt og snarpt. Flest myndum við þó kjósa að fá að kveðja heiminn eftir skammæ átök, ekki síst þegar úrslitin hafa verið ráðin. Honum hefðu langdregin endalok ekki verið að skapi. Við höfðum þekkst í rúm þijátíu ár. Kynnin hófust þegar ég, ungur og ráðvilltur, var að fást við að kom- ast inn í fjölskyldu hans. Eg var óviss um árangur bæði hjá dóttur hans (hún var að sjálfsögðu aðalat- riðið) og reyndar fjölskyldunni allri, minnugur þessa að hverju kvon- fangi fylgir venjulega frændgarður sem ekki verður undan komist. Því var mér meiri sómi sýndur en Snæ- bjöm gerði sér grein fyrir þegar hann bauð mér með sér á sumar- mánuðum fyrir rúmum þremur ára- tugum í pílagrímsferð að ættarsetr- inu í Hergilsey. Hann var þá á yfir- reið um Vestfirði eins og biskupar forðum, kom við í Kjálkafirðinum þar sem ég var í brúarflokki. Leyfi fékkst hjá Sigfúsi brúarsmið að sjá af mér dagstund úr vinnu. Ferðin var ógleymanleg, kyrr Breiðafjörð- urinn ládauður milli eyja, hvítt drit á klöppum, þangílákar í sundum, skarfar á skeijum. Tíminn stóð kyrr. Þarna kynntist ég manninum sem átti nokkra síðar eftir að verða tengdafaðir minn og ekki síst þeim parti sálar hans sem skynjaði og virti íslenska náttúra. A þessi kynni bar ekki skugga. Nærvera hans var notaleg, hann var baðstofuhlýr maður. Hann var réttsýnn og sanngjam, umtalshlýr MINNINGAR um flesta menn nema stöku sinnum þá sem áttu lítilsháttar ádrepu skil- ið það og það skiptið. Hann gat ver- ið eindrægur og ákveðinn, stundum svo nálgaðist jafnvel þijósku. Hann fór sínu fram með hæglátum þunga. I því kom hans eigið frelsi í ljós. Hann ræktaði garðinn sinn og nýj- an skóg, og lagði rækt við fjölskyldu sína, ekki síst ungviðið. Þar mark- aði hann spor sem við, eftirlifendur, munum njóta og í feta um langa hríð. Þegar dró að lokum stóð hann vissulega gegnt dauðanum en var aldrei í skugga hans. Sú er minning- in um tengdaföður minn. Eg vil þakka honum samfylgdina. Sigurður Guðmundsson. Snæbjörn Jónasson fyrrverandi vegamálastjóri er látinn. Með hon- um er genginn Nestor okkar vega- gerðarmanna. Segja má að Snæ- björn hafi alist upp í Vegagerðinni. Faðir hans, Jónas Snæbjömsson, var lengi brúasmiður og byggði brýr víða um land, en þó mest á Norðurlandi. A þeim áram lögðust brúasmiðir út á sumrin, ef svo má segja. Fjölskyldan fylgdi þeim þá gjaman, eftir því sem aðstæður leyfðu hverju sinni. Snæbjöm kynntist því snemma starfsvett- vangi föður síns. Þegar hann hafði aldur til fór hann síðan að vinna í flokki hans á sumrin. Líklegt verður að telja að þessi kynni Snæbjamar af störfum brúa- og vegagerðarmanna hafi leitt til þess að hann valdi sér þessi við- fangsefni að lífsstarfi. Að loknu námi í verkfræði hóf hann störf hjá Vegagerðinni 1948 og helgaði henni krafta sína uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir í árslok 1991. Á þessu tímabili hefur orðið slík breyting á vegakerfi landsins að vel má kalla byltingu. Á fyrri hluta ald- arinnar var einkum lögð áhersla á að brúa ár og gera sumarfæra vegi um helstu byggðarlög og tengja þau síðan saman. Við lok stríðsins vora þó enn heilu landshlutamir án vega- sambands. Á þeim svæðum, sem höfðu vegi, áttu samgöngur að vetri og vori mjög erfitt uppdráttar. Fyrstu ár Snæbjamar hjá Vega- gerðinni fékkst hann einkum við hönnun brúa og umsjón með bygg- ingu þeirra. Fljótlega tók hann að beina kröftum sínum að vegagerð. Hann stóð meðal annars fyrir lagn- ingu Reykjanesbrautar milli Hafn- arfjarðar og Keflavíkur á sjöunda áratugnum en með henni má segja að nútímaleg vegagerð hefjist hér á landi að marki. Lagning bundins slitlags á þjóðvegi landsins gekk þó hægt næstu árin. Stafaði það eink- um af því að þær gerðir slitlags, sem völ var á, vora dýrar og því ein- ungis stuttir kaflar teknir fyrir í einu. Á áttunda áratugnum fóra að koma fram nýjar og ódýrari slit- lagsgerðir, sem sérstaklega hent- uðu vegum með umferð á borð við það, sem almennt er á vegakerfi okkar. Snæbjörn beitti sér fljótt fyrir því að hin ódýrari slitlög, klæðingar, væra reynd við íslenskar aðstæður. Reynslan var góð og í framhaldinu hófst lögn bundins slit- lags í áður óþekktum mæli. Nú er svo komið að mikill meirihluti stofn- vega landsins er lagður bundnu slit- lagi. Hér er aðeins drepið á tvö at- riði á starfsferli Snæbjarnar. Verka hans sér þó miklu víðar stað, enda vora honum stöðugt falin vanda- samari verkefni hjá Vegagerðinni. Yfirverkfræðingur varð Snæbjöm 1964, forstjóri tæknideildar 1974 og var loks skipaður vegamálastjóri 1976. Fullyrða má að enginn á eins ríkan þátt í hinum miklu framföram í vegamálum á Islandi eftirstríðsár- anna og Snæbjöm Jónasson. Fyrir þau störf sín hefur hann hlotið við- urkenningar hér heima og einnig erlendis. Vegagerð fylgir að jafnaði nokkur röskun á umhverfi veganna. Snæbjöm var mikill náttúraunn- andi og fékk snemma áhuga á um- hverfismálum. Hann var varamaður í Náttúravemdarráði um árabil og sat mjög oft fundi þess. Var það óvenjulegt ef ekki einsdæmi um mann, sem hafði framkvæmdir að meginverkefni. Hann lagði sig fram um að sætta sjónarmið, sem oft á tíðum vora andstæð, og mótaði það viðhorf hjá Vegagerðinni að taka skyldi tillit til umhverfis- og náttúru við hönnun og framkvæmdir í vega- gerð. Með því móti varð mjög oft komist hjá árekstram við nágranna vegarins og talsmenn umhverfis- verndar. Snæbjöm tók þátt í erlendu sam- starfi í vegagerð á ýmsum vett- vangi. Ekki síst var það í starfi nor- rænna vegagerðarmanna, sem hafa haft með sér víðtæka samvinnu og samtök, Norræna vegtæknisam- bandið, í meira en sextíu ár. Snæ- bjöm var virtur á þeim vettvangi og gerði sambandið hann að heiðursfé- laga sínum 1992. Það fylgir starfi vegamálastjóra að sitja í Almanna- vamaráði. Þar eins og víðar var Snæbjöm kvaddur til ábyrgðar- starfa. Gegndi hann formennsku í ráðinu frá 1979 til 1991, skipaður til þess af dómsmálaráðherram þess tímabils. Snæbjöm átti einnig sæti í skipulagsstjóm ríkisins og gegndi þar formennsku um skeið. Þegar ráðist var í gerð svæðisskipulags fyrir miðhálendi Islands, var hann beðinn af þáverandi umhverfisráð- herra að taka að sér formennsku í samvinnunefndinni, þó að hann væri þá kominn á eftirlaun. Sýnir þetta með öðra hve mikils trausts hann naut. Snæbjörn tók verkefnið að sér og lifði það að skipulagið væri staðfest. Með þessu fyrsta svæðisskipulagi miðhálendisins náð- ist merkur áfangi í skipulagssögu landsins. Starfsfólk Vegagerðarinnar minnist Snæbjamar, sem prúð- mennis og réttláts húsbónda, sem gott var að vinna með og fyrir. Hann veitti mönnum svigrúm til að taka verkefnin eigin tökum. Hann vissi þó mætavel hvað hann vildi og kom því á framfæri, þegar honum þótti við eiga. Snæbjöm bjó yfir ríkri kímnigáfu, sem hann kryddaði með alvöra hinna daglegu verkefna. Það var skemmtilegt að vinna með honum. Við úrlausn stærri mála hafði Snæbjörn samráð við starfs- menn sína, en öllum var ljóst hver tók hina endanlegu ákvörðun og hún var virt af öllum. Hann hafði metnað íyrir hönd Vegagerðarinnar og lagði jafnan áherslu á að hún væri öflug og vel rekin stofnun, sem þjónaði landi og þjóð. I einkalífi sínu var Snæbjöm mik- ill hamingjumaður. Þau Bryndís hafa átt saman langt og gott líf, eignast þrjú böm og nú orðið stóra fjölskyldu. Bryndís hefur jafnan staðið þétt við hlið manns síns og stutt hann í hvívetna. Hún bjó þeim fallegt heimili, þar sem gott var að koma. Rausn og höfðingsskapur einkenndi þau bæði og nutu margir vegagerðarmenn ríkulegrar gest- risni þeima. Fyrir utan Vegagerð- ina átti Snæbjöm sérstakt hugðar- efni, ræktun ranna og trjáa. Garður þeirra hjóna bar því órækt vitni en þó enn frekar unaðsreitur, sem hann kom sér upp í utanverðum Hvalfirði. Þar gerði hann tilraunir með margvíslegar tegundir og kvæmi og kom flestu til nokkurs þroska. Snæbjörn varð með tíman- um mjög fróður um trjárækt og mér er sagt, að hann hafi verið með allra fróðustu mönnum á landinu um furur. Þessi reitur varð griða- staður þeirra hjóna á seinni áram, og mjög skemmtilegt var að heim- sækja þau þar. Nú þegar Snæbjöm er genginn era honum færðar þakkir vegagerð- arfólks núverandi og fyrrverandi um land allt fyrir langt og gott sam- starf og farsæla forystu. Persónu- lega þakka ég honum áratuga sam- ferð, sem hefur verið mér dýrmæt. Við vottum Bryndísi, bömum þeirra og fjölskyldu allri djúpa samúð við fráfall Snæbjarnar. Megi minningin um góðan dreng milda söknuð þeirra. Helgi Hallgrimsson. Snæbjöm var óvenju vel af Guði gerður. Hann átti föðurætt að rekja til Breiðafjarðar. Forfeður hans vora Snæbjöm í Hergilsey, Eyjólf- ur „eyjajarl" og fleiri landsþekktar kempur. Forfaðir hans var einnig séra Hjalti Þorsteinsson í Vatns- SNÆBJORN JÓNASSON firði, sem varði öllum stundum, sem hann mátti frá námi, til þess að nema málaralist og hljóðfæraslátt, enda kippti Snæbimi í kynið, hann var drátthagur og tónvís í besta lagi. I móðurætt var hann af þjóð- kunnum borgfirskum skáldaættum. Eg kynntist Snæbimi í Mennta- skólanum á Akureyri, við voram þar samferða við nám. Atburðarásin var síðan að ýmsu leyti með svipuðum hætti hjá okkur. Við lukum prófi frá verkfræðideild Háskóla íslands með sömu einkunn, kvæntumst árið 1947 frænkum, sem báðar bera nafn Bryndísar ömmu þeirra og haldið var sameiginlegt brúðkaup í Dóm- kirkjunni. Við byggðum hús okkar við Laugarásveg og fjölskyldur okk- ar hafa ávallt verið mjög nátengdar. Leiðir okkar Snæbjamar hafa legið saman í rúmlega 60 ár og er margs að minnast frá þeim tíma. Utanlandsferð okkar Snæbjamar til framhaldsnáms í Sviss var um leið brúðkaupsferð og mikil upplif- un. Á 20 ára brúðkaupsafmælinu ókum við um meginlandið og kom- um á ýmsar gamlar slóðir. Það var gaman að ferðast með Snæbimi og ekki síður að vera með honum í góð- um hópi. Hann var hrókur alls fagn- aðar, mikill dansmaður og enginn dansaði betur rússneskan kósakka- dans. Hann var vinsæll, hress og skemmtilegur og öllum leið vel í ná- vist hans. I starfí var hann vel lát- inn og farsæll stjórnandi. Við Bryn- dís eram þakklát fyrir að hafa feng- ið að njóta vináttu hans og eigum góðar minningar frá ótal samvera- stundum með Bryndísi og Snæbirni. Söknuður okkar er því mikill. Snæbjöm var mikill ræktunar- maður. Hann byrjaði strax að gróð- ursetja tré í garði sínum við Laug- arásveg. Síðan kom hann upp gróð- urhúsi, sem þróaðist upp í að verða ræktunar- og uppeldisstöð fyrir ýmsar sjaldséðar plöntur, ekki síst erlendar, því að hann kom alltaf heim með plöntur eða fræ úr ferð- um sínum til útlanda. Þetta starf Snæbjamar hefur borið mikinn og ríkulegan ávöxt. Garður hans við Laugarásveg er einstaklega falleg- ur og þar era tré, sem telja má með- al fegurstu trjáa í Reykjavík. I sum- arbústaðalandi þeirra hjóna í Kjósinni hefur Snæbjöm unnið þrekvirki í trjárækt. Landið, sem var fremur gróðursnautt, er nú þak- ið fallegum trjágróðri með mörgum sjaldséðum tegundum, sannkallaður unaðsreitur. Snæbjöm var mikill náttúraunnandi, það var gaman að hlusta á hann þylja latínunöfnin á plöntunum og alla fugla þekkti hann. Við kveðjum góðan vin. Blessuð sé minning hans. Helgp H. Ámason. Elsku afi minn, nú hefur þú feng- ið hvíld eftir þessi erfiðu veikindi. Á þessum erfiðu tímum era það allar minningamar sem hjálpa mér að brosa í gegnum tárin. Manstu þegar ég var lítil að leika mér uppi í sumó hjá þér og ömmu, þegar við bama- börnin vorum að gera allar stíflum- ar í tjörninni ykkar, með skóflunum og hjólbörunum? Alveg eins og þú, þegar þú varst að huga að plöntun- um þínum, en þær vora þitt líf og yndi. Eg man eftir spenningnum þegar ég var lítil heima á Krók og þú og amma vorað að koma norður í heimsókn eða þegar við voram að koma suður til ykkar, það var alltaf svo gaman. Þú og amma stóðuð svo alltaf í dyranum og vinkuðuð þegar við vorum að fara norður aftur. Svo kom að því að við fluttum suður og þá fór nú samverastundunum að fjölga. Eg veit ekki hvað oft ég og Bryndís kíktum í hádegismat til ykkar þegar við voram í hléi í skól- anum. Manstu þegar ég var í há- degismat hjá ykkur ömmu og var að fara í þýskupróf daginn eftir og þú varst að spyrja mig útúr, þú vissir svo margt. Þú og amma fylgdust alltaf svo vel með hvemig okkur öll- um gekk í því sem við voram að gera. Manstu þegar ég kom til þín á spítalann í febrúar, þegar þú varst nýbúinn í uppskurðinum og til- kynnti þér að ég hefði komist inn í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.