Morgunblaðið - 25.07.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.07.1999, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1999 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ HATIÐ I MOUNTAIN - ISLEND- INGABYGGÐIR í PEMPINA í NORÐUR-DAKÓTA VÍKURKIRKJA í Mountain - elzta íslenzka kirkjan í Ameríku. FLESTIR ef ekki allir Islendingar hafa heyrt getið um Islend- ingadaginn á Gimli í Kanada og ótrúlega margir tekið þátt í há- tíðahöldunum. Þótt aldrei jafnmargir og sumarið 1975, þegar þess var minnst, að öld var liðin frá mestu flutningum héðan af Is- landi og vestur til Manitoba. Fylltu hund- ruð Heima-íslendinga eins og slíkir eru títt auðkenndir vestan hafs flugvél eftir flugvél og héldu til móts við Vest- ur-íslendinga til þess að gleðjast með niðjum landnemanna og full- vissa þá um, að þeir væru ekki gleymdir á „gamla landinu". Fyrir sunnan landamæri Kanada og Bandaríkjanna hefur líka verið haldinn íslendingadagur, þótt ekki hafi farið af honum jafnmargar sög- ur og bróður hans fyrir norðan. Er það þá líka í samræmi við það, að færri virðast hafa gert sér grein fyrir því, að landnám var líka stund- að á þeim slóðum, þótt seinna hafi verið en í Kanada og þar býr enn fólk, sem með stolti kallar sig Is- lendinga, þótt ekki gleymist banda- rískt þjóðemi og vegabréf. En sökum þess, að byggðimar í Norður-Dakóta hafa ekki haft yfir að ráða jafnmörgum íslenzkrar ætt- ar og em í Manitoba og blöð lengur komið út norðan landamæranna og nú sameinuð í einu blaði, Lögbergi- Heimski-inglu gefnu út í Winnipeg, hefur færri sögum farið af mannlífi þar um slóðir. Jafnvel svo, að þeir era margir, sem þrátt fyrir áhuga á sögu Islendinga í Ameríku, hafa þó ekki gert sér grein fyrir þessum hluta landnámsins og framlagi þess. íslendingar í Dakóta Landnámið í Norður-Dakóta er rakið til síðustu ára nítjándu aldar, þegar hópar fólks flúðu hörmung- amar við Winnipeg-vatn, þar sem flóð, drepsóttir og afkomubrestur hafði gert þeim lífið leitt, og héldu suður yfir landamærin. Vora þar helst í forystu séra Páll Þorláksson, alinn upp á Stóra-Tjörnum í Ljósa- vatnshreppi, annar Þingeyingur, Magnús Stefánsson frá Fjöllum í Kelduhverfi og Dalamaðurinn Sig- urður Jósúa Björnsson. I hóp þeirra slógust einnig Jóhann Pétur Hallsson, Skagfírðingur, og Gunn- ar, sonur hans, auk Arna Þorláks- sonar úr Hörgárdalnum. Lögðu þeir af stað í könnunarferð sína vorið 1878. Var upphaflega hugað að landnámi í Minnesota, þar sem vora fyrir byggðir Islendinga, en bæði var þar orðið þröngt um jarð- næði og athygli þeirra því beint að góðum landssvæðum norðaustast í Dakóta-ríkinu, sem afmarkaðist annars vegar af Rauðánni en hins vegar af Pembina-fjöllunum. Nóg var þar um skóg og lá hann í breið- um beltum og milli skógarsvæð- anna vora grasi vaxnar sléttur. Og þó munu hæðimar ekki síst hafa höfðað til þessara manna, sem flóð- in á sléttunum við Gimli höfðu gert marga skráveifuna. En auk hag- nýtra ástæðna vora þessar hæðir eða fjöll svipmikil og hafa vafalaust minnt tilvonandi landnámsmenn á tignarleg íslenzk fjöll og heima- byggðir. Strax þetta sumar, 1878, byggja Jóhann Hallsson og sonur hans, Sigurður, fyrsta bóndabæinn á jörð sinni á bökkum Tunguár, og var byggðin síðan kennd við hann og kölluð Hallsons-byggð- in og eins kirkjan, sem hlaut nafnið Hallson- kirkjan. Hefur hún nú fengið nýtt og veglegt hlutverk í Þjóðgarði Is- lendinga þai- á svæðina eftir að mjög fækkaði í sókninni. Hún var flutt í garðinn, færð til fyrri búnaðar og gert vel við hana svo sem saga hennar verðskuldar. Era þar enn sungnar messur og koma marg- ir í þennan merkilega garð, sem höfðar með nafni sínu og fomum byggingum með góðu minja- og sögusafni til liðinna ára og heldur við vitundinni um upp- rana og þjóðerni. Hallson-fjölskyldan gat flutt inn í sitt nýja hús 6. júlí þetta sama ár, en smíði þess var að mestu lokið í júnflok. Vora þau samtals níu í nýja bjálkahúsinu, sem þarna hófu land- nám hinnar nýju byggðar Islend- inga í Dakóta. Islendingunum var vel tekið af þeim sem fyrir vora og fengu bæði vinnu og leiðsögn fyrir eigin búrekstur, en akuryrlqa var öllum héðan framandi og því margt sem þurfti að læra og tileinka sér. Og á næstu áram fjölgaði mjög á þessu svæði. Margir komu frá Nýja-íslandi og vora miklir aufúsu- gestir í samfélagi landanna þarna í Dakóta, einnig komu landar frá Minnesota og Wisconsin, þar sem byggð var hvað þéttust af Islend- ingum, og ekki fáir komu alla leið frá íslandi. Árið 1880 flutti skáldið Stephan G. Stephanson úr Shawa- no-héraði í Wisconsin í þessa nýju nýlendu. Var það löng ferð og fengu konur far með járnbrautum, en karlar gengu alla leiðina, hátt í níu hundruð mflur og ráku þann búfén- að sem þeir höfðu eignast. Tók ferð- in næstum fimm vikur og numið var land þar sem nú heitir Garðar og Stephan G. Stephanson bjó um hríð, eða þar til hann flutti til Alberta. Séra Páll Þorláksson og Mountain Séra Páll Þorláksson nam land ásamt þremur bræðrum sínum, þar sem nú heitir Mountain, en hann kaus að kalla Víkurbyggð. Er það nafn að mestu horfið, en lifir þó í kirkjunni, sem síðar reis og heitir Víkurkirkja. Þegar haustið 1880 stofnar séra Páll fyrsta söfnuðinn í hinni nýju byggð, og var skáldið Stephan G. ritari á stofnfundinum. Var þessi söfnuður syðst í byggð- inni, þar sem kallaðist Park, en fékk fljótlega nafnið Garðar. Viku síðar stofnaði séra Páll annan söfn- uð í miðri nýlendunni, þar sem enn er bærinn Mountain og sá þriðji var stofnaður nyrst í byggðinni, í Hall- son. Séra Páll var ekki aðeins sálu- sorgari þessa fólks, heldur var hann í forystu flestra þeirra mála sem til heilla horfðu. Taldi sig líka með réttu bera nokkra ábyrgð á farsæld þess, þar sem hann var hvatamaður að flutningi frá Nýja- íslandi. Lagði hann sig allan fram og gekk mjög nærri sér, þar sem hann var ekki heilsuhraustur og má segja, að hann hafi fómað lífi sínu fyrir þessar byggðir og söfnuðina sem hann stofnaði og þjónaði. Og þar kom að líkaminn gafst hrein- lega upp. Andaðist séra Páll 12. marz 1882. Minnist ég myndar sem hékk uppi í safnaðarheimilinu í hinni fyrstu kirkju Islendinga í Am- eríku er byggð var í Mountain og sýndi að mér þótti aldurhniginn mann. Horfði ég enn fastar framan Það er ekki hægt að tala um þetta merka starf í Dakóta og byggðirnar í Pempina án þess að minnast þess, að í Mountain var Hið íslenzka kirkjufé- lag stofnað árið 1885, segir Olafur Skúlason í grein sinni í tilefni ---------------7------ af hundraðasta Islend- ingadeginum, sem þar verður haldinn í ágústbyrjun. í þennan fyrsta prest byggðarinnar er mér varð ljóst að hann var að- eins 32 ára gamall er hann andað- ist. Séra Páls verður ætíð getið í sambandi við sögu byggðarinnar í Pembina. Ekki aðeins vegna upp- hafsins, heldur og vegna þeirrar stefnu sem hann mótaði. Hann hafði fyrr tekist mikið á við séra Jón Bjarnason og deildu þeir hart og hefur heldur ekki farið lágt hversu átökin voru mikil í trúar- bragðastríði Vestur-íslendinga. En þótt þeir bæru ekki gæfu til þess að vera samstiga, mátu þeir hvor annan mikils og var það sam- dóma álit allra sem til þekktu að séra Páll Þorláksson hafi haft flest það til brunns að bera sem nauð- synlegt er hjá leiðtogum. Hefur hann verið kallaður einhver mesti manndómsmaður þeirra er hafa gerst foringjar meðal Islendinga vestan hafs. Landnám og andleg iðja Það fer því vel á því, að hátíða- höldin nú í sumar verða í Mounta- in, þar sem séra Páll átti heima og þar sem hann andaðist. Gnæfir Víkurkirkjan hæst í byggðinni og minnir á fórnir og fórnfýsi, en líka sigra og óbilandi þrótt. Gladdist séra Páll yfir framgangi landa sinna í skjóli Pembina-fjalla, en þegar árið eftir að hið fyrsta hús var reist stunduðu fimmtíu bændur landbúnaðarstörf þar og fjölgaði enn á næstu áram. En það var ekki aðeins unnið við krefjandi fram- byggjastörf, heldur einnig hugað að því sem göfgar andann. Voru stofnuð málfunda- og kappræðu-fé- lög. Einnig var gefið út blað á þess- um fyrstu árum og nefndist Fjalla Eyvindur. Ritstýrði Stephan G. Stephansson því. Og þá skyldi sízt gleyma hinum fjölmörgu lestrarfé- lögum þar sem hinn andlegi auður var varðveittur og ávaxtaður. Voru fengnar bækur frá Islandi til við- bótar þeim sem fluttar höfðu verið að heiman í koffortum landnem- anna. Þótti mér drjúgri hálfri öld síðar mikið til þess koma hvern bókakost var að finna á þessum slóðum. Voru góðar bækur víða í hillum, en skiljanlega ekki síður á háaloftum eftir að íslenzkukunn- áttu hrakaði mjög. Margir höfðu einnig fært Elliheimilinu Borg, sem síðar var reist, bækur sínar og er þar myndarlegt bókasafn. Og ekki gleymdust kirkjurnar og hinn andlegi arfur í kristinni trú. Séra Páll lifði það ekki að sjá fyrstu kirkjuna rísa, en hún var þó ekki aðeins tengd hugsjón hans, heldur einnig reist á því landi sem hann ánafnaði til þessarar smíði. Hafði hann líka af framsýni sinni látið höggva til eikarboli og færa þangað sem grannur skyldi lagður. En það var eftirmaður hans, séra Hans Þorgrímsson, sem sá kirkj- una rísa og var hún vígð árið 1884, fyrsta íslenzka kirkjan í Ameríku. Tók kirkjan 200 manns, en í fyrstu voru þar hvorki bekkir né altari og enginn prédikunarstóll. En fljót- lega var bætt úr þessu og sýnir kirkjan enn hvern hug íbúarnir hafa borið til hennar og svo þeirra annarra kirkna er síðar risu í land- náminu. Það vora mikil forréttindi að mega þjóna þessari byggð og þess- um kirkjum. Þegar ég kom þangað 1955 var messað í öllum sjö kirkj- unum og að auki á elliheimilinu. Yf- ir sumartímann voru messurnar því yfirleitt fjórar á hverjum sunnudegi, en er vetur settist að féllu niður messur í Fjallakirkj- unni, sem hæst stóð. Smám saman var farið að huga að samstarfi milli safnaðanna og messað til skiptis í kirkjunum og er því svo háttað nú og er það vel. En því miður hefur fólki einnig fækkað stórlega og geldur kirkjulegt starf þess eins og annað. íslenzka kirkjufélagið stofnað En ekki er hægt að tala um þetta merka starf í Dakóta og byggðirnar í Pembina, án þess að minnast þess, að í Mountain var Hið íslenzka kirkjufélag stofnað árið 1885. Bauð séra Hans Þorgrímsson til þessa stofnfundar, sem stóð 23. til 25. jan- úar. Dáist ég ætíð að hugrekki hans að halda þennan fund um hávetur, þegar svo gat orðið kalt að frost nálgaðist 40 stig og snjóalög hindr- uðu oft samgöngur. En þótt séra Hans væri upphafsmaðurinn og boðaði til fundarins færðist ábyrgð- in og forystan í hendur séra Jóns Ólafur Skúlason Bjarnasonar og varð því miðstöð kirkjufélagsins og annaraar and- legrar iðju Islendinga vestra í Winnipeg, þar sem séra Jón Bjarnason þjónaði. Hefur svo verið alla tíð síðan. Vora söfnuðimir í kirkjufélaginu í kringum sextíu er flest var en er það var lagt niður ár- ið 1960 hafði þeim fækkað mjög og urðu íslenzku söfnuðirnir þá hluti hinna landfræðilegu biskupsdæma eða synoda hver á sínu svæði. En það fór líka vel á því, að séra Jón Bjarnason tók þarna formlega við leiðtogahlutverki kirkjunnar meða) Vestur-íslendinga. Hann söng hina fyrstu íslenzku messu í Ameríku í Milwaukee í Wisconsin- ríkinu 2. ágúst 1874 þegar minnst var landnáms Islands og eðlilega tengt því landnámi sem þá var hafið í Vesturheimi. Er gaman að bera þessa fyrstu hátíð á öðram degi ágústmánaðar við hátíðir Islend- ingadagsins, sem síðan hafa ævin- lega verið haldnar 2. ágúst. Þá var eins og síðan hefur ætíð verið efnt til skrúðgöngu og vora konur í þjóð- búningum og frú Lára Guðjohnsen, kona séra Jóns, skartaði skautbún- ingi. Við ræðupallinn var fánum komið fyrir og setti séra Jón hátíð- ina en aðalræðumaður var Jón Ólafsson, ritstjóri og áhugamaður um málefni Vestur-íslendinga, og var hugmyndaríkur þótt ekki yrði allt að veraleika. Ræddi hann um heimalandið og arfinn dýrmæta en Ólafur Ólafsson frá Espihóli minnt- ist hins nýja landnáms og hvað nú hlyti að bíða. Get ég þessa hér þar sem þessir þættir era enn við lýði á hátíðahöldunum 2. ágúst. Minnst er íslands og flutt ræða hvort heldur er fyrir Kanada eða Bandaríkjunum og ættjörðin vestra hyllt um leið og þakkað er fyrir heimabyggðir á ís- landi. Annar ágnst 1999 í Mountain Og nú er svo komið að í Mountain verður í sumar haldin viðamikil há- tíð og veglegri en þær aðrar á liðn- um áram þar sem þetta er hundrað- asta Íslendingadagshátíðin í Mountain. Er það mikil viðurkenn- ing á sögu þessarar byggðar að for- seti Islands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, verður sérstakur heiðurs- gestur á hátíðinni og flytur aðalræð- una. Ræðumaður heimamanna verð- ur vararíkisstjórinn í Norður-Da- kóta, frú Rosemary Myrdal, gift ís- lenzkum manni og talar sá enn tungu landnemanna. Búa þau hjónin í Garðar þótt vegna embættis síns eigi hún annað heimili í Bismarck, höfuðborg Norður-Dakóta. Forseti Islands ætlar að gefa sér góðan tíma til þess að kynna sér byggðir og sögu, hann ræðir við heimamenn og hvetur vafalaust til aukinna tengsla við heimaland og arfleifð dýrmæta. Fulltrúar þjóðkirkjunnar á hátíðinni verða herra Ólafur Skúlason biskup og frú Ebba Sigurðardóttir og mun hann prédika við hátíðarmessuna. Þar les forseti Islands einnig eina lexiuna og þeir prestarnir séra Har- ald og séra Eric Sigmar þjóna fyrir altari, en faðir þeirra, séra Haraldur Sigmar, þjónaði prestakallinu í 19 ár og þeir era náskyldir séra Páli Þor- lákssyni. Á Islendingadaginn syngur einnig Karlakór Kjalnesinga undir stjóm Páls Helgasonar og strengja- sveit félaga úr Sinfóníuhljómsveit íslands leikur. Þá flytur brúðuleik- húsið „Sögusvuntuna“ undir stjóm Hallveigar Thorlacius. Og síst skyldi gleymast að endurbætt stytta af kímniskáldinu KN, Krist- jáni N. Júlíus, verður afhjúpuð við Þingvallakirkjuna í Eyford og verð- ur þar viðstaddur bændahópur af Islandi, en Agnar Guðnason, sem staðið hefur fyrir þessum bænda- heimsóknum, hefur styrkt þetta verk myndarlega. En framhaldið? Það er dýrmætt að unnt er með þessum góða hætti að minnast hundrað hátíða á Islendingadaginn í Mountain. En það er þó ekki nóg að halda hátíð, þótt standi í nokkra daga. Það verður að taka upp þræði frá liðnum tíma og leitast við að vefa svo haganlega saman að sterkt reynist allt nú og um framtíð. Fyrr í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.