Morgunblaðið - 25.07.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 25.07.1999, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 19/7 - 24/7 ►FORNLEIFAFRÆÐINGAR sem unnið hafa við upp- gröft í Reykholti í sumar telja sig hugsanlega hafa komið niður á virkið sem Snorri Sturluson lét reisa þar á þrettándu öld. ►BORGARRÁÐ ákvað á fundi sínum á þriðjudag að heimila í tilraunaskyni í þrjá mánuði að vínveit- ingastaðir geti verið opnir frá föstudagsmorgni til sunnudagskvölds án ann- arra takmarkana en þeirra sem staðirnir setji sjálfir. Heimildin gildir á svæði sem afmarkast af Aðal- stræti og Klapparstíg, en Skólavörðustígur og Al- þingisreiturinn og ná- grenni hans eru undanskil- in. ► VIÐBÚNAÐARSTIG hef- ur verið fellt úr gildi á svæðinu undir Mýr- dalsjökli. Var ákvörðun þar að lútandi tekin á fundi almannavarnanefnd- ar Mýrdalshrepps á mið- vikudag að höfðu samráði við jarðvísindamenn, en nú eru ekki lengur taldar meiri líkur en venjulega á að af Kötlugosi verði. ►BÆJARRÁÐ ísafjarðar- bæjar vill að allur úthlut- aður byggðakvóti bæjarfé- lagsins, 387 tonn, sem sam- kvæmt ákvörðun Byggða- stofunar á að deilast á Flateyri, Suðureyri og Þingeyri, fari til Þingeyr- ar. Greiðslustöðvun hjá Bruno Bischoff SAMSKIP hafa ákveðið að draga sig út úr þýska flutningafyrirtækinu Bruno Bischoff Reederei sem félagið eignaðist meirihluta í fyrir rúmlega ári. Jafn- framt hafa Samskip stofnað eigið dótt- urfélag í Þýskalandi sem mun þjónusta áfram viðskiptavini félagsins á svæðinu. Handtekinn vegna dráps LÖGREGLUMAÐUR í Kaupmanna- höfn handtók sl. sunnudag Þórhall Öl- ver Gunnlaugsson, sem eftirlýstur var vegna rannsóknar lögreglunnar á drápi Agnars W. Agnarssonar. Þórhallur var fluttur til íslands á mánudagskvöld og hefur verið úrskurðaður í flmm mánaða gæsluvarðhald. Smugukvótanum úthlutað ALLS fengu 77 skip hlutdeild í 8.900 tonna kvóta íslendinga í Barentshafi, sem úthlutað var á mánudag. Kvóta- hæsta skipið er Svalbarði SH með um 4,5% hlutdeiid, sem er um 329 tonn af heildarkvóta ársins. Fjöldi skipa fékk úthlutað á bilinu 10-50 tonn og er því ljóst að sameina þarf heimildir á færri skip. Sjö milljarða markaðsverðmæti STOFNAÐ hefur verið nýtt fyrirtæki á sviði margmiðlunar og afþreyingar, Norðurljós hf., og hefur það tekið við rekstri Islenska útvarpsfélagsins, Skíf- unnar og Sýnar, auk þess sem fyrirtæk- ið á ríflega þriðjung í fjarskiptafyrir- tækinu Tali, sem jafnframt á netþjón- ustufyrirtækið Islandia Intemet. Kaup- þing áætlar markaðsverðmæti félagsins um sjö milljarða króna, en heildarskuld- ir þess eru um sex milljarðar. John F. Kennedy yngri látinn JOHN F. Kennedy yngri lést á laug- ardaginn fyrir viku ásamt eiginkonu sinni, Carolyn Bes- sette, og systur hennar, Lauren Bessette, eftir að flugvél sem þau voru um borð í fórst skammt frá eyjunni Martha’s Vineyard, undan ströndum Massachusetts- ríkis í Bandaríkjunum. Lík þremenn- inganna fundust á miðvikudag eftir víðtæka leit og hafa réttarlæknar úr- skurðað að þau hafí öll látið lífið sam- stundis. Talið er að rannsókn á til- drögum slyssins taki sex til níu mán- uði en flugfróðir menn telja að Kenn- edy, sem flaug vélinni sjálfur, hafi misst stefnuskyn með þeim afleiðing- um að vélin steyptist í hafið. Voru lík- in brennd og ösku þeirra dreift nærri slysstað við fámenna útför nánustu ættingja um borð í herskipinu USS Briscoe. Taívanar fastir á sínu STJÓRNVÖLD í Taívan sögðust í lok vikunnar enn þeirrar skoðunar að samskipti Taívans og Kína ættu að fara fram á milliríkjagrundvelli, en sögðust þó ekki munu sækjast eftir sjálfstæði frá meginlandinu. Hafa ut- anríkisráðheri'ar Suðaustur-Asíuríkj- anna lýst yfir áhyggjum yfir að stöð- ugleika í álfunni sé ógnað, en Kínverj- ar hafa bmgðist ókvæða við ummæl- um Taívana og hafa hótað beitingu hervalds. Hafa Suðaustur-Asíuríkin auk Bandaríkjanna lýst yfir stuðningi við stefnu Kínastjórnar um „eitt Kína,“ sem Taívanar eru mótfallnir. ► EHUD Barak, forsætis- ráðherra Israels, sagðist í vikunni munu tryggja skjót- an árangur í friðarumleit- unum í Miðausturlöndum. Hafði Yasser Arafat, leið- togi Palestínumanna, gagn- rýnt Barak harðlega fyrr í vikunni fyrir að ætla að gefa sér fímmtán mánuði til að ná friðarsamkomulagi við Palestínumenn, Libana og Sýrlendinga. ► YFIRVÖLD í Kína hafa hert aðgerðir sínar gegn fylgjendum Falun Gong-trú- arhreyfingarinnar, er mót- mælt hafa harðræði yfir- valda, nú siðast í vikunni. Yfirvöld telja Falun Gong vera ógn við ríki sínu og lögðu því bann við hreyfíng- unni sl. fimmtudag. ► ÍRSKI lýðveldisherinn neitaði í Iok vikunnar að verða við kröfúm um af- vopnun „í því pólitíska and- rúmslofti sem nú ríkir“. Samningamenn Breta og N- fra reyna enn að miðla mál- um, en sögðu að ofbeldi myndi aldrei leysa vanda- mál héraðsins. ► PAKISTÖNSK stjórn- völd vilja að alþjóðlegur þrýstingur verði settur á Indverja um að samþykkja að hefja viðræður um yfir- ráð yjfir Kasmír. ► LÍK fjórtán Serba fund- ust í Gracko í Kosovo á föstudag. Ekki er vitað hveijir voru að verki en ótt- ast er að verknaðurinn verði til þess að enn fleiri Serbar flýi héraðið vegna árása gegn þeim. FRETTIR Björn Bjarnason menntamálaráðherra Island hefur markvisst fylgt hreintungustefnu „VIÐ erum alltaf með það í huga hvaða ráðstafanir eru bestar tii að styrlga stöðu íslenskunnar," segir Bjöm Bjamason menntamálaiáð- hema í samtali við Morgunblaðið þegar hann er inntur eftir því hvort hann telji að gera þurfí frekari ráð- stafanir til þess að styrkja stöðu ís- lenskunnar. Tilefni spumingarinnar til ráð- herra er grein eftir sænsku prófess- orana Ulf Telemann og Margaretu Westman, sem birtist í Svenska Dag- bladet hinn 19. júlí sl. þar sem m.a. er skýrt frá því að sænska málnefndin leggi til að lögfesta beri stöðu sænsk- unnar. „Rétt er að slá því fóstu, að sænskan eigi að ráða ríkjum í Svíþjóð og hana skuli rækta sem tungu er dugi á öllum sviðum," segir m.a. í greininni sem vakið hefur miklai- um- ræður í Svíþjóð. Greinin birtist í heild sinni í Morgunblaðinu sl. fóstu- dag ásamt viðtali við Margaretu Westman. Björn Bjamason bendir á að Is- lendingar hafi hlúð að stöðu tungu- málsins á annan hátt en hinar Norð- urlandaþjóðimar. „Við erum eina Norðurlandaþjóðin sem hefur mark- visst fylgt hreintungustefnu og við höfum löngum vakið athygli á því að hún sé ekki lögbundin. Islendingum hefur verið í blóð borið að menn eigi að vanda málfar sitt og gæta þess að smíða nýyrði. Okkur hefur tekist þetta bærilega," segir hann og bætir því við að í samtali Morgunblaðsins við Margaretu Westman í gær komi það fram að hinar Norðurlandaþjóð- imar viti að Islendingar hafi nálgast þetta viðfangsefni með öðrum hætti. Það hafi sömuleiðis komið fram á fundi menntamálaráðherra Norður- landanna fyrr á þessu ári í kjölfar þess að Rögnvaldur Ólafsson dósent við Háskóla íslands hafi kynnt niður- stöðu nefndar á vegum menntamála- ráðuneytisins um tungutækni. Kannski feta Svíar í fótspor Islendinga „Þá,“ segir ráðherra, „fóru fram miklar umræður hjá okkur mennta- málaráðherrum Norðurlandanna um mismunandi stefnu þjóðanna í sambandi við varðveislu tungumáls- ins og það er alveg ljóst að menn nálgast viðfangsefnið með mismun- andi hætti.“ Ráðherra ítrekar að síðustu að Islendingar hafi gert ýmsar ráðstafanir til þess að minna á gildi íslenski-ar tungu. Nefnh’ hann m.a. í því sambandi Dag ís- lenskrar tungu. „Kannski feta Svíar í fótspor okkar og taka upp Dag sænskrar tungu til þess að minna á og árétta mikilvægi tungumálsins og varðveislu tungunnar. Vakinn af værum blundi Morgunblaðið/Halldór HARALDUR Sturlaugsson, framkvæmdastjóri Haraldar Böðvarssonar hf., varð fimmtug- ur í gær. Haraldur lék á árum áður knattspyrnu með ÍA og landsiiðinu og gamlir félagar hans úr boltanum ákváðu að vekja afmælisbamið með óvenjulegum hætti. Þeir mættu heim til Haraldar klukkan 6 í gærmorgun og hófu að leika knattspyrnu í garðinum. Vakn- aði afmælisbamið af væram blundi og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Að leik loknum vom kappamir drifnir inn í hús og þeim boðið upp á kaffi og lýsi af húsráðendum, þeim Haraldi og konu hans, Ingibjörgu Pálma- dóttur heilbrigðisráðherra. Ómissandi veganesti Greinargóðar lýsingar á vinsælustu gönguleiðum og náttúruperlum þessa einstæða landsvæðis, kryddaðar með íjölda ljósmynda. Nauðsynleg öllum sem vilja kynnast töfrum Hornstranda. Mál og menning Laugavegi 18 • Sími 515 2500 • Síðumúla 7 • Slmf 510 2500 Biskupsstofa hyggst leggja niður gamla sjóði Elsti sjóður- inn var stofn- aður 1836 BISKUPSSTOFA hefur auglýst að fyrirhugað sé að sameina nokkra sjóði sem eru í vörslu hennar. Er hugmyndin að stofna tvo nýja sjóði, annars vegar Líknar- og viðlagasjóð kirkjunnar og hins vegar Fræðslu-, kynningar- og útgáfusjóð kirkjunn- ar. Séra Þorvaldur Karl Helgason biskupsritari tjáði Morgunblaðinu að lengi hefði verið hugmyndin að sam- eina ýmsa gamla sjóði og litla, og einfalda með því stjórn þeirra. Sumir væru komnir það mikið til ára sinna að ekki séu lengur fyrh• hendi þau embætti sem tilnefna ættu stjórnar- menn í sjóðina. Nokkrir sjóðanna voru stofnaðir á síðustu öld og þannig er um Verðlaunasjóð Gutt- orms Þorsteinssonar sem stofnaður er með gjafabréfi 23. desember 1836 og staðfestur af konungi ári síðar. Ekki eru tiltækar upplýsingar um suma sjóðina. Biskupsritari segir hugsanlegt að leitað verði eftir því að fleiri gamlir sjóðir sameinist þeim nýju. Ráðgert er að í Líknar- og viðlaga- sjóði kirkjunnar verði sameinaðir 10 sjóðir en stofnframlög þeirra nema alls um 14 milljónum króna. Sameina á fjóra sjóði í Fræðslu-, kynningar- og útgáfusjóð og eru stofnframlög þeirra um 16,7 milljónir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.