Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 23.07.1999, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVW, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Verðbólguspá Seðlabankans Horfur á 4% verðbólgu í ár SEÐLABANKI íslands hefur endurmetið verðlagshorfur fyrir þetta ár í ljósi nýrra upplýsinga um þróun vísitölu neysluverðs og undirliggjandi stærða. Seðla- bankinn spáir nú 3% verðbólgu milli ársmeðaltala þessa og síð- asta árs og 4% hækkun frá árs- byrjun til ársloka. I verðbólguspá Seðlabankans í apríl voru sam- bærilegar tölur 2,4% og 2,8%. Þetta er umtalsvert meiri verð- bólga en spáð var í apríl síðast- liðnum. Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,5% á milli fyrsta og annars ársfjórðungs 1999, sem svarar til 6,3% verðbólgu á ári. Spá Seðlabankans í apríl gerði ráð fyiir 1% hækkun, sem sam- svarar 4,2% verðbólgu á árs- grundvelli. Það að nú er spáð meiri verð- bólgu má að mestu leyti rekja til verðlagsþróunar á fyrri hluta árs- ins, mikillar hækkunar bensín- verðs á undanförnum vikum, áframhaldandi mikillar hækkun- ar á verði íbúðarhúsnæðis á höf- uðborgarsvæðinu og sérstakrar hækkunar iðgjalda bifreiðatrygg- inga. í upphafi árs gerðu alþjóð- legar spár ráð fyrir lækkun á verði bensíns og olíu á heims- markaði, en raunin hefur orðið töluverð hækkun. Það sama má í raun segja um alþjóðlegar spár um erlent verðlag almennt. Auk þess er gengi krónunnar nú nærri 0,3% lægra en þegar bank- inn birti spá sína í apríl. ■ 4% verðbólga/19 Norðurljós hf. tekur við rekstri ÍÚ, Skífunnar og Sýnar Markaðsverðmætið áætlað sjö milljarðar STOFNAÐ hefur verið nýtt fyrir- tæki á sviði margmiðlunar og af- þreyingar, Norðurljós hf. og hefur það tekið við rekstri íslenska út- varpsfélagsins, Skífunnar og Sýnar, auk þess sem fyrirtækið á ríflega þriðjung í fjarskiptafyrirtækinu Tal, sem jafnframt á netþjónustufyrir- tækið Islandia Internet. Kaupþing áætlar markaðsverðmæti félagsins um sjö milljarða króna, en heildar- skuldir þess eru um sex milljarðar. Hlutafé 1,6 miHjarðar Á vegum fyrirtækisins eru reknar fjórar sjónvarpsrásir og þrjár út- varpsstöðvar, auk þess sem fyrir- tækið starfar á sviði tónlistar og kvikmynda, sér um dreifingu og sölu á tölvuleikjum og rekur fimm búðir. Samanlögð velta félaganna er áætluð um 4,6 milljarðar króna á þessu ári og hjá þeim starfa um 350 manns. Hlutafé hins nýja félags er 1,6 milljarðar króna og hefur Kaupþing hf. keypt 15% hlutafjár. Kaupverð fæst ekki uppgefið, en Kaupþing mun hafa umsjón með skráningu og sölu hlutabréfa í fyrirtækinu á al- mennum hlutabréfamarkaði á næsta ári. Aðrir helstu hluthafar eru Sigur- jón Sighvatsson og Jón Ólafsson, sem fer með meirihluta hiutafjár í félaginu og er jafnframt stjómarfor- maður þess. Á blaðamannafundi sem boðað var til af þessu tilefni í gær kom fram að tilgangur nýja félagsins væri að nýta sóknarfæri í þágu viðskiptavina og efla samkeppnishæfni gagnvart er- lendum og innlendum keppinautum. Fyrirtækin sem saman myndi Norð- urljós spanni vítt þjónustusvið og muni búa yfír dýrmætri þekkingu og viðskiptasamböndum. Aukinn slag- kraftur geri Norðurljósum kleift að ráðast í nýsköpun hérlendis og er- lendis. „Það er nú ævinlega þannig þegar félag fer á markað að tilgangurinn er bæði að efla félagið og gefa því frek- ari tækifæri til þess að vaxa og líka hitt að gefa eigendum þess tækifæri til þess að losa um fjárfestingu sína. Ég held ég geti talað fyrir okkur báða, að við munum setja okkar hluti á markað í áföngum," sagði Jón Ólafsson, stjórnarformaður Norður- ljósa, spurður hvort hann og Sigur- jón Sighvatsson hygðust selja eitt- hvað af sínum eignarhlut í félaginu. ■ Félagið/6 Kominn í leitirnar RAGNAR Sigurjónsson, kaup- sýslumaðurinn sem hefur verið saknað síðan í apríl, hefur haft samband við ættingja sína. Þeir létu lögregluna í Hafnarfirði vita og sendi hún frá sér frétta- tilkynningu þess efnis í gær- kvöldi. Ragnars hefur verið leitað síðan 6. apríl, þegar hann yfír- gaf hótel sitt í London. Hann hafði farið utan 2. apríl og verið í stöðugu sambandi við konu sína þar til hann yfirgaf hótelið. 8. apríl tilkynnti hún að hans væri saknað. Scotland Yard hóf þá víðtæka rannsókn, sem með- al annars beindist að því hvort hvarf hans tengdist útflutnings- viðskiptum með fisk til Nígeríu. Ársfj órðungsskýrsla Landsbankans 10 milljarða hlutafé vegna álvers VERIÐ getur að leitað verði eftir loforðum um allt að 10 milljarða hlutafé á innlendum hlutafjármark- aði vegna álversframkvæmda á Reyðarfirði. Þetta kemur fram í árs- fjórðungsskýrslu Landsbanka Is- lands sem kynnt var í gær. I skýrslunni er sérstaklega fjallað um stóriðju í landinu og talið er að álframleiðsla eigi sér bjarta framtíð á íslandi því að beinn framleiðslu- kostnaður íslensku álveranna sé með því lægsta í áliðnaði. Spáð er um hver áhrif það hefði á útflutnings- tekjur og atvinnu í landinu ef um hugsanlega frekari uppbyggingu stóriðju verður að ræða hér á landi. Þá er gert ráð fyrir að Járnblendifé- lagið stækki um 40.000 tonn, að Norðurál fari úr 60.000 tonnum í 180.000 tonn, að nýtt álver á Reyðar- firði framleiði 120.000 tonn og að ÍSAL stækki úr 162.000 tonnum í 200.000 tonn. Talið er að þessi uppbygging gæti skilað um 37,4 milljarða króna aukn- ingu útflutningsverðmætis. Hlutfall af heildanátflutningstekjum færi þá úr 16% í 34%, væri um þriðjungur af heildarútflutningi. Þá er einnig gert ráð fyrir að um 560 ný störf muni skapast. ■ Lækkun/20 Morgunblaðið/Árni Sæberg Skrautleg skrúð- ganga SUMARKARNIVAL ÍTR var haldið í gær. Börn á aldrinum sex til níu ára, sem sækja leikja- námskeið þrettán félagsmið- stöðva í borginni, hittust við Austurbæjarskóla um hádegi. Börnin mynduðu skrautlega fylk- ingu sem fór skrúðgöngu niður Laugaveg, suður Lækjargötu og lauk för sinni í Hljómskálagarð- inum. Þar fylgdust börnin með skemmtiatriðum og tóku þátt í Iifiegum uppákomum sem starfs- menn félagsmiðstöðvanna stóðu fyrir. Surtsey Þriðja víðitegundin nemur land ÞRIR líffræðingar sem fóru í leið- angur til Surtseyjar fyrir skömmu fundu þar loðvíði, en hans hefur ekki orðið vart áður í eynni. Þetta er þriðja víðitegundin sem þar fmnst, en engar trjátegundir vaxa í öðrum úteyjum Vestmannaeyja. Leiðangursmenn fundu 44 tegund- ir háplantna í Surtsey. Samtals hafa frá upphafi fundist þar 54 tegundir, en ekki hefur öllum tekist að festa rætur til langframa. Töluvert er um skordýr í eynni, og berast þau ýmist með fuglum eða vindi. Einnig sáust mítlar, en þeir ber- ast með rekaviði. Dr. Sturla Friðriksson, einn leið- angursmanna, segir að á suðurhluta Surtseyjar sé að verða til samfelldur gróður og sprettan er svipuð og í ábomum túnum. Að miklu leyti er það sflamávinum að þakka, sem þar hefur verið sl. 15. ár. Hann ber með sér fræ og áburð, sem veldur því að gróður dafnar mun betur þarna heldur en á öðrum hlutum eyjarinnar. I för með vísindamönnunum þrem- ur vom tveir ítalskir kvikmyndatöku- menn sem em að gera sjónvarpsþátt um líf á sérkennilegum eyjum. Segir Sturla sérstöðu Surtseyjar vera að þakka friðun hennar, sem hafi verið mikið gæfuspor. ■ Loðvíðir/33 --------------- Eldur í þaki íbúðarhúss ELDUR kviknaði í þaki íbúðai-húss- ins að Einarsstöðum í Glæsibæjar- hreppi síðdegis í gær. Talsvert eignatjón varð, en greiðlega gekk þó að slökkva eldinn. Iðnaðarmenn vom að vinna að endurbótum á þakinu, og era elds- upptökin rakin til þeirra. Lögreglu- mönnum sem komu á vettvang tókst að slökkva eldinn, en tjón varð á þakinu og í íbúðinni vegna sóts. Heimilisfólk var í húsinu þegar eld- urinn kviknaði, en hvorki það né iðn- aðarmennina sakaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.