Morgunblaðið - 25.07.1999, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.07.1999, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1999 35 Sverrir var lærður matsveinn og var listakokkur sem geymdi allar uppskriftir í huga sér. Eg fór að borða fiskibollur í fyrsta skipti með bestu lyst eftir að þau hjónin buðu mér og Dóru Siggu í mat. Vildi ég fá uppskrift af þessum herramannsmat og hljóðaði hún eitthvað á þá leið, „ég ákveð magn- ið af fisknum og lauknum, hún hakkar og svo notum við venjulegt krydd“. Já, þarna var uppskriftin komin og ég var jafnnær. En þannig er það að matsveinar áður fyrr fengu ekki uppskriftir út- prentaðar heldur byggðist allt á minni og hæfileikum að gera góð- an mat úr takmörkuðu úrvali af hráefni, og það gat Sverrir svo sannarlega. Sem stráklingur fór Sverrir að stunda sjó á árabátum en síðan á trillum. 15 ára gamall byrjaði hann eiginlega^ sjómennsku á úti- legubátum frá ísafirði og var með- al annars nokkur ár á Gunnbirni ÍS-18 hjá Guðmundi Kr. Guð- mundssyni skipstjóra. Arið 1940 vildi Sverrir fara að víkka sjón- deildarhringinn og skoða sig um í heiminum og fór því suður til Reykjavíkur ráðinn í að komast í siglingar. En það átti eftir að reynast erfiðara en hann hélt því einu skipsplássin sem einhver sjens var að fá var kokkspláss eða kyndari. Því ákvað hann að fara á matsveinanámskeið sem haldin voru á Hótel Skjaldbreið. Þegar því var lokið fékk hann pláss á færeyskri skútu sen hét Tve systkin en hún sigldi með fisk til Englands. Þar með var ævistarfið ráðið. En ekki stoppaði Sverrir lengi þarna um borð því er til Is- lands kom réð hann sig á línu- veiðarann Fróða sem matsveinn. Og einmitt þar um borð lenti Sverrir í skelfilegri lífsreynslu sem að öllum líkindum setti djúp ör á sálina alla tíð. En þannig var að þýskur kafbátur gerði harða árás á Fróða sem kostaði fimm menn lífið en sex komust lífs af, mismikið særðir á líkama og sál. Að horfa upp á skipsfélaga deyja í höndunum á manni er skelfileg lífsreynsla og þurfti hver og einn að vinna úr sínum tilfinningum því engin var áfallahjálpin sem veitt er af minna tilefni í dag. En ekki breytti þetta áformum Sverris um að gera sjómennsku að ævistarfi og sigldi hann um allan heim á fraktskipum stórum og smáum. Sverrir var lengi matsveinn á Ha- ferninum sem þjónustaði íslenska síldarflotann um allar nauðsynjar og kom það þá í hlut Sverris að sjá um allar pantanir á kosti og ýmsu öðru sem sjómennina vantaði og reyndi að redda öllu sem mögu- legt var. Það var gaman að ræða við Sverri um sjómennsku og kokkarí þá og nú, enda framförin í skipum og búnaði ótrúlegur á einni mannsævi. Gaman þótti mér að fara með Sverri um borð í Gr- indvíking á áttræðisafmæli hans og sýna honum skipið og talaði hann lengi á eftir um þá ferð okk- ar suður með sjó. í febrúar 1998 missti Sverrir eiginkonu sína, Halldóru, og var það honum mikill missir og náði hann sér vart á strik eftir það. Sverrir flutti á Hrafnistu í janúar síðastliðnum en þá var heilsunni farið að hraka það mikið að hann naut ekki verunnar þar og dvaldi hann meira og minna á spítala, nú síðast á Vífilsstaðaspítala þar sem hann lést 30. júní síðastliðinn. Mig langar til að þakka Sverri góð kynni og kveðja hann með þessu Ijóði: Viku af viku, nótt og dapran dag dauðans engill söng þitt vöggulag; söng og skenkti sárra kvala vín, söng og spann þitt hvíta dáins-lín. Loks kom heilög hönd, sem um þig bjó, himnesk rödd, er sagði: Það er nóg! (Matthías Jochumsson.) Blessuð sé minning Sverris Torfasonar. Stefán Ivar Ivarsson. ÞÓRA MARGRÉT FRIÐRIKSDÓTTIR + Þóra Margrét Friðriksdóttir fæddist í Vest- mannaeyjum 14. febrúar 1955. Hún lést á heimili sínu 26. febrúar 1998 og fór útför hennar fram frá Landa- kirkju í Vestmanna- eyjum 7. mars 1998. Nokkur síðbúin kveðjuorð til þín, vina mín. Ég var ekki sátt við að kveðja þig en ég gat ekki skrifað því augun fylltust af tárum og gera enn. Þetta stóra högg kom eins og reiðarslag, það var eins og gólfið hryndi undan fót- um mínum. Svo kom dofinn og allt var svo ^ óraunverulegt, ægileg martröð. Ég varð samt að standa mig, börnin þín þurftu á mér að halda. Ósanngjarnt er það þegar móðir er tekin frá börnum sínum. Afallið kemur ekki í einu vetfangi, heldur í bylgjum. Ég veit ekki hvernig farið hefði ef systir þín hefði ekki staðið eins og klettur við hlið okkar. Hún var bæði höfuð og heili í öllu sem þurfti að hugsa og framkvæma. Nú er rúmt ár síðan þú fórst og söknuðurinn meiri og meiri. Hvar eru englamir sem ég bað að passa ykkur frá því þið fæddust? Nú eru bömin þín hér og þar og allt er orðið breytt. Það var svo gaman þegar þú fluttir hingað til Reykja- víkur, komst við á hverjum degi: „Mamma, ég er aðeins að kíkja!“ Það var svo notalegt að vera búin að fá þig hingað. „Mamma, nú get- um við farið í bíltúr í sumar. Nú er ég komin á góðan bíl. Pabbi er þreyttur að keyra um helgar, þeg- ar hann keyrir alla daga.“ Margt átti að fara og gera. Alltaf máttir þú vera að því að fara með mér það sem ég þurfti, eins komstu við og sagðir: „Mamma, ég þarf að skreppa í bæinn. Kemurðu ekki bara með?“ Það vora margir sem misstu mildð því þú varst boðin og búin að hjálpa öllum ef einhver þurfti á hjálp að halda. Ég bað þig að fara ekki í vinnu daginn áður, því þú varst svo lasin. „Mamma, ég má til með að fara, ég er búin að lofa kon- unni að taka húsið hennar í gegn, svo á ég tíma hjá lækninum á leið- inni heim.“ Éftir klukkustund varstu öll. Þegar maður missir barnið sitt deyr partur af manni sjálfum. Ég minnist þess hve mikið jólabam þú varst frá blautu bams- beini og allt til hinsta dags. Jólin vom þér helg og trúin var þér helg. Þú vildir leitast við að innræta börnum þínum trú og góða siði. Yngri bömin, Sigfús og Áróra, áttu yndis- leg sumur er þú leyfð- ir þeim að fara norður að Ástjörn til hans Boga. Þar vissir þú að þau fengu gott atlæti til líkama og sálar. Og eins leitaðist þú ætíð við að standa við hlið eldri barnanna, Guðrúnar og Borgþórs, og veita þeim gott skjól og allan stuðning sem móðir getur veitt. Öll eiga bömin þín minningu um góða móður sem átti hjarta sem sló af kærleik í þeirra garð. Guði sé þökk fyrir það. Svo er andlát þitt bar að, fund- um við sem næst stóðum svo glöggt til þess hve mikils virði þú hafðir verið svo mörgu fólki. AJlt það góða sem þú hafðir gert öðmm kom okkur til hjálpar á þeim erfíðu tímum. Ómetanlegur var stuðning- ur vina og vandamanna sem hjálp- aði og huggaði, líkt og smyrsl á sár. Vil ég þakka það allt af alhug á þessum degi. Elskulega dóttir, erfiljóð Áróm Oddgeirsdóttur, ömmu þinnar, verða kveðjuorð mín, þau minna líka á eyjuna okkar kæru, Heima- ey, en af hennar bergi varst þú brotin og þar dvaldi hugurinn löng- um. Vér þökkum sælar sólskinsstundir frásamverunnartíð, er hér á jörð hjá oss þú undir. En ævisólin blíð á miðju sumri seig að viði. Ó, systir kær, nú blundar þú í friði. I hjörtum vorum hugljúf skín og himinfógur minning þín. Hér var þér Ijúft að lifa’ og deyja, því löngum var þér kær hin tignarlega úthafs eyja, þar aldan bergið slær. Nú hvflir duft þitt hér í friði. Með himinbúum lífs á æðra sviði þú dvelur sæl, því elskan er Guðs æðsta blessun þar sem hér. Þín mamma. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRLAUG BJÖRNSDÓTTIR, lést á dvalarheimilinu Hlíð föstudaginn 23. júlí. Hjördís Briem, Gunnlaugur Briem, Stella Möller, Roland Möller, Aðalheiður Inga Mikaelsdóttir, barnabörn og langömmubörn. t ANDRÉS ANDRÉSSON, Viðjugerði 3, Reykjavík, lést á Landspítalanum 23. júlí. Ólöf Bjartmarsdóttir, Ólafur S. Andrésson, Sigrún Helgadóttir, Guðrún Andrésdóttir, Auður Andrésdóttir, Kristján Guðmundsson, Ágústa Andrésdóttir, Paul Richardson, G. Þóra Andrésdóttir, Jósteinn Einarsson og barnabörn. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BJARNFRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Klapparholti 12, Hafnarfirði, var jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju mánu- daginn 19. júlí. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við and- lát hennar og útför. Sérstakar þakkir til starfsfólks St. Jósefsspítala í Hafnarfirði fyrir góða umönnun. Sigurður Haukur Gíslason, Sigurleif E. Andrésdóttir, Margrét Gyða G. Wangen, Per A. Wangen, barnabörn og barnabarnabörn. t ÓTTAR GUÐMUNDSSON múrarameistari, f. 16. nóvember 1911, iést á Landakoti þann 18. júlí sl. Jarðarför hans var gerð í kyrrþey að ósk hins látna frá Fossvogskapeilu þann 23. júlí. Sérstakar þakkir viljum færa Valgerði Gísladóttur fyrir einstæða umönnun. Guðrún Hubertsdóttir, Þorkell Þórðarson, Dagný Þorkelsdóttir, Drífa Þorkelsdóttir, Þórey Þorkelsdóttir. -r t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNS STEINASONAR, Grenimel 46, Reykjavík. María S. Finsen, Karl F. Jóhannsson, Bergljót Aradóttir, Steini B. Jóhannsson, Gunnar Jóhannsson, Anna G. Jóhannsdóttir, Steinunn Jóhannsdóttir, Kristrún Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum samúð og vinarhug við andlát hjart- kærs bróður okkar og mágs, ÁRNA SIGURJÓNSSONAR bankafulltrúa, Laugarásvegi 1, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Þorbjörg Sigurjónsdóttir, Friðrik Vigfússon, Svanlaug Sigurjónsdóttir, Heiðar Haraldsson, Vilborg Jóhannesdóttir og fjölskyldur. t t Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur hluttekningu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HELGU KÁRADÓTTUR, Háeyrarvöllum 44, Eyrarbakka. Karl Þórðarson, Ársæil Þórðarson, Eygió Karlsdóttir, Anna M. Þórðardóttir, Ágúst Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.