Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 56
- 56 FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM ERLENDA R ooooo Franz Gunnarsson gítarleikari Ensíms fjallar um hljóðrásina úr kvikmyndinni The Matrix. ★★★★ Dráttarbeisli ELIN og Rebecca eiga meira sameiginlegt en þær grunar. KVIKMYNDIR/Háskólabíó frumsýnir í dag sænsku unglingakvikmyndina „Fucking Ámál“ sem þykir með allra bestu sænsku kvik- myndum undanfarinna ára, og hefur slegið öll aðsóknarmet þar í landi. Þar segir á einstaklega raunsæjan hátt frá unglingum í sænskum smábæ og ástum þeirra í uppvextinum. KVIKMYNDIR/Regnboginn frumsýnir í dag grínmyndina „Offíce Space“ með Ron Livingston og Jennifer Aniston í aðalhlutverkum. Ástir unglings- stúlkna dampi á disknum. Mér finnst reyndar leitt að Massive Attack lagið Dissolved Girl hafi ekki ver- ið með á disknum þó að það kraumi undir um leið og sögu- hetja myndarinnar Neo er kynnt til leiks. Þeir Massive Attack-fé- lagar hafa hugsanlega ekki viljað hafa lagið með á disknum vegna óánægju þeirra á framgangi mála á Batman Forever albúminu en þar voru þeir beðnir um að semja lagbút við ákveðið atriði sem var svo aldrei notað en í staðinn var því skellt á diskinn þar sem það þjónaði engum sérstökum til- gangi. Gaman er að heyra hvernig Dra- gula með Rob Zombie og Mindfi- elds með Prodigy samtvinnast í klúbbaatriðinu í myndinni en þar eru þau „mixuð“ saman af plötu- snúði klúbbsins. Þarna er greini- lega verið að blanda stefnum sam- an eins og ég minntist á áður með ágætri útkomu. Lokalag disksins sem er einnig lokalag myndarinn- ar, Wake Up, flutt af pólitísku rokksveitinni Rage Against The Maehine, er ákjósanlegt lokalag í Matrix því boðskapur myndarinn- ar má hreinlega beintengja við titil lagsins. VAKNIÐI. Umslag Matrix er að mínu mati mjög hefðbundið fyrir kvik- myndadiska, myndir af aðalleik- urunum prýða bæklinginn og helstu upplýsingar um hljóm- sveitirnar liggja fyrir. Skemmti- legt að sjá talnarákirnar sem tákna The Matrix í albúminu og einnig er óhugnanlega fróðlegt að skoða myndina af fóstrinu í vél- vædda móðurkviðnum á bakhlið disksins. Gaman verður sjá hvort sami rokk-, dans- og „industrial“- andi haldist þegar framhald af myndinni birtist kvikmyndagest- um en þangað til er óhætt að skella Matrix í spilarann og hækka vel í græjunum. ELIN elst upp með eldri systur sinni í smábænum Amál í Svíþjóð. Hún er full af orku og finnst smábæjarlífið heldur heldur tilbreytingarsnautt og tilgangslaust, og henni fer að leiðast að þvælast með félögum sínum sem eru gjörsamlega metn- aðarlausir. Agnes fluttist hins vegar til bæj- arins fyrir tveimur árum og hefur ekki ennþá tekist að eignast vini í skólanum. Foreldrar hennar eru allir af vilja gerðir að hjálpa henni, og undirbúa stóra afmælisveislu handa henni. Sama kvöld leiðist Elinu og hún dregur systur sína í afmælisboðið til Agnesar. Kynni stúlknanna eiga eftir að taka óvænta stefnu og líf þeirra sömuleiðis. Leikstjóri kvikmyndarinnar er hinn þrítugi Lukas Moodysson, og er „Fucking Amál“ hins fyrsta kvikmynd í fullri lengd, en stutt- myndir hans hafa verið verðlaun- aðar. Lukas nam kvikmyndaleik- stjóm við Dramatiska Institutet í Stokkhólmi, en hafði áður skrifað Ijóð og skáldsögu. Aðalleikkonurnar Rebecca Liljeberg og Alexandra Dahlström eru átján og fimmtán ára gamlar, en hafa báðar leikið áður í kvik- myndum og sjónvarpsþáttum, og hafa þeim boðist ótal atvinnutilboð eftir leik sinn í þessari kvik- mynd. Aðrir leikarar myndar- innar eru hins vegar allt gjör- samlega óreyndir ungir áhuga- leikarar, og flest allt starfsfólk myndarinnar að vinna sína fyrstu kvikmynd. Það þykir þó enginn leik- mannabragur á myndinni, heldur er skemmst frá því að segja að myndin er fersk og þykir meðal allra bestu sænskra kvikmynda undan- farinna ára. Auk þess að myndin hefur farið sigur- fór um Norðurlöndin og vakið ómælda athygli hvarvetna, meira en 850 þúsund manns hafa séð hana í Svíþjóð, og það gerir „Fucking Ámál“ best sóttu kvikmynd- ina þar í landi, ásamt t „Titanic“, frá upp- hafi. JOANNA og Peter eiga það sameiginlegt að þeim leiðist í vinnunni. LEIKSTJÓRINN Mike Judge spjallar við aðalleikarana á upptökustað. sprengjugerð. Honum fannst óþægilegt að vinna við vélar sem orsökuðu dauða og skemmdir. „Eg ákvað að í stað þess að stuðla að manndrápum skyldi ég frekar láta fólki líða illa“. Næstu árin vann hann því fyrir sér með hljóðfæra- leik. Hann langaði alltaf að fara út í kvikmyndagerð og grín, þannig að hann keypti sér gamla kvik- myndatökuvél og sjálfmenntaði sig í teiknimyndagerð. Fyrsta teiknimyndin hans hét einmitt „Office Space“, en það gerði gæfumuninn þegar útsendarar MTV sjónvarpsstöðvarinnar sáu hjá honum fyrstu myndina um Beavis og Butt-head. Framandi tónlist blandað saman KVIKMYNDATÓNLIST hefur verið flokkuð á tvo bása í gegn- um tíðina. Annars vegar höfum við músík sem er samin sérstaklega fyrir kvikmyndir og hins vegar sér út- valin lög sem gegna því hlut- verki að ná fram ákveðinni stemmningu í myndinni. Oftar en ekki er not- uð vinsæl músík samtím- ans til að gefa kvik- mynd- unum ferskari blæ sem þjóna svo ekki myndunum að öðru leyti. Tónlist í flestum þessara mynda falla í algleymi því að músíkin er notuð frekar sem markaðsvara en partur af sögu myndarinnar. Svo koma á annað borð myndir þar sem tónlistin á ríkan þátt í því að koma sögunni til skila. Góð dæmi um slíkar myndir eru „Judgement Night“ og „Spawn“ þar sem ólíkar hljómsveitir voru leiddar saman inn í hljóðver með það markmið að fanga andrúmsloft myndanna og einnig „Lost Highway" þar sem músík og mynd samtvinnast í eina frásagnarheild. Matrix á það sameiginlegt með þessum myndum að músíkin er ríkur þáttur í frásögninni. Lögin eru á skjön við til að mynda al- menna dægurmúsík því í Matrix er dans, „industrial" og rokkmúsík höfð í fyrirrúmi. Viðfangsefni myndarinnar býður upp á þessa músíkstefnur því að þær eru fram- andi og stundum eiga þær til að blandast saman. Þó að öll lögin sem eru á diskn- um heyrist ekki í myndinni ná framleiðendurnir að halda góðum v LEIKSTJÓRINN Lukas Mood- ysson hefur hlotið ótal viður- kenningar fyrir sína fyrstu bíó- mynd. /TILSÖLUEÐALEIGIJ\ öðruvísi brúðarkjólar. Fallegar mömmudragtir, hattar og kjólar. Allt íyrir herra. Fataleíga Garðabæjar, sími 565 6680. DpiA vitka daga kl. 9.00-18.00, iu. kl. 10.00-14.00. Frumsýning Uppreisn í vinnunni Frumsýning PETER (Ron Livingston) finnst vægast sagt hundleiði- legt í vinnunni sinni sem tölvuforritari hjá Initech, og verð- ur meira óþolandi frá degi til dags. Þegar hann kynnist þjónustu- stúlkunni Joönnu (Jennifer Ani- ston) sem á við sama vandamál að stríða, gerir hann sér grein fyrir því að lífið yrði miklu skemmti- legra ef hann yrði rekinn. Hann fer því að haga sér mjög illa í vinnunni, þ.e.a.s ef hann hefur fyrir því að mæta á annað borð. Honum til mikillar furðu verður þessi hegðun hans til þess að hækka stöðu hans hjá fyrirtækinu. Hann leggur því vandlega á ráðin með vinnufélög- unum hvemig þeir geti látið reka sig, en átt um leið áhyggjulausa framtíð. Aðalleikarinn Ron Livingston hóf leiklistarferil sinn í leikhúsum Chicago-borgar, en lék einnig í sjónvarpsþáttaröðinni „Townies", auk þess að hafa leikið í nokkrum kvikmyndum, m.a. „Swingers". All- ir þekkja Jennifer Aniston úr þáttaröðinni „Vinum“ sem sýnd er á Stöð 2. Hún hefur áður leikið í nokkrum kvikmyndum, og má þar nefna „She’s the One“, „Picture Perfect" og síðasta myndin hennar var „The Object of My Affection. Leikstjóri og handritshöfundur „Office Space“ er Mike Judge sem skapaði hinar vinsælu sjónvarps- þáttaröð „Beavis og Butt-head“ og ættu aðdáendur þeirra félaga að vera spenntir að sjá þessa mynd. Judge á sérstakan feril, en hann var eðlisfræðingur sem vann við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.