Morgunblaðið - 25.07.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 25.07.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1999 37 MINNINGAR honum nóg um. Enda er ég ekki frá því að þegar mest var hafi þetta kostað hann of mikla orku. I gegnum árin kynnti ég marga vini mína og félaga fyrir Agnari og í mörgum tilfella hitti ég þá skömmu síðar með honum og urðu þeir með tímanum hluti af vina- og kunn- ingjaflóru hans eftir það. Einn þeirra talaði alltaf um hann sem „manninn á fjallinu“. Margir kynntust í gegnum Agnar enda þekkti hann svo marga að í raun miðlaði hann vinskap. Algengt var þegar maður kom á Leifsgötuna að einhver væri þar að leita ráða hjá honum en hann var greiðvikinn og alltaf tilbúinn að hlusta á menn og hjálpa þeim að meta ólíklegustu mál eða ráðagerðir. Klippimyndimar hans á ýmsum stigum framleiðsl- unnar á veggjum og gólfi, tölvan í gangi, tónlist á fóninum, teilmur í lofti. Hann þýddi mikið eins og áður sagði og sneri m.a. íslenskum kveð- skap yfir á þýsku eða ensku, og öf- ugt auk þess að skrifa talsvert sjálf- ur og taka þátt í tónlistarsköpun sem söngvari og textaflytjandi og kom satt að segja talsvert á óvart á því sviði. Klippimyndir Agnars eru margar alveg frábærar og hverjum öðrum en Agga hefði dottið í hug að kaupa heilan lager af úreltum almanökum og nýta síðan hráefnið í þessar yndislegu brosmyndir. Aggi var lipur í kotru, góður bridsspilari og hættulegur í skák. Við vorum með veiðifélag um hríð nokkrir vinir en Agnar hafði unun af útiveru og tók sig vel út með stöngina á lofti. Það var alltaf stutt í kímnina hjá . Agga og sjálfur var hann á stundum eins og klipptur útúr grínbók. Eg efa stórlega að nokkurs staðar í Reykjavík hafi jafnmargir einstak- lingar hlegið sig máttlausa jafnoft og á heimili Agnars. Þannig vil ég muna hann Agga: Kátan og hress- an, umkringdan vinum og eitraðan af smitandi húmor. Agnar annaðist aldraða foreldra sína seinni árin og faðir hans, sem hann starfaði jafnframt með til margra ára, lést fyrir nokkrum ár- um. Hann sinnti móður sinni af mik- illi slúð ur.s húr. dó fyri' á þessu úri. Eftir stóð hann, einstæðingur á krossgötum að leggja drög að nýj- um kafla lífs síns, engan veginn af baki dottinn. Agnar var bamlaus og því er frá- fall hans svo endanlegt, búið að klippa á þráðinn. Hallvarður E. Þórsson. Nú er vinur minn Agnar Agnars- son látinn. Það er til marks um kaldhæðni örlaganna að þvílíkt Ijúf- menni eins og Aggi var skuli skilja við með þeim hætti sem raun bar vitni. Þau ríflega tuttugu ár sem ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að þeklga Agnar heyrði ég aldrei styggðaryrði af vörum hans í garð nokkurs manns. Aggi var maður friðar og velvildar og nær frávika- laust í góðu skapi hvað sem á bját- aði. Aggi var vinamargur og var oft margt um manninn á heimili hans enda góður heim að sækja. Þar var jafnan setið á rökstólum um ólíkleg- ustu málefni enda gestgjafinn af- burða vel lesinn og svo fluggreindur að stundum mátti maður hafa sig allan við að fylgja honum eftir. Þá er Agga þótti umræðan vera orðin helst til of alvörugefin var stutt í kímnina. Þegar forræðishyggja rík- isvaldsins var til dæmis eitt sinn að umtalsefni spurði Aggi: „Ef ríkis- stjómin treystir ekki fólkinu, hvers vegna leysir hún þá ekki fólkið upp og kýs sér nýtt fólk?“ Þannig var honum einum lagið að sjá broslegu hliðar tilverunnar enda leið öllum vel í návist hans Agga. Þvílíkur ■ öðlingur sem hann var. Fyrir mér var Aggi ekki aðeins góður og ‘traustur vinur heldur fræðari og dcennimaður því hann var, eins og þeir sem þekktu hann best, vita, -óþrjótandi uppspretta hugmynda og þekkingar. Aggi vai- þó öðrum fremur elsku- legur, hlýr, nærgætinn og gefandi persóna. Aggi var skjól í vitskertri veröld og bjargvættur. Þegar mér var þungt fyrir hjarta leitaði ég td Agga sem skynjaði strax hvemig ástatt var. Hann var ekki ræðinn á þeim stundum. Huggun hans fólst í vinarþeli nærvemnnar, kyrrðinni, þögninni sem fylgdi návist hans þegar hann vissi að harmur var í brjósti. Þá var hellt upp á te af kost- gæfni Zen-meistarans. „Morð er hægt að fyrirgefa, en ókurteisi við tedrykkju aldrei,“ sagði hann. Agnar benti oft á nýjar leiðir til að leysa vandann og tókst að sefa sárin þegar allt var um seinan. Hann var einstakur mannvinur og fráfall hans meiri missir en orð fá lýst. Guðmundur Sigurfreyr Jónasson. í ársbyrjun 1981 urðu tímamót í fimm ára kunningsskap okkar Agn- ars Wilhelms, er við stofnuðum við þriðja mann fyrirtækið Máttur hf. Aggi var þá þaulreyndur heildsali eftir margra ára rekstur heildsölu með föður sínum, Agnari K. Hreins- syni. Þeir feðgar vom eftirminnileg- ir og margar góðar minningar tengdar Hafnarhúsinu. Og ekki færri frá Máttartímanum. Viðskipti við þýzk fyrirtæki hentuðu Agnari vel. Mest fór fyrir Grandos kaffivið- skiptum Máttar en öðm sinnt eftir efnum. Agnar lagði áherzlu á ný viðskipti og við reyndum t.d. fyrir okkur í fiskútflutningi sem var erfitt á tímum útflutningshafta og fákeppni. Minningamar streyma. Agnar var með stórar áætlanir og á undan sinni samtíð. Agnar fer til Flórída að kaupa rafmagnsbílinn og við ökum um miðbæinn þegar við leystum hann út. Agnar brosmildur þegar Máttur fær umboðið fyrir Rothschild-vínin. Aggi að veita hraðnám í viðskiptum og aðstoða ýmsa að stíga fyrstu skrefin á verzl- unarbrautinni. „Máttur hinna mörgu,“ sagði Aggi. Gamlar veiðiferðir koma upp í hugann. Oftast var farið eitthvað stutt, en stundum lengri ferðir eins og upp í Veiðivötn. Þá var Agnar í essinu sínu. Dásamlegi kaststíllinn sem veitti viðstöddum nýjan skiln- Ír.CT £ íhráíti*™ Ocr hn lítiA fíalroríicf a UUíU‘i.», o f,v **v*v ÍIOXIHWXOI kom það ekki að sök, aðalatriðið var að veiðifélagið var samankomið og allir skemmtu sér vel. Eitt sinn vor- um við Agnar í London og hann snéri sér að betlara og spurði hvort hann tæki harðfisk í stað aura. „Þessi þarf ekki neitt, hann vill ekki fiskinn," sagði Aggi brosandi. Agn- ar var fagmaður í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Kjarninn var að það litla var jafn merkilegt og víð- áttur geimsins. Mér er Agnar minn- isstæður þegar hann var að skera í klippimyndimar sínar. Einbeitingin algjör eins og alltaf þegar þörf var á, svo límdi hann allt saman og út- koman var myndir sem margir vildu eiga. En fyrst og fremst mun ég minnast Agnars fyrir að hann var vinur vina sinna og hvers manns hugljúfi. Orlagasteinninn sorfinn/máttar- stólpi horfinn. Með brest í brjósti en bros á vör yfir minningunni um góðan dreng og algjöran snilling, kveð ég Agnar vin minn. Sigl heill, Agnarius, til stjömunn- ar sem var þér svo hugleikin undan- farið. Þar er þér ætlað mikið hlut- verk. Það veit ég. Guðmundur Böðvarsson. Formáli minn- ingargreina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fædd- ur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. OTTAR GUÐMUNDSSON + Óttar Guð- mundsson var fæddur þann 16. nóvember árið 1920, hann var því 79 ára gamall er hann lést á Landakoti þann 18. júlí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Vilhelm- ínu Guðrúnar Jóns- dóttur og Guðmund- ar Sveinbjarnarson- ar bónda að Forna- seli í Mýrasýslu. Þeim hjónunum varð tveggja barna auðið, systir Óttars var Þórdís, f. 24.2. 1919, d. 13.4. 1989. Óttar ólst upp hjá foreldrum sínum að Fornaseli í Mýrasýslu til ársins 1935 en það ár flutti fjölskyldan í Borgarnes. Óttar Við upphaf starfs eldri borgara í Grafarvogssókn kom til liðs við söfnuðinn góður hópur manna, karla og kvenna, sem hafa haft góð áhrif á allt safnaðarstarf í kirkju- sókninni og þá ekki síst mótaði starfið fyrir sinn eigin aldurshóp. Einn úr þessum ágæta hópi var hann Óttar Guðmundsson. Við sem störfuðum með hópnum, komumst fljótt að því að hann Óttar var óvenjulegur maður um margt. Hann hafði sérstakar skoðanir um menn og málefni, og var óhræddur að halda þeim fram, þó ávallt á ein- staklega kurteislegan og viðfelldinn hátt. Hann var vel lesinn og vitnaði oft í stórskáldin og vönduð ljóðagerð var honum hugleikin. Síðustu orðin hans til mín, rúm- um sólahring áður en hann kvaddi, var ljóð um prest sem er gott skáld sem fyrir nokkrum misserum gerð- ist þingmaður. I kirkjustarfinu var skemmtilegt að kynnast honum og fylgjast með. Avallt kom hann í kirkjuna kl. 13 þann uág sem stai'f eiári borgara átti að fara fram. Það hófst hálftíma síðar. Vildi hann þá gjarnan aðstoða ef þess var þörf, og eftir helgistund- ina var hann ávallt reiðubúinn að hjálpa við allan frágang. I þessu starfi tengdist Óttar kirkjunni sterkari og sterkari böndum. Tók hann þátt í guðsþjónustu sunnu- dagsins, og allur framgangur kirkj- unnar í sókninni og víða í heimi var honum hugleikinn. Ósjaldan í sam- verustundum eldri borgaranna ræddi hann um kirkjuna og boðun hennar í heiminum. Sjálfur var hann „sigldur" eins og það var nefnt í gamla daga, ferðaðist víða og starfaði um nokkurt skeið erlendis, m.a. í Tékkóslóvakíu og í Svíþjóð. Þar starfaði hann við iðngrein sína sem var múrverk, en hann lauk sveinsprófi í þeirri grein frá Iðn- skólanum í Reykjavík árið 1959. Honum var því afar kært að fylgjast með því hin síðustu misseri þegar múrarameistarar lögðu hönd á plóginn og klæddu kirkjuna hans granítsteini frá Spáni. Sjálfur ætl- aði hann að vera viðstaddur þegar fyrsti steinninn yrði settur utan á kirkjuna. Höfðinglega gjöf afhenti stundaði nám í far- skóla í sinni sveit og unglingaskóla sótti hann í Borgarnesi. Sveinsprófi í múr- araiðn lauk hann frá Iðnskólanum ár- ið 1959. Meistari hans var Páll Ólafs- son. Auk þess að vinna við iðngrein sína, múrverkið, sótti Óttar sjóinn. Var hann um tíma á Eld- borginni sem var gerð út frá Borgar- nesi. Hin síðari ár starfaði hann sem birgðavörður á Hótel Sögu og var næturvörður í Islands- banka. títför hans fór fram í kyrrþey 23. júlí frá Fossvogskapellu. hann kirkjunni sinni sem notuð skyldi til að klæða Grafarvogskirkju veglegum búningi. Hér er þakkað fyrir þann stórhug í verki. Óttar fetaði veginn um lífsins braut, gjaman einn. Hann vildi ekki að fyrir sér yrði haft í lifanda lífi. Vildi bjarga sér sjálfur, og hafði fastmótaðar skoðanir á því hvemig ætti að lifa lífinu. Þar voru til staðar sérstaklega heilbrigðar skoðanir. Frænka hans hún Guðrún Hú- bertsdóttir var honum kær. Hún reyndist honum vel á lífsins braut. Hún og fjölskylda hennar að Mið- görðum í Kolbeinsstaðahreppi vom honum hugleikin. Fyrir nokkrum missemm veiktist Óttar. Var hann þeirrar skoðunar að fá að heyja lífsbaráttuna, síðasta spölinn sem framundan var, einn og óstuddur. Sem betur fer, eftir samninga--* gerð, leyfði hann að aðstoð yrði veitt, og honum yrði hjálpað við það að gera ævikvöldið fagurt. Eftir stutta sjúkrahúsvist eignað- ist hann sitt heimili að Landakoti hvar hann naut dvalarinnar afar vel. Fyrir alla umönnun þar er þakkað af einlægni. Sjálfur nefndi hann við mig um leið og hann greindi mér frá því að kveðjustundin ætti að fara fram í kyrrþey, að henni Valgerði Gísladóttur sem mótaði starf eldri borgara í Grafarvogi og stjórnar nú starfi eldri borgara í Reykjavíkur- prófastsdæmum, yrðu færðar þakk- ir. Segja má að hún hafi borið Óttar á örmum sínum eftir að hann veikt- ist alvarlega, í íbúð sinni að Frosta- fold fyrir nokkmm missemm. Henni er og þakkað af heilum hug. Guði sé þökk að slík hjálp er veitt og að til er fólk sem veitir slíka hjálp. Gagnvart lokaþætti lífsins sem blasti við nú á hásumri, var Óttar óhræddur, hann vissi að, og kunni vel orð stórskáldsins er segja: Af eilífðar ljósi bjarma ber sem brautina þungu greiðir. Vort líf sem svo stutt og stoþult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Guð blessi minninguna fögm og ljúfu um Óttar Guðmundsson. Hóp- ur eldri borgara í Grafarvogssöfn- uði og starfsfólk biðja fyrir kveðjur og þakka blessunarríka samfylgd. Vigfús Þór Árnason. HENRIK LUND v- + Henrik Lund fæddist á ís- landi 5. mars 1902. Hann lést í Dan- mörku 2. júlí síðast- liðinn. títför hans fór fram 9. júlí í Nakskov á Lálandi. Höfðingi er fallinn frá. Henrik var fjöl- skylduvinur í mörg herrans ár. Hann var skemmtilegur og kurteis maður, kom- inn aftur úr 19. öldinni. Hann bjó í fallegu og hrömuðu húsi á Lálandi fullu af kóngulóarvef, fúkkalykt og yndislegri stemmningu. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fyigi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Henrik kom á hverju sumri í heim- sókn til íslands og srerði okkur bann mikla heiður að búa hjá okkur. Það var æðislegt að koma heim úr þunglyndri unglingavinnunni, setjást með Henrik í spjall og drekka púrivín. Já, það mátti þessi gamli maður hafa á samviskunni að hann kenndi mér að -C drekka og reykja vindla á fermingaraldrinum. En að sjálfsögðu með „kúltúr“ og „stæl“, eins og hans var von og vísa. Henrik var skemmtilegur, glæsilegur, hlýr og með húmorinn í lagi. Nú situr hann í fífilbrekku á himnum og sumblar með Jónasi Hallgrímssyni. Guð blessi minningu þessa átrúnaðargoðs míns. Ragnar Kjartansson. ; . LEGSTEINAR i >’s- I'a fik«*á « rifem^ þtíjj ; Komið og skoðið í sýningarsal okkar eða fáið sendan myndalista MOSAIK Hainarshöfði 4, 112 Reykjavík sími: 587 1960, fox: 587 1986
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.