Morgunblaðið - 25.07.1999, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.07.1999, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1999 33 ég eftir þegar amma fór með mig til saumakonu og lét sauma á mig kápu úr leðri eða leðurlíki, hvað ég var stolt, og á hverju ári fór amma alltaf í bæinn með mig og þá var keypt eitthvað sem kom sér vel. Ég segi oft í gríni að amma hafi innleitt kaffihúsamenningu hjá mér því alltaf fórum við á kaffíhús á eftir og fengum góðgæti og kakó, og enn þarf ég alltaf að koma við á kaffi- húsi þegar ég fer í bæinn. Þessir tímar voru ánægjutímar fyrir mig litla stúlku, að fara í strætó niðrí bæ, labba um með ömmu, koma við hjá Tjöminni og gefa öndunum brauð. Svona var amma, það var alltaf svo gott að vera nálægt henni, hún eldaði góðan mat og var frábær hannyrðakona og á ég nokkra hluti eftir hana sem bera þess gott vitni. Við amma áttum gott líf saman, ég vil minnast hennar svona, mig lang- ar ekki að tala um veikindi hennar, það er mér of erfitt, hún var sterk kona, hún var kjarnakona. Elsku amma, það er komið að kveðjustund, bið að heilsa afa. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Með kveðju, Bjarnfríður Ósk (Bassý). Elsku amma mín er látin, en hún hafði frá unga aldri verið hjartveik og þurfti oft að liggja á sjúkrahús- um hérlendis sem erlendis. Hún var alla tíð mjög ákveðin við sjálfa sig og að „gefast upp“ var ekki til í hennar huga enda var hún stundum æði langt leidd er hún leitaði lækn- is. Það var alltaf notalegt að koma til ömmu, þar var allt svo fínt og fal- legt, hún hafði svo gott auga fyrir fallegum munum og báru gjafirnar sem hún gaf mér, við hin ýmsu tækifæri, þess merki. Avallt þegar ég kom í heimsókn til hennar bar hún kræsingar á borð og áttum við skemmtilegar samræður yfir kaff- inu, því amma fylgdist vel með öllu sem var að gerast í kringum hana og hafði ákveðnar skoðanir. Það hefur orðið mikill missir í fjölskyld- unni á stuttum tíma því aðeins eru níu mánuðir síðan afi féll frá. Þau voru svo samrýnd og falleg hjón og höfðu mikinn áhuga á öllu sem fjöl- skylda þeirra var að aðhafast og tóku fullan þátt í öllu með okkur. Ég á alltaf eftir að minnast þeirra þegar afmælis- og jólaboð verða haldin því að í þau mættu þau alltaf ef heilsa þeirra leyfði. Þau sýndu litlu börnunum í fjölskyldunni mikla athygli og umhyggju, það gladdi þau mikið að fá litlu krílin í heim- sókn, stinga að þeim sælgæti og SOLVEIG ÞORKELSSON + Sólveig Þorkelsson fædd- ist á Akureyri 7. aprfl 1943. Hún lést 11. júlí síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Agneta Þorkelsson, hjúkrun- arfræðingur, sem var af dönsku bergi brotin, og Jó- hann Þorkelsson, héraðslækn- ir og stjómarformaður á Vist- heimilinu Sólborg, þau eru bæði látin. Systir Sólveigar er Helen Þorkelsson sjúkraliði, búsett á Akureyri. Helen var gift Björgvini Leonardssyni rafverktaka og eiga þau fjögur uppkomin börn. Sólveig var fötluð frá fæðingu. Lengst af dvaldi hún í foreldrahúsum en seinni ár á Vistheimilinu Sólborg og á sambýli fyrir fatlaða í Dverga- gili 40 á Akureyri. Sólveig verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánudag- inn 26. júlí og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þrátt fyrir mikla fötlun þá var Sólveig á vissan hátt lánsöm mann- eskja. Hún átti góða fjölskyldu, ást- ríka foreldra sem höfðu þekkingu á þörfum hennar og hún átti yndis- lega systur, hana Helen. Helen og hennar stóra fjölskylda hefur alla tíða staðið saman sem einn maður í því að gera líf Sólveigar sem ham- ingjuríkast. Gott dæmi um tryggð fjölskyld- unnar við Sólveigu er danskur frændi hennar Claus sem býr í Dan- mörku, reglulega og nokkrum sinn- spjalla við þau. Mér er það minnisstætt þegar amma sat við sjúkrabeð afa, hún hélt blítt um hendi hans og þau horfðu hvort í annars augu , ég sá augljósa væntumþykju og þakklæti fyrir öll árin. A þessari stundu voru orð óþörf því blikið í augunum sagði allt sem segja þurfti. í huga mér sé ég afa taka á móti ömmu opnum örmum og bera hana á höndum sér inn í eilíft líf líkt og hann gerði í lif- andi lífi. Elsku amma mín, ég þakka þér fyrir samfylgdina. Guð blessi þig og minningu ykkar afa. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Á stundum sem þessum hellast minningarnar yfir mann, en öll orð virðast vera svo fátækleg þegar maður ætlar að skrifa þau niður á blað. í æsku fékk ég oft að dvelja hjá ömmu og afa í Blönduhlíðinni. Það var alltaf svo spennandi. Amma leyfði mér að leika með svo skemmtilega hluti sem voru sko ekki til hjá hverjum sem er. Til dæmis þegar við fórum í mömmó og amma leyfði mér að hafa pallíettu- samkvæmisveskið og fallega loð- kragann. Svo var settur á mig rauð- bleikur varalitur og mér fannst ég vera svo flott. Svo áttu amma og afi svo spennandi skrifborð þar sem allt var í röð og reglu og margir spennandi hlutir en samt mátti ég leika mér þar. Svo leyfði amma mér að hjálpa sér í eldhúsinu, og ferðim- ar niður í þvottahús voru sannkall- aðar ævintýraferðir. Amma hafði svo sérstakt lag á því að láta mér finnast ég vera nauð- synleg hjálparhella í eldhúsverkun- um og heimilisstörfunum. Oft tók- um við strætó niður í miðbæ og gengum um bæinn í ýmsum erinda- gjörðum og ef kalt var í veðri stopp- uðum við ætíð á kaffihúsi og fengum okkur kakó með rjóma tO þess að hlýja okkur áður en við lögðum af stað til baka. Þetta fannst mér vera toppurinn á tilverunni. Mér er sérstaklega minnisstætt að amma var vön að taka hönd mína í sína og klappa á handarbakið með mjúku höndunum sínum og kalla mig litla lambið sitt. Þær voru svo margar góðu stundirnar sem við áttum. Minningarbrunnurinn er ótæmandi og fyrir það get ég verið þakklát. Eftir að ég varð fullorðin átti ég gott samband við ömmu. Sonur minn fékk að kynnast þeirri hlýju um á ári sendi hann henni kort þar sem hann sagði henni eitthvað fal- legt. Að lesa kortin frá Claus fyrir Sólveigu var fín dönskuþjálfun fyrir okkur starfsmennina því Sólveig fann að ef ekki var rétt með farið. Stundum brosti hún og við vorum ekki alltaf viss hvort það var efnið sem henni fannst spaugilegt eða okkar danski framburður. Sólveig kunni nefnilega dönsku. Skildi tals- vert í málinu, en talaði það ekki nema þegar mikið lá við og helstu röksemdir á íslensku þraut. Dansk- og góðmennsku sem amma bjó yfir. Amma var alltaf tilbúin að passa hann. Um tíma strunsaði hún dag- lega á leikskólann að sækja hann fyrir mig. Og alltaf fannst Almari syni mínum jafn gaman að fara til ömmu og afa. Elsku amma mín vai’ búin að vera lengi á sjúkrahúsi og beið spennt eftir að komast heim, heimakærari manneskju væri erfitt að finna. Þó hún væri á spítala var hún alltaf með hugann við það sem gerðist ut- an hans. Hún tók virkan þátt í und- irbúningi brúðkaups míns og Daða, sambýlismanns míns; sem fara átti fram í næsta mánuði. Hún lagði sig alla fram við að safna upplýsingum og hugmyndum sem gætu nýst okk- ur. Hún tók einnig virkan þátt í meðgöngunni á dóttur minni sem fæddist örfáum dögum áður en amma dó. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að sýna ömmu litlu dótt- ur mína. Ég gleymi aldrei stundinni þegar ég fór með Elmu litlu þá sex daga gamla á spítalann til ömmu og lagði hana í fangið á langömmu sinni. Ég vildi að við hefðum haft lengri tíma saman. Elsku amma, það er svo erfitt að kveðja, það var svo margt framund- an sem ég ætlaði þér hlutdeOd í. En ég veit að þér líður vel, þar sem þú ert núna. Nú hefur þú afa aftur þér við hlið og sjálfsagt líka hana mömmu mína sem hvarf frá okkur langt fyrir aldur fram. Ég veit að endurfundir ykkar verða ánægju- legir. Eins og þú sagðir oft sjálf má maður aldrei neinn missa en því miður verður maður bara að taka því sem að höndum ber. Ég og Daði og börnin okkar tvö erum svo miklu ríkari eftir að hafa deilt lífinu með þér. Þær minningar sem þú gafst okkur, fylla hjörtu okkar, og fyrir það erum við þér eilíflega þakklát. Núna er kveðjustundin komin. Guð geymi þig, elsku amma mín. Þín Iða Brá. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og böm, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. an var því hennar varamál. En Sól- veig hafði annað til að bera sem dönskumælandi fólk er frægt fyrir, hún hafði kímnigáfu. Sagt er að hamingja okkar sé öðru fremur háð því hvernig okkur tekst til í samskiptum við annað fólk. Við samstarfsfólk Sólveigar tökum undir það og teljum jafn- framt að því fjölbreytilegra sem fólkið er því meiri þekkingu og dýpri skilning ættum við að öðlast á mannlífinu og þessu stórkostlega sköpunarverki drottins, mannin- um. Sólveig var eitt af verkum skap- arans, ,,orginal abstrakt“ listaverk Guðs. I návist hennar skynjuðum við einhverja sérstaka og óskil- greinda fegurð og innri gleði. Sól- veig og fleira gott fólk hefur kennt okkur að sól fegurðarinnar er í sál- um okkar mannanna og það er und- ir okkur komið hvort og hvert við látum hana skína. Um leið og við þökkum Sólveigu samfylgdina, þá þökkum við fjöl- skyldu hennar góð samskipti fyrr og síðar. Blessuð sé minning Sólveigar Þorkelsson. Fyrir hönd allra á sambýlinu í Dvergagili 40. Kolbrún Guðveigsdóttir. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, LEIFUR PÁLSSON, Hnífsdal, andaðist á heimili sínu fimmtudaginn 22. júlí. Inga Þ. Jónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + VALDIMAR RÓSINKRANS JÓHANNSSON fyrrv. húsvörður og verkstjóri, Álftamýri 2, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju fimmtu- daginn 29. júlí kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Ráðhildur Ingvarsdóttir, Sigmundur Heiðar Valdimarsson, Sigurjón Hafberg Valdimarsson. Ástkær móðir okkar, dóttir, systir og mágkona, HELGA HJÁLMARSDÓTTIR, (rabakka 4, Reykjavík, lést á Landspítalanum aðfaranótt miðvikudagsins 21. júlí. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 26. júlí kl 15.00. Anna Lísa Ríkharðsdóttir, Brynjar Örn Ríkharðsson, Regína Ósk Garðarsdóttir, Sólrún Bára Garðarsdóttir, Regína A. Hallgrímsdóttir, Hallgrímur Guðmundsson, Sólrún Hjálmarsdóttir, Vilmundur Hjálmarsson, Ása M. Jónsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, HANS LINDBERG ANDRÉSSON skipasmiður, Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði, sem lést sunnudaginn 18. júlí, verður jarð- sunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 27. júlíkl. 13.30. Ala Lindberg Tómasdóttir, Pétur Hansson, Una Björk Harðardóttir, Ingeborg Lindberg, Bjarne Pedersen, Jón Andrés Hansson, Tómas Erling Lindberg, Sigrún Sigurðardóttir, Hildur Lindberg, Jón Númi Ástvaldsson, Valgerður Lindberg, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar og hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eigin- konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, BJARGAR GUNNARSDÓTTUR, Sæbólsbraut 47, Kópavogi. Sérstaklega viljum við þakka fráþæru starf- sfólki heimahlynningar Krabbameinsfélagsins sem og öðrum, er önn- uðust hana I veikindum hennar. Fyrir hönd annarra vandamanna, Ingvar Hólmgeirsson, Jóhanna Ingvarsdóttir, Grétar Friðriksson, Sigríður Ingvarsdóttir, Hermann Einarsson og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.