Morgunblaðið - 25.07.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.07.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1999 43 . I DAG BRIDS Umsjðn (iuðmundnr Páll Arnarson í FYRSTU umferð Norður- landamóts ungmenna kom upp áhugavert spil, þar sem allt snerist um tromplitinn. Daninn Kasper Konow missti af vinningsleið, eins og spilið þróaðist í viðureign Dana og Svía: Austur gefur; AV á hættu. Norður A KG7 V ÁK3 ♦ DG3 *ÁD108 Vestur Austur A3 AD1064 V D72 V 965 ♦ Á862 ♦ K974 *KG965 * 42 Suður ♦ Á9852 VG1086 ♦ 103 + 73 Vestur Norður Austur Suður — — Pass Pass 1 lauf Dobl Pass 1 spaði Pass 2 grönd Pass 3 hjörtu Pass 3 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Vestur opnaði létt í þriðju hendi og það hafði áhrif til hins verra á spilamennsku Danans. Útspilið var smár tígull undan ásnum, sem austur tók á kónginn og spilaði tígli um hæl. Vestur drap og spilaði þriðja tíglin- um. Konow ákvað að henda laufi heima í tígluldrottning- una og spilaði síðan laufás og trompaði lauf. Þar var hann á réttri leið, því ef hann fer heim á spaðaás og spilar spaða að KG, fær austur alltaf tvo slagi á tromp. En Konow beið sem sagt með spaðaásinn og stakk lauf heim. Síðan spil- aði hann spaða á gosann. Austur drap á drottninguna og spilaði tígli til að veikja tromp sagnhafa. Nú er til skemmtileg vinningsleið. Sagnhafi verður að trompa heima og henda laufi úr borði. Svína svo hjartagosa og taka ÁK í hjarta. Spila loks laufi í þriggja spila endastöðu þar sem austur á 1064 í trompi eftir. Suður yfirtrompar með níu, sting- ur síðasta hjarta sitt með kóngi blinds og fær svo á spaðaásinn. Austur þarf að undirtrompa þrisvar í lokin! Konow fann ekki þessa leið. Hann trompaði fjórða tígulinn í blindum og tók spaðakóng. Þegar hann spil- aði næst laufi úr blindum gat austur losað sig við eitt hjarta og tryggt sér þannig slag á tromp. Arnað heilla f* r\ÁRA afmæli. Á morg- DUun, mánudaginn 26. júlí, verður sextug Margrét Sigurðardóttir, matráður, Skipholti 60, Reykjavíkur. Eiginmaður hennar er Sig- urður S. Steingrímsson, kennari við Iðnskólann í Reykjavik. I tilefni dagsins taka þau á móti ættingjum og vinum í Templarahöll- inni, Stangarhyl 4, Reykja- vík, kl. 20 á afmælisdaginn. t fkÁRA afmæli. Á morg- OUun, mánudaginn 26. júh', verður fimmtugur Frið- rik Friðriksson, sparisjóðs- stjóri, Böggvisbraut 9, Dal- vík. Eiginkona Friðriks er Marína Jónsdóttir og eiga þau 3 börn. Friðrik er að heiman á afmæhsdaginn. PERLUBRÚÐKAUP. Á morgun, mánudaginn 26. júlí eiga 30 ára hjúskaparafmæli hjónin Guðrún Karlsdóttir og tílfar Víglundsson, Lindarholti 10, Ólafsvík. Hlutavelta ÞESSIR duglegu krakkar sem búa í Eggertsgötu 12 söfn- uði með tombólu 8.773 kr. til styrktar flótta- mannahjálp Rauða kross íslands. Þau eru í fremstu röð f.v.: Þór- hildur Eyþórsdóttir, Orri Einarsson og Brí- et Mörla Ómarsdóttir. Miðröð f.v.: ída Páls- döttir, Denise Margrét Hannesdóttir og Hjör- dís Halla Eyþórsdótt- ir. Efsta röð f.v.: Aron Einarsson, Veronika Ómarsdóttir og Nadi- ne Guðrún Hannesdóttir. Á myndina vantar: Agnesi Ýr, Guðrúnu Jónu og Ernu Kristínu Stefánsdætur en þær eru fluttar til Vestmannaeyja. LJOÐABROT I HLIÐARENDAKOTI Fyrr var oft í koti kátt, krakkar léku saman. Þar var löngum hlegið hátt, hent að mörgu gaman. Úti um stéttar urðu þar einatt skrýtnar sögur, þegar saman safnazt var sumarkvöldin fögur. Eins við brugðum okkur þá oft á milli bæja til að kankast eitthvað á eða til að hlæja. Margt eitt kvöld og margan dag máttum við í næði æfa saman eitthvert lag eða syngja kvæði. Bænum mínum heima hjá Hlíðar brekkum undir er svo margt að minnast á, margar glaðar stundir. Því vill hvarfla hugurinn, heillavinir góðir, heim í gamla hópinn minn, heim á fomar slóðir. Þorsteinn Erlingsson (1858/1914) Ljúðið í Hlíðarenda- koti STJÖRIVUSPA eftir Franees Drake LJONIÐ Afmælisbam dagsins: Þú hefur mikil áhrif á fóik með skoðunum þínum ognýtur þín vel í hjálparstarfi vijj aðra. Hrútur (21. mars -19. apríl) Verður er verkamaður launa sinna og þú átt það svo sannar- lega skilið að gera þér glaðan dag. Leyfðu einhverjum að njóta þess með þér. Naut (20. apríl - 20. maí) Eitthvað það kann að gerast sem kemur þér verulega á óvart Reyndu að vera viðbú- inn svo að þú getir dregið úr afieiðingunum. Tvíburar . (21. maí - 20. júní) Náinn vinur reynist kaldrifj- aðri en þú hefur nokkumtím- ann getað gert þér í hugar- lund. Láttu vináttuna ekki blinda þér sýn. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Skilaboð sem þér berast kunna að reynast áhrifamikil ef þú ákveður að fara eftir þeim. Ef ekki þá láttu vera að angra sjálfan þig með þessu. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) X* Það er ósköp notalegt að finna athygli annarra beinast að sér. Gættu þess samt að misnota ekki aðstöðu þína sem mundi valda öðram sársauka. MeyÍa (23. ágúst - 22. september) (Dh. Stundum getur manni virst framþróunin ákaflega hægfara en til allrar hamingju þarf ekki alltaf miklar breytingar til að sjá veralegan mun. Vog (23. sept. - 22. október) Vertu ekki svona harður við sjálfan þig. Allir þurfa ein- hvemtímann á hvíld að halda. Að öðrum kosti er heilsan í veði. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Það getur valdið andvaraleysi að allir hlutir gangi refjalaust fyrir sig. Búðu þig undir að fyrr eða síðar reyni á útsjónar semi þína. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) Það getur reynst erfitt að greina á milli þess sem má og hins sem ekki gengur. Reyndu að gera upp hug þinn áður en lengra er haldið. Steingeit (22. des. -19. janúar) Sumir eru tilbúnir til þess að fallast á skoðanir þínar um- yrðalaust en fyrir fylgi ann- arra þarftu meira að hafa. Það era þeir síðamefndu sem gefa lifinu gildi. Vatnsberi (20. janúar -18. febrúar) QSffi Láttu ekki gylliboð ókunnugra villa þér sýn. Lestu vel smáa letrið og leitaðu þér sérfræð ingsaðstoðar með vandasöm úrlausnarefni. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Það er rangt að kætast við ófarir annarra og aldrei að vita nema að þú verðir sjálfur skot- spónninn áður en þú veist af. Stjörnuspína á að iesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindaiegra staðreynda. Afsláttardagar 26.-30. júlí Efni, bækur og snið BÚTASALA ‘3% tiétfiitður Opið mán.-fös. kl. 10-18 Síðumúla 35, sími 553 3770 HUGUOMUN SJALFSÞEKKINGAR „Enlightenment Intensive" í Bláfjöllum 16.-19. september. Segðu mér hver þú ert Öflugt og krefjandi 3 sólarhringa hugleiðslunámskeið þar sem markmiðið er að öðlost beina upplifun á sannleikanum, um hver þú raunverulega ert, hvað þú ert, hvað lífið er, hvað aðrir eru og hvað kærleikur er. Kennd er mögnuð og áhrifarík hugleiðslutækni. Fáðu sendan bækling. Leiðbeinandi Guðfinna S. Svavarsdáttir, „Enlightenment lntensive"-meistari. Nánari uppl. og skráning í sima 562 0037 og 869 9293. Ragna, s. 564 3118 og 891 8186, Óttar, s. 554 3930 og 899 5589. Vantar þig tösku? Hjá okkur er stórt útsöluhorn Einnig er 10% afsláttur af öllum leðurtöskum 0rahgey Laugavegi 58 sími5513311 Útsalan í fullum gangi Ný tilboð á hverjum degi Kringlunni, 1. hæð, sími 568 9345. UTSALA SÍDVSIA VIKAX v' 20% AIJKAAFSLÁTTUR s ÆL vkJFJL MsLÆiÆJk . Qhmtv, Tískuverslun v/Nesveg, Seltjarnarnesi. Sími 561 1680.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.