Morgunblaðið - 23.07.1999, Síða 52

Morgunblaðið - 23.07.1999, Síða 52
52 FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 I DAG MORGUNBLAÐIÐ 1 % • 'M 1 Morgunblaðið/Arnór FINNAR hafa spilað mjög vel í eldri flokknum og voru efstir eftir 7 umferðir af 10. Talið frá vinstri: Kari Mákikangas, Jussi Tamminen, Frederik Jáfs og Tatu Heikkinen. Lengst til hægri er Mauri Saasta- moinen en hann er fyrirliði án spilamennsku. BRIDS llmsjón Arnúr G. Ilagnarsson Finnar í forystu í eldri flokki á NM FINNAR eru á sigurbraut í eldri flokknum á 15. Norðurlandamóti unglinga í brids sem lýkur á morg- un. Helzti andstæðingur þeirra er íslenzka liðið sem spilað hefír mjög vel í mótinu en varð að sætta sig við 12-18 tap gegn Finnum í fimmtu umferð í fyrradag. Spiluð er tvöfóld umferð í eldri flokknum en þrefóld í þeim yngri og þegar mótið var lið- lega hálfnað höfðu Finnar 109 stig, Islendingar voru með 101 og Danir 94 stig. I yngri flokknum eru Danir í for- ystu og Svíar í öðru sæti en íslenzka liðið er neðst. Ekkert var spilað í gær en 7. um- ferð hefst í dag kl. 10. Keppnisstjóri er Sveinn Rúnar Eiríksson. Bridsdeild eldri borgara í Reykjavík MÁNUDAGINN 19. júlí 1999 var spilaður Mitchell í Ásgarði, Glæsi- bæ. 24 pör mættu og úrslit urðu þessi: Árangur N-S Albert Þorsteinsson - Auðunn Guðmundsson 291 Lárus Amórsson - Ásthildur Sigurgísladóttir 242 Jón Andrésson - Guðmundur Á Gudmundsson 231 Árangur A-V Þórólfur Meyvantsson - Eyjólfur Haldórsson 242 Guórún Guðjónsdóttir - Ólöf Guðbrandsdóttir 240 Bergljót Rafnar - Soffia Theodórsdóttir 237 Ingibjörg Stefánsdóttir - Þorsteinn Davíðsson 237 Miðlungur 216 Ágæt þátttaka í sumarbrids Miðvikudaginn 14. júlí var spilað- ur Monrad Barómeter með þátt- töku 26 para. Spilaðar voru 7 um- ferðir með 4 spilum á milli para. Efstu pör voru: Frímann Stefánsson - Vilhjálmur Sigurðsson +61 Baldur Bjartmarsson - Guðm. Sigurjónsson +61 Guðlaugur Sveinsson - Sigurjón Tryggvason +59 Jóhann Magnússon - Kristinn Karlsson +41 Gylfi Baldursson - Sigurður B. Þorsteinsson +31 Magnús Halldórsson - Eysteinn Einarsson +29 12 tóku þátt í Verðlaunapottinum og skiptist hann í 2 hluta, 4000 kr. og 2000 kr. Baldur og Guðmundur fengu 1. sætið og Guðlaugur og Sig- urjón fengu 2. sætið. Fimmtudaginn 15. júlí var spilað- ur Mitchell tvímenningur með þátt- töku 22 para. Spilaðar voru 9 um- ferðir með 3 spilum á milli para. Meðalskor var 216 og efstu pör voru: N/S: Albert Þorsteinsson - Bjöm Árnason 249 Gunnar Þórðarson - Garðar Garðarsson 232 Brynjar Jónsson - Vilhjálmur Sigurðsson jr. 228 A/V: Erlendur Jónsson - Sigurjón Tryggvason 276 Hjördís Siguijónsdóttir - Kristján Blöndal 248 Guðlaugur Sveinsson - Guðlaugur Nielsen 241 Föstudaginn 16. júlí var spilaður Mitchell tvímenningur með þátt- töku 30 para. Spilaðar voru 14 um- ferðir með 2 spUum á milh para. Meðalskor var 364 og efstu pör voru: N/S: Anna ívarsdóttir - Guðrún Óskarsdóttir 457 Björgvin Víglundsson - Hrólfur Hjaltason 448 Kjartan Aðalbjömsson - Kjartan Ásmundsson 440 A/V: Eysteinn Einarsson - Magnús Halldórsson 436 Egill Darri Brynjólfsson - Helgi Bogason 420 Ólöf H. Þorsteinsdóttir - Hanna Friðriksdóttir 417 10 sveitir tóku þátt í Miðnætur- sveitakeppninni sem byrjaði að loknum tvímenningnum. Til úrslita spiluðu sveitir Jóns Stefánssonar og Hrafnhildar Skúladóttur. Sveit Jóns sigraði með 13 impum gegn 10. Með Jóni spiluðu Bjöm Dúason, Guð- laugur Sveinsson og Þórður Bjöms- son. Sumarbrids 1999 er spilaður 6 daga vikunnar, alla daga nema laug- ardaga. Spilamennska byrjar alltaf kl. 19:00. Spilaðir em MitcheU tví- menningar með forgefnum spilum, nema á miðvikudögum og sunnu- dögum en þá er spilaður Monrad Barómeter og pörum gefinn kostur á að taka þátt í Verðlaunapotti. Eft- ir að tvímenningnum lýkur á föstu- dögum er spilað Miðnætur-útslátt- arsveitakepppni og kostar 100 kr. á mann, hver umferð. Einnig er spil- uð sveitakeppni alla daga fyrir frí- daga ef þátttaka næst. Allir spilarar eru velkomnir í sumarstemmning- una í Sumarbridge 1999. Spilarar sem eru 20 ára og yngri spila frítt í boði Bridgesambands íslands. Um- sjónarmaður Sumarbrids 1999 er Sveinn Rúnar Eiríksson. ‘Kíassísfcur eðaí-Cadittac á verði smábíCs! Cadillac Sedan de Ville '86 - ekinn aðeins 62 þús. km. Glæsivagn, sem nýr ulan og innan, falleg innrétting alklædd rauðu leðri, allt rafknúið, vél og bremsur sem nýtt - forstjórabíll aðeins í eigu eins manns. Gullið tækifæri til að eignast bíl í hógæðaflokki 6 verði smóbíls. Verð aðeins 1.600 þús. staðgr. FERÐASKKIFSTOFAN H pmMAi HEIMSKLÚBBUR INGÓLFS Sími 562 0400 VELVAKAMH Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Beðist afsökunar HINN 5. júlí sl. hringdi Kristinn Jónsson, formað- ur KR, sá ágæti maður, í mig vegna skrifa minna í Velvakanda í Morunblað- inu 4. júlí og bað mig að skrifa í það sama blað eins- konar afsökun á greininni. Honum fannst hún of svæsin, tilkynnti hann mér vinalega í símanum og það er rétt. Eg var reiður og sár útaf þessum mjmdum mínum og umslagi og það á maður ekki að vera og var hann því ekki ánægður með greinina. Hann var samt hinn ljúfasti viðtals og áreiðanlega ágætismað- ur í hvívetna því mér fannst hann hinn almenni- legasti í hegðun við mig, þrátt fyrir allt. Hann bað mig vinsamlega að skrifa aðra grein um fruntaskap minn í íyrmefndri grein frá í gær. Og bið ég hér- með afsökunar á ummæl- um mínum um KR og KR- bókina í tilefni af afmælinu. Þessa óánægju mína skildi hann vel og þrátt fyrir þetta er ég gamli, góði KR- ingurinn sem í dentíð, þeg- ar Erlendur Ó. Pétursson var formaður félagsins, því hann gerði mér þann stór- greiða að koma mér í fasta atvinnu þá, þegar tímarnir voru verstir atvinnulega séð. Og fyrir þetta verð ég alltaf þakklátur honum og KR-féíagsskapnum, og það var starfsemi íþróttanna að þakka að ég fór ekki í soll- inn á þeim erfiðu árum. Eg vil jafnframt þakka Kristni, formanni félags- ins, fyrir upphringinguna og ljúfmennskuna í samtali okkar í milli. Vonast þó fastlega til að umslagið með KR-myndunum finnist við áframhaldandi leit, því lofaði mér Kristinn for- maður. Eg leyfi mér að kalla hann vin minn eftir þessa viðurkenningu í sím- anum. Páll Hannesson, Ægissíðu 86. Lækkun á skattþrepi ÉG VIL beina þeirri fyrir- spurn til heilbrigðisráð- herra og fjármálaráðherra hvort ekki sé hægt að lækka skattana hjá mér. Ég er öryrki og bý einn og borga í hverjum mánuði skatt sem hljóðar upp á 12-13 þúsund krónur. Þeg- ar örorkubæturnar hækka örlítið sé ég hækkunina bara á blaði því þetta er tekið í skattinn um leið. Mér datt í hug að nefna þetta því heilbrigðisráð- herra ætlar að skoða málið og er ég margbúinn að tala við hana en hef ekki séð ennþá neina breyt- ingu. Væri ekki hægt að lækka skattinn niður í 6 þús. á mánuði, þ.e. um helming? Sæmundur Kristjáns- son, öryrki í Kópavogi. Samræmd próf án sam- ræmdrar kennslu? ÉG ÓSKA eftir skýringum frá yfirvöldum mennta- mála. Ekki er langt síðan nið- urstöður úr samræmdum prófum voru birtar í fjöl- miðlum. Þar voru birtar meðaleinkunnir nemenda einstakra skóla en er það nóg? Já, það ætti að vera nóg, séu forsendur próf- anna eins líkar og kostur er, en ég hef sterkan grun um að svo sé ekki! Því vil ég biðja yfirvöld menntamála að svara eftirfarandi spum- ingum. 1. Getur verið að mis- munandi sé hve margir úr árgangi þreyti prófin í hverjum skóla? Hver metur það hver tekur próf og hver ekki? Ef svo er væri þá ekki rétt að birta líka þátttöku % í prófinu fyrir hvem skóla? 2. Er það rétt að kennsl- an sé ekki samræmd milli skóla? T.d. mismunandi tímafjöldi við kennslu í samræmdu greinunum. Sögusagnir hef ég heyrt um að í sumum skólum sé felld niður kennsla í einstökum námsgreinum svo að meiri tími gefist til þjálfunar í samræmdu greinunum? 3. Getur það verið að ákveðinn hópur kennara miði kennsluna í sam- ræmdu greinunum beinh'nis við prófformið á samræmdu prófúnum og skapi þannig sínum nemendum forskot? Með ósk um svör, þess efnis að ég fari með rangt mál! Sverrir Heiðar Júhusson, kcnnari. Tapað/fundið Poki með sundfatnaði í óskilum POKI með handklæði, sundskýlu og gleraugum fannst um síðustu helgi við sundlaugarnar. Upplýsing- ar í síma 588 0296. Þríkross týndist ÞRÍKROSS merktur „Stefán" týndist í miðbæn- um fyrir miðjan júlí. Þeir sem gætu gefið upplýsing- ar hafi samband við Elínu í síma 567 5824. Dýrahald Epli er týnd KISAN okkar hún Epli er týnd. Hennar er sárt sakn- að. Epli er 8 mánaða kolsvört læða sem er blanda af síamsketti og venjulegum. Hún ber keðju úr hlekkjum um hálsinn en ekkert merki- spjald. Epli sást síðast heima (á Tunguvegi 1 í Bú- staðahverfi) miðvikudags- kvöldið 14. júlí. Þeir sem halda að þeir hafi séð kis- una okkar eru vinsamleg- ast beðnir um að hafa sam- band við okkur í síma 588 8823/ 699 8823 eða 553 9922/896 1048. SKÁK Um.vjón Margeir Pótnrsson STAÐAN kom upp á Politiken Cup- mótinu í Kaupmannahöfn í sumar í viðureign tveggja Dana. Henrik EI Kher (2.330) var með hvítt, en Lars Schandorff (2.510) hafði svart og átti leik. 22. - Rxg2! 23. Rxg2 - Bf3 24. Hgl - Hxg2 25. Hxg2 - Hg8 26. Hcgl - Hxg2 27. Hxg2 - Dg7 28. Re6 - Dxg2 mát Röð efstu manna á mótinu varð: 1.-2. Baburin, Irlandi og Hillarp-Pers- son, Svíþjóð 8'A v., 3.-13. Nick deFir- mian, Bandaríkjunum, Karl Mah, Christopher Ward og Luke McShane, Englandi, Henrik Danielsen, Carsten Höi, Erling Mortensen, Lars Schandorff og Sune Berg Han- sen, Danmörku, Jonas Bark- hagen og Stefan Schneider, Sví- þjóð, 8 v. Bestum árangri íslensku kepp- endanna náðu þeir Róbert Harð- arson með 7 vinninga og Stefán Kristjánsson með 6‘/2 v. SVARTUR leikur og vinnur. HÖGNI HREKKVÍSI Víkveiji skrifar... VÍKVERJI ákvað að verja síðast- liðnu laugardagskvöldi til að auðga andann og fór á tónleika Skál- holtshátíðar. Tilfinningin sem því fylgdi að yfirgefa óteljandi afþrey- ingarmöguleika í þéttbýlinu, bíóhús og fleira, var ekki óblandin, en af hverju ekki dálítið sýnishorn af sveitasælunni og gæðamúsík með? Geislaspilari er afbragðs tæki en kemur seint í staðinn fyrir að heyra fólk túlka tónlistina hér og nú og verða þannig næstum því þátttakandi í afrekinu. Imyndunaraflið verður svo að duga ef reynt er að átta sig á þrotlausum æfingunum sem þarf að stunda til að ná tökum á hljóðfæri eins og til dæmis sellói, geta töfrað fram blíðuna og dýptina sem angur- værir strengimir eiga svo mikið af. xxx KIRKJAN var nær fullskipuð, séra Sigurður Sigurðarson vígslubiskup ávarpaði gestina og kynnti flytjendur en meðal þeirra var Bergþór Pálsson óperusöngvari _sem söng meðal annars verk eftir Áma Thorsteinsson og Sigvalda Kaldalóns. Annar listamaður og ungur að áram kom auk þess Víkverja á óvart. Guð- rún Jóhanna Ólafsdóttir er aðeins 21 árs en söng af slíku öryggi að mörg þaulreynd söngkonan hefði mátt vel við una. Dúettar hennar með Berg- þóri í Amazing Grace og Panis Ang- elicus vora einstaklega fallegir. Fjöldi hljóðfæraleikara kom einnig fram og alltaf verður Víkverji jafn hrifinn þegar hann heyrir jafn vel leikið á trompet eins og þama var raunin. Sé flytjandinn ekki búinn að ná tökum á hljóðfærinu verða áheyr- endur nefnilega að taka á allri sinni þolinmæði eins og þeir sem búið hafa í grennd við tónlistarnema þekkja. En einhverju verðum við hin stund- um að fórna fyrir listina. XXX ÓPUR unglinga, aðallega stúlk- ur úr Kammerkór Biskups- tungna en einnig Unglingakór Sel- foss og Kór Menntaskólans að Laug- arvatni undir stjórn Hilmars Amar Agnarssonar og strengjasveit undir stjórn Lilju Hjaltadóttur luku svo kvöldinu með Gloriu Vivaldis, áhrifa- miklu verki sem sennilega var fram- flutt af kór ungra stúlkna á munaðar- leysingjahæli í Feneyjum á 18. öld. Séra Sigurður fræddi einnig gestina á því að Vivaldi, sem var prestur, hefði nærri því misst hempuna þar sem hann var harðlega gagnrýndur fyrír að sinna tónlistinni um of á kostnað kristindómsins! Víkverji ætlar sér ekki að reyna að draga úr tekjum ferðaþjónustufólks utan suðvesturhornsins en á heim- leiðinni rifjaði hann upp allt sem hægt er að gera ef Reykvíkingur verður að láta sér nægja dagsferð út fyrir borgarmörkin. Á síðari áram hefur nefnilega bæst við margt sem einhvern veginn virðist svo sjálfsagt og eðlilegt þegar einhver er búinn að hafa írumkvæðið. XXX NÚ ER hægt að skoða gripina í kjallara Skálholts með aðstoð leiðsögumanns, steinkistu Páls bisk- ups frá því um 1.200 og fleira hnýsi- legt. Á Þingvöllum er hægt að fá sams konar þjónustu ef ætlunin er að kanna gamla þingstaðinn og nú er hægt að fara í skoðunarferð út á vatnið á Sómabáti. Eyjarnar missa kannski einhverja dulúð við að stíga á land en Víkverji vill geta svalað for- vitninni og sannreynt að þar búi eng- inn nema steinrannin tröll.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.