Morgunblaðið - 25.07.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 25.07.1999, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Jóra KJARTAN Thors, doktor í jarðfræði, tók pungaprófið og próf í rafeindavirkjun vegna vinnu sinnar um borð í Bláskel. Á BLÁSKEL VIÐ MÆL- INGAR Á HAFSBOTNI vrosHPn javiNNUiíF Á SUNIUUDEGI ►Kjartan Thors fæddist árið 1945. Hann lauk stúdentsprófí frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1964 og var blaðamaður á Morgunblaðinu frá 1964-1965 og á Tímanum 1966. Kjartan stundaði nám í jarðfræði við Háskólann í Manchester 1966- 1973, lauk þaðan BSc-prófí 1969 og doktorsprófi 1974. Hann var sérfræðingur á Hafrannsóknastofnun frá 1974 til 1995, rit- stjóri tímaritsins Náttúrufræðingsins 1976-1980 og stunda- kennari við Háskóla íslands 1974-1998. Hann hefur rekið fyrir- tækið Vinnubát sf. frá 1982 og rekur jafnframt Jarðfræðistofu Kjartans Thors. Eiginkona Kjartans er Ólöf Magnúsdóttir bankastarfsmaður og eiga þau fjögur börn. eftir Rognhildi Sverrisdóttur JARTAN Thors stofnaði fyrirtækið Vinnubát sf. árið 1982, en á þeim tíma var hann starfsmaður Hafrannsóknastofnunar. Hann hafði selt út ýmis þjónustuverkefni við mælingar á hafsbotni, en þótti nauðsynlegt að hafa til umráða fleytu, sem hæfði verkefnunum. Hann fann heppilegan, nýjan vinnubát í Englandi og samdi við þarlenda um að selja Hafrann- sóknastofnun bátinn. Stjórn Haf- rannsóknastofnunar féllst hins vegar ekki á kaupin. Kjartan taldi þá bróður sinn, Bjöm, á að kaupa bátinn með sér og hafa þeir rekið hann síðan. Á þeim sautján árum sem liðin eru hefur báturinn verið notaður í fjölda rannsóknaverkefna við strendur landsins, fyrir opinberar stofnanir og einkaaðila. Þegar bátakaupin voru í höfn var eftirleikurinn auðveldari. „Blá- skel, en svo nefnist báturinn, auð- veldaði sölu rannsóknaverkefna jarðfræðideildar Hafrannsókna- stofnunarinnar, meðal annars vegna þess að koma mátti fyrir í henni töluverðum tækjabúnaði. Báturinn hefur einnig verið leigð- ur út í rannsóknaverkefni til stofn- ana og einstaklinga sem leggja til eigin tæki,“ segir Kjartan. „Eftir að ég lét af störfum hjá Hafrann- sóknastofnun hefur jarðfræðistofa mín lagt til ýmis tæki og báturinn er vel búinn, til dæmis af tækjum til nákvæmrar staðarákvörðunar og dýptarmælinga. Þær mælingar sem ég seldi út á Hafrannsókna- stofnun voru aðallega endurvarps- mælingar, þar sem bergmál hljóðs er notað til að mæla þykkt lausra jarðlaga á hafsbotni og dýpi niður á klöpp. Mælingar af þessu tagi hafa hagnýtt gildi vegna dýpkun- arframkvæmda eða mannvirkja- gerðar, eins og hafnargerð, vega- gerð og brúarsmíði. Einnig eru þessar mælingar hagnýttar við kortlagningu jarðefna á hafsbotni, til dæmis malarefna og skelja- sands.“ Frá Hafrannsókna- stofnun í ræsið Kjartan hefur unnið töluvert að rannsóknum fyrir Reykjavíkur- borg. „Ég hef stundum sagt að ég hafi farið frá Hafrannsóknastofn- uninni í ræsið,“ segir hann. „Ég hef unnið töluvert íyrir gatnamála- stjórann í Reykjavík að rannsókn- um í sambandi við frárennslismál, útræsið við Ánanaust og útræsið sem verður lagt út frá Klettagörð- um. Þar hef ég mælt dýpi, undir- lag, setþykktir og botninn að öðru leyti, á því svæði þar sem útræsin liggja. Eg hef einnig tekið þátt í umhverfisrannsóknum vegna þéss- ara framkvæmda. Áður en þessi útræsi eru lögð eru gerðar viða- mikiar rannsóknir, sem verða svo endurteknar að nokkrum tíma liðn- um. Mæld er mengun í sjónum, setflutningur á botninum og könn- uð afdrif þeirra efna, sem leidd eru út. Þessar rannsóknir, sem unnar eru í samvinnu margra aðila, eru mjög áhugaverðar, enda hafa mjög fróðlegar upplýsingar fengist úr þeim. Minn þáttur í þessum rann- sóknum nær nú yfír nokkur ár og auk eigin athugana hef ég lagt til bát í rannsóknir annarra." Bláskel RE-145 hefur farið um margar hafnir landsins til rann- sókna, til dæmis höfnina í Hafnar- firði, Kópavogi, Grindavík og Akra- nesi, auk Reykjavíkur og Kjartan hefur unnið að rannsóknum fyrir Björgun hf. og Sementsverksmiðj- una, svo dæmi séu nefnd. Þá vann hann í þrjú sumur að rannsóknum í Hvalfirði, áður en jarðgöngin voru grafin undir fjörðinn. Næg verkefni fyrir einn mann Kjartan segir að hann hafi haft töluverð verkefni fyrir bátinn frá upphafi. „Að vísu var nokkuð þröngt í búi fyrstu árin, á meðan Bláskel var að vinna sér sess. Syst- urfyrirtæki útgerðarinnar, jarð- fræðistofan, er eina fyrirtækið hér á landi sem annast rannsóknir hafsbotns. Sérgrein mín er jarð- fræði hafsbotnsins, doktorsritgerð mín fjallar um sjávarsetlög við ís- land, og ég starfaði við rannsóknir á því sviði hjá Hafrannsóknastofn- uninni í rúm tuttugu ár. Grundvöll- ur þess að halda uppi sjálfstæðum rekstri á þessu sviði er að hafa töluverðan tækjabúnað, þar á með- al bát, dýran og nákvæman stað- setningarbúnað, nákvæma dýptar- mæla, hugbúnað til mælinga og kortagerðar, hljóðhraðamæli, end- urvarpsmælitæki og aðgang að fjölda annarra tækja. Ef allt þetta er fyrir hendi eru næg verkefni fyrir einn mann á þessu sviði hér á landi og starfið hefur gengið ágæt- lega.“ Kjartan segir að Bláskel sé ekki stór bátur, átta metra langur, en hann sé rúmgóður og henti vel til starfans. Auðvelt sé að setja hann á bflpall til að flytja hann milli staða, eða um borð í strandferða- skip. „Oftast get ég leyst verkefnin af hendi einn míns liðs, en stundum þarf ég að leita aðstoðar annarra sérfræðinga, bæði hér á landi og í útlöndum. Ég hef starfað með jarð- fræðistofum og verkfræðistofum hér og leitað til breskra sérfræð- inga í sérhæfðum verkefnum, tfl dæmis vegna rannsókna á skelja- sandi í Faxaflóa fyrir tveimur ár- um vegna fyrirhugaðrar magn- esíumverksmiðju á Reykjanesi og vegna kortlagningar á hafsbotni við Vestmannaeyjar vegna lagn- ingar ljósleiðara milli lands og Eyja.“ Dr. rafeindavirki með pungapróf Kjartan hafði unnið margoft um borð í rannsóknaskipum Hafrann- sóknastofnunar, en aldrei staðið við stjórnvölinn á báti þegar þeir bræður keyptu Bláskel. Hann seg- ir að fyrstu árin hafi kunnáttuleys- ið stundum valdið vanda. Af því séu til ýmsar sögur, en engin sem hann sjái ástæðu til að rifja sérstaklega upp. ,Á þessum árum var engrar sérstakrar þjálfunar krafist, en fyrir tíu árum tók ég pungaprófið, svo nú hef ég full réttindi. Ég ákvað líka að skella mér í Iðnskól- ann og lauk þaðan prófi í rafeinda- virkjun á fjórum árum. Sú mennt- un hefur nýst mér mjög vel, enda get ég núna lagfært smábilanir í Grundvöllur þess að halda uppi sjálfstæð- um rekstri á þessu sviði er að hafa tölu- verðan tækja- búnað tækjunum í bátnum. Það er nauð- synlegt að geta bjargað sér þegar ekkert verkstæði er nálægt, til dæmis þegar ég er einn við mæl- ingar úti í hafsauga." Kjartan segist ekki sjá eftir því að hafa hætt störfum á Hafrann- sóknastofnun og einbeitt sér að eigin jarðfræðistofu og Bláskel. „Eg var farinn að safna mosa á Hafrannsóknastofnun og þetta voru góð umskipti og tímabær. Hjá Hafrannsóknastofnun var ég í fræðilegum rannsóknum og hafði um leið mikið frjálsræði í verkefna- vali. Það hefur breyst, því nú þarf ég auðvitað að ganga í öll þau verk sem viðskiptavinirnir óska eftir að unnin séu hverju sinni. Starf mitt er því mun tæknilegra nú en áður og snýst meira um að ljúka af- mörkuðum verkefnum á tilteknum tíma. Það getur verið mjög skemmtilegt, en ég nýt þess þó enn þegar ég rekst á fræðilega áhuga- verða hluti, eins og til dæmis þegar ég fann jökulgarð í Kópavogshöfn fyrir nokkrum árum.“ Kjartan nefnir einnig að í sumar hafi hann unnið við mælingar á hafsbotninum í Kolgrafafirði, sem Vegagerðin er að hugsa um að brúa. „Ekkert almennilegt dýptar- kort er til yfir fjörðinn og ég fékk ákveðna „landkönnuðar“-tilfinn- ingu við þessar mælingar. Svo er ég ennþá með ófrágengin gögn úr rannsóknaverkefnum frá starfsár- um mínum á Hafrannsóknastofn- uninni, sem ég gríp í af og til. Ég er því ekki alveg búinn að sleppa hendinni af fræðilegum rannsókn- um, þótt jarðfræðistofan, svo og Vinnubátur sf. og Bláskel séu þungamiðjan í starfinu." Ættingjar og vinir um borð Mjög misjafnt er hvað Kjartan og Bláskel eru bókuð langt fram í tímann. „Ég veit sjaldan með löng- um fyrirvara hvaða verkefni bíða mín, enda er raunin sú að íslend- ingar biðja gjaman um rannsókn- imar í dag, vilja fá niðurstöðurnar á morgun og ætla sér að hefja framkvæmdir degi síðar. Við þessu er ekkert að gera, ég verð einfald- lega að laga mína starfsemi að þessu. Þetta gerir það þó að verk- um að ég get ekki ráðið mér starfs- mann að vori, því ég veit aldrei hvernig sumarið verður. Þetta er líka dálítið sérstakt starf, slark- samt á köflum og starfsmaður þyrfti að þekkja fræðin og vera vanur sjómaður eða kunna meðferð og viðhald rafeindatækja. Slíkur starfsmaður er vandfundinn og ég hef ekkert staðið í því að ráða mér aðstoðarmann. Ég er eini starfs- maður Jarðfræðistofu Kjartans Thors og Vinnubáts sf., en hef hins vegar níðst á vinum og ættingjum, sem stökkva um borð í Bláskel þegar þörf krefur, til dæmis þegar gera þarf endurvarpsmælingar. Þá verða að vera tveir um borð.“ Oftast er mikið að gera á sumrin, en vetumir eru rólegri, sérstaklega janúar og febrúar. „Ég sýti það verkefnaleysi ekkert sérstaklega, enda er heldur napurt að vinna á bátnum þá mánuði. Ég þurfti einu sinni að vinna við mælingar út af Garðskaga í janúar, enda lá mönn- um á niðurstöðum, en það var kuldalegt starf og ekkert sérstak- lega eftirsóknarvert.“ ir: i . ;; pj W iH b
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.