Morgunblaðið - 25.07.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 25.07.1999, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM GUNNAR, Rúrik, Bessi og Ámi á góðri stund við tökur sjónvarpsmyndarinnar. EGILL Eðvarðsson ásamt samstarfsmönnum í kirkjugarðinum. Gerð sjónvarpsmyndarinnar Fjögur hjörtu að Ijúka Fjögur hjörtu fer af fjölunum á filmu Sjónvarpsmynd, gerð eftir leikriti Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Fjögur hjörtu, verður sýnd í Sjónvarpinu fyrri hluta vetrar. Sunna Osk Logadóttir ræddi við aðstandendur myndarinnar um menningarlegt gildi kvikmyndarinnar og muninn á leikhúsuppfærslu og sjónvarpsmynd. Morgunblaðið/Jón Svavarsson TÓMAS R. Einarsson, Hallur Helgason, Ólafur Jóhann Ólafsson og Egill Eðvarðsson standa að gerð sjónvarpsmyndarinnar Fjögur hjörtu. BESSI leikur prest í Fjómm hjörtum. EIKRITIÐ Fjögur hjörtu var frumsýnt í Loftkastal- anum jólin 1997 undir leikstjóm Halls Helga- sonar. Verkið naut fádæma vin- sælda enda í því samankomnir fjórir af ástsælustu leikurum þjóð- arinnar, þeir Árni Tryggvason, Bessi Bjarnason, Gunnar Eyjólfs- son og Rúrik Haraldsson. Tómas R. Einarsson sá um tónlistina í myndinni og Egill Eðvarðsson stjórnaði upptöku. Höfðu sjónvarpsmynd í huga frá upphafi „Við Ólafur ákváðum á sínum tíma að setja leikritið upp í Loft- kastalanum og það tókst svo Ijóm- andi vel til. Hins vegar fannst okk- ur frá upphafi að þetta væri gott efni í sjónvarpsmynd," sagði Hallur leikstjóri. „Þetta verk passar vel að þeim miðli sem sjónvarpið er og við Ólafur ákváðum að fá Egil og Tómas til að gera þetta með okk- ur.“ Hallur segir að ekki hafi þurft að breyta handritinu eða uppsetningu verksins mikið frá sviðsetningunni en nokkrar senur voru færðar út í kirkjugarð. Þeir Egill, Hallur, Ólaf- ur Jóhann og Tómas eru allir sam- mála um að leikrit séu misvel til þess fallin að kvikmynda óbreytt. „En Fjögur hjörtu er einhvem veg- inn svoleiðis í laginu að það þurfti ekki mikið að breyta byggingunni á því,“ sagði Hallur. Þegar bækur eru kvikmyndaðar heyrast oft gagnrýnisraddir þess efnis að töfrar bókarinnar tapist á milli þessara ólíku miðla. Hinu sama er stundum haldið fram um kvikmynduð leikrit. „Það er hægt að gera hluti í mynd sem ekki er hægt að gera á sviði,“ sagði Ólafur Jóhann. „Þar er hægt að hafa fólk í nærmynd og setja viðeigandi tónlist undir svo dæmi séu tekin. Mér finnst Fjögur hjörtu koma vel út, bæði á sviði og á skjánum og er mjög ánægður með myndina." Tónlist Tómasar R. Einarssonar fær að njóta sín í myndinni en þeg- ar verkið var á leiksviði var lítil tón- list í því. „Eg samdi tónlistina sér- staklega fyrir þetta verk,“ sagði Tómas. „Hún er mestan part trega- full, þó með glaðlegum innskotum hér og þar.“ Þijár leiðir að kvik- myndun leikrits Egill Eðvarðsson hefur marg- sinnis fengist við að gera sjónvarps- myndir og segir þrjár leiðir mögu- legar við að færa leikrit af fjölunum og á filmu. „Hægt er að fara þá leið að taka leikritið upp í leikhúsinu með fullt hús af fólki sem hlær og grætur. Einnig er hægt að gera kvikmynd en það kostar mikla pen- inga og stílfæringar. í þriðja lagi er hægt að fara þá leið sem við fórum, að gera sjónvarpsmynd í samstarfi við fyrirtæki eins og Sagafilm. Þá er verkið að mestu tekið í stúdíói sem er ekki ósvipað leiksviði en við missum viðbrögð áhorfendanna. Það býður þá einnig upp á að hluti verksins sé tekinn t.d. úti eins og við gerðum." Leikaramir fjórir sem leika í verkinu hafa fengið frábæra dóma og önnur verk með eldri leikurum í aðalhlutverkum hafa verið sett upp í kjölfarið. „Eg hafði þessa ákveðnu leikara að vissu leyti í hugaþegar ég skrifaði leikritið," sagði Ólafur, sem er mjög ánægður með frammi- stöðu þeirra. „Þegar farið var að æfa þá aðlagaði ég hluta textans að þeim.“ Tökur myndarinnar hófust í maí og stóðu í rúma viku en leiksýning- in hafði lengri aðdraganda. „Við tókum óvanalega langan tíma i að æfa verkið," sagði Hallur. „Tókum stuttar æfingar og dreifðum þeim yfír þriggja mánaða tímabil. Það var mjög skemmtilegur og spenn- andi tími og Ólafur var oft viðstadd- ur og lagfærði og endurskrifaði.“ Fjögur hjörtu gekk fyrir fullu húsi í tvö leikár svo þeir Ámi, Bessi, Gunnar og Rúrik hafa fengið góðan tíma til að kynnast persón- unum sem þeir leika. ,A þessum tíma eru þeir búnir að sh'pa vel hvert smáatriði," sagði Hallur. „Flestar sýningar sem verða mjög vinsælar byggjast á ungu fólki en eldri leikarar hafa verið í aukahlut- verkum. Það er því óvanalegt að leikrit með fjómm stóram hlut- verkum fyrir eldri leikara hafi sleg- ið í gegn.“ Hallur hafði fengið að heyra ýkjusögur um viðmót eldri leikara áður en æfíngar hófust í Loftkast- alanum. „Mér var sagt að gamlir leikarar ætu unga leikstjóra eins og mig í hádegismat!" En Halls nýtur enn við þannig að reikna má með að samstarfið hafi gengið vel. Lxtið um xslenskt efni „Það er alltof lítið íslenskt efni sýnt á þessum tveimur útbreidd- ustu sjónvarpsstöðvum okkar,“ sagði Hallur. „Áhorfendur og lands- menn allir eiga heimtingu á því að þetta efni sé unnið sómasamlega og að stöðvarnar eigi framkvæði að framleiðslu íslensks efnis.“ Agli finnst ánægjuleg breyting til hins betra hafa átt sér stað í þessum efnum undanfarin ár og honum virðist sem sjónvarpsstöðvamar séu að taka við sér. Þótt sýningar gangi vel í leikhúsi og margt fólk sjái þær er alltaf stór hluti landsmanna sem gerir það ekki og á þess jafnvel ekki kost. „Það er heilmikil vinna lögð í leik- sýningar og því full ástæða til að taka þær upp,“ sagði Egill. „Ég tala nú ekki um það menningarlega varðveislugildi sem slík kvikmynd- un hefur. Að eiga þessa fjóra frá- bæra leikara saman í sjónvarps- mynd er menningarlega séð nauð- synlegt. Þjóðin á heimtingu á að varðveitt séu framsamin íslensk leikverk en auðvitað liggja einnig fjárhagslegar ástæður að baki. Alltof lítið af vinnu leikara sem nú era fallnir frá er til á filmu og þar með er hluti af menningarsögu þjóðarinnar horfinn þótt minning- amar lifi í hugum fólks.“ Eftir þær frábæra viðtökur sem Fjögur hjörtu fengu hjá almenningi hljóta margir að iða í skinninu að vita hvort Ölafur Jóhann sé með annað leikrit í bígerð. „Ég er með hugmyndir sem ég á eftir að sjá hvað verður úr, það er ekki lengra komið en það,“ sagði hann en bætti við að hann hefði haft mjög gaman af því að skrifa Fjögur hjörtu svo að aðdáendur hans geta verið bjart- sýnir en verða að vera þolinmóðir næstu misserin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.