Morgunblaðið - 25.07.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.07.1999, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Hlustar þú á tón- list af plötum/ diskum/snældum? ái£ m Já ,5< w Hve oft hlustar þú á tónlist? Svo til daglega ■ Nokkrum sinnum í viku Sjaldnar : Aldrei Popp, rokk Dans- tónlist Klassísk tónlist Þjóðlaga- tónlist Jass, blús Suðræn tónlist Lest þú bækur - aðrar en námsbækur? Hve margar bækur last þú á sl. 12 mánuðum? Allir sem Þeir sem lásu tóku þátt 50 % 40 30 20 10 ÚR Lífshátta- og neyslukönnun Félagsvísindastofnunar Háskólans 1998. Lífshættir íslendinga hafa breyst síðustu ára- tugi. Helgarnar byrja fyrr, menn hafa tekið upp siði annarra þjóða þegar matur og afþrey- ing eru annars vegar, og Kristín Marja Bald- ursdóttir gat ekki bet- ur heyrt en að sunnu- dagssteikin væri á und- anhaldi þegar hún ræddi við íslenska hús- ráðendur. ILMUR lambasteikarinnar barst frá flestum húsum í há- degi á sunnudögum hér áður fyrr og tónar útvarpsmessunn- ar ómuðu út um eídhúsglugg- ana. Helgin hafði reyndar byrjað með laugardagsbaði og útvarpsleik- riti að því loknu, en sunnudags- steikin með ávaxtagraut eða búðing í eftirrétt var tvímælalaust þunga- miðja hvíldardagsins. A sunnudög- um eftir hádegið var gjaman lesið eða farið í heimsóknir og yngsta kynslóðin fór í sunnudagsfötunum sínum í þrjúbíó. Það var svosem enginn asi á mönnum á þessum dögum og ef þeir hreyfðu sig að ráði var það til að komast milli húsa eða niður á bryggju til að athuga bátana. Myndbandsspólur og skyndibiti Þótt enn megi greina ilminn góða frá stöku húsi í hádeginu á sunnu- dögum hafa lífshættir Islendinga breyst mikið síðustu tvo til þrjá ára- tugi. Laugardagur er orðinn frídag- Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson BÓKAKAFFI" um helgar er ný aíþreying að utan sem margir hafa tileinkað sér. ur hjá flestum og menn hafa tekið upp siði sem þeir hafa séð hjá öðr- um þjóðum á ferðum sínum um heiminn. Á mörgum heimilum hefur sunnudagssteikin orðið að víkja fyr- ir ítölskum pastaréttum og helgarn- ar byrja ekki lengur með baði á laugardagskvöldum heldur með flatböku á föstudögum. Ekki hefur verið gerð könnun á því svo að vitað sé hvernig íslend- ingar verja helginni, það er að segja frá því að vinnu lýkur á föstudögum og fram á sunnudagskvöld, en ýms- ar kannanir benda þó til þess að breytingar hafí orðið á lífsvenjum þjóðarinnar síðustu árin. Þegar kvöldfréttatíma ríkisút- varpsins var breytt höfðu kannanir sem gerðar voru áður sýnt að vegna breyttra aðstæðna á vinnumarkaði og viðhorfa um styttri vinnudag var fólk komið fyrr heim úr vinnu en áð- ur. Frítími íslendinga hefur líklega aukist þótt hann sé ekki enn sam- bærilegur við þann frítíma sem ná- grannaþjóðir búa við. í lífshátta- og neyslukönnun sem Félagsvísindastofnun Háskól- ans gerði árið 1998, má meðal ann- ars sjá hvað landsmenn kjósa að gera sér til afþreyingar í frítíman- um. Þeir hlusta mikið á tónlist, að- allega popptónlist, og enn lesa þeir bækur þrátt fyrir svartsýni manna þegar talið berst að bókmennta- þjóðinni. Þegar að skemmtunum og félags- lífi kemur kjósa flestir að leigja sér myndbandsspólu og borða á skyndi- bitastöðum. Helmingur þjóðarinnar fer líka nokkrum sinnum á ári í matarboð. Það kemur þó ekki fram í könnuninni hvort um sé að ræða formleg matarboð eða einungis sunnudagssteikina hennar mömmu. Ætla mætti að þjóðin reyndi að bæta fyrir langar sófasetur og neyslu fituríkrar fæðu með áreynslu af einhverju tagi, en því er þó ekki að heilsa. Tæplega helmingur spurðra stundaði engar íþróttir sér til heilsubótar. Þeir sem það gerðu hins vegar fóru helst í sund. Ekki kom þó fram hvort hér sé átt við eiginlega sund- iðkun eða einungis stað- bundna viðveru í heitu pott- unum. I ofangreindri könnun Félagsvís- indastofnunar má glöggt sjá hverjar neysluvenjur og helsta afþreying landsmanna er. En til að kanna hvort gamlir siðir séu á undanhaldi eins og til dæmis hefðbundin sunnu- dagssteik og heimsóknir, og til að fá örlitla mynd af venjulegu, íslensku helgarlífi, var haft samband við hús- ráðendur á tuttugu heimilum og þeir spurðir hvað þeir borðuðu og hefðu helst fyrir stafni frá föstudegi til sunnudags þegar ekkert stæði til. Flatbaka á föstudögum Fólkið sem rætt var við var á öll- um aldri. Ungt barnlaust fólk eða ungir foreldrar á aldrinum 20-35 ára, fjölskyldufólk á aldrinum 35-50 sem voru með böm og unglinga heima, og fólk sem átti uppkomin börn og var „í fullri vinnu við að hugsa hvort um annað“, eins og ein kona komst að orði. Rætt var við fólk úr mörgum starfsstéttum, til að mynda kenn- ara, sjómann, lyfjafræðing, lög- fræðing, ritara, viðskiptafræðing, verkstjóra, framkvæmdastjóra, hjúkrunarfræðinema, skipasala, líf- efnafræðing, atvinnurekanda, raf- virkjameistara, ílugumsjónar- mann, húsasmið, fiskútflytjanda, bókmenntafræðing, innkaupa- stjóra, húsgagnasmið, heildsala, námsráðgjafa og heimspeking. Flestir bjuggu í Reykjavík, en einnig var talað við fólk í Kópavogi,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.