Morgunblaðið - 25.07.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.07.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1999 25 STÓRMÖRKUÐUM EN EYGIR ÞÓ FRAMTÍÐ í AUKINNI FISKNEYSLU Börnin sólgin í tilbúna fiskrétti Morgunblaðið/Ámi Sæberg „KRÖFURNAR eru orðnar miklar hvað varðar útiit og umgjörð. Margar flskbúðir eru ekki reknar í nógu góðu húsnæði og kosta þyrftl miklu til við endurnýjun svo það uppfyllti kröfur," segir Ragnar Hauksson í Fiskbúð Hafliða. „FISKSALAR verka fisk sinn sjálfir og losna því við nokkurn milliliða- kostnað. Þeir geta því keypt dýrari fisk á fiskmörkuðum og selt beint tll neytandans," segir Kristófer Ásmundsson (t.v.), sem rekur Fisk- búðina Nethyl ásamt föður sínum, Ásmundi Karlssyni (t.h.). Morgunblaðið/Ámi Sæberg „VIÐ TÓKUM eftir því að í raðir viðskiptavina okk- ar vantaði unga fólkið og fórum vlð að velta því fyrir okkur hvernig stæðl á því. Þá fórum við að gera tilraunir með tilbúna fiskrétti sem aðeins þarf að setja inn í ofn,“ segir Finnur Pálmason, elgandi Fiskbúðarinnar okkar. matreiða fisk á ýrasa vegu og borða hann jafnvel sem sparimat," segir hann. „Aukið úrval grænmetis og kryddjurta hér á Iandi hefur sömuleiðis haft jákvæð áhrif á þessa þróun.“ Þau eru sannfærð um að ungt fólk kaupi fisk í auknum mæli og segjast telja tilbúnu fiskréttina njóta aukinna vinsælda meðal fólks á öllum aldri. „Við erum náttúrulega orðin svo dekruð,“ segir Jón Ögmundsson var hjá fisksalanum að kaupa tiibúinn fiskrétt fyrir fjölskylduna. Hann segist kaupa fisk tvisvar til þrisvar í viku og fer nær undantekningarlaust til fisksala. „Mér finnst fiskurinn einfaldlega betri hjá fisksalanum," segir hann. „Þar er líka meira úrval og betra að geta valið flökin sjálfur. Tilbúnu fiskréttirnir eru jafnframt orðnir afar vinsælir á mínu heimili og krakkarnir eru sólgnir í þá. Það er alveg nýtt að börnin séu farin að hcimta fisk í matinn en að sjálfsögðu mjög jákvætt.“ Hann segist kaupa allt mögidegt, bæði tilbúna rétti og skorinn fisk. „Við erum mjög dugleg að prófa eitthvað nýtt og erum yfirleitt ánægð með það sem við fáum.“ Hann er þess fullviss að fisksalar komi til með að halda sínu striki enda muni aukið úrval í fiskbúðum leiða til aukinnar fiskneyslu fólks. fólk sé í auknum mæli farið að neyta tegunda sem ekki hafi verið á boðstólum fyrir nokkrum árum. Þorskur, ýsa, gellur og saltfiskur var það eina sem selt var en nú ber mikið á karfa, skötusel og flatfiski á borð við kola og lúðu. „Aukið fram- boð fiskrétta á veitingahúsum hefur verið lyftistöng fyrir fisksölu," segir hann. „Aður þótti ekki fínt að fara út og borða fisk en nú þykir hann veislumatur." Magnús í Hafrúnu er sannfærður um að neysla fisks komi til með að uukast fremur en að minnka á næstu árum. „Fólk er farið að huga ímeir að hollustu og fiskurinn er ikjörin hollustufæða. Það má meðal unnars sjá á því að neysla saltmetis ;hefur minnkað töluvert. Unga fólkið kaupir ekki saltfisk, skötu eða sig- inn fisk líkt og svo algengt var hér áður.“ Finnur Pálmason rekur Fiskbúð- ina okkar ásamt föður sínum, Pálma Karlssyni, á þremur stöðum á höfuð- borgarsvæðinu, á Smiðjuvegi, Nes- vegi og í Alfheimum. Hann er ósam- þykkur því að fiskbúðir séu á undan- haldi. Þegar fyrsta búðin var opnuð fyrir sex árum voru þeir með hefð- bundið fiskborð. „Við tókum snemma eftir því að í raðir viðskipta- vina okkar vantaði unga fólkið og fóram að velta því fyrir okkur hvern- ig stæði á því,“ segir Finnur. „Þá fórum við að gera tilraunir með til- búna rétti sem þai’f aðeins að setja inn í ofn. I fyrstu gekk þetta ekki of vel, stórmarkaðirnir höfðu eyðilagt þennan markað með því að nota lé- legt hráefni og fólk var hætt að þora að kaupa tilbúna fískrétti." Hann segir að smám saman hafi fólk lært að meta þetta og nú sé svo komið að :fískréttir séu 90% af sölunni og þrír matreiðslumeistarar séu í fullu starfi hjá þeim við að útbúa og þróa nýja rétti. Kristján Berg, sem rekur Fisk- búðina Vör á Höfðabakka ásamt föð- ur sínum, Ásgeiri Baldurssyni, er á sama máli og Finnur. Hann hefur ráðið til sín tvo matreiðslumeistara og stefnir á að auka úrval fiski-étta í búðinni. Hann segir að fiskbúðir hafi um tíma verið á hraðri niðurleið en með tilkomu nýrrar kynslóðar físk- sala sé að takast að snúa þeirri þró- un við. „Þetta er bara eins og með bakaríin," segir hann. „Þeim tókst að rétta úr kútnum með því að ráða til sín meistara og bjóða upp á ný- breytni. Þetta eru orðnar eins konai' sérverslanir. Það er einmitt það sem við erum að gera. Þetta er framtíð- in.“ Í Fiskbúð Hafliða segist Ragnar hafa reynt að bjóða upp á tilbúna rétti en það virtist ekki ganga. „Fólk sem verslar við okkur vill fá glænýj- an fisk sem það svo útbýr sjálft.“ Hann segir að mikið hafi verið að gera í sumar og aukning hafi verið á fisksölu þrátt fyrir að fiskur sé orð- inn jafn dýr og raun beri vitni. Magnús í Hafrúnu er efins um framtíð fiskbúða. Hann er sannfærð- ur um að möguleikarnir felist í til- búnum fiskréttum því núorðið kunni margt fólk jafnvel ekki að matbúa. Hann er samt sem áður sömu skoð- unar og Ragnar og ætlar sér ekki að breyta búðinni því að hans sögn vilja viðskiptavinir fá að sjá fiskinn í stað þess að kaupa hann þakinn sósu og geta því ekki skorið úr um ferskleika hráefnisins. Ferskfisksútflutningur heldur verdinu uppi Eftirspurn eftir ferskum fiski er- lendis frá hefur aukist talsvert og skýrir meðal annars hækkandi fisk- verð. Fisksalar eru á einu máli um að ferski útflutningurinn sé það sem haldi verði uppi og fari verst með fisksmásalana. Þrátt fyrir hækk- andi afurðaverð hefur að sögn Finns hjá Fiskbúðinni okkar verið 50-60% söluaukning hjá fyrirtæk- inu milli ára síðastliðin þrjú ár og Morgunblaðið/Jim Smart „ÞAÐ ER ekkert vafamál, fiskurinn er nýrri hjá okkur því við sem ein- yrkjar verðum að passa vel upp á gæði fisksins einfaldlega til þess að halda í viðskiptavinf okkar," segir Magnús Sigurðsson, eigandi Fiskbúðarinnar Hafrúnar Morgunblaðió/Jim Smart „VIÐ erum orðin svo dekruð. Vlð viljum geta keypt fiskflökln roðfiett og beinhreinsuð og jafnvel tilbúna rétti sem hægt er að stinga beint í ofn þegar heim er kornið," segir Magnea Árnadóttir sem var hjá fisksalanum ásamt Hákoni Guðbjartssyni. Betri fiskur hjá fisksölum MAGNEA Árnadóttir og Hákon Guðbjartsson áttu von á fólki í mat og voru hjá fisksalanum að kaupa sjóeldisbleikju og lax á grillið og kræklingasalat og salfísktartar í forétt. Þau segjast kaupa físk einu sinni til tvisvar í viku og versla alltaf hjá sama físksalanum. „Eg er sannfærð um að fískurinn er betri og ferskari hjá físksalanum," segir Magnea, þegar þau eru spurð að því hvar þau kaupi oftast fískinn. „Svo er líka gott að geta farið til fisksalans síns í hverfínu sínu.“ Þau eru sannfærð að fiskbúðir séu ekki á undanhaldi. „fslendingar eiga góðan físk og eru að uppgötva hve mikið er hægt að gera með hann. Það er ótrúlega stutt síðan lítið annað var gert en að sjóðaýsu og kartöflur, en eftir að Islendingar fóru að ferðast jafn mikið og þeir gera nú hafa þeir kynnst því hvað aðrar þjóðir búa til úr þessu hráefni," segir Magnea. „Veitingahúsin hafa líka haft mikið að segja,“ bætir Hákon við. „Með því að bjóða í auknum mæli upp á fiskrétti á matseðlum hefur áhugi Islendinga aukist á því að m ... ;; « w. Morgunblaðið/Jim Smart „TILBÚNU fiskréttirnir eru orðnir afar vinsælir á mínu heimíii og krakkarnir sólgnir í þá. Það er alveg nýtt að börnin séu farin að heimta flsk í matinn en að sjálfsögðu mjög jákvætt," segir Jón Ögmundsson. Magnea brosandi. „Við viljum geta keypt fiskflökin okkar roðflett og beinhreinsuð og jafnvel matreidd fyrir okkur svo við getum stungið réttinum beint í ofn þegar heim er komið. Það þýðir ekki lengur að bjóða okkur það sem mæður okkar og ömmur voru yfír sig ánægðar með; hcilan físk sem þær svo verkuðu sjálfar af mikilli list.“ OG VÖRUÞRÓUN þakkar hann það auknu framboði í verslununum. Hann spáir því að þeim fiskbúðum fari fækkandi sem aðlaga sig ekki breyttum aðstæðum. Núorðið er fiskur eingöngu keyptur á fiskmörkuðunum úti um allt land og fiskflýtjendur flytja hann á milli landshluta. Fisksalar eru sammála um að með tilkomu mark- aðanna sé hráefni mun ferskara en áður og öll meðferð og frágangur á fiski hafi stórbatnað. Þess má geta að nýlega hóf fyrirtækið Boðvídd innflutning á ferskleikamælum sem seldir hafa verið til fisk- og kjöt- vinnslna hér á iandi. Um er að ræða handmæli sem beint er að roði fisksins og gefur upp ferskleika hans samkvæmt svokölluðum Torry-staðli. Að sögn Jóns H. Ragnarssonar hjá Boðvídd stendur til að markaðssetja tækið á næst- unni og mun það verða kynnt fyrir fisksölum. Að sögn margra fisksala hafa fiskmarkaðirnir auðveldað störf þeirra því að kaup á físki fara nú mest fram í gegnum síma eða tölvu. Á uppboðsblöðum aflans er greina- góð lýsing á stærð, aldri og fersk- leika fisksins og eru menn einhuga um að óhætt sé að treysta mats- mönnum og skeiki þeim afar sjald- an. Margir fisksalar fara þó enn á markaðina og eru þeir orðnir vett- vangur skoðanaskipta. Önnur veigamikil breyting er að nú geta fisksalar keypt þær tegund- ir sem þeir vilja í því magni sem óskað er og því er hægt að bjóða upp á meira úrval í verslunum. Áður voru fisksalar í föstum viðskiptum við báta eða fískverkanir og þurftu því að kaupa það sem fiskaðist hverju sinni. Oft sátu fisksalar uppi með ofgnótt af einni tegund en ekk- ert af annarri og þurftu því að hafa töluvert fyrir því að selja og kaupa af öðram fisksölum. Engin hagsmunasamtök fisksala hér á landi Magnús í Hafrúnu er ekki sáttur við hvernig gert er að fiski áður en hann er færður að landi. „Fiskur er ekki slægður úti á sjó á sumrin eins og áður,“ segir hann. „Þá er hann ekki ferskur þegar hann kemur að landi og við fisksalar getum ekki gert fiskinn ferskari en hann er þeg- ar við fáum hann í hendur.“ Kristófer í Nethyi líkir fiskmark- aðnum á Islandi við frumskóg. „Hér er aðeins ein skilgreining á fiski, annaðhvort er hann ferskur eða óhæfur. Ekki er flokkað eftir stærð eða gæðum og því er oft erfitt fyrir neytandann að gera sér grein fyrir því hvers konar fisk hann er að kaupa.“ Hann er ósáttur með að ekki skuii veri gerðar strangari kröfur til fiskiðnaðar en raun ber vitni. „Þar sem verið er að vinna við kjöt gera lög ráð fyrir kjötiðnaðarmanni. Hið sama gildir ekki um fiskvinnslu, hver sem er getur unnið við fisk án þess að fagmaður komi þar nálægt," segir hann. Þróunin hefur ekki orðið sú að fisksaiar bindist samtökum og myndi verslanakeðjur. Margir hverjir eru einyrkjar, vanir þvi að starfa einir og vilja halda því áfram. Sumir taka svo djúpt í árinni að halda því fram að samkeppni meðal fisksala sé svo hörð að hún komi í veg fyrir að þeir geti sameinast í hagsmunasamtök- um. Þeir telja ekki sérstaka ástæðu til að stofna samtök fisksala en fyrir nokkrum árum voru slík samtök starfrækt en lognuðust út af. Athýglisvert er að um helmingur allra fiskbúða á höfuðborgarsvæðinu er rekinn af feðgum eða fjölskyldu og margar þeirra hafa verið í eigu sömu aðila í áratugi. Lítil endurnýj- un er á markaðnum og hafa einungis örfáir fisksalar bæst við síðasta ára- tuginn. í flestum tilfellum eru fisk- búðirnar á höfðuðborgarsvæðinu einungis hluti af starfsemi sem þar fer fram. Norrænir fisksalar munu hins vegar halda hér ráðstefnu 14. og 15. ágúst og hafa boðið íslenskum starfsbræðrum sínum að taka þátt. Markmið hennar er meðal annars að ræða sameiginleg vandamál sem fisksalar standa frammi fyrir og að- ferðir til að koma á móts við þær kröfur sem neytendur gera um ferskan, óinnpakkaðan fisk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.