Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 I DAG MORGUNBLAÐIÐ 1 % • 'M 1 Morgunblaðið/Arnór FINNAR hafa spilað mjög vel í eldri flokknum og voru efstir eftir 7 umferðir af 10. Talið frá vinstri: Kari Mákikangas, Jussi Tamminen, Frederik Jáfs og Tatu Heikkinen. Lengst til hægri er Mauri Saasta- moinen en hann er fyrirliði án spilamennsku. BRIDS llmsjón Arnúr G. Ilagnarsson Finnar í forystu í eldri flokki á NM FINNAR eru á sigurbraut í eldri flokknum á 15. Norðurlandamóti unglinga í brids sem lýkur á morg- un. Helzti andstæðingur þeirra er íslenzka liðið sem spilað hefír mjög vel í mótinu en varð að sætta sig við 12-18 tap gegn Finnum í fimmtu umferð í fyrradag. Spiluð er tvöfóld umferð í eldri flokknum en þrefóld í þeim yngri og þegar mótið var lið- lega hálfnað höfðu Finnar 109 stig, Islendingar voru með 101 og Danir 94 stig. I yngri flokknum eru Danir í for- ystu og Svíar í öðru sæti en íslenzka liðið er neðst. Ekkert var spilað í gær en 7. um- ferð hefst í dag kl. 10. Keppnisstjóri er Sveinn Rúnar Eiríksson. Bridsdeild eldri borgara í Reykjavík MÁNUDAGINN 19. júlí 1999 var spilaður Mitchell í Ásgarði, Glæsi- bæ. 24 pör mættu og úrslit urðu þessi: Árangur N-S Albert Þorsteinsson - Auðunn Guðmundsson 291 Lárus Amórsson - Ásthildur Sigurgísladóttir 242 Jón Andrésson - Guðmundur Á Gudmundsson 231 Árangur A-V Þórólfur Meyvantsson - Eyjólfur Haldórsson 242 Guórún Guðjónsdóttir - Ólöf Guðbrandsdóttir 240 Bergljót Rafnar - Soffia Theodórsdóttir 237 Ingibjörg Stefánsdóttir - Þorsteinn Davíðsson 237 Miðlungur 216 Ágæt þátttaka í sumarbrids Miðvikudaginn 14. júlí var spilað- ur Monrad Barómeter með þátt- töku 26 para. Spilaðar voru 7 um- ferðir með 4 spilum á milli para. Efstu pör voru: Frímann Stefánsson - Vilhjálmur Sigurðsson +61 Baldur Bjartmarsson - Guðm. Sigurjónsson +61 Guðlaugur Sveinsson - Sigurjón Tryggvason +59 Jóhann Magnússon - Kristinn Karlsson +41 Gylfi Baldursson - Sigurður B. Þorsteinsson +31 Magnús Halldórsson - Eysteinn Einarsson +29 12 tóku þátt í Verðlaunapottinum og skiptist hann í 2 hluta, 4000 kr. og 2000 kr. Baldur og Guðmundur fengu 1. sætið og Guðlaugur og Sig- urjón fengu 2. sætið. Fimmtudaginn 15. júlí var spilað- ur Mitchell tvímenningur með þátt- töku 22 para. Spilaðar voru 9 um- ferðir með 3 spilum á milli para. Meðalskor var 216 og efstu pör voru: N/S: Albert Þorsteinsson - Bjöm Árnason 249 Gunnar Þórðarson - Garðar Garðarsson 232 Brynjar Jónsson - Vilhjálmur Sigurðsson jr. 228 A/V: Erlendur Jónsson - Sigurjón Tryggvason 276 Hjördís Siguijónsdóttir - Kristján Blöndal 248 Guðlaugur Sveinsson - Guðlaugur Nielsen 241 Föstudaginn 16. júlí var spilaður Mitchell tvímenningur með þátt- töku 30 para. Spilaðar voru 14 um- ferðir með 2 spUum á milh para. Meðalskor var 364 og efstu pör voru: N/S: Anna ívarsdóttir - Guðrún Óskarsdóttir 457 Björgvin Víglundsson - Hrólfur Hjaltason 448 Kjartan Aðalbjömsson - Kjartan Ásmundsson 440 A/V: Eysteinn Einarsson - Magnús Halldórsson 436 Egill Darri Brynjólfsson - Helgi Bogason 420 Ólöf H. Þorsteinsdóttir - Hanna Friðriksdóttir 417 10 sveitir tóku þátt í Miðnætur- sveitakeppninni sem byrjaði að loknum tvímenningnum. Til úrslita spiluðu sveitir Jóns Stefánssonar og Hrafnhildar Skúladóttur. Sveit Jóns sigraði með 13 impum gegn 10. Með Jóni spiluðu Bjöm Dúason, Guð- laugur Sveinsson og Þórður Bjöms- son. Sumarbrids 1999 er spilaður 6 daga vikunnar, alla daga nema laug- ardaga. Spilamennska byrjar alltaf kl. 19:00. Spilaðir em MitcheU tví- menningar með forgefnum spilum, nema á miðvikudögum og sunnu- dögum en þá er spilaður Monrad Barómeter og pörum gefinn kostur á að taka þátt í Verðlaunapotti. Eft- ir að tvímenningnum lýkur á föstu- dögum er spilað Miðnætur-útslátt- arsveitakepppni og kostar 100 kr. á mann, hver umferð. Einnig er spil- uð sveitakeppni alla daga fyrir frí- daga ef þátttaka næst. Allir spilarar eru velkomnir í sumarstemmning- una í Sumarbridge 1999. Spilarar sem eru 20 ára og yngri spila frítt í boði Bridgesambands íslands. Um- sjónarmaður Sumarbrids 1999 er Sveinn Rúnar Eiríksson. ‘Kíassísfcur eðaí-Cadittac á verði smábíCs! Cadillac Sedan de Ville '86 - ekinn aðeins 62 þús. km. Glæsivagn, sem nýr ulan og innan, falleg innrétting alklædd rauðu leðri, allt rafknúið, vél og bremsur sem nýtt - forstjórabíll aðeins í eigu eins manns. Gullið tækifæri til að eignast bíl í hógæðaflokki 6 verði smóbíls. Verð aðeins 1.600 þús. staðgr. FERÐASKKIFSTOFAN H pmMAi HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS Sími 562 0400 VELVAKAMH Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Beðist afsökunar HINN 5. júlí sl. hringdi Kristinn Jónsson, formað- ur KR, sá ágæti maður, í mig vegna skrifa minna í Velvakanda í Morunblað- inu 4. júlí og bað mig að skrifa í það sama blað eins- konar afsökun á greininni. Honum fannst hún of svæsin, tilkynnti hann mér vinalega í símanum og það er rétt. Eg var reiður og sár útaf þessum mjmdum mínum og umslagi og það á maður ekki að vera og var hann því ekki ánægður með greinina. Hann var samt hinn ljúfasti viðtals og áreiðanlega ágætismað- ur í hvívetna því mér fannst hann hinn almenni- legasti í hegðun við mig, þrátt fyrir allt. Hann bað mig vinsamlega að skrifa aðra grein um fruntaskap minn í íyrmefndri grein frá í gær. Og bið ég hér- með afsökunar á ummæl- um mínum um KR og KR- bókina í tilefni af afmælinu. Þessa óánægju mína skildi hann vel og þrátt fyrir þetta er ég gamli, góði KR- ingurinn sem í dentíð, þeg- ar Erlendur Ó. Pétursson var formaður félagsins, því hann gerði mér þann stór- greiða að koma mér í fasta atvinnu þá, þegar tímarnir voru verstir atvinnulega séð. Og fyrir þetta verð ég alltaf þakklátur honum og KR-féíagsskapnum, og það var starfsemi íþróttanna að þakka að ég fór ekki í soll- inn á þeim erfiðu árum. Eg vil jafnframt þakka Kristni, formanni félags- ins, fyrir upphringinguna og ljúfmennskuna í samtali okkar í milli. Vonast þó fastlega til að umslagið með KR-myndunum finnist við áframhaldandi leit, því lofaði mér Kristinn for- maður. Eg leyfi mér að kalla hann vin minn eftir þessa viðurkenningu í sím- anum. Páll Hannesson, Ægissíðu 86. Lækkun á skattþrepi ÉG VIL beina þeirri fyrir- spurn til heilbrigðisráð- herra og fjármálaráðherra hvort ekki sé hægt að lækka skattana hjá mér. Ég er öryrki og bý einn og borga í hverjum mánuði skatt sem hljóðar upp á 12-13 þúsund krónur. Þeg- ar örorkubæturnar hækka örlítið sé ég hækkunina bara á blaði því þetta er tekið í skattinn um leið. Mér datt í hug að nefna þetta því heilbrigðisráð- herra ætlar að skoða málið og er ég margbúinn að tala við hana en hef ekki séð ennþá neina breyt- ingu. Væri ekki hægt að lækka skattinn niður í 6 þús. á mánuði, þ.e. um helming? Sæmundur Kristjáns- son, öryrki í Kópavogi. Samræmd próf án sam- ræmdrar kennslu? ÉG ÓSKA eftir skýringum frá yfirvöldum mennta- mála. Ekki er langt síðan nið- urstöður úr samræmdum prófum voru birtar í fjöl- miðlum. Þar voru birtar meðaleinkunnir nemenda einstakra skóla en er það nóg? Já, það ætti að vera nóg, séu forsendur próf- anna eins líkar og kostur er, en ég hef sterkan grun um að svo sé ekki! Því vil ég biðja yfirvöld menntamála að svara eftirfarandi spum- ingum. 1. Getur verið að mis- munandi sé hve margir úr árgangi þreyti prófin í hverjum skóla? Hver metur það hver tekur próf og hver ekki? Ef svo er væri þá ekki rétt að birta líka þátttöku % í prófinu fyrir hvem skóla? 2. Er það rétt að kennsl- an sé ekki samræmd milli skóla? T.d. mismunandi tímafjöldi við kennslu í samræmdu greinunum. Sögusagnir hef ég heyrt um að í sumum skólum sé felld niður kennsla í einstökum námsgreinum svo að meiri tími gefist til þjálfunar í samræmdu greinunum? 3. Getur það verið að ákveðinn hópur kennara miði kennsluna í sam- ræmdu greinunum beinh'nis við prófformið á samræmdu prófúnum og skapi þannig sínum nemendum forskot? Með ósk um svör, þess efnis að ég fari með rangt mál! Sverrir Heiðar Júhusson, kcnnari. Tapað/fundið Poki með sundfatnaði í óskilum POKI með handklæði, sundskýlu og gleraugum fannst um síðustu helgi við sundlaugarnar. Upplýsing- ar í síma 588 0296. Þríkross týndist ÞRÍKROSS merktur „Stefán" týndist í miðbæn- um fyrir miðjan júlí. Þeir sem gætu gefið upplýsing- ar hafi samband við Elínu í síma 567 5824. Dýrahald Epli er týnd KISAN okkar hún Epli er týnd. Hennar er sárt sakn- að. Epli er 8 mánaða kolsvört læða sem er blanda af síamsketti og venjulegum. Hún ber keðju úr hlekkjum um hálsinn en ekkert merki- spjald. Epli sást síðast heima (á Tunguvegi 1 í Bú- staðahverfi) miðvikudags- kvöldið 14. júlí. Þeir sem halda að þeir hafi séð kis- una okkar eru vinsamleg- ast beðnir um að hafa sam- band við okkur í síma 588 8823/ 699 8823 eða 553 9922/896 1048. SKÁK Um.vjón Margeir Pótnrsson STAÐAN kom upp á Politiken Cup- mótinu í Kaupmannahöfn í sumar í viðureign tveggja Dana. Henrik EI Kher (2.330) var með hvítt, en Lars Schandorff (2.510) hafði svart og átti leik. 22. - Rxg2! 23. Rxg2 - Bf3 24. Hgl - Hxg2 25. Hxg2 - Hg8 26. Hcgl - Hxg2 27. Hxg2 - Dg7 28. Re6 - Dxg2 mát Röð efstu manna á mótinu varð: 1.-2. Baburin, Irlandi og Hillarp-Pers- son, Svíþjóð 8'A v., 3.-13. Nick deFir- mian, Bandaríkjunum, Karl Mah, Christopher Ward og Luke McShane, Englandi, Henrik Danielsen, Carsten Höi, Erling Mortensen, Lars Schandorff og Sune Berg Han- sen, Danmörku, Jonas Bark- hagen og Stefan Schneider, Sví- þjóð, 8 v. Bestum árangri íslensku kepp- endanna náðu þeir Róbert Harð- arson með 7 vinninga og Stefán Kristjánsson með 6‘/2 v. SVARTUR leikur og vinnur. HÖGNI HREKKVÍSI Víkveiji skrifar... VÍKVERJI ákvað að verja síðast- liðnu laugardagskvöldi til að auðga andann og fór á tónleika Skál- holtshátíðar. Tilfinningin sem því fylgdi að yfirgefa óteljandi afþrey- ingarmöguleika í þéttbýlinu, bíóhús og fleira, var ekki óblandin, en af hverju ekki dálítið sýnishorn af sveitasælunni og gæðamúsík með? Geislaspilari er afbragðs tæki en kemur seint í staðinn fyrir að heyra fólk túlka tónlistina hér og nú og verða þannig næstum því þátttakandi í afrekinu. Imyndunaraflið verður svo að duga ef reynt er að átta sig á þrotlausum æfingunum sem þarf að stunda til að ná tökum á hljóðfæri eins og til dæmis sellói, geta töfrað fram blíðuna og dýptina sem angur- værir strengimir eiga svo mikið af. xxx KIRKJAN var nær fullskipuð, séra Sigurður Sigurðarson vígslubiskup ávarpaði gestina og kynnti flytjendur en meðal þeirra var Bergþór Pálsson óperusöngvari _sem söng meðal annars verk eftir Áma Thorsteinsson og Sigvalda Kaldalóns. Annar listamaður og ungur að áram kom auk þess Víkverja á óvart. Guð- rún Jóhanna Ólafsdóttir er aðeins 21 árs en söng af slíku öryggi að mörg þaulreynd söngkonan hefði mátt vel við una. Dúettar hennar með Berg- þóri í Amazing Grace og Panis Ang- elicus vora einstaklega fallegir. Fjöldi hljóðfæraleikara kom einnig fram og alltaf verður Víkverji jafn hrifinn þegar hann heyrir jafn vel leikið á trompet eins og þama var raunin. Sé flytjandinn ekki búinn að ná tökum á hljóðfærinu verða áheyr- endur nefnilega að taka á allri sinni þolinmæði eins og þeir sem búið hafa í grennd við tónlistarnema þekkja. En einhverju verðum við hin stund- um að fórna fyrir listina. XXX ÓPUR unglinga, aðallega stúlk- ur úr Kammerkór Biskups- tungna en einnig Unglingakór Sel- foss og Kór Menntaskólans að Laug- arvatni undir stjórn Hilmars Amar Agnarssonar og strengjasveit undir stjórn Lilju Hjaltadóttur luku svo kvöldinu með Gloriu Vivaldis, áhrifa- miklu verki sem sennilega var fram- flutt af kór ungra stúlkna á munaðar- leysingjahæli í Feneyjum á 18. öld. Séra Sigurður fræddi einnig gestina á því að Vivaldi, sem var prestur, hefði nærri því misst hempuna þar sem hann var harðlega gagnrýndur fyrír að sinna tónlistinni um of á kostnað kristindómsins! Víkverji ætlar sér ekki að reyna að draga úr tekjum ferðaþjónustufólks utan suðvesturhornsins en á heim- leiðinni rifjaði hann upp allt sem hægt er að gera ef Reykvíkingur verður að láta sér nægja dagsferð út fyrir borgarmörkin. Á síðari áram hefur nefnilega bæst við margt sem einhvern veginn virðist svo sjálfsagt og eðlilegt þegar einhver er búinn að hafa írumkvæðið. XXX NÚ ER hægt að skoða gripina í kjallara Skálholts með aðstoð leiðsögumanns, steinkistu Páls bisk- ups frá því um 1.200 og fleira hnýsi- legt. Á Þingvöllum er hægt að fá sams konar þjónustu ef ætlunin er að kanna gamla þingstaðinn og nú er hægt að fara í skoðunarferð út á vatnið á Sómabáti. Eyjarnar missa kannski einhverja dulúð við að stíga á land en Víkverji vill geta svalað for- vitninni og sannreynt að þar búi eng- inn nema steinrannin tröll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.