Morgunblaðið - 25.07.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 25.07.1999, Blaðsíða 42
042 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1999 HUGVEKJA MORGUNBLAÐIÐ Ólafsvaka í Færcyjum. Eyjarnar átján Færeyingar og íslendingar fagna þúsund ára afmæli kristnitöku á næsta ári. Stefán Frið- bjarnarson horfír til baklands og skyldleika þessara tveggja eyþjóða. ENGIN þjóð er skyldari okkur ís- lendingum að uppruna, tungu og menningu en Færeyingar, sem byggja eyjamar átján suðaustur af Homafirði - í fjarlægð sem svarar til beinnar loftlínu frá Reykjavík norður á Langanestá. Færeyjar og ísland byggðust fyrst og fremst frá Noregi og „norrænum" svæðum Bret- landseyja, Færeyjar um eða upp úr 820, Island nokkmm áratugum síðar. Meginástæða landnáms í Færeyjum og á íslandi var hin sama: landþrengsli í Noregi og á Vesturhafseyjum. Fyrir vóru í báðum þessum löndum, er norrænt Iandnám hófst, írskir einsetumenn, kristnir. Báðar þjóðimar, Færeyingar og íslendingar, tóku og kristna trú á sama tíma, árið eitt þúsund. Is- lendingar að Lögbergi við Öxará á Jónsmessudag skfrara, 24. júm', eins og sterkar líkur eru leiddar að í merkri ritgerð Einars Amórs- sonar í Skfrni, riti Hins íslenzka bókmenntafélgs, árið 1930. I Landnámu segir að Hildigunn- ur, kona Sigmundar Ketilssonar, landnámsmanns að Laugabrekku í Breiðavíkurhreppi, hafi verið „dóttir Beinis Mássonar, Noddoðs- sonar úr Færeyjum". Landnáma segir og frá því að Auður djúpúðga, kristin landnámskona, hafi komið við í Færeyjum á leið til íslands og gift þar Olöfú, dóttur Þorsteins rauðs sonar síns: Þaðan er komið kyn hið ágætasta í því landi, er þeir kalla Götuskeggja. í Ólafssögu Tryggvasonar er getið Gríms kambans, sem fyrstur nor- rænna manna nam Færeyjar. Þar segir: „Hann var faðri Þórólfs smjörs (þess er út kom til íslands með Hrafna-Flóka fyrir 870), föð- ur Auðunar rotins, föður Einars, fóður Eyjólfs Valgarðssonar, föður Guðmundar ríka og Einars Þveræings." Framangreind dæmi sýna tengsl þessara tveggja ey- þjóða frá öndverðu. Enn í dag eru þjóðtungur Færeyinga og íslendinga áþekkar. Færeyingur og íslendingur skilja hvor annan, ef hægt er mælt og skýrt. Samgöngur milli þeirra era og þokkalegar, bæði með flugi og feijunni Norrænu. Og gjaman mættum við muna heilræði Háva- mála, þegar Færeyingar eiga í hlut: Veiztu ef þú vin átt, þann er þú vel trúir.... gleði skaltu við þann blanda... fara og finna oft. Tiiefni þess að hugvekja dagsins er tengd Færeyjum að þessu sinni er Ólafsvakan, sem er þjóðhátíð í Færeyjum. Upphaflegur tilgangur hátíðarinnar var að minnast Ólafs konungs Haraldssonar, sem féli í orastunni á Stiklarstöðum í Nor- egi 29. júlí árið 1030. Ólafsmessa var og ein af helztu hátíðum hér á iandi fram á 13. öldina og jafhvel lengur. Helgi Ólafs barst allsnemma til Islands, enda voru nokkrir íslendingar við hirð hans. Á12. öld flutti íslenzkt skáld, Ein- ar Skúlason, kvæði sitt Geisla í Kristskirku í Niðarósi um dýrlegt líf Ólafs konungs. Saga Ólafs kon- ungs Haraldssonar var og eitt helzta viðfangsefhi konungasagna- ritunar hér á landi. Messudagur Ólafs, 29. júh', er meðal hinna helg- ari í Kristinna laga þætti Grágás- ar. Sama máli gegnir um Kristnirétt Áma biskups Þorláks- sonar frá 1275. Á sjöunda tug ís- lenzkra kirkna vora helgaðar hon- um hér á landi á þessum tíma. Ólafur var og vemdardýrhngur ýmissa bræðralaga eða gilda, sem algeng vóra í Norður-Evrópu á miðöldum. í íslandssögu Einars Laxness eru gildin sögð trúarleg samtök bænda og iðnaðarmanna. Gildin náðu aldrei útbreiðslu hér á landi. I Þorgils sögu og Hafiiða í Sturlungu er þó skýrt frá Ólafs- gildi hjá Ingimyndi presti Einars- syni á Reykjahólum vestra 1119.1 Sturlungu er og getið um gildis- fundi að Hvammi í Dölum 1148 og að Þingeyrum nyrðra 1182. Ólafsmessa, tengd minningu Ólafs konungs Haraldssonar, var um aldir hátíðleg haldin með Fær- eyingum, Islendingum og Norð- mönnum. Hún heyrir til vest-nor- rænni sögu og menningararfleifð. Hátíðahald tengt Ólafi konungi lagðist af hér á landi við siðaskipt- in. Ólafsvakan varð á hinn bóginn að eins konar þjóðhátíð í Færeyj- um. Færeyska þingið kom jafnan saman á Olafsvöku. Þá var og haldin prestastefna. Og Færeying- ar halda í dag Ólafsvöku með svip- uðum hætti og við þjóðhátíðardag- inn 17. júní. í fögra íslenzku ættjarðarkvæði segir: Föðurland vort hálft er haf- ið. Færeyingar geta sagt hið sama. Auðlindir sjávar gera bæði löndin byggileg. Það gegnir og svipuðu máli um uppruna, menningu og þúsund ára sögu eyþjóðanna tveggja. Báðar fagna þær þúsund ára afmæli kristnitöku á komandi ári, sem mótað hefúr þjóðmenn- ingu þeirra allar götur síðan - öllu öðra fremur. Ef þú vin átt, far þú og finn oft. Það á vera viðhorf beggja eyþjóð- anna, hvorrar til annarrar. Sam- eiginlega eiga þær og þann vin, er þær játuðust í kristnitöku. Hann er alls staðar að finna. Og kirkjur hans era öllum opnar. Höfundur er fyrrverandi blaða- maður við Morgunhlaðið. í DAG VELVAKAMII Svarað í síma 569 1100 frá 10-13 frá mánudegi til föstudags Trú og vísindi ÞAÐ var athyglisverð hug- vekja og fróðleg sem birt- ist í sunnudagsblaði Morg- unblaðsins 27. júní sL, nefnd „Trú og vísindi eru systur“, eftir Stefán Frið- bjarnarson, fyrrverandi blaðamann, og ber að þakka. Hann nefnir nokkra visindamenn og heimspekinga, Max Planck, Albert Einstein, Newton og nokkra Nóbels- verðlaunahafa og segir að það sé ekki um „neinskon- ar grundvallarágreining milli trúar og vísinda að ræða“ þegar lesin sé grein eftir Jóhann Axelsson, prófessor, sem mun hafa birst nýverið í blaðinu (innskot: sem undirrituð hefur ekki lesið, lestur dagblaða tilviljunarkennd- ur mjög). í þessa hugvekju Stef- áns (þá ef til vill einnig hjá prófessor Jóhanni) taldi ég vanta nafn eins manns, sem þegar árið 1918 lætur birta eftir sig grein í Þjóð- ólfi (síðar í Nýal) sem hét „Hið mikla samband" og mottó hans var „Ultra religionem, non contra" (framar trúarbrögðum, ekki á móti þeim). Þar segir m.a.: „En á því ríður, eigi framfarir að geta orðið, að festa sig ekki í neinni trú, sem aftr- ar rannsóknum." (Bls. 14 Nýal). Og í Framnýal bls. 322 er ritað: „Guð er sann- leikur. Öllu réttara er þó að segja, að sannleikurinn sé leiðin til Guðs.“ Svo ein- falt var það. Þessi maður skrifaði heimspekirit sem fylla sex bækur, (Nýall, Ennýall, Framnýall, Við- nýall, Sannýall og Þóný- all). Fyrrverandi biskup, dr. theol. Sigurbjörn Einars- son, tel ég að hafi kynnt sér rit þessa framliðna Is- lendings; jarðfræðings og vísindamanns. Það er kannski full djúpt í árinni tekið að auglýsa í Morgun- blaðinu eins og góð kona gerði árið 1924 (Islensk stefna, 2. árg., mars 1952, 1. tbl.): „íslendingar! St- anzið um stund og gefið gætur að starfi dr. Helga Pjeturss. Hann byggir brú yfir geimdjúpin til betri staða. Komið, þó á elleftu stundu sé. Látið honum skilning, kærleika og traust í té.“ En kannski í lagi að minnast á að hann er upp- hafsmaður, líklega í öllum heiminum, sem skildi að trú og vísindi eru ekki, eiga ekki að vera, neinar andstæður. „Ultra religionem, non contra“. Þessi maður var dr. Helgi Pjeturss (1872-1949). Norma E. Samúelsdóttir. Slæm þjónusta ÉG PANTAÐI mér spólu á myndbandaleigunni Bón- usvídeó í Kópavogi fostu- daginn 17. júlí. Daginn eft- ir var hringt í mig og ég látinn vita að spólan væri tilbúin og var mér sagt að ná í hana strax, annars yrði hún leigð út. En þar sem ég er bara 14 ára og ekki með bílpróf komst ég ekki alveg strax en þegar ég kom þangað var búið að leigja spóluna og var ég óhress með það. Ég bað um að spólan yrði þá tekin frá fyrir sunnudaginn en okkur var sagt að fara bara á aðra myndbanda- leigu og koma okkur út. Var okkur sýnd bæði ókurteisi og hortugheit. Kaila ég þetta misrétti við viðskiptavini. Helgi Ragnar Guðmundsson, Sæbólsbraut 23, Kóp. Dýrahald Fress týndist frá Seljahverfi BRÚNBRÖNDÓTT fress týndist vegna flutnings frá Seljahverfi. Hans er sárt saknað. Hann getur hafa farið í hvaða átt sem er, svo ef einhver hefur orðið var við hann, þá vinsam- legast látið vita í síma 557 8451 eða 863 8509. SKAK limsjón Margeir Pétursson STAÐAN kom upp á Politi- ken Cup-mótinu í Kaup- mannahöfn í sumar. Dan- inn Björn Brinck- Clausen (2.350) var með hvítt og átti leik gegn Norð- manninum Terje Jo- hansen (2.230). Hvítur á erfitt um vik, því bisk- upinn á c4 er leppur. Br- inck- Clausen, sem er af ís- lenskum ættum, tókst að leysa vandann: 35. Dd4! - Dxc4 (35. - Hxc4 36. Dxc4! leiðir til sömu niðurstöðu) 36. Dxc4 - Hxc4 37. Hd8+ - Rg8 38. Hxg8+! og svartur gafst upp þvi aðeins einn leikur er eftir í mátið: 23. - Kxg8 24. He8 mát. HVÍTUR leikur og vinnur. HOGNI HREKKVISI Víkverji skrifar... ANNAÐ árið í röð gengur mark- aðsherferð Coca Cola-fyrirtæk- isins út á happdrætti á botni tappa á plastflöskum fyrirtækisins. Sumar- flöskur kalla þeir þetta í auglýsing- unum og ekki veit Víkverji hve hátt vinningshlufallið á að vera, en ekki getur það nú verið mikið sé mark takandi á öllum þeim sem býsnast þessa dagana yfir óheppÚegum töppum sem ekki innihalda vinning og hneykslast á happdrætti sem þessu, en halda samt áfram að kaupa flöskumar, kíkja í tappann og býsnast eitthvað ennþá meira. Happdrættið sem slíkt er alls ekki vitlaus hugmynd og vitaskuld ekki ný af nálinni, en Víkverji fór fyrst að velta herferðinni fyrir sér þegar hann heyrði nýverið af tveimur kaupendum slíkra flaskna sem duttu í lukkupottinn, fengu vinningstákn í tappann sinn og urðu síðan hreint og beint gapandi af undran þegar í Ijós kom hver verðlaunin voru. xxx ANNAR vinningshafinn, ung stúlka sem kaupir reiðinnar ósköp af gosi og hefur lítið séð af vinningstöppum þrátt íyrir mark- vissa leit, varð ósköp glöð loksins þegar einn tappinn sýndi merki frá hamborgarastaðnum American Style. Osköp kát leit hún nánar á merkimiða flöskunnar og þar sagði að vinningurinn væri hamborgara- veisla frá umræddum veitingastað. Hamborgaraveisla, hvorki meira né minna. Öllu minni varð gleðin þegar hringt var í veitingastaðinn og þær upplýsingar fengust að í umræddri veislu væri fólginn hamborgari. Einn hamborgari, segir Víkverji og skrif- ar, og ekki annað. Á heimili hans væri slíkt seint kallað veisla, en ann- að er greinilega upp á teningnum hjá American Style og Vífilfelli, hinum íslenska framleiðanda Coca Cola. xxx HINN vinningshafinn, bam að aldri, hafði einnig svipast lengi og samviskusamlega eftir gjöfulum tappa þegar einn slíkur kom loks í leitimar. Reyndist hann innihalda merki annars skyndibitastaðar, nú Subway, og samkvæmt merkimiða flöskunnar var vinningurinn því kaf- bátur. Sem betur fer kom eintöluorð- ið kafbátur í veg fyrir þann misskiln- ing að halda að um fleiri en einn kaf- bát yrði að ræða, en það kom ekki í veg fyrfr innilega undrun litla bams- ins þegar því var tjáð á einum veit- ingastað Subway að vinningurinn væri, jú: hálfur kafbátur. Hálfur bát- ur! - Víkveija finnst sem ofantalin dæmi tvö séu til marks um einhverja þá púkalegustu vinninga í happ- drætti í langan tíma. Raunar man hann aðeins eftir einu dæmi um jafn púkalegt happdrætti. Það var á veg- um Vífilfells í fyrra þegar tappahapp- drættið í sumarflöskunum var fyrst kynnt til sögunnar. Þá fóru ýmsir smávinningar mjög lyrir bijóstið á fólki og á endanum var afgreiðslufólk á bensínstöðvum tekið að afhenda ríflegri vinninga en því bar að gera, svona rétt eins og til að halda sam- viskunni í meðallagi á eftir. xxx SKOÐUN Víkverja er sú að happ- drætti sem þetta - og skunkalegir vinningamir - séu ekki til þess fallnir að gleðja vinningshafana. Miklu skynsamlegra sé að fækka vinning- unun, gera þá ríflegri og þá geta þeir máski sómt sér sem verðlaun í hefð- bundinni skilgreiningu þess orðs. Annars eru þetta ekki annað en hrein og klár skammarverðlaun og til þess heldur Víkverji að leikurinn hafi ekki verið gerður í upphafi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.