Morgunblaðið - 25.07.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.07.1999, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 166. TBL. 87. ÁRG. SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS AP KONA heldur myntubúnti á lofti, sem er tákn friðar og konungstign- ar, er fjöldi fólks syrgði andlát Hassans, er sést á innfelldu myndinni. Lýst yfir íjörutíu daga þjóðarsorg Rabat, Jcrúsalem, Dubai. Reuters, AFP, AP. FJÖRUTIU daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Marokkó vegna andiáts Hassans konungs, sem lést á fostudag af völdum hjartaáfalls. Ráðgert er að útförin fari fram í dag að viðstöddum fjölda þjóðar- leiðtoga, sem lofað hafa Hassan, ekki síst fyrir framlag hans til frið- arumleitana í Miðausturlöndum. Elsti sonur Hassans, hinn 36 ára gamli Mohamed Bin Hassan, tók við konungssæti föður síns nokkrum klukkustundum eftir and- lát Hassans, sem ríkt hefur í 38 ár. Ríkissjónvarpið í Marokkó sýndi frá því er háttsettir embættismenn og herforingjar skrifuðu undir holl- ustuyfirlýsingu við nýja konunginn og kysstu hendur hans eða axlir því til staðfestingar. Yfirvöld tilkynntu að Hassan yrði borinn til grafar í dag í Rabat, en útförinni var seinkað um nokkr- ar klukkustundir vegna komu er- lendra þjóðhöfðingja, sem viðstadd- ir verða útförina. Samúðarkveðjur stjómmálaleið- toga um allan heim hafa borist þjóðinni. Bill Clinton, forseti Stjórnmálaleið- togar hvaðanæva úr heiminum við- staddir útför Hassans Bandaríkjanna, sagði andlát Hass- ans vera mildnn missi hvað friðar- umleitanir í Miðausturlöndum varðaði, en hann mun verða við- staddur útförina. Þjóðarsorg lýst yfir í öðrum ríkjum Borís Jeltsín Rússlandsforseti og Saddam Hussein, forseti íraks, sendu arftaka Hassans samúðar- kveðjur og tilkynntu að þeir myndu senda embættismenn til að vera viðstadda útförina. Jacques Chirac, forseti Frakklands, verður einnig meðal viðstaddra og nýskip- aður forseti Alsír, Abdelaziz Bou- teflika, lýsti yfir þriggja daga þjóð- arsorg vegna missis á „bróður, vini og félaga". Ráðgert hafði verið að Bouteflika og Hassan hittust eftir nokkrar vikur til að reyna að leysa langvarandi deilur þjóðanna í milli. Hosni Mubarak, forseti Egypta- lands, og Yasser Arafat, leiðtogi Palestínumanna, lýstu einnig yfir þriggja daga þjóðarsorg, líkt og leiðtogar Túnis, Sýrlands og Jórdaníu gerðu. Þá lýstu Samein- uðu arabísku furstadæmin yfir 40 daga þjóðarsorg og opinberum stofnunum verður lokað í þrjá daga í ríkjunum vegna andláts Hassans, sem ríkin sögðu, í sameiginlegri yf- irlýsingu, vera mikinn missi fyrir hinn arabíska og íslamska heim. Þá verður Ezer Weizman, forseti ísraels, viðstaddur útför Hassans, en talsmaður Ehuds Barak, for- sætisráðherra Israels, sagði óvíst hvort Barak yrði við útförina. Ráð- gert hafði verið að Barak fundaði með Arafat í gær og Mubarak í dag í tengslum við friðarumleitanir í Miðausturlöndum, en viðræðum hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna andláts Hassans. Ofbeldisverkum fjölgar í Kosovo-héraði og Serbar óttast um öryggi sitt Fjórtán Serbar acko. Pristína. AFP. AP. Reuters. FJÓRTÁN Serbar voru skotnir til bana í Gracko, um 15 km frá Pristína, héraðshöfuðborg Kosovo, í fyrradag. Svo virðist sem um hafi verið að ræða skipulagða aftöku að því er talsmenn KFOR, frið- argæslusveita undir stjóm Atlantshafsbandalags- ins (NATO), sögðu í gær. Er þetta eitt mesta voðaverkið sem framið hefur verið í héraðinu frá því að friðargæslusveitir komu til Kosovo 10. júní sl. Breskir friðargæsluliðar komu á vettvang um klukkan átta á föstudagskvöld eftir að hafa borist beiðni frá íbúum þorpsins um að kanna aðstæður þar sem skothvellir hefðu heyrst skammt frá heimilum þeirra. Þrettán lík fundust á sveitavegi, einum og hálfum km frá þorpinu, og lágu þau í hring. Fjórtánda líkið fannst svo skammt frá á dráttarvél. Fómarlömbin vom karlmenn á aldrin- um tuttugu til þrjátíu ára og voru sum líkin illa leikin. Talið er að þeir hafi verið skotnir af stuttu færi með sjálfvirkum byssum. í yfirlýsingu frá NATO sagði að KFOR for- dæmdi voðaverkið og var hvatt til þess að allir leiðtogar um gervallt héraðið gerðu slíkt hið sama. Sagði Jan Joosten, herforingi og talsmaður KFOR, að Sameinuðu þjóðimar (SÞ) og KFOR myndu gera allt sem i þeirra valdi stæði til að hafa Reutcrs SERBNESKAR konur sem búsettar eru í Gracko syrgja andlát fjórtán karlmanna sem myrtir voru á akri skammt frá þorpinu. hendur i hári morðingjanna og koma yfir þá lög- um. I heimsókn sinni til Kosovo á föstudag hafði Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, lagt á það áherslu í máli sínu til íbúa héraðsins að mikilvægt væri að Serbar og Albanar byggju þar saman í friði. Tugir þúsunda Serba hafa flúið Kosovo und- myrtir an árásum Kosovo-AIbana sl. vikur, sem leitað hafa hefnda vegna eyðileggingar á heimilum þeirra og ástvinamissis í kjölfar þjóðemishreinsana serbneskra hersveita í héraðinu. Serbar sýndu reiði sína í kjölfar atburðarins í gær er þeir gengu um götur Gracko og skutu úr byssum sínum upp í loft. Serbar hafa kvartað sár- an yfir því að þeir séu ekki óhultir undir vemd KFOR fyrir árásum Albana. Sögðust íbúar Gracko hafa beðið friðargæsluliða fýrir viku að gæta þorpsins af ótta við árásir liðsmanna Frelsishers Kosovo (KLA), en þeir era sagðir halda til í þorp- inu Bujance, skammt frá. Leiðtogar KLA gáfu hins vegar út yfirlýsingu í gær þar sem þeir fordæmdu verknaðinn og sögð- ust ekki trúa því að liðsmenn þeirra hefðu staðið að baki honum. Ian Seraph, herforingi og talsmaður bresku frið- argæslusveitarinnar á svæðinu, sagði það hafa ver- ið „ómögulegt" að uppfylla fyrmefndar kröfur þorpsbúa vegna skorts á hermönnum. Óttast er að fleiri Serbar leggi leið sína frá Kosovo í Igölfar at- burðarins. Bemard Kouchner, yfirmaður SÞ í Kosovo, sagði grimmdarverkin „ómanneskjuleg og tilgangslaus“ og hvatti til hugarfarsbreytingar meðal íbúa héraðsins. Ný tíska í París Snætt í myrkri París. The Daily Telegraph. FALLEGA fólkið í París virðist ekki lengur vilja snæða mat við kertaljós á hefðbundnum veit- ingahúsum og hefur fengið sig fullsatt á vafstrinu sem fylgir því að ná athygli þjónanna. Þeir sem tolla í tískunni vilja nú snæða í myrkri á veitingahúsinu Le Gout du Noir í miðborg Parísar. Gestimir sjá hvorki matinn né diskinn og þjónninn hefur fullgilda ástæðu til að hunsa þá. Hann er blindur. Fyrir utan skvaldrið verður gesturinn ekki var við annað fólk fyrr en það rekst á hann, oft með þeim af- leiðingum að vín skvettist á fötin og maturinn dreifist út um allt. Gestunum er því ráðlagt að klæðast gömlum fötum þar sem þeir komast ekki hjá því að sóða út. Parísarbúar setja þó ekki sóðaskapinn fyrir sig og eftir- spurnin er svo mikil að eigandinn hyggst færa út kví- amar. Frá föstudegi til sunnudags
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.